Dagur - 03.03.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 03.03.1998, Blaðsíða 12
12 -ÞRIDJU DAGU R 3 . MARS 19 9 8 Xfc^MT ÍÞRÓTTIR Tap gegn sterk- um Litháum Dýrmæt reynsla fékkst í Bosníu og Lit- háen. Skyttumar brugðust í Viluius. Engiun heimsendir þrátt fyrir stðr töp. Islenska landsliðið reið ekki feit- um hesti frá Vilnius. Litháar sigruðu, 96-71. Guðmundur Bragason var stigahæsti leikmað- ur liðsins, með 15 stig sem telst gott hjá honum á móti risum heimamanna, sem tefldu fram 218 sentimetra leikmanni. Sá varði 12 skot í leiknum og það reyndist okkar mönnum dýr- keypt. Jón Kristinn Gíslason lagði upp með hraðar sóknir og lang- skot. Það er það sem íslenska landsliðið þarf enn að treysta á í Ieikjum sínum, meðan við eigum ekki hærri leikmenn en við ráð- um yfir í dag. Teitur Orlygsson, sem átti mjög góðan leik í Bosn- íu og skoraði 23 stig þar, náði sér aldrei á strik í Vilnius og skoraði ekki stig. Slíkum sveiflum höfum við ekki efni á gegn bestu Iiðum álfunnar. Hjá okkur þarf allt að ganga upp. „Það gekk margt vel í þessari ferð,“ sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari. Við áttum ágætan leik í Bosníu fyrir framan 8 þúsund dýrvitlausa stuðnings- menn heimamanna. Staðan var 33-33 þegar draga fór í sundur með liðunum. Leikurinn í Lit- háen var mun erfiðari. Við náð- um ekki jafn góðri byrjun þar og í Bosníu og þeir léku mjög góða vörn á okkur sem við réðum ein- faldlega ekki við. Bakverðirnir okkar voru pressaðir stíft og ef þeir sluppu fram hjá sfnum mönnum tók risinn í teignum á móti þeim. Litháar léku þennan Ieik af mikilli skynsemi og ég tel þá vera með besta liðið í okkar riðli.“ Úrslitin eru þó ekld langt frá því að vera viðunandi í fyrstu úr- slitakeppni liðsins. Það hefði verið yfirgengileg bjartsýni að ætlast til að ná í stig í Bosníu og Litháen. Þau Iönd eru einfald- Iega í allt öðrum gæðaflokki í al- þjóðlegum körfubolta. Island kemur heldur ekki Iengur á óvart í körfubolta. Þegar lið eru komin í undanúrslitariðla eru til upp- tökur af öllum liðum og því hafa allir landsliðsþjálfarar greiðan aðgang að upplýsingum okkar lið. En hvað tekur nú við? „Nú er keppnin hálfnuð. Við eigum eftir að fá Litháen, Bosn- íu og Eistland heim og við verð- um að undirbúa okkur vel fyrir það. Eg tel að við ættum að geta unnið Eista hér heima ef allt gengur upp og við eigum einnig möguleika gegn HoIIendingum úti. Það værí mjög gott að ná að vinna þá leiki en þeir verða næsta vetur. Þetta er okkar fyrsta keppni og við verðum að nota tækifærið núna og læra af þessu. Danir eru í sömu sporum og við og þeir lita á keppnina núna fyrst og fremst til að læra af. Þeir ætla sér að gera alvöru kröfur til sinna manna í næstu keppni. Það er það sem við þurfum að gera líka,“ sagði Jón Kristinn Gísla- son. Afturelding steinlá Afturelding féll út úr Borgakeppni Evrópu í handknattleik um helg- ina, þegar liðið tapaði fyrir sænska liðinu Skövde með tíu marka mun, 31:21, í síðari leik liðanna í Svíþjóð. Afturelding sigraði með sjö marka mun í fyrri leik liðanna í Mosfellsbæ, það veganesti dugði skammt. Fimm mörkum munaði á liðunum í leikhléi, 15:10, en rot- höggið greiddu leikmenn Skövde í sfðari hálfleiknum þegar þeir breyttu stöðunni úr 21:15 í 28:15. Mörk Aftureldingar: Jason Olafsson 5/2, Gunnar Andrésson 4, Magnús Már Þórðarson 3, Páll Þórólfsson 3, Einar Gunnar Sigurðs- son 2, Skúli Gunnsteinsson 2, Einar Einarsson 1, Sigurður Sveins- son 1. Tvö jiýsk lið áfram í Borgákeppninni Tvö þýsK lið komust áfram í undanúrslitin í keppninni. Nettelstedt lagði ungverska Iiðið Pick Szeged, 29:26, á heimavelli sínum og sam- tals 54:48 og Wallau Massenheim hafði þegar slegið ítalska liðið Forst Brixen út úr keppninni, 46:35 samanlagt. Fjórða liðið í undan- úrslitunum er spænska liðið Academia Octavio Vigo sem sló portúg- alska Iiðið Benfica út úr keppninni. Portúgalska liðið sigraði í síðari leiknum í Lissabon, 29:26, en spánska liðið sigraði með tíu marka mun í fyrri Ieiknum og samanlagt 55:47. Mótherjar KA í imdanúrslit Liðin sem komust upp úr KA-riðlinum í Meistarakeppninni komust þæði áfram í keppninni Um helgina. Slóveriska liðið Celjé Lasko sigr- aði Prosesa Ademar Leon frá Spáni með níu marka mun í síðari leik liðanna, 35:26, og samtals 61:50. Badel Zagreb frá Króatíu sló út svissneska liðið-Pfadi Winterthur, 51:45, en síðari leikliðanna í Sviss lauk með 24:21 sigri gestanna. Mesta spennan var á Spáni þar sem Barcelona sigraði Fotex Vesprém, 32:27. Fyrri leiknum Iyktaði með sigri ungverska liðsins ,33:28. Bæði liðin skoruðu því sextíu mörk, en Barcelona kemst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Þá varð jafntefli í síðari viðureign Lemgo og ABC Braga, 26:26, en fyrri leiknum Iyk- taði með fjögurra marka sigri þýska liðins sem hafði vinninginn, 55:51 samanlagt. KA marði sigur á Haukiim KA og Haukar léku mikinn baráttuleik i KA-heimiiinu i gærkvöid þar sem liðin skiptust á um að hafa forystu i síðari hálfleik. Þegar tvær mínútur voru eftir skoraði KA 28. markið og tók forystua. Haukar reyndu hvað þeir gátu til að jafna það sem eftir iifði leiksins en sterk vörn KA halaði inn sigurinn. Lokatölur urðu 28:27. Markahæstur hjá KA var Yaia með 7 mörk. Fjórir leikir fóru fram um helgina og unnust þrír þeirra á útivetti. ÍBV sigraði Fram i Safamýri, 23:24, og sömu lokatölur urðu i viðureign Stjörnunnar og Vals i Ásgarði þar sem gestirnir fóru með sigur af hólmi. Víkingar sigruðu HK, 25:26, í Kópavoginum og FH sigraði Breiðablik, 24:19. Brons hjá Völu- methjá Jónl Vala Flosadóttir fór yfir 4,40 metra í stangarstökkinu, en mátti sjá á bak heimsmeti sínu innan- húss, því Anzhela Balakhonova frá Úkraníu fór yfir 4,45 metra og tryggði sér þar með sigur í greininni. Vala náði að stökkva yfir 4,40 metra, eins og Daniela Bartova frá Tékklandi, en sú síð- arnefnda notaði færri tilraunir og fékk því silfurverðlaunin. Keppnin í stangarstökki er án efa besta keppni stangarstökks- ins innanhúss, en byrjað var að keppa í greininni íyrir aðeins tveimur árum. Heimsmet Balak- honovu er fimmta heimsmetið sem sett er í greininni á árinu og er það til vitnis um mikla fram- þróun í greininni. Þess má geta að Vala Flosadóttir fær tækifæri til að ná metinu að nýju á fimmtudaginn, þegar hún mætir hinum nýja heimsmethafa í Laugardalshöllinni. Þórey Edda Elíasdóttir tók einnig þátt í stangarstökkskeppn- inni. Hún stökk 3,90 metra í undankeppninni, en það dugði henni ekki til að komast í úrslit- in. Metið dugði ekki Jón Arnar Magnússon bætti Is- lands- og Norðurlandamet sitt í sjöþraut, en það dugði honum ekki til að komast á verðlauna- pall. Úrslitin réðust í lokagrein- inni, 1000 metra hlaupi, þar sem Jón Arnar datt snemma í hlaup- inu. Hann náði að komast fram- arlega í hlaupið, en úthaldið Vala Flosadóttir. þraut á Iokahringnum og hann varð að sætta sig við 9. sætið í hlaupinu og 5. sætið samanlagt. Sigurvegari í þrautinni varð Sebastian Chmara frá Póllandi, sem sýndi fádæma öryggi í há- stökld þar sem hann fór yfir 2,17 m og var ofarlega á blaði í fimm greinum af sjö. Chmara fékk 6415 stig en Ungverjinn Dezso Szabo var með 6249. Lev Lobod- in frá Rússlandi várð þriðji með 6249 stig og Tomas Dvorak, Tékklandi, hlaut 6175, fimm stigum fleira en Jón Arnar. Árangur Jóns Arnars Óhætt er að segja að fyrri dagur- inn hafi orðið Jóni Arnari að falli. Jón hljóp 60 m grindahlaup á 6,90 sek, stökk 7,48 í langstökki, varpaði kúlunni 15,19 metra og stökk 1,99 í hástökki. Allt er þetta lakari árangur hjá honum en í þrautinni á EM í Stokkhólmi fyrir tveimur árum, þó litlu muni í sumum greinunum. Jón Arnar náði hins vegar að bæta árangur sinn síðari daginn frá þ\'í í Stokk- hólmi fyrir tveimur árum. Hæst ber 5,10 m í stangarstökki sem er hans besti árangur í greininni. Þá hljóp hann 60 m grindahlaup á 8,03 sekúndum og hljóp 1000 metrana á 2:46,65, sem hlýtur að teljast góður árangur, þegar mið- að er við fallið í upphafi hlaups- ins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.