Dagur - 01.04.1998, Page 6
22 - MIÐVIKUDAGVR l.APRÍL 1998
ro^tr
HEIMILISLIFÍÐ I LANDINU
L
Hnit-
björg
Listasafn Einars Jónssonarvar
opnað á Jónsmessu 1923 og sama
árfluttu þauEinar ogAnna inn í
íbúð sína á efstu hæð safnsins. Nú
erbúið aðgera húsið upp á sem
upprunalegastan háttog opnafyrir
gestum.
Einar Jónsson teiknaði sjálfur
húsið við Njarðargötu, þar sem
listasafnið er nú, og má segja að
það sé stærsta listaverk hans.
Þau hjón Einar og Anna voru
safnverðir í listasafninu til
dauðadags, en Einar Iést 1954
og Anna 1975. Eftir dauða Ein-
ars flutti Anna í lítið hús sem er
á lóðinni og sinnti starfi sínu
sem safnvörður áfram.
Ibúðin er ekki stór, setustofa
og tvö lítil herbergi, dagstofur
þeirra hjóna og inn af þeim
lokrekkjur. Það var hvergi pláss
fyrir hjónarúm og því voru þau
hvort með sína lokrekkju inn af
dagstofum sínum. Þó svo íbúðin
sé ekki stór og fremur fábrotin,
þá ber hún þess vitni að íbúarnir
hafa verið heimsborgarar, því
margt er um fágæta list-
muni í henni.
Stuðlabergsform
skápanna
Einar var ekki mikið að
hugsa um hversdagslegar
þarfir sínar og Onnu og
gerði því ekki ráð fyrir eld-
húsi eða baðherbergi inni í
fbúðinni. Eldhús- og bað-
aðstaða ásamt rennandi
vatni var á jarðhæð safnsins
og því hefur verið talsvert
um hlaup upp og niður
þrönga hringstigana í hús-
inu. Þó svo þau hafi mikið
til dvalist á jarðhæðinni, þar
sem Einar hafði vinnuað-
stöðu, komu oft gestir til
þeirra hjóna, sem vísað var til
setustofu uppi og má gera því
skóna að húsmóðirin Anna,
hafi mikið haft fyrir því að
skenkja þeim veitingar.
Einar teiknaði alla bókas-
kápa í íbúðinni sjálfur og nýtir
veggina vel. Þeir voru smíðaðir á
trésmíðaverkstæði Jóns Hall-
dórssonar og co. sem einnig hét
Gamla komapaníið, en Bjarni
bróðir Einars átti hlut í því. Yfir
skrifborði sínu raðaði Einar
skápunum þannig að þeir
mynda stuðlabergsform, en slík
form eru einmitt mjög ríkjandi í
verkum hans. I bókaskápunum
er gott úrval bóka, erlendra sem
fslenskra. Guðspekibækur og
listaverkabækur eru í miklum
meirihluta, en einnig má sjá úr-
Inni á skrifstofu Einars er afsteypa af sjálfsmynd Bertils TJiorvaldsen, en hann var Einari
sterk fyrirmynd. Á þessari mynd má sjá nokkur verk í Listasafninu.
annararra verka sem sýna vel
hversu breitt áhugasvið þeirra
hjóna hefur verið.
Orgel og bænastóll
Inni á skrifstofu Einars er af-
steypa af sjálfsmynd Bertils
Thorvaldsen, en hann var Einari
sterk fyrirmynd er hann kom
ungur maður til Kaupmanna-
hafnar. I austurgluggann við
skrifborð sitt málaði Einar Iitlar
glermyndir og víða á heimilinu
má sjá leirmuni Guðmundar
Einarssonar frá Miðdal og Lydiu
eigin-
konu hans, en þau voru vínafólk
Einars og Onnu.
Anna var hannyrðakona mikil
og ber dagstofa hennar þess
merki, en þar er m.a. að sjá fal-
legan púða og bakka með
blómamynstri. I dagstofu henn-
ar er einnig orgel og bænastóll,
en Anna var kaþólsk og notaði
bænastólinn vel. Lokrekkjur
þeirra beggja eru í þröngum út-
skotum inn af dagstofum þeirra
og hillur fyrir ofan þar sem þau
hafa geymt bækur og persónu-
lega muni sem enn eru þar.
Setustofan er aflöng og þar er
Skrifstofa eöa dagstofa Einars. Hér sést vel hvernig bókaskáparnir eru settir upp í
stuðlabergsform.
ekki mikið af húsgögnum. Lang-
ir og mjóir bókaskápar með gler-
hurðum á veggjum og fjórir stól-
ar í kringum borð í öðrum enda
stofunnar. Einfalt gler er í
gluggum og hefur því ekki verið
breytt. A suðurvegg stofunnar
eru þrjú olíumálverk af Onnu og
er eitt þeirra málað af Asgrími
Jónssyni í Kaupmannahöfn árið
1909, en þá var Anna 24 ára
gömul.
I ganginum fyrir framan her-
bergi hjónanna hangir ljósmynd
af safnhúsinu, en hún var tekin
um það leyti er safnið var vígt,
en þá var það eina byggingin á
Skólavörðuholtinu og þótti held-
ur langt í burtu frá bænum. Var
haft á orði að líklega kæmu ekki
margir til að skoða listaverkin
þangað, en raunin varð önnur.
Safnið hefur verið endurbætt
mikið og reynt hefur verið að
halda þeim svip er var uppruna-
lega á íbúðinni, en hún er hluti
af sýningunni sem í safninu er,
auk garðsins, sem fullur er af
höggmyndum Einars. -vs