Dagur - 19.03.1998, Page 6

Dagur - 19.03.1998, Page 6
22 - FIMMTUDAGUR 19.MARS 1998 MENNINGARLÍFIÐ t LANDINU Elísbet B. Björnsdóttir í hlutverki dularfullu kaupakonunnar Álfheiðar og Stefán Guðlaugsson sem leikur Firðrik stórbónda á Sigurhæðum. Friðrik er staðfastur í piparsveinsáformum sínum, en koma Álf- heiðar breytirýmsu i iifi hans sem og annarra persóna í leikritinu. myndir: gs. Þar sem ffið er leikur Heigurnar tvær, Ágústsdóttir og Jónsdóttir hafa i mörg horn að líta þegar líður að frumsýningu og siðustu stykkin i púsluspilinu skila skemmtilegri heild. Ysogerill, æftöll kvöld og helgar, smíð- að og ScLumað á nótt- unni, svo ergertstutt hlé til cLð leikarargeti farið ífjós. Þetta erlíf- ið hjá leikfélagi ísveit- inni þarsem allir leggja sigfram, enda með skæðustu bakt- eríu í heimi. „Það vita allir að þeir sem fá leikhúsbakteríuna losna aldrei við hana og enn hefur engin lækning fundist," segir Helga E. Jónsdóttir, sem er að, leikstýra nýju íslensku verki í Freyvangs- leikhúsinu í Eyjafirði. Verkið sem heitir „Veikominn í villta vestrið11 er skrifað sérstaklega fyrir Freyvangsleikhúsið, af Ingi- björgu Hjartardóttur. Það dregur að frumsýningu og leikur og tækniatriði eru að smella saman. „Hér á að koma símhringing," segir leikstjórinn, þegar leikararnir stoppa allt í einu á sviðinu. Símhringingin finnst ekki og einhver hrópar: „ring, ring“ og Ieikurinn heldur ■áfrom . , Spegill maiiiilílsins Gríski heimspekingurinn Aristóteles hélt því fram að harmleikurinn Iíkti eftir veru- Ieikanum og hjálpaði mönnum til að hreinsa sig af neikvæðum tilfinningum með því að vekja skelfingu . . og . . vorkunu. Bit Aristótelesar um gamanleikinn er því miður týnt, en ekki er ólíklegt að sá gamli hafi ætlað hlátrinum svipað hlutverk. Margir hafa líka haldið því fram að leikhúsið eigi að skír- skota til samtíðar sinnar og birta málefni líðandi stundar í nýju ljósi. Verk Ingibjargar hefur allt þetta. Velkominn í villta vestrið er gamanleikur sem gerist í Eyjafirði, þar sem hatramar deil- ur eru milli hestamanna og kúa- bænda og flókin jarðakaup koma við sögu. Landsmót hestamanna kemur lfka talsvert við sögu. Það sem snýr atburðarásinni í þessari „friðsælu" sveit er að ný vinnukona sem heitir Alfheiður ræðst til bónda í sveitinni. Nafn- ið gefur vísbendingar um að uppruni hennar sé ekki alls kostar af þessum heimi og karl- mannshjörtu sveitarinnar verða ekki söm eftir komu hennar. I litlu áhugaleikfélagi eru gerð mörg lítil kraftaverk á síð- asta sprettinum fyrir frumsýn- ingu. Enginn er stikkfrí og þau eru mörg handtökin sem vinna þarf til að sýning verði að veru- íeika. „Þetta er mikil vinna og mikið álag á strákana mína,“ segir Elísabet B. Björnsdóttir, sem leikur dularfullu kaupakon- una Alfheiði.' „Þeir talca þessu mjög vel og svo eiga þeir líka glaðari mömmu fyrir vikið, því þetta er svo skemmtilegt. Eftir frumsýningu hef ég meiri tíma fyrir þá og get líka farið að þrífa heima hjá mér,“ segir Elísabet og hlær. Þetta geri ég aldrei aftur Elísabet er að taka þátt í leik- sýningu í annað sinn, en hún lék á Húsavík í Gauragangi og hún er viss um að hún sé komin með bakteríuna. Leifur Guð- mundsson leikur kátan mjólkur- bílstjóra. Hann segist ekki hafa stigið mikið á svið síðustu ár, en verið viðloðandi Ieikhúsið um Iangt skeið. Kýrnar hafa sitt að segja um það hvenær hægt er að æfa. „Við kúabændur erum hálf leiðinlegir á þessum æfingum,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.