Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Alheiiiiurinn að þenj- ast út sífellt hraðar? Nýjustu niðurstöður vtsmdanna blása lífi í hugmyudina 11111 frá- dráttarafl, sem Ein- stein taldi vera mesta glappaskot lífs sín. Alheimurinn er að þenjast út með sívaxandi hraða, ef marka má nýjustu athuganir stjörnu- fræðinga. Þessar nýjustu upp- götvanir renna rökum undir það að áður óþekktur kraftur, eins konar „and-þyngdarafl“ sé að verki í óravíddum geimsins og valdi því að útþenslan verður hraðari með hverjum degi. Það er alþjóðlegur hópur vís- indamanna sem dtegur þessa ályktun af rannsóknum sínum á sprengistjörnum. Ef þessar kenningar reynast eiga við rök að styðjast þá hefði það veruleg áhrif á hugmyndir vísindamanna um þróun heims- ins. Baeði myndi kenningin leysa ýmsar af þeim ráðgátum sem valdið hafa stjörnufræðingum hausverk undanfarin ár, svo sem eins og þá þversögn að sumar stjörnur út við ystu mörk al- heimsins virðast vera eldri en heimurinn sjálfur. En einnig myndi þessi kenning valda nýj- um heilabrotum og þverstæðum sem erfitt verður að leysa. Viðbrögð vísindamanna hafa verið alla vega, allt frá hneykslun og vantrú yfir í undrun og hrifn- ingu. Myrkrið tekur völdin Flestir stjörnufræðingar eru nú orðið sammála um það að al- heimurinn hafi átt upptök sín í Miklahvelli fyrir allt að 15 millj- örðum ára, þegar rúm og tími voru samþjöppuð í einum punkti sem skyndilega sprakk og þeytti nýfæddum öreindum í allar áttir. Einfaldasta útgáfan af mikla- hvellskenningunni segir að heimurinn, sem þannig varð til, innihaldi nákvæmlega þann efn- isþéttleika sem þarf til þess að halda honum rúmfræðilega „flötum“, og þyngdaraflið sé rétt mátulega nógu sterkt til þess að hægja smám saman á útþensl- unni, en þó þannig að alheimur- inn sé sífellt á barmi þess að hrynja saman aftur. Nýju mælingarnar benda hins vegar til þess að stjörnur og stjörnukerfi haldi áfram að dreifast í allar áttir með sívax- andi hraða, og svo virðist sem þar sé að verki sérstakur út- þenslukraftur sem vinnur gegn aðdráttaraflinu. Þetta myndi þýða það að eftir milljarða ára verði alheimurinn orðinn miklu „tómari“ en hann er í dag, myrkrið verði enn frekar ríkjandi og enn lengra bil á milli ein- manalegra stjarnanna. „Þetta hljómar fáránlega," sagði Robert Kirshner, einn vís- indamannanna sem vann að at- hugununum. „En þetta er ein- faldasta skýringin á þeim gögn- um sem við erum með í höndun- um.“ „Glappaskot“ Einsteins Niðurstöður rannsóknahópsins, sem birtar voru í síðasta hefti tímaritsins Science, virðast renna frekari stoðum undir svip- aðar niðurstöður annars rann- sóknahóps sem kynntar voru í síðasta mánuði. Báðir hóparnir notuðu svipaðar aðferðir við at- huganir sínar á alheiminum, en aðrir vísindamenn sem nota aðr- ar aðferðir hafa skýrt frá því að mælingar þeirra bendi í sömu átt. Sú mynd af alheiminum sem þannig er að verða til með þess- um nýjustu athugunum virðist blása nýju lífi í umdeilt hugtak úr stjörnufræðinni, svonefndan „alheimsfasta". Þetta hugtak var upphaflega sett fram af Albert Einstein í almennu afstæðis- kenningunni. Hann kom með þá tillögu að í alheiminum væri að verki fráhrindingarkraftur - sem ýtir hlutum í sundur, öfugt við aðdráttaraflið sem dregur þá að hvor öðrum. Þessi kraftur átti að skýra það að heimurinn væri ekki að þenjast út heldur stöðug- ur. Síðar meir hafnaði Einstein sjálfur þessari hugmynd og taldi hana mesta glappaskot lífs síns. Þetta hugtak hefur þó alltaf skotið upp kollinum af og til sem hugsanleg lausn á sumum af helstu þverstæðum stjörnufræð- innar. „Þetta er fyrsta beina sönnun- in sem hægt er að taka trúanlega um að fráhrindingarkrafturinn sé raunverulega til staðar,“ sagði stjarneðlisfræðingurinn Rocky Kolb. „Það kann að hafa verið glappaskot hjá Einstein að halda að þetta hafi verið glappaskot.“ - The Washington Post Leikfélag Dalvíkur sýnir Að eilífu eftir Árna Ibsen. Leikstjóri Oddur Bjarni Þorkelsson. Sýningar: Föstudaginn 27. febrúar kl. 21.00. Laugardaginn 28. febrúar kl. 21.00. Fimmtudaginn 5. mars kl. 20.00. Laugardaginn 7. mars kl. 21.00. Miðapantanir frá kl. 18-19 sýningardaga. Nánari upplýsingar í síma 466 1900. Leikfélag Dalvíkur. Já... en ég nota nú yfirleitt beltið! yUMFERÐAR RÁÐ Móðir okkar GUÐRÚN ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Dvalarheimilinu Hlíð verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 2. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún inga Sæmundsdóttir, Óli Helgi Sæmundsson. Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og útför HALLGRÍMS INDRIÐASONAR Litla-Hvammi, Eyjafjarðarsveit. Guð blessi ykkur öll. Lilja Jónsdóttir, Kristín Hallgrímsdóttir, Grétar Sigurbergsson, Hólmgeir G. Hallgrímsson, Lovísa Gestsdóttir, Helga Hallgrímsdóttir, Höröur Snorrason, Sigrún Klara Hannesdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, systkini og aðrir vandamenn. M,tKrtw« laugardag SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA NÓl SÍRIUS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.