Dagur - 28.03.1998, Síða 10
10- LAUGARDAGUR 28. MARS 1998
rD^ftr
Kjötiðnaðarstöð KEA óskar að ráða starfsmenn
í kjötskurð sem allra fyrst. Óskað er eftir duglegum,
jákvæðum og reglusömum einstaklingum til
framtíðarstarfa.
Sóst er eftir reyklausum einstaklingum eldri en 20 ára.
Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri
í síma 463 0360 eða á staðnum.
Hjá kjötiðnaði KEA, sem er hluti KEA samstæðunnar, starfa um 90 manns.
Um er að ræða eina af stærstu kjötvinnslum landsins ásamt
stórgripa- og sauðfjársláturhúsi.
RANNÍS
Rannsóknarráð íslands
Vísindastyrkir Atlantshafsbandalagsins
Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja vís-
indamenn til rannsókna eða námsdvalar við erlendar vísindastofnan-
ir í aðildarríkjum bandalagsins og samstarfsríkjum þess í Mið- og
Austur-Evrópu. Ennfremur er lagt fé af mörkum til að styrkja vísinda-
menn frá samstarfsríkjum (Cooperation Partner Countries) í Mið- og
Austur-Evrópu til stuttrar dvalar við rannsóknarstofnun á íslandi.
Umsóknarfrestur er 1. maí nk. Nánari upplýsingar um styrki þessa
og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu RANNlS
http://www.rannis.is og á skrifstofu Rannsóknarráðs (slands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Sími 562 1320, fax 552 9814.
AKUREYRARBÆR
Atvinnuveitendur
Akureyri
Okkur vantar fleiri réttindakennara til starfa við grunnskóla Akureyr-
ar. Oft getur skipt sköpum við ráðningu að maki fái einnig vinnu á
staðnum.
Ef þið hafið möguleika og vilja til þess að aðstoða okkur við slíka
atvinnuleit, þá vinsamlegast hafið samband við skólaskrifstofu
Akureyrar, Glerárgötu 26, í síma 460 1450 eða með símbréfi
460-1460.
Skólanefnd Akureyrar
RANNÍS
Rannsóknarráð íslands
Hlutverk rannsóknanámssjóðs er að veita styrki til rannsókna-
tengds framhaldsnáms á grundvelli reglna sem menntamálaráð-
herra setur. Sjóðurinn veitir efnilegum stúdentum sem lokið hafa til-
skildu grunnnámi í háskóla styrki til meistara- eða doktorsnáms.
Sjóðurinn veitir eftirtalda styrki: ,
Almenna rannsóknanámsstyrki
umsóknarfrestur 1. apríl nk.
FS (fyrirtækja- og stofnana) námsstyrkir
næsti umsóknarfrestur er 15. apríl nk.
Nánari upplýsingar um styrki úr Rannsóknanámssjóði og umsókn-
areyðublöð er að finna á heimasíðu RANNÍS http://www.rann-
is.is og á skrifstofu Rannsóknarráðs (slands, Laugavegi 13, 101
Reykjavík. Sími 562 1320, fax 552 9814.
ÞJÓÐMÁL
í annars ágætu viðtali, Dags, við Svavar Gestsson, sem m.a. hefur hreyft við tilfinningalífi greinarhöfundar Reykjavíkurbréfs
Moggans, hefur Koibrún Bergþórsdóttir uppi rakalausar fullyrðingar um að Framsóknarflokkurinn sé skoðanalaus linkuflokkur
sem engin þörfsé fyrir í íslenskum stjórnmálum.
PóUtískt einelti
í viðtali við Svavar Gestsson um
síðustu helgi hefur blaðamaður
Dags uppi órökstuddar fullyrð-
ingar og sleggjudóma um linkind
og skoðanleysi Framsóknar-
flokksins auk þess sem hún dreg-
ur í efa tilverurétt flokksins.
Einu má gilda hvaða skoðun
Kolbrún Bergþórsdóttir hefur á
Framsóknarflokknum, hitt er
öllu alvarlegra ef hún með of-
stæki sínu er að kynna ritstjórn-
arstefnu Dags.
Sögulegur fróðleikur
Þrátt fyrir að Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur séu pólitískir
hálfbræður í sögulegum skiln-
ingi ákvað Jón Baldvin Hanni-
balsson þáverandi formaður AI-
þýðuflokksins að gera Framsókn-
arflokkinn að sínum höfuðóvini.
Hann yfirfærði hugtök eins og
afturhald, stöðnun, klíkuskap,
skoðanaleysi og hentistefnu af
Sjálfstæðisflokknum yfir á Fram-
sóknarflokkinn og kallaði það
hinu einfalda orði, framsóknar-
mennsku. Enginn stjórnmála-
leiðtogi utan Sjálfstæðisflokksins
hefur gert þeim flokki annan
eins greiða og Jón Baldvin gerði
með framsóknarofstækinu. Und-
ir þessum dylgjum hefur forysta
Vísbending
Lestu bladið og taktu þatt i leiknum!
550 oooo
Þú greiðir ekkert umfram venjulegt símtal
Framsóknarflokksins setið sfðan,
án þess að hafa mikið gert til
þess bera hönd fyrir höfuð sér.
Eftir því sem tíminn líður þá
virðist þetta ofstæki gegn Fram-
sóknarflokknum heldur vera að
færast í aukana og má í raun
Iíkja því við einelti í pólitískum
skilningi. Oft á tíðum hafa árás-
irnar ekki verið svaraverðar en
þegar blaðamenn á ritstjórn
Dags koma fram sem fulltrúar
blaðsins og ausa úr sér ofstækis-
fullum fullyrðingum varðandi
Framsóknarflokkinn þá er
mælirinn einfaldlega fullur.
Lýst eftir ritstjómarstefiiu
I annars ágætu viðtali, Dags, við
Svavar Gestsson, sem m.a. hefur
hreyft við tilfinningalífi greinar-
Er það skoðun
ritstjórnar Dags að
Framsóknarflokkiir-
iuu sé pólitískur
liukuflokkur sem eigi
sér ekki tilverurétt í
ísleuskum
stjómmálum?
höfundar Reykjavíkurbréfs
Moggans, hefur Kolbrún Berg-
þórsdóttir uppi rakalausar full-
yrðingar um að Framsóknar-
flokkurinn sé skoðanalaus linku-
flokkur sem engin þörf sé fyrir í
íslenskum stjórnmálum. Þessi
skoðun Kolbrúnar kemur fram í
spurningu hennar og meira að
segja hinn sjóaði Svavar verður
hálf klumsa ef marka má svar
hans. Að sjálfsögðu er Kolbrún í
fullum rétti með að hafa sínar
skoðanir á málunum en í hvers
nafni og hvaða leyfi hefur hún til
að ata Framsóknarflokkinn auri í
viðtali þar sem hún kemur fram
sem blaðamaður Dags? Er það
skoðun ritstjórnar Dags að
Framsóknarflokkurinn sé pólit-
ískur linkuflokkur sem eigi sér
ekki tilverurétt í íslenskum
stjórnmálum? Eg lít svo á að Kol-
brún komi fram í þessu viðtali
við Svavar Gestsson sem blaða-
maður Dags, allt annað væri ef
hún væri að skrifa grein í blaðið
þar sem hún skrifar á eigin
ábyrgð. Eg óska eftir því að rit-
stjórnin geri grein fyrir málinu.
Til Kolbrúnar
Við Kolbrúnu Bergþórsdóttur vil
ég segja: Framsóknarflokkurinn
er ekki skoðanalaus Iinkuflokkur
sem á sér ekki tilverurétt. Hann
er flokkur sátta, málamiðlunar
og vilja til að leysa verkefni Iíð-
andi stundar, en það eru gildi
sem forystumenn annara flokka
mættu tileinka sér í ríkari mæli
en þeir hafa gert fram að þessu.
Framsóknarflokkurinn er sá
flokkur sem vinstri menn vilja
vinna með, þótt að þú sjálf hafir
ekki áttað þig á þvi. Framsóknar-
flokkurinn er einn þeirra flokka
sem standa að Reykjavíkurlistan-
um og er mikilvægur hlekkur í
því samstarfi og ef þú hefur
rænu á að kynna þér málið, þá
kemstu fljótt að því að fulltrúar
Framsóknarflokkins eru ekki
skoðanalaust linkulið eins og þú
gefur í skyn með skrifum þínum.
Athugasemd ritstjóra
Ritstjórnarstefna Dags birtist i
forystugreinum blaðsins.
Ritst.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma
SIGRÚN L. PÉTURSDÓTTIR
Stóragerði 17, Reykjavík
(áður Helgamagrastræti 5, Akureyri),
lóst á Landspítalanum aðfaranótt föstudagsins 27. mars.
Unnur Agnarsdóttir, Óskar H. Gunnarsson,
Gunnhildur Óskarsdóttir, Agnar Óskarsson.