Dagur - 28.03.1998, Side 8
8- LAUGARDAGUR 28. MARS 1998
ro^ir
LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 - 9
Leikskólakennarar óskast
Leikskólakennarar óskast á leikskólann Krummakot í
Eyjafjarðarsveit frá og með 1. maí 1998.
Krummakot er staðsett við Hrafnagilsskóla í 12 km fjarlægð
frá Akureyri. í haust er áætlað að flytja Krummakot í nýtt
og stærra húsnæði. Vilt þú taka þátt í að byggja upp
nýjan leikskóla?
Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. og skal umsóknum
skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar Syðra-Laugalandi,
601 Akureyri.
Upplýsingar veitir Anna Gunnbjörnsdóttir leikskólastjóri í
vinnusíma 463 1231 og heimasíma 463 1160.
Sveitarstjórinn í Eyjafjarðarsveit
Volkswagen Bjalla árgerð I9J2,
með stillanlegum sætum og vönduðu útvarpstæki.
Lestu blaðið ogtaktuþdtt íleiknum!
550 OOOO
KmS Þú greiðir ekkert umfram venjulegt símtal
Nöfn vinningshafa þessarar viku
birtast í blaðinu næstkorrfandi
FRÉTTASKÝRING
L
Frá Akureyrarhöfn í gær þar sem verðir höfðu fyllstu gát á ferðum hugsanlegra verkfallsbrjóta. - mynd: bös
Log á útgerðina
GtJÐMUNDUR
RUNAR
HEIÐARS-
SON
SKRIFAR
Útgerðarmenu kvarta
tmdaii ákvörðimum
ríkisstjómariimar:
Kvótaþing slítur á við-
skiptatengsl. Úrelt
hlutaskiptakerfi eykur
kostnað útgerða við
fækkun í áhöfn. Verð-
lagslögga með álika
vald og skatturinn.
„Kvótaþingið slítur á öll viðskipta-
tengsl á milli óskyldra aðila og
mun hafa miklar breytingar í för
með sér. Það mun m.a. bitna á at-
vinnuöryggi fiskverkafólks. Það er
vegna þess að fyrirtæki sem eru
með verkun og hafa haft aðgang
að einhvetjum kvóta, geta ekki
aukið hann með beinum samn-
ingum við aðra. Þess í stað verða
þau að kaupa fisk á markaði," seg-
ir Eiríkur Olafsson útgerðarstjóri
Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og
formaður Utvegsmannafélags
Austurlands. Hann segir að með
því muni viðskiptasambönd
manna á milli með leigukvóta fara
eftirleiðis á opinberan uppboðs-
markað í stað milliliðalausra við-
skipta manna á milli. Það mun
síðan gera Iitlum útgerðum og
einyrkjum í útgerð miklu erfiðara
fyrir en áður til að drýgja sínar
aflaheimildir. I því sambandi
bendir hann m.a. á að viðskipti
með tonn á móti tonni á milli
óskyldra aðila verði úr sögunni, ef
frumvarpið verður óbreytt að lög-
um. Þess í stað verða menn að
kaupa sér kvóta á uppboðsmark-
aði í stað þess að gera beina
samninga við stærri fyrirtæki.
Hann telur að þessi umskipti
muni minnka þá hagkvæmni og
það frelsi sem verið hefur í sjávar-
útvegi til að færa kvóta á milli
skipa. Jafnframt mun nýting skipa
minnka og sömuleiðis arðsemin.
Tjaldlð fellur
Utvegsmenn fullyrða að þessi við-
skipti séu fyrir opnum tjöldum í
óbreyttu kerfi. Með kvótaþinginu
mun það hverfa. Þá veit seljandi
ekki hver kaupir og kaupandi ekki
hver selur. A móti telja sjómenn
að með kvótaþingi verði komið í
veg fyrir brask útgerða um kvóta.
Þá verða öll verð upp á borðum í
stað skúffusamninga á milli
manna. Síðast en ekki síst er það
mat Þjóðhagsstofnunar að kvóta-
þingið muni verða þjóðhagslega
hagkvæmt.
Um þessi tonn á móti tonni við-
Kvótaþingið slítur
á öll viðskiptatengsl á
milli óskyldra aðila
og mun hitna á at-
vinnuöryggi fisk-
verkafólks.
skipti má taka gróft dæmi. Utgerð
sem á t.d. 100 tonna þorskkvóta
semur við stórt kvótafyrirtæki að
veiða þorsk fyrir það gegn því að
það kemur með 100 tonn á móti.
Fyrir vikið getur skipið veitt 200
tonn af þorski. I slíkum viðskipt-
um er einatt samið um fast verð.
Það er oft og tíðum mun lægra en
markaðsverð. Hafi stóra fyrirtæk-
ið ekki not fyrir aflann er hann
t.d. seldur á markaði og það fær
Það er húið að vera að
reyna að fá það í samn-
inga í laiigaii tíma að
launakostnaður hækki
ekki við fækkun í
áhöfn. Stjómvöld
grípa alltaf inní fyrir
sjómenn.
mismuninn á markaðsverðinu og
fasta verðinu. Þetta fasta verð er
síðan notað sem grundvöllur fyrir
skiptum við áhöfnina.
Fækltun í áhöfn
„Það er búið að vera að reyna að
fá það í samninga í langan tíma að
launakostnaður hækki ekki við
fækkun í áhöfn. Stjórnvöld grípa
alltaf inní fyrir sjómenn og setja
lög á útgerðina," segir Eiríkur
Ólafsson.
Hann segir hlutaskiptareglurn-
ar gera það að verkum að launa-
kostnaður útgerða hefur ekki
lækkað við fækkun í áhöfn, þ.e.
hásetum en ekki yfirmönnum.
Sem dæmi má nefna skip með 10
manna áhöfn þar sem skiptahlut-
urinn er t.d. ein milljón. Þá verð-
ur deilitalan alltaf að vera sú sama
og fjöldi áhafnarmeðlima. I þessu
tilfelli er hver hásetahlutur 100
þúsund. Aukahlutirnir eru jafnhá-
ir því þeir eru margfeldistalan af
hásetahlutunum. I þessu dæmi er
skipstjóri með einn aukahlut og
yfirvélstjóri og stýrimaður með
sitt hvorn hálfan hlutinn. Síðan
eru kokkur, annar stýrimaður,
bátsmaður og fyrsti vélstjóri hyer
með sinn kvarthlut. Samtals þrír
aukahlutir. Það gera um 300 þús-
und krónur og skiptahluturinn
kominn í 1,3 milljónir króna.
Síðan er ákveðið að fækka í
áhöfn þessa skips um fimm manns
og skiptahlutinn sá sami eða ein
milljón og deilitalan fimm. Þá
verður hásetahluturinn 200 þús-
und sömuleiðis aukahlutirnir.
Með því fækka úr tíu mönnum í
fimm hækka launagreiðslurnar úr
sama arflaverðmæti úr 1,3 millj-
ónum í 1,6 milljónir króna.
Eiríkur Ólafsson segir að út-
gerðarmenn muni aldrei geta sætt
sig við þetta. Hann segir að ef ekki
er hægt að fá breytingar á þessu,
þá sé hlutaskiptakerfið úrelt.
Hann segir að menn hafi ekki
hugsað það til enda í sjálfu sér
hvaða launakerfi geti komið í stað-
inn. Það sé hinsvegar auðvelt að
breyta þessu kerfi en það hefur
ekki náð fram að ganga í viðræð-
um við sjómenn.
Veiðiskylda
Eiríkur segir að aukin veiðiskylda
eins og hún var sett fram sé stór-
Ákvæðið 11111 aúkna
veiðiskyldu tekur ekki
á meintum útgerðar-
mönnum sem „sitja á
simdlaugarbakka í
Flórida“ og eru að
leigja kvóta.
hættuleg. Máli sínu til stuðnings
bendir hann t.d. á loðnubát sem
veiðir 70% - 80% af sínum afla-
heimildum á vetrarvertíð og er
kannski frá veiðum í sex mánuði
vegna bilunar. Ef þessi loðnubátur
bilar í upphafi loðnuvertíðar og er
ekki búinn að veiða 50% af úthlut-
uðum aflaheimildum, þá missir
hann veiðileyfið í þijú ár. Því til
viðbótar missir hann alfarið alla
sína aflahlutdeild. Við það mundi
öll áhöfnin missa vinnuna og lána-
drottnar tapa nær öllu sínu ef
erfitt reynist að selja skipið úr
landi.
Formaður Utvegsmannafélags
Austurlands segir að ákvæðið um
aukna veiðiskyldu taki ekki á
meintum útgerðarmönnum sem
„sitja á sundlaugarbakka í Flórida"
og eru að leigja kvóta. I því sam-
bandi bendir á að í landinu eru
300 kvótalausir bátar sem menn
geta keypt ódýrt og haldið áfram
að flytja kvóta á milli. Þess í stað
væri nær að takmarka framsal
aflaheimilda til að koma í veg fyr-
ir að menn geti leikið þennan
meinta Ieik. Það mun án efa Ieiða
til meiri hvata fyrir menn að nýta
úthlutaðar veiðiheimildir sem
mest. í staðinn hefðu menn búið
til svipu á útvegsmenn.
Verðlagslögga
„Við gerum okkur grein fyrir því að
þessi stofnun mun hafa rosalega
mikið vald, eða nánast eins og
skatturinn,“ segir Eiríkur Ólafsson
um verðlagsstofu skiptaverðs.
Hann segir að flestir útvegs-
menn hafi ekkert að fela í sam-
skiptum sínum við sjómenn. Hins-
vegar er viðbúið að þessi stofnun
muni kosta nokkurt fé. Hún sé
hinsvegar sett á laggirnar út af illri
nauðsyn og vegna verka nokkurra
örfárra innan raða útvegsmanna.
Þarna sé á ferðinni nokkursskonar
verðlagslögga sem á að fylgjast
með fiskverði og stuðla að réttu og
eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjó-
manna.
TILKYNNING
FRÁ FÉLAGSMÁLARÁÐU N EYTIN U:
ALMENNAR
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
MUNU FARA FRAM 23. MAÍ1998
sbr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.
* Kosið er almennt bundinni hlutfallskosningu.
Óbundin kosning fer fram ef enginn framboðslisti berst fyrir
lok framboðsfrests.
* Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 28. mars 1998.
* Sveitarstjórnarmaður sem skorast vill undan endurkjöri við
óbundnar kosningar skal tilkynna yfirkjörstjórn þá ákvörðun
sína fyrir kl. 12 á hádegi 2. maí 1998.
* Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi 2. maí 1998.
* Framlengdur framboðsfrestur ef aðeins kemur fram einn listi
rennur út kl. 12 á hádegi 4. maí 1998.
* Yfirkjörstjórn auglýsir framboðslista þegar eftir að listar hafa
verið úrskurðaðir gildir og merktir.
* Sveitarstjórn skal semja og staðfesta kjörskrá á grundvelli
kjörskrárstofns sem Hagstofa íslands (þjóðskrá) lætur í té.
* Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla skilyrði um kosningarrétt
og skráðir voru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá
þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. 2. maí 1998.
* Oddviti sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóri hennar
undirritar kjörskrá.
* Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en 13. maí 1998 og skal
framlagning hennar auglýst fyrir þann tíma.
* Kjörskrá skal liggja frammi til kjördags.
* Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár er fram að
kjördegi og er sveitarstjórn heimilt að gera breytingar á
kjörskránni fram á kjördag.
* Sveitarstjórn skal tilkynna þeim er málið varðar um breytingar á
kjörskrá strax og slík ákvörðun liggur fyrir.
* Sveitarstjórn skal afhenda oddvita yfirkjörstjórnar eintak af kjörskrá
þegar hún hefur verið endanlega undirrituð.
* Yfirkjörstjórn auglýsir hvar kjörstaðir eru, hvenær kjörfundur hefst
og hvenær honum lýkur.
* Kjörfundur getur hafist á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi
og skal slíta eigi síðar en kl. 22 á kjördag.
* Yfirkjörstjórn auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með
nægum fyrirvara á undan kosningum.
* Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi.
* Við lok talningar skal tilkynna úrslit kosninga og skal sérstaklega
getið hve margir atkvæðaseðlar eru auðir og hve margir ógildir.
* Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni
innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga.
Félagsmálaráðuneytið, 12. mars 1998.