Dagur - 03.03.1998, Qupperneq 4
4 -ÞRIDJUDAGVR 3. MARS 1998
FRÉTTIR
D^tr
Stjómarliðar takast á
um innheimtulðg
Frumvarp til innheimtulaga hefur setid fast vegna deilna.
Deilur milli og iimmi
þingflokka stjómar-
flokkanna valda því að
frumvarpið um iuu-
heimtulög situr fast
hjá þeim.
Frumvarp til innheimtulaga -
þeirra fyrstu á Islandi - hefur ver-
ið til meðferðar hjá ríkistjórn og
stjórnarflokkunum. Frumvarpið
hefur setið fast hjá þingflokkum
stjórnarflokkanna í nokkrar vikur
vegna deilna bæði á milli og ekki
síður innan þingflokka stjórnar-
flokkanna.
Samkvæmt heimildum Dags er
helsta deiluefnið að margir
stjórnarþingmenn vilja að inn-
heimtukostnaður lækki frá þvi
sem nú er, en ekki sé gert ráð fyr-
ir því í frumvarpinu. Eins finnst
mönnum ýmislegt vanta í frum-
varpið sem þar ætti að vera til að
taka á mörgu sem nú þykir vera
aðfinnsluvert varðandi inn-
heimtu. Lögmenn eru einnig
þessarar skoðunar.
Lögmenn sem Dagur ræddi við
segja lög um innheimtu bæði
nauðsynleg og tímabær. En ýmis-
Iegt vanti í frumvarpið svo fremur
lítilla breytinga virðist raunveru-
Iega að vænta.
Tíl hagsbóta fyrir neytendur
„Markmiðið með frumvarpinu er
einkum að setja ákveðnar megin-
reglur um innheimtu til hagsbóta
fyrir neytendur, m.a. ákvæði um
góða innheimtuhætti og inn-
heimtuviðvörun, og draga úr
óeðlilegum kostnaði skuldara
vegna innheimtuaðgerða á frum-
stigi, t.d. með því að takamarka í
reglugerð hámarksfjárhæð inn-
heimtukostnaðar, m.a. þóknunar,
sem heimilt er að krefja hann
um,“ segir í greinargerð.
Með viðvörun væri stefnt að
því að skuldarar almennt ættu
kost á að greiða skuld sína innan
stutts frests (minnst 10 daga)
með lágmarkskostnaði áður en
gripið yrði til innheimtuaðgerða á
grundvelli réttarfarslaga. Akvæði
um lágmarkskostnað miðast ein-
göngu við greiðslu innan þessa
frests. Þá er gert ráð fyrir að aðr-
ir lögfræðingar og fjármálastofn-
anir þurfi ráðherraleyfi til að
stunda innheimtu fyrri aðra.
Meðal skilyrðanna er að hafa
næstu fimm ár á undan hvorki
farið fram á eða Ient í greiðslu-
stöð\oin eða gjaldþrotaskiptum
og jafnframt að hafa starfsá-
byrgðartryggingu (16,5 milljónir)
til tryggingar fyrir kröfuhafa gegn
fjárhagstjóni sem Ieyfishafinn ber
ábyrgð á.
Nauðsynleg lög
Jón Magnússon, hrl. og varafor-
maður Neytendasamtakanna,
segir í sjálfu sér alveg nauðsyn-
legt að setja slík lög, en líka æski-
legt að þau gengju lengra en
marka má af frumvarpinu. Jón
saknar þess að sjá ekki mun nán-
ara ákvæði um það hvað felst í
góðum innheimtusiðum. Einnig
þyrfti ákvæði um persónuvernd
skuldara gagnvart óeðlilegum
þvingunum. Þau þurfi beinh'nis
að koma fram í Iagatextanum til
þess að hafa eitthvert persónu-
legt vægi. Jón telur að taka ætti
dönsku innheimtulögin til enn
frekari fyrirmyndar en gert hefur
verið. - HEI /s.DÓR
Þarfasti þjónninn fær sprautu gegn
sóttinni. Svo virðist sem reglugerð
vegna hrossasóttar sé ekki virt sem
skyldi.
Hestasóttin
breiðist eim út
Hrossasóttin geisar en er ennþá
staðbundin við Suður-, Suðvest-
ur- og Vesturland. Landbúnaðar-
ráðuneytið gaf út reglugerð um
helgina um varnir gegn hitasótt-
inni og er þar allur flutningur
hrossa milli hesthúsa, Iögbýla og
landshluta bannaður. Hins vegar
virðist sem varúðarreglum hafi
ekki verið fylgt til hins ýtrasta.
„Þetta er enn að breiðast út á
þessum sömu svæðum og breiðist
heilmikið út innan þeirra hest-
húsahverfa sem sjúkdómurinn
hafði áður greinst í. Hins vegar er
veikin líka að stinga sér niður í
nýjum hesthúsum og því er
ástæða til að brýna enn frekar
fyrir mönnum að fara varlega,"
segir Sigríður Björnsdóttir dýra-
Iæknir.
Ekki var í gær búið að greina
sjúkdóminn, en hægt er að úti-
loka hestainflúensu. — BÞ
Dýpkimarheimild fengin
Samgönguráðuneytið hefur
veitt heimild til fram-
kvæmda við dýpkun í Húsa-
víkurhöfn á árinu. Um er að
ræða dýpkun á rennu inn og
með Norðurgarði.
Þá hefur hafnarstjórn
Húsavíkur fallið frá fyrri
áformum um byggingu
brimvarnargarðs við Norður-
garðinn og stefnir þess í stað
að gerð brimvarnargarðs
lengra úti þar sem dýpi er 9-
11 metrar. Innan á þennan
garð er fyrirhugað að komi
viðlegukantur þar sem stærri skip geta lagst að.
Frá Húsavíkurhöfn.
Virkustu neytendurnir voru eins og Moskvubúar á miðvikudegi um helgina. Biöraöir og hamstur. - mynd: pjetur
Deilt um lóðaveitingar
Deilur hafa sprottið upp í kjölfar loðaveitingar á hafnarsvæðinu á
dögunum. Auglýstar voru tvær lóðir og sóttu þrír aðilar um stærri
lóðina, meðal annarra bæði hvalaskoðunarfyrirtækin á Flúsavík.
Hafnarstjórn ákvað á fundi sínum að veita öðru lyrirtækinu, Norður-
siglingu ehf., stærri lóðina en hét því að reyna að leysa úr málum
annarra umsækjenda. Ymsir þeirra munu heldur ókátir með lyktir
málsins, telja að óeðlilega hafi verið að því staðið og hafa ekki sagt
sitt síðasta orð í málinu.
Þegar málið var til umfjöllunar í bæjarstjórn í vikunni, þar sem
lóðaveiting hafnarstjórnar var staðfest, mættu um 25 trillukarlar og
aðrir neðanbakkamenn til að fylgjast með umræðum, sem er harla fá-
títt á bæjarstjórnarfundum.
Veðurguðir gegn sameinmgu og
forvömum?
Síðastliðinn miðvikudag var haldinn fundur á Húsavík um samein-
ingarmál sveitarfélaga. Fundurinn átti upphaflega að vera í fyrri viku,
en var frestað vegna veðurs. A tfmabili var útlit fyrir að aftur þyrfti að
fresta þessum fundi, þar sem veður var enn rysjótt en það slapp til.
Voru menn að velta því fyrir sér hvort veðurguðirnir væru á móti
sameiningu Þingeyinga.
Daginn eftir var fyrirhugð mikil ráðstefna á Húsavík um forvarnir
gegn vímuefnanotkun ungmenna á Norðurlandi eystra. Þeirri ráð-
stefnu þurfti að fresta vegna veðurs. Og þá vaknaði auðvitað spurn-
ingin hvort veðurguðimir væru bæði á móti sameiningu Þingeyinga
og forvörnum á Norðurlandi!
Raftækj aveislan
lækkar vísitölu
Raftækjakaup eru 1%
heimilisútgj aldanua
svo 10% verðlækkun
muudi lækka vísitöl-
unaum 0,1% og
skuldir heimilauua
um 350 milljónir.
Reynist raftækjaverð að jafnaði
10% eða 20% lægra núna í byrj-
un mars en í febrúarbyrjun
mundi það leiða til 0,1% eða
0,2% lækkunar á vísitölu neyslu-
verðs. Vísitölulækkun á þessu
bili mundi Iækka skuldir heimil-
anna frá 350 til 700 milljóna
króna - þ.e. nema að bakaríis-
brauðin tækju upp á að hækka í
staðinn. Vísitölufjölskyldan fer
jafnaðarlega með þriðjungi meiri
peninga í brauð heldur en raf-
tækjakaup. Sjö prósenta hækk-
un, eða lækkun á brauði, hefur
álíka áhrif á vísitölu og skuldir
eins og 10% hækkun eða lækkun
á raftækjum.
Raftæktn venjulega keypt
fyrir jólin
Meðalfjölskyldan (sem nú telur
bara 2,8 manns) fer með 1%
heimilisútgjaldanna í raftækja-
kaup, eða um 24 þús.kr. á ári,
samkvæmt neyslukönnun Hag-
stofunnar. 10% til 20% verð-
lækkun mundi spara henni 2-4
þúsund krónur á ári - þ.e.a.s.
Ieiði lækkunin ekld til þess að
fjölskyldan kaupi bara miklu
fleiri tæki fyrir bragðið.
Neyslukönnunin Ieiddi nefni-
lega í ljóst að næstum helmingur
raftækjanna (42%) eru keypt á
síðasta ársfjórðungi, þ.e. fyrir
jólin.
Spurningin er því sú, hvort
verðstríð í kringum opnun
ELKO færir jólainnkaupin fram
í mars þetta árið, eða hvort þetta
verða bara „aukajól" og fólk
kaupi síðan „jólatækin" eftir sem
áður fyrir jólin eins og venjulega.
- HEI