Dagur - 03.03.1998, Blaðsíða 5
ÞRIBJUDAGVR 3.MARS 1998 - S
FRÉTTIR
Verkalýðshreyfíngin
vill samráð við Pál
Verkalýdshrcyliiigiii
vill fá lagfæringar á
húsnæðisfnunvarpi
félagsmálaráðherra.
„Eg held að það sé alveg nauð-
synlegt íyrir verkalýðshreyfing-
una að fara í viðræður við félags-
málaráðherra um húsnæðis-
frumvarpið. Eg ætla bara rétt að
vona að það verði ekki keyrt yfir
okkur einu sinni enn eins og í
deilunni um Iögin um stéttarfé-
lög og vinnudeilur. Við erum enn
með hjólförin eftir okkur endi-
löngum eftir þau viðskipti og ég
ætla að vona að það verði ekki
spólað á okkur núna,“ sagði
Kristján Gunnarsson, formaður
húsnæðisnefndar Alþýðusam-
bands Islands, um frumvarp fé-
lagsmálaráðherra. BSRB tekur í
sama streng og krefst ítarlegrar
umræðu.
Krafa ASI númer eitt er að all-
ir þeir sem uppfylla í dag skilyrði
Byggingasjóðs verkamanna fái
90% lán af kaupverði íbúðar.
„Við erum með þessu að tala
um að allir sem uppfylla skilyrð-
in fái félagslegu aðstoðina sem
talað er um í frumvarpinu. Skil-
yrðin eru að viðkomandi sé und-
ir tekjumörkum og hafi greiðslu-
getu. I frumvarpinu er gert ráð
fyrir að sveitarfélögin ákveði það
hvað þau ábyrgjast mörg viðbót-
arlán til þeirra sem þurfa félags-
lega aðstoð.“ ASÍ telur reynslu
af slíku slæma.
Sambandsstjórn ASI vill auk
þess að lánin verði til 43ja ára,
að vextir hækki og lækki eftir
tekjum en verði að öðru leyti
svipaðir og nú er auk fleiri til-
lagna.
Þá er lögð mikil áhersla á að
leysa húsnæðisvanda þeirra sem
ekki ráða við félagslega eignarí-
búðarkerfið. Það verði að gera
með því að byggja félagslegar
Ieiguíbúðir.
Leigjendasamtðktn
„Þama vantar nánast allt um
leigumarkaðinn," segir Jón frá
Pálmholti, formaður Leigjenda-
samtakanna. „Það er sama og
ekkert tekið á vandamálum
hans. Það sem ég sé jákvætt við
frumvarpið er að nú getur fólk,
sem þarf félagslega aðstoð, ráðið
því sjálft hvar það býr. Það þarf
ekki lengur að fara í eitthvert
ákveðið hverfi.“
Fasteignasalar
„Við fögnum þessu frumvarpi,"
segir Jón Guðmundsson, for-
maður Félags fasteignasala. Ég
á ekki von á því að þetta nýja
kerfi verði til þess að íbúðaverð
hækki, þótt það fólk sem fram til
þessa hefur fengið félagslegar
íbúðir komi nú á hinn almenna
markað," Jón Guðmundsson
benti á að svo gæti farið að sá
íbúðarkaupandi sem nýtur 25%
félagslega viðbótarlánsins standi
betur að vígi en hinn sem nýtur
þess ekki en fær bara 70% af
íbúðarverðinu lánað.
„Það segir sig sjálft að ef þessi
25% verða greidd út strax, þá
stendur sá sem nýtur félagslegr-
ar aðstoðar uppi með peninga
fyrir allt að 90% af íbúðarverðinu
en hinn, sem stenst greiðslumat
fær bara 70% lán. Sá sem hefur
90% getur þá fengið betri kjör
vegna þess að hann getur greitt
meira út. Eg veit ekki hvernig
25% viðbótarlánið verður greitt
en þessi staða gæti komið upp
verði það allt greitt um Ieið og
hitt lánið," segir Jón Guðmunds-
son. -S.DÓR
Verður Sigurður
Sigurgeirsson
skipaður í úti-
bússtjórastöðu
Landsbankans á
Akureyri í dag?
SMpað í
stól Eiríks
Samkvæmt
heimildum Dags
mun banka-
stjórn Lands-
bankans skipa
tímabundið í
stöðu útibús-
stjóra Lands-
bankans í dag
eftir að Eiríkur
S. Jóhannsson
ákvað að taka við
kaupfélags-
stjórastöðu
KEA. Mestar
líkur eru á að Sigurður Sigur-
geirsson, sem veitt hefur Lands-
bréfum á Akureyri forstöðu,
muni setjast í stól Eiríks, en síð-
ar verður útibússtjórastaðan
auglýst með formlegum hætti.
Heimildarmenn Dags segja lík-
legt að Sigurður sé þar ofarlega
á listanum, en ákvörðun um
ráðningu mun ekki liggja fyrir
fyrr en eftir nokkrar vikur.
Sæti beggja megin borðs
Sigurður er viðskiptafræðingur
að mennt, ættaður frá Olafs-
firði. Hann er fæddur árið 1966
og bætist því í hóp „ungu mann-
anna" sem hafa fengið toppstöð-
ur í peningaheiminum að und-
anförnu, ef af ráðningu hans
verður. Hann vildi ekki tjá sig í
gær um möguleika hans, en
Halldór Guðbjarnarson, banka-
stjóri Landsbankans, staðfesti
að líklega yrði ákvörðun tekin í
dag um hver skipaður yrði tíma-
bundið í stól Eiríks. Illa fer sam-
an, þar sem Landsbankinn er
viðskiptabanki KEA, að Eiríkur
sitji þar lengur og segir Ragnar
Hafliðason, aðstoðarforstöðu-
maður Bankaeftirlitsins, að ef
Eiríkur hætti ekki strax gæti ver-
ið ástæða til að skoða það sér-
staklega. — Bt>
„Við höfum ekki sett nein skilyrði fyrir þvi að Árni fái 10. sætið en við þrýstum fast á um að svo verði, “ sagði einn af toppunum í
Alþýðubandalaginu, í samtali við Dag. Ingibjörg Sólrún kannar ýmsa kosti í níunda sætið í kjöifar prófkjörsins.
Alþýðubandalagsmeim
vilja Ama í 9. eða 10. sætið
Kvennalistiim haíiiar
þeirri krðfu Alþýðu
bandalagsins að Ami
Þór Sigurðsson fái
10. sæti listans í stað-
inn fyrir hið 11. Sum-
ir alþýðubandalags-
menn vilja að borgar-
stjóri sMpi hann í 9.
sætið.
Uppstillingarnefnd Reykjavíkur-
listans lauk ekki störfum um síð-
ustu helgi eins og til stóð. Og
það eru átök um 9., 10. og 11.
sæti listans sem tefja fyrir. Nú er
talið fullvíst að nefndin ljúki ekki
störfum í þessari viku enda þótt
boðaður sé fundur á morgun,
miðvikudag.
Sem kunnugt er á Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
ein að skipa í 9. sæti listans,
samkvæmt samkomulagi. Hún
hefur verið og er enn, að leita að
þekktu andliti í það sæti og hafa
ýmis nöfn verið nefnd í því sam-
bandi.
Arni Þór Sigurðsson, borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins,
hafnaði í 11. sæti í prófkjörinu,
þrátt fyrir mikið fylgi. Kvenna-
listinn á, samkvæmt samkomu-
lagi að fá 10. sætið en nú þrýstir
Alþýðubandalagið á um að Arni
Þór fái það. Og þeir eru til inn-
an Alþýðubandalagsins, sem vilja
að borgarstjóri velji hann í 9.
sætið. Kvennalistinn vill að ekki
;gefa 10. sætið eftir ogþess vegna
;situr allt fast.
„Við höfum ekki sett nein skil-
yrði fyrir því að Arni fái 10. sæt-
ið en við þrýstum fast á um að
svo verði,“ sagði einn af toppun-
um í Alþýðubandalaginu í
Reykjavík, í samtali við Dag í gær
og er þar skírskotað til góðrar út-
komu hans í prófkjörinu.
S/gurjón Bene-
diktsson, horfir tii
Akureyrar.
Sameinað Norður-
land eystra?
Glöggt kom
fram á fræðslu-
fundi á Húsavík
um sameiningu
sveitarfélaga að
skoðanir þing-
eyskra sveitar-
stjómarmanna
eru mjög skipt-
ar um efnið.
Heildarsamein-
ing Þingeyjar-
sýslu var m.a.
til umræðu og óaði ýmsum við
svo víðtækri sameiningu og
bentu m.a. á að frá Þórshöfn og
inn í Fnjóskadal er sama vega-
lengd og frá Akureyri í Borgar-
fjörð.
Hjörleifur Sigurðarson,
hreppsnefndarmaður úr Skútu-
staðahreppi sagði um þetta mál
að ef hugmyndin væri að sam-
eina báðar sýslurnar, þá mætti
hugsa sér að stíga skrefið til fulls
og sameina allt kjördæmið.
Skoraði hann á menn að loka
ekki á umræðuna um slíka stór-
eflissameiningu.
Reyndar lokaði Sigurjón Bene-
diktsson, bæjarfulltrúi á Húsa-
vík, ekki á þetta. Hann sagði að
fátt benti til að af víðtækri þing-
eyskri sameiningu yrði. Húsvík-
ingar gætu þá farið að horfa í
aðrar áttir og hann sæi ekkert því
til fyrirstöðu að Húsvíkingar
hugleiddu sameiningu með Ak-
ureyri, ef enginn vildi sameinast
þeim heima í héraði. — JS
Fimm þúsund fá
bók
Fyrsta eintakið af bókinni Meðganga,
fæðing, ungbarnið, afhent heilbrigðis-
ráðherra. Á myndinni, talið frá vinstri:
Ástþóra Kr/stinsdóttir, formaður Ljós-
mæðrafélags ísiands, Óskar Hansen,
forstjóri Kaupsels, Ingibjörg Páimadótt-
ir, heilbrigðisráðherra og Uiia Rade,
hjúkrunarfræðingur og kynningarstjóri
SCA Mölnlycke A/S.
Verðandi mæður á íslandi fá
bókargjöf á komandi mánuðum
og árum, bókina Meðganga,
fæðing, ungbarnið, sem gefin er
út af danska fyrirtækinu SCA
Mölnlycke A/S í samvinnu við
Kaupsel hf. og Ljósmæðrafélag
Islands. Bókin er dönsk að upp-
runa en íslenskar ljósmæður
hafa staðfært efni hennar. Að
mati Ljósmæðrafélags Islands
bætir bókin mjög úr brýnni þörf
fyrir aðgengilegt lesefni um
mánuðina fýrir og eftir fæðingu
barnsins. Bókin hefur verið gefin
út árlega í 27 ár í Danmörku
með ýmsum breytingum og not-
ið vinsælda þar og reyndar víðar.
Bókin er gefin út í 5.000 eintök-
um á íslandi. Bókina þýddi Bogi
Arnar Finnbogason, en Ástþóra
Kristinsdóttir, formaður Ljós-
mæðrafélags íslands, hafði um-
sjón með útgáfunni