Dagur - 21.03.1998, Qupperneq 13

Dagur - 21.03.1998, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 2 1. MARS 199 8 - 29 Ttoptr- fiskinn. Rétturinn er bakaður í ofni í 30 mín. á 180°C hita. Nautakjöt með jurtum og appel- sínusinnepi 3 appelsínur 3 msk. olía 675 g nautakjöt að vild 2 laukar, saxaðir 1 marið hvítlauksrif 2 msk. hveiti 300 ml kjötsoð 1 msk. tómatpúrra 3 msk. Grand marnier líkjör 1 msk. maplesíróp 1 bolli sneiddir sveppir 2 msk. smátt saxaðar jurtir að vild, mælt með timían og graslauk 3 msk. dijonsinnep salt og svartur pipar Ein appelsínan er skorin í tvennt, annar helmingurinn er sneiddur fínt en úr hinum er safinn kreistur. Hinar tvær app- elsínurnar eru afhýddar og skornar í þunnar sneiðar sem settar eru í sósuna. Kjötið er steikt á pönnu, bara þar til það lokast, og kryddað, þegar það er tilbúið er það tekið af pönnunni en safinn á henni notaður áfram og Iaukur og hvítlaukur steiktur. Hveitinu er bætt út í þegar Iauk- urinn er farinn að mýkjast og þá kjötsoðinu. Allt hrært vandlega saman. Blandan er látin sjóða þar til hún þykknar en þá er appelsínusneiðunum og safan- um, ásamt tómatpúrrunni, Iíkjörnum og sírópinu hrært saman við sósuna. Salt og pipar notað til að bragðbæta sósuna á eftir. Kjötið er sett í eldfast mót og sósunni helt vandlega yfir það, stungið inn í ofn í l'A klst. á 180°C hita. Þá eru sveppirnir settir í sósuna og aftur fer þetta í ofn í 30 mín. Með þessu er borin fram jurtasinnepsblanda sem er búin til úr sinnepinu, jurtunum og safa úr hálfri app- elsínu, gott er einnig að hafa með kartöflustöppu eða hrís- grjón. Grænmetisréttur með osti og steinselju stór, græn paprika, skorin í teninga 1 msk. sólblómaolía 225 g brie ostur 30 ml sýrður rjómi 1 tsk. sítrónusafi 4 msk. mjólk 2 tsk. nýmulinn svartur pipar 2 msk. söxuð steinselja 6 kúrbítar 6 gulrætur Paprikan er steikt á pönnu í olí- unni þar til hún er mjúk. Allt hráefnið, fyrir utan kúrbít og gulrætur, er sett í matvinnsluvél, sú blanda er síðan sett á pönn- una og paprikunni hrært saman við. Kúrbítinn og gulræturnar þarf að hreinsa vel, afhýða og skera í strimla. Sett í pott með smá vatni og látið sjóða í 3 mín. þá þurrkað vel. Grænmetið er sett f skál og sósan hrærð vel saman við. Skreytt með stein- selju. Bollur með dilli og kartöflum 2 bollar hveiti 3 msk. mjúkt smjör salt 1 msk. ferskt dill 1 bolli stappaðar, soðnar kartöflur 3 msk. mjólk Hveiti, smjöri, salti og dilli er öllu blandað vel saman. Kartöfl- urnar settar út í deigið og mjólk- in notuð til að fá deigið í rétta þykkt. Hnoðað örlítið. Deigið er flatt út, þar til það er um 2 sm að þykkt, og skorið nokkuð hringlaga. Bollurnar bakaðar í 20-25 mín. á 230°C hita. Bom- ar fram með smjöri. ískaka með jarðar- berjum og mintu 6-10 mintulauf 175 gsykur 175 g smjör 3 hrærð egg 17 5 g hveiti 1,2 1 jarðarbeijaís, mjúkur 600 ml ijómi 2 msk. mintulíkjör 350 gjarðarber Mintublöðin eru skorin niður og lögð í sykurinn yfir nótt, þannig kemst mintubragð í sykurinn sem er notaður í kökuna. Dag- inn eftir er sykurinn, mintan tekin úr, hrærður vel með smjör- inu og eggjunum, hveitinu er þá bætt út í. Sett í hringlaga form og bakað í 30-40 mín. á 190°C hita. Látin kólna og skorin þannig að úr verði tveir botnar. Hringform af sömu stærð er klætt að innan með plastfilmu. Neðri botninn settur ofan í formið og ísinn, sem á að vera vel mjúkur, er smurður ofan á botninn. Þá er efri botninum smellt ofan á og kakan fryst í 3- 4 klst. Rjóminn er þeyttur ásamt líkjörnum og smurður ofan á frosna kökuna. Kakan sett aftur í frost en tekin út um 15 mín. áður en hún er borin fram. Skreytt með berjum og mintu- laufum. Bf Frostlög Ef Þurrkublöð IH Ljósaperur EÖT Rafgeymi Ef Smurolíu © Rúðuvökva Vetrarvörur í úrvali á góðu verði. olis léffir þér lífið Rúðusköfur, rúðuvökvi, frostlögur, ísvari, lásaolía, hrímeyðir og siiikon. ir meðbórgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum Grafarvogshverfa. Hamra-, ’ í ■t Folda-, Húsa-, J Rima-, Borga-, ‘ Víkur- og Engjahverfi. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 23. mars íFjörgyn kl. 20.00. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. kynna áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Sýndar verða teikningar og myndir af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Mánudaginn 30. mars kl. 20.00 verður ungu fólki boðið til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sjá hverfafundi á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.