Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 5
LAVGARDAGUR 28. FERRÚAR 1998 - S FRÉTTIR Allt að 80-90% rnunur á gjaldi leikskóla Leikskólinn Betri bær á Húsavík. Þar i bæ borgar „venjuleg kjarnafjölskylda" hæsta gjald á landinu. Gríðarlegux verðmim- ur er á leikskólagjöld- um milli sveitarfé- laga. „Leikskólagjaldafrumskógur" er orð sem leitar á hugann þegar litið er yfir töflur um leikskóla- gjöld í 22 sveitarfélögum á land- inu. Sama sveitarfélagið getur bæði boðið lægsta verð og líka með því hæsta t.d. Reykjavík. Gjald fyrir eitt barn er allt frá 4.400 kr. upp í 23.400 kr. Verðið ræðst af því hvort börnin koma úr forgangshóp eða kjarnafjöl- skyldu, hvað þau eru lengi í skól- anum og hvort þau eiga þar systkini. Leikskóli fyrir eitt barn í 8 stundir er ódýrastur á Nes- kaupstað en dýrastur á Húsavík (43-76% dýrari ) - og Grindavík sé barnið í forgangshóp. Fjög- urra tíma leikskóli er samt ódýr- ari á Húsavík en Neskaupstað. Hafnarfjörður: 6 tíina skóli ódýrari en 4,5 tíma Samstarfsverkefni ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna hefur gert umfangsmikla könnun á leik- skólagjöldum. Þrátt fyrir heil- mikinn verðmun - 20-90% - milli sveitarfélaga þegar litið er á hvern einstakan flokk er hreint ekki auðvelt að benda á hvar leikskólar eru dýrir og hvar ódýr- ir. Sum sveitarfélögin veita til dæmis forgangshópum einungis afslátt af ákveðnum gjaldflokk- um. Af því leiðir að í Hafnarfirði er ódýrara að vera 6 stundir í leikskóla en 4 og hálfa. Systkina- afsláttur er líka mismunandi, á bilinu 25-50% fyrir annað barn og allt að 75% fyrir þriðja. Reykjavík bæói ódýr og dýr Fyrir 2 börn úr forgangshópi í heilsdagsskóla með systkinaaf- slætti er gjaldið lægst í Reykjavík (samtals 16.600 kr.), en hæst í Hveragerði (29.400 kr.). Komi börnin hins vegar úr venjulegri kjarnafjölskyldu nálgast Reykja- \ák hærri kantinn (32.800 kr.). Við þær kringumstæður bjóða Vestmannaeyjar best (25.900 kr.) en Húsavík er hæst (37.800 krónur). Fyrir eitt barn úr forgangshópi í hálfsdagsskóla er verðmunur- inn 80%. Þar státar Kópavogur af lægsta gjaldinu (4.400 kr.) en Hafnarfjörður er hæstur (7.900 kr.). Fyrir barn sambýlisfólks hækkar gjaldið ekki í Hafnar- firði, en tvöfaldast hins vegar í Kópavogi og verður með því hæsta á landinu, litlu Iægra en á Akureyri, þar sem hálfsdagsskóli er dýrastur á landinu (um 9.000 kr.). ,?Rauði“ bærinn bamgóður Átta stunda skóli fyrir 1 barn hjónafólks er ódýrastur á Nes- kaupstað (15.100), sem býður raunar best í mörgum tilfellum. Verðið er heldur hærra á Sauðár- króki, Reykjanesi, Siglufirði og Akranesi. Dýrastur er átta stunda skólinn á Húsavík (21.600 -kr.). Og næstu bæir þeim megin eru Akureyri, Kópa- vogur, Garðabær og Selfoss. Tekið er fram að sum sveitarfé- lög hafa þegar hækkað gjaldskrá sína á þessu ári, m.a. Húsavík, Akureyri og Hveragerði. En önn- ur hafa tilkynnt allt að 10% hækkanir innan skamms. — HEl Árni Sigfússon: Sjálfstæðismenn telja umhverfisslys í uppsiglingu á Geldinga- nesi efáform Reykjavfkurlistans ná fram að ganga. Nýsýná Geldinganes Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja hætta tafarlaust öllum sprengingum og grjótnámi í Geldinganesi. Þeir leggja áherslu á að íbúðabyggð verði reist á svæðinu fyrir allt að 8 - 9 þús- und manns og fallið verði frá þeim áformum Reykjavíkurlista að byggja þar stórskipahöfn og atvinnu- og geymslusvæði í bland við íbúðir. A blaðamannafundi í gær kom fram að þeir munu flytja tillögu þess efnis á fundi borgarráðs í næstu viku. Þeir leggja jafnframt áherslu á að kjörið svæði fyrir hafnargerð og atvinnusvæði sé á Alfsnesi í stað Geldinganess. Það sé hinsvegar forsenda fyrir nýtingu Geldinganess að Sunda- braut verði lögð. Auk þess sé hentugt svæði undir atvinnu- starfsemi á Höllum við Vestur- landsveg. Sjálfstæðismenn gagnrýna R- lista harðlega fyrir fyrirhyggju- leysi í skipulagsmálum. Þeir full- yrða að staðan í þeim efnum sé álíka slæm og var á valdatíma vinstri manna 1978-1982. Af- leiðingarnar séu m.a. þær að borgin tapar útsvarsgreiðendum til nágránnasveitarfélaga. — GRH KEA gengur frá kaupfélagsstjóraskiptum: Samsær/skenningum vísað á bug hvarvetna. - mynd: bös Kaupfélagsstj óraskiptiu engin gj örgæsluaðger ð Stj ómarformaöur KEA og bankastjóri Lamisbaiikans vísa því á bug að ráðniug nýs kaupfélagsstjóra frá viðskiptabanka sé vegna bágrar stöðu KEA. „Þessi samsæriskenning, að Landsbankinn hafi sett mig inn í Kaupfélagið er algjört bull. Það var ekki Landsbankinn sem hvatti mig til að fara, enda ræður bankinn ekkert yfir Kaupfélag- inu,“ segir nýráðinn kaupfélags- stjóri KEA, Eiríkur S. Jóhanns- son, sem fer úr starfi útibússtjóra Landsbankans á Akureyri. Hall- dór Guðbjarnarson bankastjóri staðfestir þetta, bankinn sjái á eftir manni sem nú leggi til at- lögu við ögrandi verkefni, „sjálf- sagt fyrir hærri laun". Þær raddir hafa heyrst að um gjörgæsiuaðgerð hafi verið að ræða af hálfu Landsbankans, viðskiptabanka KEA, þegar „maður bankans“ var ráðinn til KEA í fyrradag. KEA hefur tapað á síðustu árum. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður KEA. tekur undir með Eiríki og segir umræðuna fráleita. „Bjami norðursins“ I samtali \áð Dag sá Eiríkur sér aðeins fært að hafna „samsæris- kenningunni“, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um nýja starfið vegna „sérstakra“ kring- umstæðna. Blaðið kannaði hug allmargra viðmælenda sem tengjast IŒA beint eða óbeint og voru þeir almennt jákvæðir í garð ráðningarinnar þótt sumir gerðu athugasemd við að staðan skyldi ekki auglýst. Eiríkur var m.a. kallaður „Bjarni norðursins" í gær með vísun til glæsilegs ferils annars ungs viðskiptamanns, Bjarna Armannssonar. - GG/BÞ Stones enn í skoðun „Þetta er allt enn í athugun og ekki búið að afskrifa neitt,“ seg- ir Signý Pálsdóttir á skrifstofu Listahátíðar. Svo virðist sem enn sé einhver von til þess að Iiðsmenn Rolling Stones haldi tónleika á Islandi í vor. I það minnsta hefur Lista- hátfð ekki gefið upp alla von að hægt verði að koma tónleikun- um á dagskrá þann 16. maí nk. - GRI I Uppsagnir hjá Bakka í Hnífsdal Þorbjörn hf. í Grindavík hefur ákt'eðið að hætta allri rækju- vinnslu hjá Bakka í Hnífsdal frá og með 1. apríl nk. Ollu starfs- fólki fyrirtækisins hefur verið sagt upp, eða alls tuttugu og þremur. Fyrirtækið hyggst ná fram hagræðingu í rækjuHnnslunni með því að hafa hana alla í Bol- ungarvík. „Það er alltaf slæmt þegar fólki er sagt upp,“ segir Karitas Pálsdóttir hjá Verkalýðs- félaginu Baldri á Isafirði. Hún minnir á að sumir starfsmenn Bakka í Hnífsdal séu búnir að vinna þar í mörg ár og eigi því rétt á allt að 6 mánaða uppsagn- arfresti. —GRH Tilhoði lífeyris sjóðanna tekið Stjórn Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins hefur tekið tilboði sjö lífeyrissjóða í 7.12 prósent eignarhlut í íslandsbanka. Til- boðið hljóðaði upp á rúmlega 941 milljón króna sem svarar til 3.41 gengis hlutabréfa bankans. Grindavíkur- listinn með próf- kjör Bæjarmálafélag jafnaðar-, fé- lagshyggjufólks og óháðra í Grindavik efnir til prófkjörs í dag, en félagið ætlar að bjóða fram Grindavíkurlistann f kom- andi sveitarstjórnarkosningum. Að listanum standa A-flokk- arnir og óháðir og hafa átta ein- staklingar boðið sig fram í próf- kjörinu, þar sem úrslitin í fyrsta sætið verða bindandi. Kosið er í verkalýðshúsinu milli kl. 12 og 20. — FÞG KEA kaupir Akureyrar- apótek Kaupfélag Eyfirðinga hefur lvey'pt Akureyrarapótek af Böðv- ari Jónssyni. Apótekið verður áfram rekið undir sama nafni og Böðvar mun veita því faglega forstöðu. Flest starfsfólk fyrir- tækisins verður endurráðið. KEA mun frá 1. mars reka þrjár lyfjaverslanir, Stjörnuapótek, Sunnuapótek og Altureyrarapó- tek. Astæða kaupanna er liður í að búa KEA betur undir harðnandi samkeppni á lyfsölumarkaðn- um. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.