Dagur - 28.03.1998, Qupperneq 4

Dagur - 28.03.1998, Qupperneq 4
4-LAUGARDAGVR 28. MARS 1998 Tkyptr FRÉTTIR Forystan sogð óvirða flokksmenn Deilur lun þríhöfða- fnunvörpm svoköll- uðu settu mark sitt á sj ávarútvegsráðstefnu Framsóknarfiokksins í gær og sakaði einn fundarmanna foryst- una um að óvirða llokksineim. Forysta Framsóknarflokksins var harðlega gagnrýnd fyrir að óvirða flokksmenn á ráðstefnu um sjáv- arútveg sem haldin var í gær, á sama tíma og Alþingi ræddi þrí- höfðafrumvörpin og bann við verkfalli sjómanna. Ráðstefnan var ákveðin fyrir löngu og til- gangur hennar var einkum að ræða stefnu Framsóknarflokks- ins í sjávarútvegsmálum. G. Valdimar Valdemarsson sagðist hafa átt von á að ráðstefnan yrði haldin í ársbyrjun, einsog mið- stjórn hefði samþykkt. Hann sagðist ekki vita hvort tímasetn- ingin væri ldúður eða hvort flokksforystan hefði vísvitandi haldið ráðstefnuna svona seint af því að hún hefði gert ráð fyrir að þá væri örugglega búið að af- greiða þríhöfðafrumvörpin á þingi. „Eg skil þennan gjörning þan- nig að umhverfi útvegsmanna og Óvirðing við flokksmenn að samþykkja lög frá Alþingi sem binda hendur st/ómvalda i sjávarútvegsmálum I langan tima og mæta siðan samdægurs og spytja ráða um stefnumörkun? mynd: hilmar sjómanna verði ekki breytt með lögum án þess að numin verði úr gildi lagaákvæðin sem banna verkfall. Við erum hér stödd á ráðstefnu til að ræða málaflokk sem ekki má hrófla við næstu tvö árin. Ég tel það óvirðingu við flokksmenn að samþykkja lög frá Alþingi sem binda hendur stjórn- valda í sjávarútvegsmálum í lang- an tíma og mæta síðan samdæg- urs og spyrja okkur ráða um stefnumörkun og framtíð sjávar- útvegs,“ sagði G. Valdimar Valde- marsson. Ekkert samkomulag Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins segir ekkert samkomulag hafa verið gert um að hrófla ekki við sjávarútvegs- málunum næstu 2 árin. „Það get- ur enginn bundið hendur Alþing- is. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að Alþingi breyti þessum Iögum ef meirihluti er fyrir því. Hins vegar er ég þeirrar skoðun- ar að það sé ekki æskilegt að vera alltaf að hringla í þessu. Það er nauðsynlegt núna að það skapist svigrúm og komist reynsla á breytingar sem nú er verið að gera.“ -VJ Björn Bjamason: Prentun og pappir fyrir 6 krónur á hvem bækling. Getur nokkur boðið betur, spyr hann. Á það reyndi ekki. Ekki hagsmuna- árekstrar Björn Bjarnason menntamála- ráðherra segir að um engan hagsmunaárekstur hafi verið að ræða þegar menntamálaráðu- neytið fékk prentsmiðju Morg- unblaðsins (Arvakur) útboðs- Iaust til að prenta bæklinginn „Enn betri skóli“, en Björn er hluthafi í Arvakri. „Ég hef ekki litið svo á að um hagsmunaárekstur sé að ræða ef prentsmiðja Morgunblaðsins prentar fyrir ráðuneytið, ef það auglýsir í Morgunblaðinu eða er áskrifandi að því. Ég tók ekki ákvörðun um þetta, heldur ís- lenska auglýsingastofan og mér sýnist að ráðuneytinu hafi þarna verið boðið upp á mjög góð við- skipti," segir Björn. Ráðherra undirstrikar að það sé ekki skylda að leita tilboða vegna ódýrra verka. Þórir Hrafnsson hjá íslensku auglýsingastofunni lagði áherslu á að alger sérkjör hefðu boðist hjá prentsmiðju Morgunblaðs- ins. „Þeir leituðu til okkar, ef einhver mistök hafa átt sér stað varðandi útboð þá liggja þau hjá okkur.“ - FÞG UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðarframkvæmdir við Ásmundarsafn. Helstu magntölur: Hellulagnir: 300 m3 Gróðurbeð: 700 m2 Fylling: 500 m3 Gröftur: 500 m3 Utboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun til- boða: þriðjudaginn 21. apríl 1998 kl. 14.00 á sama stað. bgd 30/8 F.h. Gatnamáiastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: Fóðrun holræsa í Reykjavík 1998-1999. Helstu magntölur eru: Árið 1998 fóðruð lengd 1.930 m Árið 1999 fóðruð lengd 1.400 m Verkinu skal að fullu lokið 1. september 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatryggingu.Opnun til- boða: fimmtudaginn 16. apríl 1998, kl. 11.00 á sama stað. gat 31/8 F.h. Gatnamáiastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: Gangstéttir viðgerðir 1998, hluti A. Helstu magntölur eru: Steyptar stéttar: 7.100 m2 Hellulagðar stéttar: 3.375 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1. október 1998. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjudeginum 31. mars nk. gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 16. apríl 1998, kl. 14.00 á sama stað gat 32/8 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: Fræsun slitlaga í Reykjavík 1998-1999. Helstu magntölur eru: Fræstur flötur: 180.000 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1. september 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá miðvikudeginum 1. apríl nk. gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 11.00. gat 33/8 INNKA UPASTOFNUN REYKJA VÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 J Sénuræði fyrir ungt afbrotáfólk Alþingi ræðir vistun ungra afbrotamanna að beiðni Margrétar Frímannsdóttur. Hún viU sérstök úrræði við vistun og meðferð og viU að foreldrar ungra fíkla fái umönnunar- bætur. „Vímuefnaneysla ungs fólks hef- ur farið mjög vaxandi og um leið hefur afbrotum af hálfu ungs fólks fjölgað. Við höfum mörg dæmi um 16 til 18 ára ungmenni með langan afbrotaferil að baki þegar dómur loksins fellur og augljóst að það þarf að taka fyrr á slíkum vandamálum. Því miður skortir úrræðin tilfinnanlega, bæði varðandi vistun og með- ferð,“ segir Margrét Frímanns- dóttir þingmaður, sem hefur beð- ið um utandagskrárumræður á Alþingi á mánudag um vistun ungra afbrotamanna með tilliti til fíkniefnaneyslu. Margrét beinir málinu til Þor- steíns Pálssonar dómsmálaráð- herra og Páls Péturssonar félags- málaráðherra. Hún segir að full þörf sé á því að taka upp fjöl- breytt meðferðarúrræði og ótækt að blanda óhörnuðum ungmenn- um með eldri föngum. „Þjóðfé- lagið þarf að taka fyrr á vanda- málum ungra afbrotamanna og það á ekki að líðast að þeir geti safnað upp íjölda afbrota áður en fyrsti dómur fellur. Um leið þarf að bjóða upp á meðferð og end- urhæfingu þegar unglingurinn dvelur í vistun. Það þarf þannig að taka á málefnum ungs af- brotafólks sérstaklega og þá að- greint eftir aldri; unglingar undir 15 ára eða sakhæfisaldri, 15 til 18 ára ungmenni og ungt fólk frá 18 ára allt að 25 ára. Maður horfir upp á það að á Litla Hrauni eru mjög ungir drengir sem hafa verið í eiturlyfjum og þar eiga þeir ekki heima að mínu viti. Við þurfum að taka á þess- um málum öðruvísi en nú er gert,“ segir Margrét. Þá gerir Margrét það að tillögu sinni að foreldrar ungra fíkla öðlist rétt til umönnunarbóta þegar tekið er á málum barna þeirra, rétt eins og gildir með for- eldra barna með langvarandi veikindi eða fötlun. - fþg

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.