Dagur - 03.03.1998, Page 2
2 —ÞRIÐJUDAGUR 3.MARS 1998
FRÉTTIR
f t f jf j : • i j v d
3
f iFi í J % flkf í) í y -M/ j / m , , [4 / j * ;
lr- 1 V'íj
Frá Höfn. Þar á hótelinu hafa japanskir loðnukaupendur aðstöðu til að elda eigin mat. Þá þykja loðnuréttir þeirra mjög góðir, þótt þeir séu landan-
um framandi við fyrstu sýn.
rip á aust-
hótelum
Hóteleigendur fitna á
loðnuvertíð. Japanskir
setja svip sinn á maimlíí
ið. Fjölskrúðugt skemmt-
analíf.
„Japanarnir hafa aðstöðu hérna til að
elda sinn mat sjálfir og m.a. loðnu sem
bragðast mjög vel,“ segir Sigurbjörg
Arnadóttir á Hótel Höfn í Hornafirði.
Austfirskir hóteleigendur bera sig vel
þessa dagana enda mikið að gera hjá
þeim þegar Ioðnuvertíðin er komin á
fulla ferð. Japanskir fulltrúar loðnu-
kaupenda setja svip sinn á flest hótel
og gistihús íjórðungsins og ekki óal-
gengt að þeir komi með hráefni að
heiman til matargerðar á meðan þeir
dvelja eystra.
Mjög gott
„Þetta er mjög gott á öllum hótelum
hér eystra og alveg klárt að það eru
uppgrip," segir Eyþór Þórisson á Hótel
Snæfelli á Seyðisfirði.
Þar voru menn í gær í óðaönn að
gera klárt fyrir heljarmikla afmælis-
veislu vegna 50 ára afmælis Stáls í
bænum. Reiknað var með hátt í 200
manna veislu um helgina til viðbótar
við daglegar annir vegna gesta sem eru
í bænum vegna loðnuvertíðarinnar.
Dragdrottningar
„Mér skilst að það sé mikið að gera
miðað við árstíma," segir Guðmundur
Gíslason á Hótel Egilsbúð í Neskaup-
stað, en þetta er fyrsti veturinn sem
hann er í þessum bransa þar eystra.
Egilsbúð er aðallega veitinga- og
skemmtistaður. Um næstu helgi er fyr-
irhugað að halda þar keppni svokall-
aðra dragdrottninga með þátttöku
heimamanna og útvalinna drottninga
frá höfuðborgarsvæðinu. Þá er ekki
útilokað að austfirskar fegurðardísir
stígi þar á stokk um þá sömu helgi.
Guðmundur segir töluverða grósku í
skemmtanalífi íjórðungsins þrátt fyrir
þá miklu törn sem einkennir allt at-
vinnuh'fið þegar Ioðna er annarsvegar,-
- GRH
Sigurgeir Sigurðsson, bæjar-
stjóri á Seltjamarncsi, mun
senn bæta íslandsmet Ásgríms
Ilartmamissonar í Ólafsfirði,
sem sat í 36 ár í bæjarstjóra-
stóli. Sigurgeir lilaut
blússandi kosningu í fyrsta
sæti á lista sjálfstæðismanna á
dögunum og nær þvl áreiðan-
lega að sitja í 40 ár sem bæjar-
stjóri! Þeir sem leið eiga um
Nesið segja að ljós logi á bæjarstjóraskrifstof-
uimi upp úrklukkan 8 á hverjummorgni. Sigur-
gcir er mættur. Byggingameistarar og ýmsir sem
þurfa að ná tali af bæjarstjóranum mæta snem-
ma, ganga bcint inn og Ijúka sínu erindi. Sigur-
geir er af gamla skólanum, - dymar era alltaf
opnar upp á gátt...
Sigurgeir
Sigurðsson.
Einn pottverja, úr íþrótta-
lu-eyfingunni í Reykjavík, var
miður sín í gær. Hann sagðist
hafa setið ráðstefnu sem
íþróttabandalag Reykjavíkur
gekkst fyrir um íþróttamál á
laugardaginn. Á ráðstefnuna
var boðið einum fulltrúa frá
hvorum framboðslistanum til
borgarstjórnarkosninganna í
vor. Steinunn Óskarsdóttir
mætti fyrir R-listann og flutti ræðu þar sein hún
skýrði frá því sem R-listinn hefði gert sl. 4 ár í
íþróttamálum í horginni og hvað hann ætlaði að
gera næstu 4 árin haldi liann meirihlutanum.
Frá D-lista mætti Guðlaugur Þór, sem er í 7. sæti
listans. Hann kom algerlega óundirbúinn, sagð-
ist engu ætla að lofa um íþróttamál í borgmni
næði D-listinn meirihluta. Haim skýrði liins
vegar frá þvl að hann væri áhugamaður um
cnska fótboltann. Sjálfstæðismönnum, sem eru
margir innan ÍBR, oíbauö og fékk Guðlaugur Þór
orð i cyra frá þehn.
V
FRÉTTAVIÐ TALIÐ
Jón Ásbergsson
framkvæmdastjóri Utflutnings-
ráðs.
ísland tekur þátt í heims-
sýningunni EXPO ’98 í
Lissabon og erhafið þema
sýningarinnar. 30 áreru frá
því ísland var síðast með.
Rödd okkar brýn á ári hafsins
- Hvers vegna þetta 30 ára sýningarhlé
og hvers vegna er það rofið núna?
„Tilefnið núna er auðvitað að þema sýn-
ingarinnar er hafið. Það er ár hafsins og ís-
lensk stjórnvöld gátu þess vegna illa setið
hjá. Fram að þessu hefur þetta verið spurn-
ing um umstang og kostnað."
- Hvað munu stjórnvöld og fyrirtæki
sýna á EXPO?
„Þetta er ekki vörusýning og fyrirtæki
koma því ekki inn i þetta. Samningarnir eru
milli ríkisstjórna og það eru þjóðlönd sem
taka þátt. Við kynnum þarna eins og aðrir
ýmislegt sem snýr að hafínu og við leggjum
áherslu á að Island eigi allt undir auðlind-
um hafsins og sé þess vegna nauðsynlegt að
umgangast hafið af virðingu. Við verðum
vitaskuld með almennar upplýsingar um Is-
land, en það er hafið og sjávarafurðirnar
sem eru í forgrunni."
- Fer sýning Islands eitthvað vtðar eftir
EXPO í Lissabon?
„Disney-world hefur boðið sýningaraðil-
um að setja þessa sýningu upp á Florida, í
skemmtigarðinum í Epcot center. Það hefur
engin afstaða verið tekin til þess ennþá og
ég held að það sé best að sjá til hvernig
þetta gengur fyrir sig í Lissabon áður en
maður tekur afstöðu til framhaldsins."
- Hver er kostnaðurinn fyrir ísland
vegna EXPO ’98?
„Kostnaðaráætlun er upp á 75 milljónir
króna og þar í er innrétting á 640 fermetra
sýningarsvæði, með öllu kynningarefni og
rekstri í fjóra mánuði. Það verða 12 starfs-
menn úti sýningartímann, en núna eru að
fara út 5 smiðir til að byggja skálann og síð-
ar fara tæknimenn til að setja upp ýmsar
vélar og slíkt.“
- Hverju vonast tnenn síðan að þetta
skili þjóðarbúinu?
„Við vonumst til að þetta festi okkur í
sessi meðal þeirra þjóða þar sem hafið skipt-
ir verulegu máli, að við séum með þessari
sýningu að tryggja að rödd okkar heyrist
alltaf þegar fjallað er um málefni hafsins og
nýtingu auðlinda j>ess.“
- Það þýðir væntanlega að stjórnvöldum
finnst eitthvað skorta þarna á?
„Eg vil ekki leggja mat á það, en allavega
fannst mönnum að við gætum ekki setið hjá
þegar þessi sýning var lögð fyrir þá með
þessu móti. Og sjálfsagt má alltaf gera bet-
ur í að kynna málstað Islendinga."
- Hvar voruttt við tneð siðast og hverju
skilaði það?
„Við vorum með í Montreal 1967 síðast
og hættum reyndar við að vera með í SeviIIa
1992 þegar Ijósl þótti að kostnaðurinn yrði
um 300 milljónir á núvirði. í Montreal vor-
um við í samfloti með Norðuriöndunum og
ég skal ekkert segja um árangurinn, en þá
vakti sýning Islands þó verulega athygli og
feikilega margir sem komu að skoða það
sem við höfðum upp á að bjóða. Þá var þem-
að orkan og við sýndum veitur og vatnsföll
svo eitthvað sé nefnt.“ - FÞG