Dagur - 03.03.1998, Page 6
6 -I’RIBJ UDAGUR 3 .UARS 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
A ðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Simar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Símbréf auglýsingadeildar:
Símar auglýsingadeildar:
Netfang auglýsingadeildar:
Simbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUBMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUEJ
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLÆ)
800 7080
A60 6161
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)A60-6191 G. Ómar Pétursson
OG A60-6192 Gréta Björnsdóttir
omar@dagur.is
460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
500 Hvergerdingar
í fyrsta lagi
Ljótur subbuskapur bættist í leikhús fáránleikans í Hveragerði
þegar ónefndir huldumenn fóru í pólitískan leðjuslag á kostn-
að geðsjúkra. Geðvernd gerði rétt í að krefjast rannsóknar, því
bréfaskrif af því tagi sem við kærum okkur ekki um að rekja
frekar, eiga ekki heima í siðuðu samfélagi. Nú hafa 500 bæj-
arbúar tekið sig til og mótmælt þessu framferði með undir-
skriftum sínum. Ekki margt boðlegt hefur hrotið af hinu pólit-
íska kræsingaborði Hvergerðinga að undanförnu og því sérstök
ástæða til að fagna því að almennir borgarar taki sig til og mót-
mæli óþrifum sem setja Ijótan svip á annars ágætan bæ.
í öðru lagi
Sveitarstjórnarpólitíkusar hingað og þangað um landið hafa
því miður ekki staðið undir þeim kröfum sem eðlilegt er að
gera til manna sem kjörnir eru til forystu. Nýjasta og allra fá-
ránlegasta dæmið er sýndarsveitarfélagið Skorradalur. Ibúa-
tölu er haldið uppi með ósvífnum loddaraskap svo örfáir ein-
staklingar haldi völdum - ímynduðum mestanpart, en nógu
raunverulegum samt til að gera líf granna sinna óbærilegt.
Onnur dæmi um tilefnislítil eða jafnvel óskiljanleg upphlaup,
illindi og stæla eru ófá, hingað og þangað um landið. Þar er
Hveragerði er bara ein bóla og Hafnarfjörður sker sig aðeins
úr vegna stærðar sinnar, en ekki vegna þess að pólitísk reisn sé
mikið meiri en í Skorradal.
í þriðja lagi
Von er nú til þess að kjósendur sætti sig ekki lengur við svona
fíflapólitík. Fyrr á árum gat hún kraumað og geijast árum sam-
an öllum til ama - nii leyfir fjölmiðlun ekki slíkt. Fólk í heima-
byggðum áttar sig á að fréttir af asnastrikum í pólitíkinni koma
óorði á alla. Hin rökrétta spurning er: Ef kjörnir fulltrúar eru
eins og bavíanar, hvers er þá að vænta af þeim sem kjósa þá?
Hvergerðingar vilja ekki sitja undir slíku. Og Hafnfirðingar
sem heimta alvöru A-flokkapólitík en ekki persónulegar illdeil-
ur eru á sama róli.
Stefája Jón Hafstein.
Þrjú andlit Þórarms
Á sokkabandsárum Garra var
sýnd mynd sem hét „þrjú and-
lit Evu“ og fjallaði um konu
eina sem í bjuggu þrjár mann-
eskjur og vissi hver lítið af
hinni. Ekki veit Garri hvort
það er þessari mynd að kenna
eða einhverju öðru að Garri
hefur alltaf verið mikill áhuga-
maður um hreina geðklofa.
Geðklofa þar sem ákaflega
skýr mörk eru á milli persón-
anna sem í sömu manneskju
búa.
Algengur
meðal for-
ystu-
inaima
Eftir þeim upplýs-
ingum sem Garri
hefur aflað sér er
þetta ástand frem-
ur sjaldgæft. Þess
vegna kemur það
Garra sífellt á óvart
hversu algengt
þetta heilkenni
virðist vera meðal
forystumanna ýmis
konar og stjórnmálamanna.
Alla vega koma menn sem
gegna ýmsum embættum fram
og gefa út yfirlýsingar þar sem
þeir segjast ekki tala sem þessi
eða hinn sem öllum er ljóst að
eru líka þeir.
Þórarinn E. Sveinsson,
mjólkurbússtjóri KEA, er einn
þeirra sem er ófeiminn við þá
fordóma sem kunna að beinast
gegn þeim sem í búa fleiri en
einn maður. Hann er sem fyrr
segir mjólkurbússtjóri, stjórn-
armaður í Osta- og smjörsöl-
unni og umsækjandi um starf
forstjóra þess sama fyrirtækis.
Þannig búa í það minnsta þrír
i í Þórarni og virðast lítið
vita hver af öðrum.
Vera kann að vandi Osta- og
smjörsölunnar hafi einkum
falist í því að þeir hafi ekki ver-
ið vissir um það hvaða Þórar-
inn þeir ættu að ráða, þar sem
allir þrír bera sama nafn og
hafa sömu kennitölu.
Hver er ég?
Mjólurbússtjórinn og fyrrver-
andi stjórnarmaður Osta- og
smjör, Þórarinn E. Sveinsson,
er að sjálfsögðu óhress með
það að stjórn
Osta- og smjör-
sölunnar skuli
ekki hafa ráðið
umsækjandann
Þórarinn E.
Sveinsson til
starfans. Um-
sækjandinn Þór-
arinn E. Sveins-
son hefur hins
vegar enga opin-
bera skoðun á því
að hafa ekki verið
ráðinn í stöðuna.
Garra er hins
vegar ekki Ijóst
hvaða Þórarinn
það var sem sagði: „Eg hef
menntun á þessu sviði og hefi
setið í fjölmörgum nefndum
fyrir hönd mjólkuriðnaðarins
og verið einn af forystumönn-
um hans í 15 ár. Eg tel mig því
hafa allt til brunns að bera.“
Mönnum má vera það ljóst
hvað sem öðru líður að þetta
„ég“ getur alls ekki verið Þór-
arinn E. Sveinsson, umsækj-
andi um starf forstjóra Osta-
og smjörsölunnar. GARRI
Þórarinn E Sveinsson.
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Hlutskipti foreldra er yfirleitt
ekki öfundsvert þó auðvitað sé
oftast yndislegt að eiga ástkæra
afkomendur. Vandamál allra for-
eldra er að það -virðist aungvu
skipta hvernig þeir haga sér í
uppeldismálum, þeir fara alltaf
rangt að. Menn gera sér e.t.v.
ekki grein fyrir þessu meðan á
uppeldinu stendur, en það kem-
ur örugglega í Ijós síðar.
Síðasta dæmið um þetta eru
niðurstöður breskrar rannsóknar
um áhrif hreinlætis á heilbrigði
barna. Sú leiddi sem sé í ljós að
skítug börn og illa þrifin eru
mun heilbrigðari og hraustari en
hrein börn og hvítþvegin. For-
eldrar sem í tíma og ótíma eru að
þvo börn sín eru með því að
veikja ónæmiskerfi þeirra. Hæfi-
legur subbuskapur styrkir aftur á
móti þetta sama ónæmiskerfi.
Fátt hoHara
Sannast þar hið fornkveðna að á
*
Ohremu hömin
hennarEvu
misjöfnu þrífast börnin best. Og
einnig skýtur þetta stoðum undir
þá kenningu að við séum afkom-
endur óhreinu barnanna hennar
Evu, fremur en
þeirra hreinu, því
þau síðarnefndu
hafa líkast til ekki
lifað hreinlætið af
tilþess að geta af-
komendur.
Þetta minnir
líka á þá kunnu og
kaldhæðnislegu
kenningu Kiljans
heitins í Brekku-
kotsannál að
„næst því að
missa móður sína
sé fátt hollara
úngum börnum
en missa föður
sinn.“ Og af sama
tilefni sagði
Laxness reyndar: „...börn eru nú
einu sinni þarfari foreldrum en
foreldrar börnum..."
Doktor Spock
Þessi breska skítastuðulsrann-
sókn er ekki
fyrsta dæmið
um fjördjörfun
uppeldiskenn-
inga. I áratugi
voru velflest börn
í Bandaríkjunum
uppalin í anda
kenninga Dr.
Benjamíns
Spock. Spock
þessi þótti ógur-
legur gúrú og
æðsti dómstóll
þar ytra í þessum
efnum. Og af-
rakstur uppeldis-
fræðanna sá að
nú er ekki þver-
fótaðfyrir
fjöldamorðingjum og mannæt-
um í Vesturheimi. Enda fór það
svo að eftir að hafa skrifað Ianga
doðranta um uppeldismál um
árabil, dró Doktor Spock allar
sínar kenningar til baka og sagði
að foreldrar yrðu bara að gera
sitt besta. Það væri skásta ráð-
legging sem hann gæti gefið í
uppeldismálum.
Börn Spocks hafa svo á undan-
förnum árum verið að tjá sig um
föður sinn í fjölmiðlum og hafa
borið honum illa söguna.
Heima fyrir var hann sem sé
strangur og kuldalegur einræð-
isherra sem börn hans óttuðust
og forðuðust.
Óþarft er að taka það fram að
bækur eftir Spock voru þýddar á
íslensku um það leyti sem hann
hóf að afneita þeim, þannig að-
fjölmargir foreldrar hafa ugg-
laust alið sín börn upp undir
leiðsögn þessa misheppnaða föð-
ur og uppeldisfræðings.
Halldór Laxness sagði: „...börn eru nú
e/nusinn/ þarfari foreldrum en foretdr-
ar börnum..."
Ætlíirþú að gefa peti-
inga til að koma upp
minnisvarða um Fjalla-
Eyvind og Höllu á
Hveravöllum?
Sigrún Ámadóttir
framkvæmdastjóri Rauða kross
íslands.
„Ég reikna ekki
með að Bauði
krossinn myndi
styrkja þetta,
enda er þetta
ekki beint á
verksviði hans.
En mér finnst
hugmyndin
ágæt og ég væri alveg til £ að gefa
til þessa sjálf, ef eftir því væri
Ieitað."
Loftur Þorsteinsson
oddviti Hrunamannahrepps.
„Já, það ætla ég
að gera og sveit-
arfélagið einnig.
Mér finnst mjög
merkilegt fram-
tak að Fjalla-Ey-
vindi sé reistur
minnisvarði og
ég vil að bæði
Árnesingar og Húnvetningar taki
myndarlega á málinu - og reynd-
ar aðrir Iandsmenn sem eru sama
sinnis. Fjalla-Eyvindur var fædd-
ur á eyðibýlinu Hlíð hér í Hruna-
mannahreppi og við sveitungar
hans höfum reyndar heilmikinn
áhuga á að reisa honum fræða-
setur, þá sennilega hér á Flúð-
um. Fyrir því máli er almennur
áhugi hér í uppsveitum Árnes-
sýslu.“
Jónas Þórisson
framkvæmdastjóriHjálparstofnunar
kirkjunnar.
„Nei, mér finnst
það nú frekar
ótrúlegt og ef er-
indi til okkar um
slíkt myndi ber-
ast teldist það
sennilega ekki
vera neyðarað-
stoð. Persónu-
lega finnst mér meiru máli skipta
að hjálpa þeim sem lifa - fremur
en að peningum sé varið til
þeirra sem látnir eru þó minning
þeirra sé alls góðs makleg. Hins-
vegar vil ég ekki vera neikvæður
gagnvart því að Fjalla-Eyvindi sé
reistur minnisvarði, ef það er
hugsjón einhverra manna."
Grimur Gíslason
fréttaritari á Blönduósi.
„Það hefur ekk-
ert komið til að
ég leggi peninga
til þessa, en við
Guðni Ágústs-
son höfum
spjallað saman
um þetta mál og
eitthvað fjallaði
ég um þetta í fréttum Útvarps í
fyrrasumar. Um dóm sögunnar
yfir þeim Höllu og Eyvindi - þá
þykir mér hafa hallað á hlut
hennar, það er að hún hafi verið
blendin og hafi farið frá börnum
sínum ungum vestur á Hrafns-
eyri við Arnarfjörð á vald ævintýr-
anna með Eyvindi. Hann hefur
verið geysilega mikilhæfur maður
hvað varðar líkamlegan og and-
legan þrótt - þó þeir hæfileikar
hafi beinst í óheppilegan farveg."