Dagur - 03.03.1998, Qupperneq 3

Dagur - 03.03.1998, Qupperneq 3
 ÞRIÐJUDAGUR 3.MARS 1998 - 3 FRÉTTIR MUljóna fj árfest- ingar verda seldar Öll tæki Bakka í Ein fullkomnasta rækjuvinnsla lands rifin og seld: Öll tæki og tól íBakka I Hnífdal verða seld þegar starfsemin hættir um næstu mánaðamót Ekki er ýkja langt siðan þáverandi eig- endur fjárfestu fyrir mikið fé i nýjum tölvubúnaði og öðrum tækninýjungum. Leitað verður að vinnu fyrir stafsmenn. Hnífsdal verða seld. Rækja ekki á lausu. Starfsfólki vísað á önnur fyrirtæki. Þorbjörn hf. í Grindavík hyggst selja öll tæki og tól í rækju- vinnslu Bakka í Hnífsdal þegar starfsemi hennar hættir um næstu mánaðamót. Þessi vinnsla er með þeim tæknivæddustu í greininni og ekki mörg ár síðan þáverandi eigendur fjárfestu þar fyrir milljónir króna til að efla samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Skortur á hráefni Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar, segir að þótt rækjukvótinn hafi aukist töluvert, þá hafi þeir ekki hráefni fyrir tvær verksmiðjur. Hann bendir t.d. á að það sé mjög erfitt um vik að kaupa rækju frá öðr- um til að pilla. Það stafar m.a. af því að verksmiðjur hafa verið að stækka, auk þess sem mörg skip séu komin í föst viðskiptasam- bönd. Af þeim sökum m.a. var ákveðið að hætta allri \innslu í Hnífsdal og einbeita sér í stað- inn að rekstri verksmiðjunnar í Bolungarvík sem hefur aðgang að nægu hráefni. „Menn verða bara að gera það upp við sjálfa sig. Eg get ekki svarað því,“ segir Eiríkur að- spurður út í þá gagnrýni Isfirð- inga að lokun verksmiðjunnar í Hnífsdal sé skólabókardæmi um það þegar ákvörðun um lokun er tekin af eigendum sem búa í öðr- um landshluta. Af þeim sökum þurfa þeir ekki að verja gjörðir sínir augliti til auglitis við þolendur sinna ákvarðana. Hann segir að menn hafi einfaldlega staðið frammi fyrir vali og því ákveðið að loka verksmiðjunni í Hnífsdal og einbeita sér þess í stað að rekstri vinnslunnar í BoT ungarvík. Ahyggjulaust Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir að aðrir fiskverkendur í Isa- fjarðarbæ hafi tekið vel í það að athuga með vinnu fyrir það fólk sem brátt missir vinnuna sína hjá Bakka í Hnífsdal, ef það bankar upp á. Þarna er um að ræða 23 starfsmenn sem margir hverjir hafa unnið í áratugi í þessari verksmiðju og hafa því lengri uppsagnarfrest en sem nemur einum mánuði. Eiríkur segist ekki hafa neinar áhyggjur af þvf, enda verður unnið að lausn þessa máls af stjórnendum fyrirtækisins. -GRH Samtök iðnaðarins vilja leyfa yfirtöku Myll- unnar á Samsölubakaríi og breyta sam- keppnislögum. Bákarar tapa Breyta á niðurstöðu Samkeppn- isráðs og leyfa yfirtöku Myllunn- ar á Samsölubakaríi að mati Samtaka iðnaðarins. Þau segja nauðsynlegt að breyta sam- keppnislögum. Stjórnarmenn samtakanna segja niðurstöðu þessa máls geta haft alvarlegar afleiðingar, og hindrað hagræð- ingu og samruna hjá fyrirtækj- um í mörgum greinum iðnaðar- ins. Til marks um gríðarlega samkeppni bakaríanna er bent á að greinin í heild hafi líklega tapað um helmingi af eigin fé á síðustu 5-6 árum. „Ef samkeppnisráð óttast nei- kvæð áhrif af samþjöppum í röð- um framleiðenda væri þeim þá ekki í lófa lagið að setja mark- aðsráðandi fyrirtækjum á smá- söluhliðinni skilyrði um úthlut- un á hilluplássi á tilteknum sviðum,“ segir í greinargerð Samtaka iðnaðarins. -HEi Jóna Dóra í prófkjör en Valgerður hættir Jóna Dóra Karlsdóttir, eiginkona Guðmund- ar Ama Stefánssonar þingmanns, tilkynnti þátttöku í prófkjöri Alþýðufiokksins í Hafnarfirði. Fundað um bréf „samfylking- arhópsins“. Jóna Dóra Karlsdóttir, eiginkona Guðmundar Arna Stefánssonar þingmanns og fyrrum bæjarfull- trúa, hefur tilkynnt þátttöku í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði. Valgerður Guðmunds- dóttir er eini núverandi bæjar- fulltrúinn sem ekki gaf kost á sér áður en frestur rann út til að til- kynna þátttöku í prófkjörinu. FuIItrúaráð Alþýðuflokksfélag- anna í Hafnarfirði funduðu í gærkvöld um framboð í prófkjör flokksins fyrir komandi bæjar- stjórnarkosningar, en 14 til- kynntu þátttöku, fjórar konur og tíu karlar. Einnig var fjallað um bréf frá „30 manna hópnum", samfylkingarhópi félagshyggju- fólks sem vill ltnýja á um samein- að framboð til vinstri. Gestur Gestsson ekki með Ekki fékkst uppgefið í gærkvöld hvaða einstaklingar hefðu til- kynnt þátttöku sína í prófkjör- inu, nema að Valgerður Guð- mundsdóttir er eini núverandi bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins sem býður sig ekki fram. Það þýðir að Ingvar Viktorsson bæj- arstjóri, Tryggvi Harðarson, Arni Hjörleifsson og Omar Smári Ar- mannsson bjóða sig fram. Þá staðfestir Jóna Dóra Karlsdóttir í samtali við Dag að hún hafi til- kynnt þátttöku sína. Af öðrum sem bjóða sig fram má nefna Eyjólf Sæmundsson, Hafrúnu Dóru Júlíusdóttur, Unni Hauks- dóttur og Jón Kr. Oskarsson. Gestur Gestsson, formaður full- trúaráðs Alþýðuflokksfélaganna, tilkynnti ekki þátttöku, en hann var efstur á lista í tillögum upp- stillingarnefndar þegar sameinað framboð var enn uppi á borðinu. Kratar vörðust allra frétta um prófkjörið og bréf samfylkingar- hópsins fyrir fundinn. „Það er ekki búið að ræða þetta,“ segir Hörður Zophaníasson, formaður prófkjörsnefndar. „Eg hugsa að menn taki þó frekar vinsamlega við efni bréfsins. Það er spurn- ing hvort undirbúningurinn fyrir prófkjörið sé ekki kominn of langt til að hætta við allt og að menn horfi þá frekar til þessa hóps sem fyrsta kost í samstarfi eftir kosningar, bjóði hann þá fram með þessum hætti,“ segir Hörður. - FÞG AfJjreyingarsj ónvarp íslenska sjónvarpsfélagið áætlar að hefja útsendingar eftir rúm- Iega tvo mánuði, í fyrstunni sjást aðeins merki félagsins og stöku tilraunasendingar, en dagskráin hefst fyrir alvöru í ágúst eða september. Félagið hefur fengið úthlutaða örbylgjurás og hyggst fyrst og fremst sjónvarpa afþreyingarefni. „Við verðum á léttari nótunum, afþreyingarstöð með áherslu á gamanþætti, skemmtiþætti og kvikmyndir," segir Hólmgeir Baldursson kaupmaður. Engin fréttastofa eða eigin framleiðsla verður. Framsetningin á efninu „verður sjónrænt öðru \Tsi en aðrir eru með,“ segir Hólmgeir og bætir við að Póstur og sími hafi gefið langt nef með því að fara í eigin dreifingu á breið- bandinu. Hann vildi ekki upplýsa hvernig neytendur fengju aðgang að stöðinni. „Eg verð að hafa eitthvað eftir,“ segir Hólmgeir. - FÞG Framsókn aimað kvöld, Akureyrar- listi næstu helgi Framsóknarmenn á Akureyri hafa boðað til fundar annað kvöld og er reiknað með að lagður verði fram fullbúinn framboðslisti. Akureyrarlisti verður kynnt- ur formlega um næstu helgi. A-flokkarnir og Kvennalisti hafa náð samstöðu um framboð, og sam- kvæmt heimildum Dags verða fjögur efstu sæti skip- uð þeim Asgeiri Magnússyni, Oktavíu Jóhannsdótt- ur, Þresti Asmundssyni og Sigrúnu Stefánsdóttur. Asgeir Magnús- Um neðri sætin er enn rætt og er búið að ákveða að son' etsture ™k- botn fáist í það mál fyrir næstu helgi. ureyradista. Hörður efstur í Griudavík Hörður Guðbrandsson verkstjóri varð efstur í prófkjöri Bæjarmálafé- Iags jafnaðar-, félagshyggjufólks og óháðra í Grindavák nú um helg- ina. 229 kjósendur tóku þátt í prófkjörinu. Að listanum standa A-flokkarnir og óháðir og buðu átta einstakl- ingar sig fram í prófkjörinu. Hörður fékk 99 atkvæði í fyrsta sætið og það eina sem er bindandi. I öðru sæti lenti Pálmi Ingólfsson kennari og bæjarfulitrúi. I næstu sætum komu Garðar Vignisson kennari, Magnús A. Hjaltason sölumaður, Jón Gröndal kennari, Jóna H. Sig- urjónsdóttir skrifstofumaður, Anna Schmidt verkakona og Trausti Harðarson forstöðumaður. Rýr hlutur kvenna vekur athygli og segist Áslaug Kjartansdóttir, varaformaður stjórnar Grindavíkurlistans, vera óánægð með þennan rýra hlut. „Það gekk reyndar illa að fá konur til að taka þátt í þessu, en við erum mjög ósátt með útkomuna og þykjumst fullviss um að bætt verði úr þessu við uppstillingu, því við látum konur ekki vanta í efstu sætin,“ segir Aslaug. - FÞG líankur með Liverpool Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason hefur verið valinn í leik- mannahóp Liverpool sem mætir Glasgow Rangers, á Ibrox í Glasgow, í kvöld. Liverpool og Rangers leika þá minningarleik um Walther Smith sem lengi hélt um stjórnartaumana hjá Skotlandsmeisturun- um í Rangers. Haukur Ingi hefur fengið treyju númer 30 og kemur inn í liðið fyrir Norðmanninn Övind Leonhardsen sein meiddist í Ieiknum við Aston Villa á laugardaginn. Kjaranefnd úrskurðar vlð lækna Heimilislæknar fá „glaðning" í dag þegar úrskurður Kjaranefndar um kjör þeirra verður kynntur. Læknar hafa ekki mikla trú á róttækum úrbótum fyrirfram og hafa þegar kallað saman blaðamannafund, nánast um leið og úrskurður birtist.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.