Dagur - 01.04.1998, Qupperneq 1
Gríðarleg vakning hef-
urverið meðalforeldra
vegna áfengis- og
tóhaksnotkunar hama
og vaxandi eiturlyjja-
neyslu unglinga.
Hrundið hefur verið af stað átaki
til að virkja foreldra í baráttunni,
Effin þrjú — Framtak foreldra
gegn fíktiiefnum.
„Það er auðvelt að sofna á
verðinum, sérstaklega þegar við
vitum ekki hversu sterk öfl eru að
reyna að ná til barnanna okkar.
Þau eru sterkari en nokkru sinni
fyrr. Þetta eru eitilhörð öfl sem
eru að markaðssetja fíkniefni og
ýmislegt annað. Ef við fáum ekki
sem flesta foreldra til að koma
með í þetta starf eru meiri líkur á
því að eiturlyljaskrattinn skaði
einhvcrn," segir Unnur Halldórs-
dóttir, framkvæmdastjóri for-
eldrasamtakanna Heimili og
skóli.
Er á borð við náttúru-
hamfarir
Gríðarleg vinna hefur átt sér stað
síðustu misseri og vakning orðið
meðal foreldra, sérstaklega í
framhaldi af ráðstefnu í haust,
Frá foreldrum til foreldra, þar
sem bandarísk kona kynnti for-
eldrasamtök sem komið var af
stað í framhaldi af atburðum
tengdum eiturlyljum í Bandaríkj-
unum fyrir nokkrum árum. Eftir
ráðstefnuna hér var ákveðið að
láta þar ekki staðar numið heldur
reyna að virkja foreldra í frekara
starf. Foreldrar eru nú meðal
annars farnir að vinna skipulega
að forvarnarstarfi, ekki síst í
tengslum og samvinnu við Island
án eiturlyfja 2002, á vegum
Reykjavíkurborgar, rfkisstjórnar-
innar og ECAD, European Cities
Against Drugs.
Foreldrar i baráttunni. Auður Rafnsdóttir, Unnur Halldórsdóttir og Elín Eiríksdóttir tilbúnar að bretta upp ermar ásamt fjölmörgum öðrum og taka til hendinni. mynd: e.ól.
Foreldrarnir hafa aðsetur hjá
Heimili og skóla og Vímulausri
æsku og þar hittast hóparnir,
meðal annars hópur um sam-
ræmdu prófin og hópur um
áfengis- og tóbakssölu. Unnur
Halldórsdóttir, er í kynningarhóp
3F ásamt Auði Rafnsdóttur og
Elínu Eirfksdóttur og fleirum.
Unnur vitnar í orð Guðjóns Pet-
ersens, bæjarstjóra í Snæfellsbæ,
sem sagði nýlega að það mætti
líkja eiturlyfjaógninni við nátt-
úruhamfarir, slík væri hættan
sem steðjaði af fíkniefnunum.
Það ætti sér stað jarðskjálfti eða
gos með áratuga millibili og þess
vegna hefðum við almannavarnir
til að bregðast við því og vara við.
Það yrðu allir að koma að vinn-
unni gegn eiturlyfjunum. For-
eldrar vilji vímuefnalausan
grunnskóla. Enginn krakki eigi
að vera í dópi, brennivíni eða
reykingum.
„Ef við værum með stríð þá
væri hér her; sjóher, Iofther,
landher. Ef fólkið í landinu
myrkvaði ekki hjá sér húsin þá
verða þau skotmörk. Það verða
allir að koma að þessari vinnu á
sinn hátt. Við foreldrar verðum
allir að vera með og ná til hóps-
ins, það má enginn vera stikkfrí.
Þetta þýðir auðvitað að við meg-
um ekki kaupa vín fyrir börnin og
leyfum ekki foreldralaus partí.
Við viljum vímuefnalausan
grunnskóla og teljum að það sé
hægt. Því fleiri sem ánetjast því
fleiri dragast með,“ segir hún.
Foreldravefur
Framtak foreldra nær meðal ann-
ars til vefsins og er nú búið að
koma upp Foreldravefnum, upp-
lýsingavef fyrir foreldra um
vímuefnamál, fjölskyldurækt og
fleira á vegum Upplýsingaþjón-
ustu Háskóla Islands. Vefurinn
var hugsaður sem framlag Upp-
lýsingaþjónustu háskólans til
styrktar starfi foreldranna. Um-
fang vefsins hefur verið aukið
verulega og gagnast vefurinn því
foreldrum sem vilja efla þekk-
ingu sína á fjölskyldumálum og
menntun barna. Uppistaðan í
efninu eru upplýsingar sem finna
má á vefum foreldrasamtaka,
stofnana og samtaka víða um
heim. Vefurinn er öllum opinn
og er heimasíða hans
http://www.hi.is/~joner/br/