Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 11
Xfc^ur LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 - 27 Aftnælisboð Friðrik V. Karlsson skrifar I tilefni af sex ára af- mæli dótturminnar ætla égaðgefa upp- skriftir afkökum og réttum úrafmælis- veislunni hennar en þarreyndi ég aðgera bæði fullorðnum og bömum til hæfis. Uppskriftirnár miðast við fimmt- án fullorðna og fimmtán börn. Markmiðið var að það sem á boðstólum væri myndi ganga jafnt fyrir börnin og okkur full- orðna fólkið, að því undanskildu að ég gerði brauðrétti sem hugs- aðir voru fyrir sitt hvorn hópinn. Einnig má geta þess að talsverð- ur sykur er í þessum veitingum og í okkar tilfelli þótti vænlegur kostur að fara með krakkana út í snjóinn þar sem þau gátu ærsl- ast að vild eftir að hafa borðað. Þar sem ég bar ábyrgðina á veit- ingunum þá varð ég dæmdur til þess að fara með þeim og taka afleiðingum gerða minna. Brauð í tvo brauðrétti 'A 1 volgt vatn 50 g þurrger 80 g olía 1 msk. hunang 1 egg 1 kg hveiti 10 g salt Setjið vatn í stóra skál, blandið geri, olíu og hunangi út í og blandið saman ásamt egginu. Þá er hveiti og salti blandað út í og deigið hnoðað vel, sett í skál, úðað með volgu vatni og látið hefast í þrjátíu mínútur. Deigið er hnoðað niður og mótað í tvö löng brauð og þau hefuð í tutt- ugu mínútur og úðuð reglulega með volgu vatni áður en þau eru bökuð í 18-20 mín. við 200°C hita. Brauðréttur fyrir5 börnin__________________ 1 nýbakað brauð 1 dl tómatsósa 10 pylsur 3 msk. steiktur Iaukur 20 sneiðar brauðostur Skerið brauðið í tvennt eftir endilöngu. Smyrjið báða helm- ingana með tómatsósunni, sker- ið pylsurnar í þunnar sneiðar og EsiSlll Hér má sjá sýnishorn aí kökuuppskriftunum sem Friðrik lætur okkur i té að þessu sinni. raðið ofan á brauðið. Stráið steikta lauknum yfir og raðið ostasneiðunum ofan á áður en brauðið er bakað í 175°C heit- um ofni í tíu til tólf mínútur. Takið brauðið út og skerið í hæfilega stórar sneiðar og berið fram heitt. 4 Brauðréttur fyrir mömmurnar og ________pabbana____________ 1 nýbakað brauð 1 höfuð blaðsalat 100 g rækjur 3 soðin egg 1 dl sýrður rjómi salt og pipar 1 tómatur 12 sneiðar af agúrku 1 msk. rauðlaukur (saxaður) 10 ólífur Saxið eggin og blandið saman við rækjurnar og sýrða rjómann, smakkið til með salti og pipar. Skerið brauðið í tvennt eftir endilöngu og raðið salatblöðun- um á botninn eftir að þau hafa verið skoluð vel og þerruð. Setj- ið rækjusalatið ofan á, skerið tómatana í þunnar sneiðar og raðið ofan á salatið ásamt agúrkusneiðunum. Stráið rauð- lauknum yfir og setjið efri helm- ingin af brauðinu ofan á. Stingið kokteilpinna eða tannstöngli í gegnum hverja ólífu, stingið síð- an pinnunum í brauðið með jöfnu millibili og skerið í sneiðar áður en borið er fram. Heitur réttur með6 kjúklingi og hrís- grjónum__________________ 1 steiktur kjúklingur 'A blaðlaukur 1 msk. karrí 1 'A dl maisbaunir 3 dl jasminhrísgrjón (soðin) 1 dós kotasæla, 2 egg 100 g goudaostur (rifinn) salt og svartur pipar Rífið kjúklingakjötið af beinun- um og skerið í hæfilega litla bita, saxið blaðlaukinn og brún- ið í smjörinu ásamt karríinu og maisbaununum. Blandið saman kjöti, hrísgrjónum, kotasælunni og grænmetinu, kryddið til með salti og pipar. Blandið þá eggj- unum saman við og setjið í eld- fast mót, stráið ostinum yfir og bakið í 175°c heitum ofni í 15 mínútur eða þar til rétturinn er þéttur og osturinn brúnaður. Berið réttinn fram heitan og ef til vill með ristuðu brauði. Q Snikkers ostaterta Botn: 1 pakki hafrakex með súkkulaði (u.þ.b. 180 g) 60 g bráðið smjör Kexið er maukað í matvinnsluvél og smjörinu blandað saman við og þessu er síðan þrýst vel í botninn á springformi og bakað í 200°C heitum ofni í 10 mínút- ur og þá kælt vel. Fylling: 400 g ijómaostur 4 dl rjómi (þeyttur) 3 snikkers stykki (söxuð smátt) 5 bl. matarlím _____________1 egg____________ 100 g Lindu suðusúkkulaði 1 dl sýrður rjómi Rjómaosturinn er hrærður út með egginu og snikkers kurlinu (ge)Tnið ca. 2 msk. af kurli). Matarlímið er lagt í bleyti, brætt og blandað saman við ostamass- ann, þá er ostamassanum og þeytta rjómanum blandað vel saman og þessu hellt í formið með botninum. Setjið formið í kæliskáp og geymið í tvo tíma. Bræðið suðusúkkulaðið og blandið sýrða rjómanun saman við, þessu er síðan hellt yfir ostatertuna og afgangnum af kurlinu stráð yfir. Þá er tertan kæld vel yfir nótt. Hér er mögu- Ieiki á að gera margvíslegar osta- tertur t.d. jarðaberja, sítrónu eða appelsínu en þessi hentar vel þar sem börn eiga í hlut. Afmælisterta1 Botn: ___________5 egg__________ 2/ dl sykur 1 'A dl hveiti 1 'á dl kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður þétt og froðu- kennd, sigtið þurrefnin saman í skál og blandið saman við og hrærið Iétt saman. Setjið í við- eigandi vel smurt form, í þessu tilfelli hringform með gati í miðjunni. Bakið í u.þ.b. tuttugu mfnútur við 175°C. Súkkulaðikrem: 100 g smjör 2 dl flórsykur 1 eggjarauða (vaniludropar) 50 g brætt súkkulaði Hrærið smjörið lint. Sigtið flór- sykurinn saman við og hrærið vel saman ásamt eggjarauðunni. Að lokum er súkkulaðinu bland- að saman við og kreminu smurt á botninn eftir að hann hefur verið bleyttur vel með ávaxta- safa. Krem til skreytinga: 75 g smjör 1'/ dl flórsykur 1 eggjarauða matarlitur (rauður, gulur og grænn) Notið sömu aðferð og við hitt kremið, skiptið í þrjár skálar og litið, setjið í sprautupoka og sprautið skrauti á kökuna. Sælgætismarengs2 9 eggjahvítur 450 g sykur 2 msk. lyftiduft Allt þeytt vel saman þannig að massinn sé vel þéttur, 1 dl súkkulaðirúsínur 1 dl salthnetur 'á dl kókósmjöl Blandað saman við massann og smurt á bökunarpappír og bakað við 130°C í tvo klukkutíma. Þá látið standa og kólna yfir nótt. Fylling: 'A I rjómi (þeyttur) 2 dl ferskir ávextir (mega vera úr dós) 150 g suðusúkkulaði (bráðið) Skerið marengsinn í þrennt eftir endilöngu setjið rjóma ofan á einn hlutann, ávexti ofan á rjómann þá aftur marengs, rjóma og ávexti og að lokum þriðja marengshlutann og hellið síðan súkkulaðinu ofan á. Kælið vel í 3 til 4 tíma áður en kakan er borin fram. Eg vona að þessar hugmyndir eigi eftir að koma að gagni, og minnumst þess að svona sykur- veislur eru lyrirgefanlegar í stórafmælum sem þessu. I lokin vil ég geta þess að í dag er mikið um að ákveðin þemu sé lögð í veitingar í barnaafmælum t.d. allt í puttamat, fallegum smá- snyttum, pizzum eða gömlu góðu pylsurnar, þetta finnst mér afar viðeigandi og getur gert undirbúninginn að skemmtilegri fjölskyldusamvinnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.