Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 19

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 19
Fluguveiðar að vetrí (60) Sigurðun Bogi Sævarsson skrifar Landogþjóð Flugslysið. Mynd þessi var tekin við sjúkraflutn- inga eftir flugslys á Mosfellsheiði í desember 1979. Þar brotlenti fjögurra sæta einkaflugvél og þrir farþegar, auk flugmanns, sem I vélinni voru slösuðust nokkuð. Þeir voru fluttir á brott með þyrlu. Hvert varö framhald máls/ns? Tilraunabú. Þessi mynd var tekin á fyrri hluta aldarinnar á tilraunabúi á Suðurlandi, þar sem gerðar voru nýstárlegar tilraunir I kornrækt, þó búiö sé aflagt i dag. Hvar var þetta bú? Fyrir vestan. Þessi mynd er frá ísafirði og sýnir þann hluta kaupstaðarins sem er á Eyrinni. Til deilna kom I bæjarmálum / Isafjarðarbæ seint á sl. ári og enduðu þær með að bæjarstjórinn, Kristján Þór Júlíusson, lét af störfum og tveir bæjarfulltrú- ar tóku við starfinu og munu gegna því það sem eftir iifir kjörtímabils. Hverjir eru þeir? Falleg kirkja. Hér sést á mynd Háteigskirkja I Reykjavík. Spurt er hvaða arkitekt teiknaði þessa kirkju - en mörg þau hús sem hann teiknaði voru kannski ekki svo ólik kirkju þessari - til að mynda einbýlishús hans vestur á Ægissiðu. Maðurinn, sem um er spurt var umsvifamikiH I atvinnulífinu og var um skeið formaður stjórnar Eimskips? Söngkonan. Um margra ára skeið hefur hún verið ein vinsælasta söngkona - ekki einasta ís- lands - heldur heimsins alls. Hver er þessi söng- kona sem hér sést á mynd frá æskuárum sínum? 1. Um margra ára skeið var leitað hins svonefnda Gullskips, sem strandaði austur á Skeiðarár- sandi þann 19. september 1667. Aldrei fannst skipið. Hvað hét skipið réttilega? 2. Hvað heitir höfðinn mikli sem ekið er um og yfir þegar farið er frá Grundarlirði og þaðan áfram vestur í Olafsvíkr 3. Hún var fædd árið 1873 og Iést 108 árum síðar - og er því ein þeirra kvenna sem náð hafa hæst- um aldri hérlendis. Húnvetningur var hún og verður hennar ef til vill fyrst og fremst minnst sakir starfa sinna á sviði heimilisiðnaðar. Hver var hún? 4. Hvaða sögulegi atburður hér á landi er það sem kallaður hefur verið í annálum Hvíta stríðið? 5. Sámsstaðir, Rútsstaðir, Bringa, Stóri-Hamar, Kambur, Litli-Hamar, Rifkelsstaðir og Munka- þverá. Hvar á landinu eru þessir bæir? 6. Ríó-Tríóið úr Kópavogi spilaði fyrst og söng árið 1964. Hveijir voru liðsmenn þess í fyrstu og hver kom í stað þess sem heltist úr lestinni. 7. Hann var fæddur norður í Fljótum árið 1913 og var lengi þingmaður Norðlendinga hinna vestri. Var lögfræðingur að mennt og varð einn af fær- ustu mönnum þjóðarinnar á sínu sviði. Hann gegndi embætti forsætisráðherra í tvígang - meðal annars f ríkisstjórn sem lagði sérstaka áherslu á skuttogaravæðinu til eflingar lands- byggðinni. Hann lést árið 1984. Hver var hann? 8. Kaupfélag Eyfirðinga, sem var stofnað árið 1886, komst í fréttir í sl. viku þegar til þess var ráðinn nýr kaupfélagsstjóri. Hverjir hafa gegnt því starfi frá upphafi? 9. Mikil hrina sjóslysa gekk yfir hér \ið land í febrúar 1968 og fórust þá nokkrir togarar á Vestfjarðasvæðinu. Togarinn Ross Cleverland sökk af völdum ísingar og tókst þremur skipverj- um að komast um borð í bjögunarbát. Einn þeirra lifði af og fannst við sumarhús innst í Seyðisfirði í Djúpi og varð björgun hans forsíðu- efni heimsblaða. Hvað hét þessi sjómaður? 10. Hvar á Iandinu er Salthöfði. Svör: * Framhald málsins varð að þyrlan, sem var frá Varnarliðinu brotlenti, og þá slösuðust íluglið- ar og læknar - og enn fólkið sem hafði verið um borð í litlu flugvélinni. * Þetta fræga tilraunabú var að Sámsstöðum í Fljótshlíð og því veitti Klemens Kristinsson forstöðu. * Þeir menn scm nú deila með sér starfi bæjar- stjóra á Isafirði eru þeir Jónas Olafsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem í áratugi var sveitarstjóri á Þingeyri, og Kristján Jón Jóns- son, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks. * Halldór H. Jónsson. * Björk Guðmundsdóttir. 1. Het Wapen van Amsterdam hét skipið. 2. Búlandshöfði. 3. Haíldóra Bjarnadóttir. 4. Hvíta stríðið var háð 1921 um hvort Olafur Friðriksson, form. Alþýðuflokksins, mætti hafa í fóstri muðnaðarlausan rússncskan dreng sem hafði orðið á vegi hans ytra. Drengurinn var haldinn augnveiki og vildu stjórnvöld hann úr landi þess vcgna, en Qöldi stuðningsmanna Ólafs kom hónum til hjálpar og háði stríð við lögreglu - sem hún á endanum vann. Var drengurinn fluttur úr landi af nefndum ástæð- um. 5. Allir þessir bæir eru í Evjafjarðarsveit, það cr þeim hluta hennar sem áður var Öngulsstaða- hreppur. 6. Ríó-Tríóið var upphaflega skipað þeim Helga Féturssyni, Ólafi Þórðarsyni og Halldóri Fann- ar. Sá síðastncfndi í þessum hópi hætti fljót- lega og í hans stað kom Agúst Atlason, sem starfað hefur með Ríó-Tríóinu allt fram á þennan dag. 7. Ólafur Jóhannesson. 8. Fyrsti kaupfélagsstjóri KEA var Hallgrímur Kristinsson og á eftir honum kom Sigurður bróðir hans, þá Vilhjámur Þór, næstur Jakob Frímannsson, þá Valur Arnþórsson, svo Magn- ús Gauti Gautason, sem senn lætur af störf- um, en við við tckur Eiríkur Jóhannsson, nú- verandi útibústjóri Landsbanka Islands hf. á Akureyri. 9. Harry Eddom. 10. Salthöfði er í Öræfasveit, skammt frá Fagur- hólsmýri. Draugurinn sem ég hnýtti í vikunni. Vængurinn hvítur, skegg og skott gul. Margir munu finna aö þessari út- færslu, en bíðið bara. Svarti draugurinn Og fleiri... Já, menn hnýta drauginn á ýmsa vegu. Sumir nota meira appel- sínugult en gult í skegg og skott. Eg var jafnvel að pæla í að blanda smá appelsínugulu marabou í gulu hárin. Og já. Marabou. Ég hef hnýtt Drauginn með mara- bou-íjöðrum í stað hára. Þá liðast hún svo fagurlega í straumi, og með glitþráðum í bland verður hún sérlega þokkafull. Stór bleikja tók hana einu sinni hjá mér. Ef maður mætti velja sér eina flugu til að veiða með fyrir lífs- tíð? Hvaða flugu myndi maður velja sem lífsförunaut? Svar mitt, og margra annarra yrði sjálfsagt Black Ghost. Svarti draugurinn. Það var í vikunni. Veðurstofan með norðanhrfðarspá og gadd. Akureyri á kafi í snjó og ekki kjaftur á ferli þegar við fórum af kvöldvaktinni. I íbúðinni beið fluguhnýtingadótið og þvingan var komin á borðið áður en þulan í sjón- varpinu hafi fengið ráðrúm til að segja að ekkert væri á dagskrá. Ég var með hug- ann við fyrsta stóra veiðitúrinn í Laxá, Hvítasunnuhelgina, ég stefni á að vera fyrstur út í á og er búinn að fá Geldinga- ey. Ég hef alltaf stóran Black Ghost við hendina þegar ég fer í urriðaveiði að vori. Og oftar. Sjóbleilqan tekur Svarta draug- inn með offorsi þegar sá gállinn er á henni. Ég verð að hafa nokkra smáa drauga með mér í Vatnsdalsána. Þá er ekki útilokað að ég skreppi dagspart í Rangámar ef heppnin er með: laxinn þar hefur margoft tekið Black Ghost hjá mér, og hann ekki smáan. Og sá fúisaði nú ekki við Svarta draugnum fyrsti Iaxinn minn upp úr Selá. Það var mikilvægur fiskur. Og risaurriðinn sem kom úr djúpinu í Hraunsvötnum í Veiði- vötnum til að skoða fluguna mína stendur mér ljóslifandi fýrir hugskotssjónum - það var títtnendur draugur sem særði hann úr fylgsni sínu þótt hann hefði vit á að hverfa frá. Black Ghost var önnur tveggja flugna sem Ivolbeinn Grímsson sendi mig með í lyrsta alvöru veiðitúrinn. Þarf frelcar vitn- anna við? Ótal afbrigði Afhrigðin af þessari góðu flugu eru ijöl- mörg - og mikilvægt að kunna nokkur. Sú sem ég hnýtti þetta kalda dimma vetrar- kvöld í vikunni er stórfiskaflugan. Fyrir kalt, skolað straumvatn, að vori. Ég nota straumfluguöngla númer 4 og hef gula skottið úr hárum. Búkurinn er venjulega úr grófu svörtu ullargarni, en stundum nota ég chenille til að fá bústnari áferð, tinselvafningarnir breiðir. Skeggið er úr sömu grófu hárunum og nær langt aftur svo það samlagist skottinu. Hárvængur- inn úr löngum hvítum hárum og nær al- veg aftur fyrir skott. Þetta er klassískt. Og svo „nýjungin" sem margir hafa tileinkað sér: leggja 4-5 glitþræði ofan á vænginn. Ég hef séð hvernig þeir ljá flugunni sér- stakan blæ þegar sólargeislar hellast allt í einu jíir - og góðir fluguveiðimenn: ég hef séð stóran urriða koma og gleypa þá flugu einmitt á því andartaki! Séð hef ég flugur hjá mönnum sem hnýta Drauginn mun stærri en ég, á Iang- an öngul númer tvö, og leggja sérlega mikið í búkinn. Og þó að klassíska upp- skriftin sé sú að hárvængurinn hvíti sé ráðandi afl í uppbyggingu flugunnar, þá gerði ég mér leik að því þetta vetrarkvöld í vikunni að sætta mig við auknar áhersl- ur á skegg og skott, gula litinn, í nokkrum flugum sem ég hnýtti. Það er alltaf gott að eiga afbrigði. KK-aíbrigöið KK er mikill Black Ghost unnandi. Hann mælir með henni í lax „og allt“. Ég brosti í kampinn eitt sinn þegar ég kom upp úr Hofsstaðaey í Laxá og fann flugu sem hafði verið lögð til hliðar á valinn stað. Otrúlega falleg Black Ghost, hnýtt á öngul númer 8. Fínlegur búkur, frábærlega vaf- inn hárfi'nu tinseli, vængurinn tvær hvítar fjaðrir, og kinnar úr íjöðrum frumskógar- hanans. Nett og falleg fluga, alveg gjörólík „dúndurafbrigðinu" sem ég var að hnýta í vikunni. Ég var eins og gamall indíána- höfðingi sem les fótspor dýra þegar ég tók fi'nu fluguna upp og glotti til félagans: „KK var hér.“ Seinna veiddi ég á hana. Matuka Góðir hnýtingamenn kunna að hnýta matuka-afbrigðið, og Black Ghost er al- veg stórfín þannig. Þá eru skegg og skott úr gulum fönum, en vængurinn lagður saman úr tveimur fallegum hvítum fjöðr- um og hnýttur á matuka-veg. (Sjá fræði- rit). Ekki gleymi ég þegar Kolbeinn kom úr veiðiferð úr Laxá og ég var að ferðbú- ast, við hittumst á tröppunum og hann sóaði engum tíma: „Það er matukan." Það er virkilega ánægjlegt að kasta matukahnýttum Draug númer 6 eða 8 á fögrum sumardegi. Þá er stíll á mínum manni. Haus Sumir vefja vænan svartan haus og mála gul augu á. Það er snjallt. Aðrir leggja meiri áherslu á kinnar úr hinum dýr- mætu fjöðrum frumskógarhanans. Það er listrænt. Sjálfur er ég nú yfirleitt með svartan haus, en legg meiri áherslu á glit- þræði í væng. Eitt sinn hnýtti ég Draug með kúluhaus. Það var ekki svo galið, vegna framþungans svnti hann ruglings- lega með slaka línu, og kal’aði slcrykkjótt, eins og sært síli. Og þegar ég var í sjóbirt- ingnum í haust með Sigurði Pálssyni sá ég í boxinu hans enn eitt afbrigðið: Draugur með skæran appeisínugulan haus. Mig grunar að margir setji appel- sínugular áherlsur á sína drauga í laumi. Hattagerðarkona Það er skemmtilegt til þess að hugsa að þessa frábæru flugu hannaði hattagerðar- kona. Black Ghost er skrítið nafn: hún er hvít á væng. En búkurinn er svartur. Hún er eins og draugur sem ber hvíta skikkju og á eftir honum gulur slæðingur. Dýrleg fluga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.