Dagur - 01.04.1998, Síða 2

Dagur - 01.04.1998, Síða 2
18-MIÐVIKUDAGUR l.APRÍL 1998 Thypr LIFIÐ I LANDINU Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Síminn hjá lesendaþjónustuimi: S631126 netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 m eða SS1 6270 Röng ákvörðun? Sú ákvörðun hafnastjórnar Akureyrar að færa rússnesk- an togara frá Torfunefi þeg- ar ferðamanna- tímabilið hefst á landinu kann að vera röng. Það fer eftir því á hvaða forsendum ákvörð- unin byggist. Tvær forsendur koma til greina. Að færa skipið af því að bryggjupláss vanti, þá er hún á faglegum grunni eins og á sér stað allt árið þegar skip eru færð af þeim sökum. Ef hin forsendan er af hinum hégóm- lega toga að skipið þyki ekki nógu vel útlítandi til að ferða- menn hafi það fyrir augunum þá kann sú ákvörðun að vera röng. Staðsetning skipsins í miðbæ Akureyrar kemur sér vel fyrir ferðamenn sem flestir koma í lagður að fátt vekur sérstaka at- hygli áhugaljósmyndara hér. Helst er það Akureyrarkirkja sem flestir ferðamenn taka myndir af. Togarinn gæti verið kærkomið mótvægi fyrir ferða- menn í vali á myndefni. Togarinn er mjög eðlilegur frá sjónarmiði áhugaljósmyndara og það sem þeim þykir eftirsóknar- vert. Hann ber rúnir tímans á sér í ryði og óhreinindum. Hirðuleysið sem fylgir honum mun höfða mjög til þeirra sem þarna munda myndavélar sínar. Eg stend við það sem ég segi í þessum skrifum að ákvörðun þessi kann að vera röng. Hégómaskapur Ef hégómaskapur bæjarbúa vex uppí það að enga atvinnustaf- semi er hægt að reka hér nema að hún flokkist undir stofustarf- semi þá er fátt til bjargar mann- Iífi á svæðinu. Ef Akureyrarhöfn Brynjóllur Brynjólfsson skrifar miðbæinn, ef þeim er ekki ekið með hraði burt úr bænum. Vantar myndefni Ferðamenn eru gráðugir í myndefni því hluti af ferða- mennskunni er að taka myndir af því sem ber fyrir augu í um- hverfinu og þykir athyglisvert. Hinn hégómlegi þáttur í ákvörð- uninni kann að skerða myndefni ferðamanna í bænum. Bærinn er orðinn svo strokinn og skipu- getur ekki haft tekjur af hafnar- mannvirkjum í miðbænum vegna hégómaskapar íbúanna þá er hann kominn á alvarlegt stig. Fólkið sem svona lætur er af- komendur foreldra sem þoldu vel ýmiskonar atvinnustarfsemi í umbverfi sínu og sýndu henni fullan skilning. Af þessari at- vinnustarfsemi lifði það og ól upp þessa kröfuhörðu umhverf- issinna sem í dag eira engu fyrir hégómaskap. Heldur fer það í taugarnar á meinhyrningi þegar hann ÍHp kemur inn í stofnanir ýmiss konar og þarf að fara úr skónum í anddyrinu. Dæmi um slíka stofnun er Amts- r bókasafnið á Akureyri. Vissulega hlýtur slfk ráðstöfun að spara nokkuð í þrifum. En meinhyrningi finnst óþolandi að þurfa að fara úr skónum í blautu anddyrinu og verða blautur í fætuma af bráðnum snjó sem berst inn með gestum þegar hann á ekki annað erindi í safnið en að ganga þijá metra inn fyrir dyrnar til að skila bókum sem hann hafði að láni. Alltaf er jafn óþolandi þegar þáttagerðarfólk og frétta- menn á fjölmiðlum láta gleði sína fara eftir veðrinu á suðvesturhorninu. Þegar þar er leiðindaveður skín /r ergelsið í gegn í öllu sem sagt er. Þá gleymir hinn sjálfhverfi suðvesturhyrningur því að í öðrum lands- hlutum getur verið hið besta veður ... og þar allir í góðu skapi. En það skiptir auðvitað engu máli. Betra að vera í vondu skapi, rausa og rausa og koma öðrum í vont skap Iíka. „Á þessum árum var afar erfitt að steppa óskaddaður frá því að misbjóða íslenskri tungu á öldum Ijósvakans og var innanhúss- eftirlitið sra öflugt á þessu sviði að menn gátu átt von á athugasemdum, stríðni og allt upp í argasta dónaskap ef þeim varð fótaskortur á tungunni." Málfarsle tuyðjuveí Agústsdóttir skrifar Sennilega er eitthvað að mér. Hvað eft- ir annað verð ég vör við að ég læt hluti fara í taugarn- ar í mér. Og ég sem hef alltaf verið svo jafnlynd og geðgóð! En við þessu er ekkert að gera annað en halda dauða- haldi í geðprýðina og vona að hún hverfí ekki með öllu. Öflugt innanhússeftirlit Og hvað er það þá helst sem ógnar henni í seinni tíð? Fyrst skal fræga telja - fjölmiðlana okkar. Fyrir einhveijum árum starfaði ég á dagskrárdeild gömlu, góðu „Gufunnar". Það var ákaflega lærdómsríkt tíma- bil og þar kynntist ég ýmsum einstaklingum sem mér þóttu bæði litríkir og athygliverðir. Þar tók ég í nefíð í fyrsta og sennilega eina skiptið á æv- inni. Það var nánast þegn- skylda að prófa að taka í nefið hjá honum Guðmundi Jóns- syni óperusöngvara, sem þá var framkvæmdastjóri stofnunar- innar. En þessi pistill átti nú ekki að fjalla um neftóbak eða Guðmund heldur vildi ég geta um þann sérkennilega aga sem starfsmenn höfðu hver á öðr- um þegar að málfari kom. A þessum árum var afar erfitt að sleppa óskaddaður frá því að misbjóða fslenskri tungu á öld- um ljósvakans og var innan- hússeftirlitið svo öflugt á þessu sviði að menn gátu átt von á athugasemdum, strfðni og allt upp í argasta dónaskap ef þeim varð fótaskortur á tungunni. Eg á ekki von á að öllum hafi þótt það til fyrirmyndar né heldur þægilegt, en svo mikið er víst að menn gerðu flestir sitt ítrasta til að vanda málfar sitt. Gleymist í kapphlaupinu Áhriffjölmiðla eru með sterkustu öflun- um í þjóðfélaginu og því hvílirmikil ábyrgð á herðum þeirra sem hafa atvinnu afað koma fram á þeim vettvangi. Núna -já nú kemur að því- kveiki ég varla á útvarpi né sjónvarpi án þess að þaðan hellist yfir mig alls konar mál- villur af margvíslegum toga. Gamla, góða þágufallssýkin er bara að verða eins og jólaguð- spjallið við hliðina á þeirri „kynvillu" sem geysar ásamt og með einhverjum furðulegum skorti á að menn viti í hvaða tölu fornöfn og sagnir ættu að vera. Eg læt alveg eiga sig að tala um meðferðina á orðatil- tækjum og málsháttum, sem stefnir í að útrýma þeim fyrir- bærum í eitt skipti fyrir öll - því bráðum missa þau gersam- lega alla merkingu. Getur verið að fjölmiðlarnir, í kapphlaupi sínu hver við ann- an og óttanum við að vera ekki nógu „smart“ og „inn“, hafi varpað öllu málfarseftirliti fyrir róða? Væri slíkt eftirlit e.t.v. álitið hallærislegt og heftandi fyrir æsitjáninguna sem oftar en ekki er beitt? - Eg segi eins og er að ég verð stundum laf- móð, bara af því að hlusta á frásagnir fréttamanna sem eru búnir að troða sér í „stóráfalla- haminn" (með tilheyrandi fóta- skorti á tungunni) út af hverj- um smáatburðinum á fætur öðrum. - Sennilega er mál- farseftirlit bara púkalegt og merki um þröngsýni að láta sér detta slíkt í bug. Málþróun mun alltaf eiga sér stað, svo mikið er víst. En kæruleysið - ætti ég að segja virðingarleys- ið?- sem virðist vaða uppi jafnt í talmáli og ritmáli fínnst mér jaðra við hryðjuverkastarfsemi. Eg sé fram á að amma verði bráðlega að fá túlk til að skilja barnabarnið, svo ekki sé nú minnst á Iangömmu! Mildl áhyrgö Er nú eitthvað skrítið að ég sé farin að hafa áhyggjur af eigin geðprýði? Að vilja ekki einu sinni leyfa fólki að tala sitt eig- ið mál! En það er einmitt það sem ég vil: Ieyfa fólki að tala sitt eigið mál- ekki skrumskæl- ingu af því. Og geti menn ekki lagt þá vinnu á sig fínnst mér einfaldlega að það eigi ekki að sleppa þeim fram fyrir alþjóð. Áhrif fjölmiðla eru með sterk- ustu öflunum í þjóðfélaginu og því hvílir mikil ábyrgð á herð- um þeirra sem hafa atvinnu af að koma fram á þeim vett- vangi. Spyrjið hvert annað, tak- ið fram orðabækurnar (og mál- fræðina!) ÁÐUR en þið farið í útsendingu eða látið greinina frá ykkur fara - og hananú!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.