Dagur - 21.03.1998, Side 19

Dagur - 21.03.1998, Side 19
LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 21. MARS 199 8 - 35 Landogþjóð Ríkisstjórnin. Þó þingmenn og ráðherrar eigi sæti á Aiþingi fyrir einstök kjördæmi segir það oft ekki nema hálfa söguna um hvaðan aflandinu þeirséu. Hvaðan afland/nu er ráðherra Vestlend- inga, Ingibjörg Pálmadóttir, ráðherra Reykvíkinga, Finnur Ingólfsson, ráðherra Norðlendinga eystri, Halldór Blöndal og hvaðan aflandinu er móður- ætt Þorsteins Pálssonar, ráðherra Sunnlendinga? Fossinn frægi. Sjálfsagt hafa af fáum fossum iandsins verið teknarjafn margar myndir og einmitt afþessum fræga fossi, sem er á Suður- landi. Hver er hann og hvað segir þjóösagan að eigi að vera geymt í hylnum undir fossinum? Við píanóið. Sigfús Halldórsson tónskáld sem hér sést við píanóið hafði nánast einkarétt tón- skálda að semja lög við Ijóð eins af þjóðskáldun- um. Hvert varþað - og í hvaða kvikmynd var lagið Vegir liggja til allra átta, sem hann samdi við texta Indriða G. Þorsteinssonar? Boggan. Á þessari mynd sést hið merka skip ms. Akraborg, sem i áratugi hefur siglt milli Akraness og Reykjavíkur. Hvað heitir útgerðarfyrirtæki skipsins, hvaða annan áætlunarstað til viðbótar hafði skipið lengi og hvað heitir kappi sá sem lengst hefur - og allt fram á þennan dag - verið aðalskipstjóri Akraborgarinnar? Á elleftu stundu. Hér sjást þeir kumpánar Ingólfur Margeirsson og Árni Þórarinsson sem sjá um þáttinn Á elleftu stundu í sjónvarpinu. Hvaða dagblaði ritstýrði Ingólfur um skeið undir lok síð- asta áratugar og ævisögu hvaða kvikmyndaleik- stjóra ritaði Árni, bók sem kom út fyrir nokkrum árum? 1. Hvar á landinu er Dúfunesfellr1 2. Af hverju dró Möðruvallahreyfing Fram- sóknarflokksins, þar sem Olafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti Islands var í forsvari, nafn sitt? 3. Lambavatn, Stakkar, Gröf, Saurbær, Má- berg og Melanes. Hvar á Vestfjörðum eru þessir bæir?. 4. Hvar á landinu er Sóleyjarhöfði? 5. Hvað heita skáldsögurnar tvær sem Böðvar Guðmundsson hefur ritað um íslendigana sem fluttu til Nýja-íslands í Kanada? 6. Í annálum ársins 1918 standa Ijórir at- burðir uppúr, öðrum fremur. Hverjir eru þeir? 7. Hvítá í Arnessýslu er brúuð á þremur stöð- um. Hverjir eru þeir? 8.Spurt er um mann sem setti svip sinn á þjóðlífið um miðja þessa öld. Hann fann m.a. upp sauðfjárveikilyf sem hann kvaðst reyndar hafa reynt á sjálfum sér með ágæt- um árangi, fór í steypibað undir Selja- landsfossi og átti manna stærstan þátt í því að flytja jarðneskar leifar Jónasar Hall- grímssonar frá Danmörku og norður í land, þaðan sem ríkisstjómin flutti þær síðan suður á Þingvelli. Hver er maðurinn sem hér er spurt um? 9. Hvaðan er það fólk sem hér að aftan er nefnt: Sigrún Eva Armannsdóttir, söng- kona, Baldvin Tryggvason, fv. sparisjóðs- stjóri, Sævar Gunnarrson, formaður Sjó- mannasambands Islands, og Bjarni Gríms- son, fiskimálstjóri? 10. Hvað heitir sá bær í Vestur-Húnvatns- sýslu sem liggur næst Arnarvatnsheiði? Svör: [Bpjcjnjsny i j^qjEQy QI *í9JÍJsJeíO >II9J bqo8 b»dc) qIV 6 •issojbjy b uossjnjaj upfjnÉis •§ •diocjsBjeSnBq q;a ‘uin8unjsdnqsig i riQj b jo bjsqou §o efgucj ns §o ‘ssojqnQ qia ubqou juiuiBqs ‘uinSunjsdnqsig i QOjqjBnjg qia J3 Bjsæu ns ‘ijjDJ^EBuSunjsdn -qsig e sjjajBjg ubqjou jluuib>js jo uinjq Bjsjg •pjll Bp[BA[[nj 80 jsjbíjj QJEA pUBJSJ QB 1§UBJB BS JSIQBU J9qUI3S3p [ 8o Qiso§nj:jo\j'ec] ‘i[[3A pe suispuej iujoq-y\s b sqjpj pnjpunq !Q§B[ uios uinpnuBuijsnEq B upjiOA eqsuædg ‘uinjjofg b uinppjssuiuQ b Sps 9£ i jsoui pjs nuijsojji jeSocj ‘suisjb uinpnuBUJ njsxtíj b ippui uuigeqBjsojj njo jipjnqje Juofj jissdcJ *9 3jj suisjiq So BuuepuiA i[AqXj-j Bjjoq jnSospjeqs jæAj jbssocJ £ •QJUjBU uueq jnSajp iacJ jV ■•iBpuXsjji jnjnSBÍXajos §o iqia So isbj§ uu!pj§ J3 uujQjojq upjofsjojq jjpun UUj ‘JJJOJJBEUUBIUBJJOJ-J B JD QBcj ‘jBSJpfcJ B>pjBq -jn}snB b íQJpq BQ3 E§unqjQq jo jQjoqjBÍXojpg • • npXsjBpUBJJSBQJBg -jn^sny i puBSBQnsg qja njo Jiæq Jfssoc] Jijjy '£ ijXojnqy b suBjoqsBiuuojy jsnq ‘uinjjoAnjQOjy b npjoq JBUUUB§ugXojq UU9UISQ}[ uios jpunj jb 35!S ujeu pjp ujSujjXojqBjjBAnjQpjy •£ •JJBUIJBABÍS JIjX Qæq B UI 0£Z. J3 ^O ![[3ABJ0AJJ qja ubqjou luiuiBqsjp ‘jjojsSjoqoui J9 jjajsounjnQ • j 'ubuibs }5íos uossuubjocJ jujy uios ‘jBUOssSnej -uunj) sujbjjj b§bs jba qbc] 8o sujsQBjqnQXcj -jV uofjsju Qioqs uin jba uossjioSjej/Q jnj[o8u[ * •JSOUBJTJY p SUUBUI -sj8u{cjjB suoÍQnQ JiQQjq ‘uosspunuiQnQ jnpjBA -jocj quoa j8uo[ Jnjoq juunSSog 9 uofjsdpjs uo ‘soujeSjog 1 ddn Sjuuio Qjdjqs jpjSis jSuoq ’buj -SjoqBjqy jn jijoS uios *jq jnuiuSejjBqg jo QBcj * •lUujQpjs jb jb 6^/ juujpuXuiqiAq I UIBJJ jsjXj Uioq BJJB BJJJB [{J BföSjJ j}Soy\ Q!§Bq •jBuosspunuiQnQ jbsbuiqj^ Q9fj QIA §OJ efuios QE iac] b jjojBqmo jsbubu jQjBq uossj9p[jBjq snjSjg * •uinSpqs 1 pfq uios bsbjcJ su^suubui -suieupuBj jjnS 5uiXo§ os Jipun jbc] uinujXq 1 qb jiSos uBSBSQpfcj So ssojBSpqg jo }8æjj uuissog * •IQJIJBSJ BJJ JO JBUOSSJBg SUIOJSJOcj gæjnQ9j\j uinuBQjg í jjoas 1 jba uios ‘jnqpjjsjnqiABfqXog jo jBpuojg jppjJBj-j 80 jepjXjy 1 qiy\ 1 jnjsne ddn jsjp §0 jsippæj uossjjpSuj jnuujg ‘ijjoasjoajj b ujjBddn §0 ppaej jo jjgppBUijBg §jpfq{§uj * Ath: I Landi og þjóð um jiarliðna helgi var spurt hverjir hafi verið kaupfélagsstjórar KEA í gegnum tíðina. Þar vantaði nöfn þeirra þriggja fyrstu; jieir voru Hallgrímur Hallgrímsson, Friðrik Kristjánsson og sá þriðji Davíð Ketilsson. Þá kom Hallgrímur Kristinsson og síðan jieir sem á eftir honum voru réttilega nefndir í þættinum Jjann 7. mars. -SBS. Fluguveiðar að vetri (62) Nýi bækiingur „ Borgarveiðimannsins “ snertir græjukarlinn í hverjum fluguveiðimanni. Græjukarlar eru miklir í fluguveiðum. Þetta er eiginlega verra en jeppa- og ann- að ljórhjólasport. Alltaf að koma nýjar stangir. Ný og betri hjól. Línur. Tauma- efni. Og svo þessar auglýsingar um vesti sem maður getur ekki án verið, og svo allt sem þarf að vera í því. Það var því með nokkurri eftirvæntingu að ég reif upp umslag í vikunni: nýr bældingur frá gömlum kunn- ingjum í New York. Kunningjar er kannski full mikið. Góðir sölu- menn væri betra. Eg hitti á þessa búð einu sinni í NewYork og sæki hana alltaf heim þegar ég á leið um Stóra eplið. „Borgarveiðimað- urinn“ heitir hún á okkar ylhýra, „Urban Angler“ á þeirra eigin. Þetta er vinaleg búð uppi á 3. hæð £ húsi sem virðist vera byggt utan um álnavörugeymslur. Náungar sem afgreiða og hafa vit á hlutum, hundur sem heitir Sachs og er alveg rosalega stór, og svo hellingur af græjum sem maður freistast til að kaupa. Og flugum. En ekk- ert óskaplega stór búð, þeir segjast leggja meira upp úr gæðum en magni, og fáist varan hjá þeim sé það viðurkenningar- vottur af þeirra hálfu. Sem sagt: ekkert drasl. Eg hef aldrei veitt á flugu frá þeim. Alltaf gaman að fá bæklinginn þeirra og athuga hvað þeir telja merkilegast í græjum. Eg er reyndar ekki mikill græju- karl sjálfur. Eg á bara tvær stangir, og tvö hjól. Reyndar góðar stangir sem mér þyk- ir mjög vænt um, svo mjög að mig langar eiginlega ekkert í nýja stöng. Onnur er orðin eins og gamall hermaður, búin að landa þeim nokkrum, og mér finnst alveg sérlega gaman að nota hana þegar storm- urinn er í fangið. Hjólið við hana er klunnalegt járn. Hún er fyrir línu átta, hin er fyrir línu sex, nýlegri, en hefur sýnt alveg einstaka hæfileika til að láta mér þykja vænt um sig. Eg er með Iétt grafíthjól á henni. I fluguveiðinni gildir lögmálið: Iéttara er betra. Aristókratískara. Því fíngerðari sem stöngin er, og léttari línan, því erfið- ara verður að landa fiskum með henni. Og eins og innvígðir vita eru línur og stangir merktar saman með númerum, því lægra númer því léttari búnaður og fínni. Upp á síðkastið hef ég verið að velta því fyrir mér að fá mér stöng fyrir mjög létta línu. Var kominn á fremsta hlunn með að fá mér „fjarka" í fyrra (#4). Meistari minn tekur jafnvel laxa á slíka stöng. Þelcki nokkra sem eiga svona léttar stangir fyrir fínar línur. Maður er eigin- lega komin í „léttfluguveiði" með svona stangir. Ekki held ég að maður þori að fara niður í #3 eða #2 fyrir íslenskar að- stæður. Og þó, þeir eru til sem frílista sig á bökkum með svona stangir. Úti í Amer- íku byrja menn yfirleitt með línu #5, og færa sig niður; hér í rokrassgatinu myndi ég ekki ráðleggja byrjanda að fara niður fyrir #8. Þá er maður líka til í alit. Ofurléttvigt Allar þessar vangaveltur spunnust í fram- haldi af bæklingnum frá Borgarveiði- Græju karlar manninum. Þeir eru að kynna nýjar stangir númer núll! Sage er komið með stangir sem sprengja sem sagt skalann niður á við. Þessar stangir eru til muna fínlegri en fyrri stangir, og þeim fylgir of- urlétt hjól, með sérstakri línu sem hæfir svo fínum búnaði. Þeir fullyrða að maður veiði fiska á þetta. Þessar ofurléttu stang- ir eru fyrir „ultra small streams“ sem við héma á túndrunni myndum kalla læki. I þeim eru fiskar sem við myndum ekki ferðast fyrir, 6-8 þumlunga silungar, en þykja mikið sport á austurströnd Banda- ríkjanna. Svona fiskar ná ekki að beygja stangir okkar. Hvorki í bókstaflegum né óeiginlegum skilningi. Þessar ofurléttu stangir eru auðvitað áhugaverðar fyrir hin kyrru íslensku vor- kvöld, heiðavötnin og árnar mjóu sem lið- ast milli grasbakka. Ofurléttstöng frá Sage #0 er hins vegar ekki gef- in. Stöng, með Iínu og hjóli kostar rúmar 60 þúsund krónur. Lífstíð- areign. Takmörkuð not, en von um ógleymanlegar stundir. Vöðlur Hér á landi eru nokkrir búnir að koma sér upp gore-tex vöðlum, úr næfurþunnu efni sem andar. Yðar einlægur er einn af þeim. Þetta er bylting í fluguveiðum og „metsöluvara“ á veiðimarkaðnum á síðasta ári. I Banda- ríkjunum fást gæðavöðlur af þessum toga á ca. 25 þúsund, hér nálgast þær 40 þús- und! Þetta eru vöðlur fyrir heita sumar- daga og miklar göngur, þegar neoprenið sýður mann í eigin svita. Miklir peningar eru í húfi, en þetta er þægindabylting á heimsmælikvarða. Bambusstaugir Nú erum við komnir í ævintýralandið. Eg sé í bókalista Borgarveiðimannsins að þeir eru með á lager nokkrar bækur eftir John Gierach, sem er einn alvinsælasti rithöfundur fluguveiðimanna þessi árin. (Sex, death, and flyfishing; Trout bum; Even brook trout gets the blues). I þeirri síðastnefndu segir Gierach skemmtilega frá bambusstangahátíð sem hann og fé- lagar héldu. Handsmíðuð bambusstöng er lokadraumur fluguveiðimannsins. Fyr- ir utan aðra handsmíðaða bambusstöng. Þeir safna þessu eins og breska krúnan demöntum þarna í Ameríku, og borga of fjár fyrir. Nú sé ég að Borgarveiðimaður- inn er að kynna (áritaða, fyrir þá sem koma til New York á næstum dögum) nýja bók eftir kappann, Fishing bamboo. Eg þykist vita um hvað hún er. Kaninn er vitlaus f þessar stangir sem ég spái að séu að verða ein helsta tískubylgjan í flugu- veiðum þessi árin. Og hvað kostar svo dýrðin? Handsmíðuð stöng, tvískipt, með tveimur mismunandi stífum toppum og silfur hjólsæti kostar 150 þúsund kall. Menn eyða öðru eins í vitleysu. Alveg eins gott að fá sér þá þrískipta stöng með tveimur mismunandi toppum á 190 þús- und. Fínast er auðvitað antík. „The sky is the limit" segir Kaninn um verðið á þeim. Eins og kerlingin sagði: Það eru engin takmörk. Ekki þegar ánægja er annars vegar. Slóðin hjá Borgarveiðimanninum er www.urban-angler.com, fyrir þá sem nenna. Fjöldi þátttakenda á fluguhnýtinganámskeið- inu á Akureyri (Einar Long, Byggingavöru- deild KEA) var talsverður, tvö námskeið fyllt- ust. Syðra er Kolbeinn Grímsson að kenna fram á vor. Aldrei of seint að byija.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.