Dagur - 03.03.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3 . MARS 19 9 8 - 13
ÍÞRÓTTIR
Darryl Wilson rekiim í gær
Grindvíkmgar reka einn besta körfubolta-
niaiin sem hér hefur leikið. Ástæðumar marg-
ar en ekki eitt áfengisbrot. Óánægja leik-
maima reið baggamuninn.
Stjórn körfuknattleiksdeildar
UMFG rak bandaríska snilling-
inn Darryl Wilson frá félaginu í
gær. Darryl er tvímælalaust einn
besti Kani sem hér hefur leikið
og margir þakka honum fyrst og
fremst glæsilegan sigur á Isfirð-
ingum í bikarleiknum á dögun-
um. Því kemur þessi ráðstöfun
stjórnarinnar mörgum á óvart.
„Eins og staðan var orðin var
þetta það eina sem \ið gátum
gert,“ sagði Guðfinnur Friðjóns-
son, stjórnarmaður hjá Grindvfk-
ingum. „Eg vil taka það skýrt
fram að ástæðan er ekki einstakt
áfengisbrot fyrir bikarleikinn
eins og margir virðast halda. Eft-
ir mjög góða byrjun í haust fór að
halla undan fæti hjá Ieikmannin-
um. Hann hætti að taka á á æf-
ingum og gerði Iítið úr félögum
sínum í Iiðinu auk þess sem
hann stóð ekki við neitt af því
sem hann lofaði, ásamt öðrum
leikmönnum og þjálfara, til að
Iaga móralinn í Iiðinu,“ sagði
Guðfinnur enn fremur.
Pétui Guðmimdsson
Pétur Guðmundsson, fyrirliði
Grindvíkinga, sagðist hafa hlaup-
ið fyrir byssukúlu Wilson til
bjargar þegar hann kom hér i
haust. „Þá var hann mjög já-
kvæður og skemmtilegur en eins
og staðan var orðin nú var þetta
það eina sem hægt var að gera.
Þetta er dýr atvinnumaður sem
einfaldlega hafði engan áhuga á
að vinna fyrir kaupinu sínu.
Hann skammaðist bara í öðrum á
æfingum og tók aldrei á sjálfur.
Benni (þjálfari UMFG) var marg-
búinn að reyna að taka á vanda-
málinu en hann hlustáði aldréi á
það. Hann fékk fleiri tækifæri en
nokkur annar hefði fengið ein-
göngu vegna snilli sinnar. Hann
kunni einfaldlega ekki með það
Darryl Wilson.
að fara. í Keflavíkurleiknum,
sem við lékum án Darryls, kom í
ljós hvað við gátum án hans.
Leikgleðin blómstraði hjá okkur
öllum og við lékum okkar besta
leik í vetur. Það segir allt sem
segja þarf.“
Helgi Jónas Guðfinnsson
Helgi Jónas Guðfinnsson er sá
Góður dagur hjá
CoUymore
Manchester United
bætti forskot sitt á
toppi deildarinnar.
Stan CoUymore sá mn
gömlu félagana og
C. Palace tapaði enn
og aftur á heimaveUi.
Manchester United jók forskot
sitt úr 9 stigum í 11 í ensku úr-
valsdeildinni með 1:0 sigri gegn
Chelsea á Stamford Bridge í
Lundúnum. Eina markið í gróf-
um og slökum leik kom eftir
rúmlega hálftíma Ieik og það var
enginn annar en Phil Neviile
sem skoraði markið. Þetta var
jafnframt fyrsta mark Neville í
ún'alsdeildinni. Þetta þýðir að
þegar 10 leikir eru eftir hjá
meisturunum eru þeir komnir
með 59 stig og 11 stiga forskot á
Blackburn. Blackburn færðist
einmitt í annað sætið með 5:3
sigri á Leicester þar sem Chris
Sutton skoraði þrennu og heldur
áfram að spila eins og engill. Það
verður erfitt fyrir Glenn Hoddle,
landsliðsþjálfara Englands, að
líta framhjá Sutton fyrir HM í
sumar í Frakldandi.
Liverpooltapaði
Liverpool, sem var í öðru sæti,
tapaði fýrir Aston Villa þar sem
Stan Collymore skoraði bæði
mörk heimamanna gegn sínum
gamla klúbbi. Þetta var einnig
fyrsti leikur John Gregory sem
tók við Villa liðinu eftir að Brian
Little sagði af sér í síðustu viku.
„Þetta heppnaðist vel hjá
Collymore gegn gömlu félögun-
um og ef hann spilar svona vel
það sem eftir er af tímabilinu
erum við með frábæran fram-
herja," sagði Gregory eftir leik-
inn. Þessi leikur var hins vegar
einnig fyrsti leikur Brad Friedel í
marki Liverpool. Hann kom í
staðinn fjTÍr Davád James sem
hafði spilað 212 leiki í röð fyrir
félagið. Friedel varði oft vel í
leiknum og gat lítið gert í mörk-
um Aston ViIIa. Roy Evans, stjóri
rauða hersins, var ekki kátur.
„Dómari leiksins hefði getað rek-
ið 3 leikmenn Villa út af en
sleppti því af einhverri ástæðu,"
sagði Evans eftir leildnn.
Héiniaiiii á botninn
Hermann Hreiðarsson og félagar
í C. Palace eru komnir á botninn
í ensku úrv'aldeildinni. Þeir hafa
enn ekki unnið á heimavelli og
nú voru það Gordon Strachan og
lærisveinar hans í Coventry sem
sóttu þrjú auðveld stig á Selhurst
Park. Þetta var jafnframt sjöundi
sigur Coventry í röð í deildinni
og er liðið komið í 10. sæti í
deildinni.
Derby heldur áfram barátt-
unnni um sæti í Evrópukeppni
félagsliða og þeir unnu auðveld-
an sigur á Sheffield Wednesday.
Paulo Wanchope, hinn frábæri
framherji frá Kosta Ríka, skoraði
tvo mörk í leiknum.
Southampton vann góðan sig-
ur á útivelli gegn Leeds. Sigur-
markið kom um miðjan síðari
hálfleik og Carlton Palmer kór-
ónaði dag heimamanna þegar
hann lét reka sig út af stuttu síð-
ar.
Barnsley lyfti sér af botni
deildarinnar í fyrsta skipti frá því
8. desember á síðasta ári með
góðum sigri á Wimbledon. Þar
með heldur gott gengi þeirra
áfram en liðið sló Manchester
United út úr bikarnum í síðustu
viku.
Tottenham og Bolton mættust
í botnslag á sunnudaginn.
Heimamenn í Spurs skoruðu
eina mark leiksins rétt fyrir hlé
og dugði það til sigurs. Arnar
Gunnlaugsson kom inn á 20
mfnútum fyrir leikslok og stóð
sig ágætlega. Staða Bolton er
hins vegar allt annað en góð. -JJ
Úrslit helgarinnar
Sunnudagur:
Tottenham-Bolton 1:0
Laugardagur:
Aston Villa-Liverpool 2:1
Chelsea-Man.Utd 0:1
C.Palace-Coventry 0:3
Barnsley-Wimbledon 2:1
Blackburn-Leicester 5:3
Derby-Sheff.Wed 3:0
Everton-Newcastle 0:0
Leeds-Southampton 0:1
Staðan í deildinni fýrir Lund-
únaslag West Ham og Arsenal í
gærkvöld:
Man.Utd 28 18 5 5 57:19 59
Blackburn 27 13 9 5 49:33 48
Arsenal 25 13 8 4 45:26 47
Liverpool 28 13 8 7 46:28 47
Chelsea 27 14 3 10 52:30 45
Derby 28 13 6 9 44:34 45
Leicester 28 10 10 8 34:28 40
Leeds 27 11 6 10 35:30 39
West Ham 26 12 3 11 38:36 39
Coventry' 28 10 9 9 35:35 39
Southampt. 28 114 13 34:37 37
Newcastle 27 9 7 11 26:31 34
Sheff.Wed 28 9 7 12 41:54 34
Aston Villa 28 9 6 13 30:39 33
Wimbledon 26 8 8 10 28:30 32
Everton 28 7 9 12 32:40 30
Tottenham 28 8 6 14 26:43 30
Barnsley 27 7 4 16 24:63 25
Bolton 27 4 12 11 23:43 24
C.Palace 27 5 8 14 21:41 23
leikmaður sem stóð lengst með
Wilson í baráttunni. „Það er rétt
að ég var ekki tilbúinn til þess að
Iáta Darryl fara þegar fyrst var
talað um það í janúar," sagði
Helgi Jónas. „Það fór alltaf vel á
með okkur en ég held að þetta
hafi verið liðinu fý'rir bestu eins
og komið var. Ég virði ákvarðanir
þjálfarans og stjórnarinnar. Wil-
son er dýr leikmaður sem Iagði
sig ekki fram á æfingum og í
leikjum þegar við áhugamennirn-
ir börðumst eins og við gátum.
Svoleiðis eitrar út frá sér.“
Benedikt Guðmundsson
„Það gilda sömu reglur fyrir alla í
liðinu. Það skiptir engu hvort
maðurinn heitir Darryl Wilson
eða eitthvað annað. Við héldum
fund fyrir bikarleikinn þar sem
var ákveðið hvað við ætluðum að
gera til að komast í sem best
form og ná móralnum upp. Hann
braut allar þær reglur sem við
settum okkur þá, ekki bara þá að
fá sér einu sinni f glas, heldur all-
ar. Hann tók út sína refsingu þá í
leiknum á móti Keflavík og
horfði á strákana blómstra í sín-
um besta leik. Eftir það settum
við upp plan, fýrir hann, um að
koma honum aftur í sem best út-
hald, með aukaæfingum, Iyfting-
um og fleiru en hann mætti ekki
á eina einustu þeirra. Hver mað-
ur hefði verið settur út úr hvaða
Iiði sem er fyrir slíka framkomu.
Darry'I Wilson er of dýr Ieikmað-
ur til að geyma oft á bekknum
vegna agabrota," sagði Benedikt
Guðmundsson. —GÞÖ
Menntamálaráðuneytið
Staða framkvæmdastjóra
íslenska dansflokksins
Staða framkvæmdastjóra íslenska dansflokksins er laus til
umsóknar. Starfið felur í sér fjármálastjórn, starfsmannahald
og yfirumsjón markaðsmála vegna sýninga dansflokksins.
Æskilegt er að umsækjendur hafi viðskiptamenntun og
áhuga á sviðslistum. Þeir þurfa að hafa gott vald á íslensku
og ensku.
Menntamálaráðherra skipar í starfið til ákveðins tíma, sbr. lög
um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Um launakjör fer
samkvæmt ákvörðun kjaranefndar.
Sá sem veitt verður staðan þarf að geta hafið störf 1. maí nk.
til að vinna með fráfarandi framkvæmdastjóra, en gert er ráð
fyrir að skipað verði í stöðuna frá 1. september nk.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil,
skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Áður auglýstur umsóknarfrestur er framlengdur
til 20. mars 1998.
Menntamálaráðuneytið, 27. febrúar 1998.
Menntamálaráðuneytið
Kynningarfundur um CEDEFOP
- evrópska þróunarmiöstöð á sviði starfsmenntunar -
Menntamálaráðuneytið og Rannsóknaþjónusta Háskóla ís-
lands boða til kynningarfundar um CEDEFOP og þátttöku ís-
lendinga í starfsemi stofnunarinnar í Tæknigarði föstudaginn
6. mars nk. kl. 11.00-13.00.
Dagskrá:
1. Almenn kynning á stefnu og starfsemi CEDEFOP
(Kristrún ísaksdóttir deildarsérfræðingur).
2. Stutt kynning á verkefnum sem íslendingar taka nú
þegar þátt í:
• námsheimsóknir (Ásta Erlingsdóttir deildarstjóri),
• gagnabanki um starfsmenntarannsóknir
(Guðmundur Rúnar Árnason deildarstjóri),
• tengslanet um miðlun gagna og upplýsinga (GRÁ),
• tengslanet um þjálfun starfsnámskennara
(dr. Gunnar Finnbogason dósent).
3. Léttur hádegisverður.
4. Umræður um möguleika íslendinga á frekari þátttöku
í verkefnum CEDEFOP.
Tekið er á móti skráningu þátttakenda í s. 525 4900 til kl.
16.00 fimmtudaginn 5. mars.
Menntamálaráðuneytið, 27. febrúar 1998.