Dagur - 07.03.1998, Qupperneq 8

Dagur - 07.03.1998, Qupperneq 8
24 - LAUGARDAGUR 7. MARS 1997 LÍFIÐ í LANDINU „Þegar mesta áfallið var runnið af mér fór ég að spyrja hana betur og þá sagði hún mér meira, að hann hefði nuddað sig svona og svo pissað upp í sig þvi að lítið barn kann ekki að skýra öðruvisi frá þessu. Þá vissi ég að þetta var meira og alvarlegra, “ segirAnna um reynslu sina og dóttur sinnar fyrir fimmtán árum þegar kynferðisofbeidi var felumál og alls ekki til umræðu íþjóðfélaginu. Kynferðisglæpirræna saldans bömin æskunni. Mæðumarverða reiðarog sakbitnarog karlamirvilja ekki viðurkenna sektsína. Sem beturferhefur umræða um þessi mál opnastá undanfömum ámm en Stígamóteiga einmittátta ára afmæli um þessarmundirog verðurefnt tilgöngu á mánudag. Tværmæðursegjafrá reynslu sinni íDegi. „Þegar dóttir mín var nýlega orðin þriggja ára ákvað ég að fara í sumarfrí og heimsækja frænku mína og vinkonu, sem mér þótti mjög vænt um. Eg ætlaði að vera hjá henni í þrjár til fjórar vikur en hún bjó erlendis ásamt manni sínum. Eg hlakkaði mikið til að fara því að við höfðum alltaf verið mjög nánar, ég og þessi frænka mín, og mér fannst hún svo skemmtileg. Hún átti telpu, sem var einu ári eldri en dóttir mín,“ segir kona, sem hef- ur samþykkt að koma fram und- ir dulnefninu Anna og segja sögu sína. Varð stjörf j' .þ.essu jStíjy&áHíjp, áUA kvöld, þar sem maðurinn henn- ar var ekki með. Annað kvöldið fórum við á sviðsskemmtun og hitt kvöldið á skemmtun, sem var svipuð nema bara dansar. Við vorum komnar heim aftur snemma að kvöldinu, um tíu. I seinna skiptið hafði dóttir mín verið með hlaupabólu heima. Eg hafði fengið krem til að bera á hana og nokkrum kvöldum eftir seinni skemmtunina var ég að bera krem á rassinn á dóttur minni til að þurrka upp hlaupa- bóluna. Þá fór hún með hendina í klofið og nuddaði sig og sagði að maður frænku minnar gerði svona.“ Anna talar Iágt og á greinilega erfitt með að rifja upp. Hana skortir orð til að lýsa tilfinning- um sínum á þeirri stundu sem ofbeldið uppgötvast. Hún segist hafa fengið áfall og lamast al- gjörlega í fyrstu, svo sjokkeruð m Ixúo, Svp bað hún.dóttur sína að endurtaka hvað maður- inn hefði gert og dóttir hennar sýndi henni það. Anna segir að alls konar hugsanir hafi flogið í gegnum hugann, allt sem hún hafi heyrt eða lesið um kynferð- „Það erofsalega þungt að vera með svona inni ísér.Það semer þyngst eraðgeta ekki talað umþetta við neinn. “ isofbeldi. Hún vissi ekkert hvað hún átti að segja eða gera. Var alveg stjörf. Að svíkjabamið sitt? „Þegar mesta áfallið var runnið af mér fór ég að spyrja hana bet- ur og þá sagði hún mér meira, að hann hefði nuddað sig svona og svo pissað upp í sig því að lít- ið barn kann ekki að skýra öðru- vísi frá þessu. Þá vissi ég að þetta var meira og alvarlegra. Hún var svo lítil að hún kunni ekki að skýra frá því að henni væri flökurt eða að hún þyrfti að æla. Hún sagði bara: „Mér fannst ég vera að kafna.“ Ég sjokkeraðist aftur. Mér fannst þetta hryllilegt." Anna segist ekkert hafa vitað hvað hún ætti að gera. Hún hringdi þó í konsúlinn í viðkom- andi landi og spurði hvað hún ætti að gera og svo fór hún strax að panta far heim. Daginn eftir sagði hún frænku sinni og vin- konu að hún ætlaði að fara heim en sagði henni ekki strax hvað hefði gerst. Henni fannst erfitt að vera nálægt manninum og fannst hún vera að svíkja barnið sitt þegar hann var nálægur. í rúmtnu í þrjá daga „Tveimur dögum síðar fórum við til konsúlsins og svo heim. Frænka mín og vinkona keyrði okkur á flugvöllinn og ég sagði henni á leiðinni hvað hefði gerst og að ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Hún hringdi í sendiherrann en hann vissi það ekki heldur. Þegar ég kom heim til Islands lagðist ég í rúmið og lá í þrjá daga. Það endaði með því að ég hringdi í utanríkis- ráðuneytið. Starfsmaður þar sagði mér að tala við Rannsókn- arlögregluna og ég talaði við RLR. Þetta var svo mikið Ieynd- armál á þessum tíma að lög- reglumaðurinn mátti ekki hringja í mig, ég hringdi alltaf f hann,“ segir hún. Frænka Önnu og vinkona hafði strax kært manninn sinn fyrir hennar hönd þó að hún tryði manninum sínum frekar en Önnu. Nokkrum mánuðum . ' 'T*

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.