Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 7. MARS 1997 - 23 X^ur ... að bergássins lind, sem brynnir andvarans hyrstn hind.“ Heldurðu að þú myndir veslast upp ef þií hefðir ekki listina til að gleðja þig við? „Við lifum í þeirri trú að listin sé alveg nauðsynleg og ég skal ekki rengja það. Það væri ansi dauflegt án hennar. En listin er ónyt- söm þekkingarleit og það er aðal hennar og nauðsyn að vera á vissan hátt gagns- laus.“ Hvaða eftirmæli myndir þú viljafá sem Ijóðskáld? „Að ég hefði ort eins og mér hentaði sjálfum." „ 1/ið lifum i þeirri trú aö listin sé alveg nauösynieg og ég skal ekki rengja það. Það væri ansi dauflegt án hennar. En listin er ónytsöm þekkingarleit og það er aðal hennar og nauðsyn að vera á vissan hátt gagnslaus." Minnisstæðir menn Á ferli þinum kynntistu mörgum merkustu skdldum og rithöfundum þessarar þjóðar. Það er kannski rnjög ósanngjamt að spyrja þig hver þeirra sé þér minnisstæðastur en ég ætla samt að spyrja. „Tómas Guðmundsson er mér minnisstæðastur. Hann var af- skaplega skemmtilegur maður, mjög fyndinn, en líka einhver besti hlustandi sem ég hef fyrir- hitt. Hann var geysigott og frumlegt skáld en af því hann var svo skemmtilegur héldu menn að hann gæti ekki verið djúpur. En hann var það. Tví- ræðni Tómasar var miklu vara- samari fyrir borgaralegt samfé- lag en krepptur hnefi, en hún væri jafn varasöm fyrir öll sam- félög." Þú þekktir Halldór Laxness. Heldurðu að hann hafi ætíð vitað hversu snjall höfundur hann var? „Eg er ekki viss um að hann Höldum áfram með skáldin og vtkjum að Steini Steinarri. Mað- ur fær oft þá mynd af honum að hann hafi verið meinyrtur og bit- ur maður en um leið mjög við- kvæmur. „Hann var vafalaust við- kvæmur en um leið harður af sér. Hann sló frá sér. Annars er hann mér minn- isstæðastur fyrir glaðværð og hláturmildi. Hann var skemmtilegastur á tveggja manna tali. Við töluðum ekki mikið um skáldskap heldur miklu fremur um daglegt líf og annað sem miður fór. En þegar skáldskapur mönnum var hann sá sem hafði mesta ástríðu til að hugsa og tala um bókmenntir. Hann lifði fyrir skáldskapinn. Hann var mjög róttækur í stjórnmálaskoð- unum og hneigðist til þess konar skáldskapar, þó ekki endilega. Sjálfur var hann mikið ljóðskáld í þýðingum sín- um. Menn gleyma því yfirleitt að þýðing er nýtt kvæði og eru sí- fellt að baksa við að bera þýð- inguna saman við frumkvæðið. Það hefur ekk- ert sérstaklega gott í för með sér. Eg held að margt af því rugli „Tvíræðni Tómasar varmiklu varasamari fyrir borgaralegt sam- félag en krepptur hnefi, en hún værijafn varasöm fyriröll samfélög. “ sem skrifað er um þýðingar stafi af skorti á skilningi á þessari staðreynd.“ Ég er anarkisti Víkjum frá listum og að pólitík. Hvar viltu staðsetja þig í hinu pólittska litrófi? „Það er svo erfitt að nota hug- tök eins og frjálslyndi og íhalds- semi því það er svo mikill rugl- ingur á bakvið þau. En ætli ég sé ekki frekar fijálslyndur." En þií ert ekki vinstri sinnað- ur. Var eklti freistandi um tíma að halla sér t þá átt, það hefði verið auðveldast? „Jú, sjálfsagt. Sem unglingur var ég á kafi í bókum án þess að vera mjög uppnuminn af pólitík. Ahuginn hefur ekkert vaxið með árunum. Oðrum þræði lít ég á pólitík sem sjónarspil, afar Iær- dómsríkt að vísu. Þér að segja er ég í raun og veru anarkisti þó ég viti vel að anarkismi er algjörlega óframkvæmanlegur." Trúirðu á guð? „Já. Eg er kaþólskur og búinn að vera það í nærri fimmtíu ár. Þegar ég var ungur fór fólk meira en nú í launkofa með trú sína. Skynsemishyggja og vís- indahyggja voru í tísku og gengu út í öfgar. Þá ætl- uðu menn til dæmis að skapa vísindalegt þjóðfé- lag. Hvorki vísindi né skáldskapur koma í stað trúar.“ Var það fegurðardýrkun- in í kaþólskri trú sem heill- aði þig? „Nei, ekki svo mjög. Það var fyrst og fremst hug- myndaheimur kirkjunnar og kannski það sem kalla mætti reynslu hennar sem ég hændist að.“ Einkalíf þitt hefur ekki verið án áfalla. Fyrri kona þín lést mjög ung, varð einungis 27 ára gömul. „Hún hét Nancy Davies. Við kynntumst í skóla. Hún lagði stund á enskar bókmenntir og vann síðar um tíma sem blaðakona á Daily News í New York. Hún lést úr krabbameini eftir erfið veikindi. Seinni kona mín er Elísabet Jón- asdóttur. Við höfum verið gift í 34 gæfurík ár.“ Þú átt ekki börn, finnst þér það ekki verra? „Nei, nei, ég hef aldrei saknað þess og það er af eigingirni." Heldurðu að maðurinn sé fyrst og fremst vitsmuna- vera? „Nei, hann er tilfinn- ingavera þótt hann þykist vera annað.“ Finnst þér erfitt að verða gamall? „Nei, nei, en þótt merkilegt sé þá bjóst ég við að tíminn myndi byija að líða hraðar en það gerð- ist ekki. Ég veit ekki hvað þeir hafa fyrir sér sem halda því fram.“ Finnst þér skelfileg tilhugsun að deyja? „Mér finnst það verra. Mér finnst ekkert Iiggja á því.“ En við huggum okkur við að það er líf eftir þetta líf er það ekki. „Jú, þó stundum hvarfli að manni að maður kunni að hafa á röngu að standa.“ Ertu ánægður með tilveruna ? „Attu við tilveruna yfirleitt?" Já. „Ég er ánægður með hana svona part úr degi öðru hveiju. Svo koma kvöldfréttir." hafi séð fyrir hvað áhrif hann myndi hafa. Mig grunar að til að geta skrifað hafi hann þurft á því að halda að vekja mót- spyrnu." Var það eitt- hvað t hans eðli sem kallaði á þau viðbrögð? „Því gæti ég best trúað.“ Hvemig mað- urvar hann? „Hann var frá- bærlega geð- felldur maður og það var gott að tala við hann kennilegt hvernig hann gat verið hvortveggja f senn, var um sig og ákaflega einlægur." var til umræðu lásum við hver fyrir annan og töluðum um 19. aldar skáld fremur en sam- tímaskáld. Ég þeldtti Stein bara allra síð- ustu árin og þá var hann að verða höfuð- skáld. Hann fann að yngra fólk var farið að bera þýðinguna saman lesa og meta skáldskap hans viðfrumkvæðið. “ og ég held að sú vitneskja hafi gert honum lífið ánægjulegra.“ Það var ein- Annar snillingur í hópnum var „Menngleyma því yfirieitt að þýðing er nýtt kvæði og eru sí- fellt að baksa við að Magnús Ásgeirsson. Hvað segirðu mér af honum? „Hann var ágætur. Af þessum mennt ánægðir með skáldskap samtíðar sinnar? „Ekki ef það er nýjabrum af honum. Þegar frá líður förum við ósjálfrátt að halda að skáld- skapur fortíðarinnar sé óyggj- andi veruleiki. Þeir sem eru viss- ir um hvað veruleiki er og halda að þeir séu beintengdir við hann hafa eðlilega lítinn áhuga á ný- breytni í skáldskap. Pascal sagði að trúin ætti að vera íhaldsöm en vísindin framfarasöm. Með þakklæti til Pascals, þá held ég að trúarbrögðin eigi að vera íhaldsöm en skáídskapurinn framsækinn." Hvaða máli skiptir sttll í skáld- skap? „Stíll er fyrir öllu en það er ómögulegt að lesa bók bara vegna stíls.“ Hverjir eru þt'nir eftirlætishöf- undar? „Þeir eru svo margir. Ég sé á ritdómum að ég sé að- allega undir ensk-amerísk- um áhrifum. Það er nokkuð til í því en ég hef ekki heyrt með vissu hvaða skáld það eru.“ Hefurðu hugmynd um það sjálfur? „Wallace Stevens, A.R. Ammons og William Emp- son eru til dæmis skáld sem ég veit að ég hef lært af. En auðvitað sækir sá sem er að yrkja myndir sín- ar, efni eða uppörvun f margt annað en annarra kvæði, í skáldsögur, í fræði- rit, í reyfara." Hvert er besta Ijóð sem ort hefur verið á tslensku? „Því get ég ekki svarað með góðri samvisku. En ef ég ætti að nefna í fljótu bragði þá ljóðlínu sem mér finnst fallegust þá er dýr- legt þegar Einar Benedikts- son yrkir um Egil Skalla- grfmsson og Borgarfjörð og um: Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður The Souitd ofMusic Leikhandrit: H. Lindsay og R. Crouse Söngtextar: Oscar Hammerstein annar Tónlist: Richard Rodgers Þýðing: Flosi Ólafsson Utsetningar: Hákon Leifsson Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Hljómsveitarstjórn: Guðmundur ÓIi Gunnarsson Leikstjórn: Auður Bjarnadóttir í hlutverkunum: María: Þóra Einarsdóttir Georg von Trapp: Hinrik Ólafsson Auk þeirra: Hrönn Hafliðadóttir Jóna Fanney Svavarsdóttir, Rósa Kristín Baldursdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Unnur Helga Möller, Inga Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Davíðsson, Hildur Þóra Franklín, Helga Valborg Steinarsdóttir, Helga Margrét Clarke, Rakel Hinriksdóttir, Vilhjálmur B. Bragason, Baldur Hjörleifsson, Audrey Freyja Clarke, Erika Mist Arnarsdóttir Guðbjörg Thoroddsen, Þráinn Karlsson, Marinó Þorsteinsson, Hildur Tn'ggvadóttir, Sigrún Arngrímsdóttir, Þuríður Vilhjálmsdóttir, Jón Júlíusson, Hjalti Valþórsson, Jónsteinn Aðalsteinsson, Manfred Lemke. Fjórtán félagar úr Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Frumsýning í Samkomuhúsinu 2. frumsýning laugardaginn 7. mars. kl. 20.30. UPPSELT 3. sýning sunnudaginn 8. mars. kl. 16.00 Örl'á sæti laus 4. sýning löstudaginn 13. mars kl. 20.30 5. sýning laugardaginn 14. niars kl. 20.30 6. sýning sunnudaginn 13. mars kl. 16.00 Gjafakort í leikhúsið. Gjöf sem gleður. Kortasala í miðasölu Leikfélagsins, í Blómabúð Akureyrar og á Café Karólfnu. Miðasalan í Samkoinuhúsinu er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 13.00 - 17.00. Svningardaga fram að sýningu. Sími : 462 - 1400 Sfmsvari allan sólarhringinn. Imulsbanki Uiands veítir handböfum Gull* debet korta 25% afsiátt Di£f*ir ■i l^^l•'llll^4jjiy>".... er styrktaraöili Leikfélags Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.