Dagur - 01.04.1998, Side 11

Dagur - 01.04.1998, Side 11
Xfc^ur MIDVÍKUDAGUR 1. APRÍL 1998 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Miðlað til foreldra umböm Eygló Rut Björgvinsdóttir, kenn- ari við Foldaskóla í Reykjavík, hefur verið að skoða framboð og eftirspurn foreldrafræðslu bæði á Islandi og í Danmörku og bera saman á uppeldisfræðilegum forsendum. Eygló skrifaði Cand. mag. rit- gerð í uppeldis- og menntunar- fræðum við Kaupmannarhafnar- háskóla 1996. Hún mun halda fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofnunar Kennaraháskóla Is- lands í dag kl. 16.15 og byggist fyrirlesturinn á þeirri ritgerð. „Aðdragandinn að þessu verk- efni mínu er svolítið sérstakur," segir Eygló. „Þetta er persónu- legs eðlis, raddir sem ég hef heyrt undanfarin ár og eru að benda á að það sé þörf fyrir fræðslu foreldra. Það hafa marg- ir komið að máli við mig um þessi mál.“ „Ég erað skoða hvað sérfræðingamir eru að kynnaforeldmm hérá landi, “ segirEygló. Óhefðbiutdið sjónarhom Eygló skilgreinir hugtakið for- eldrafræðsla þannig að um sé að ræða upplýsingar sem miðlað er til foreldra um börn og gildi þá einu hvort um er að ræða börn á skólaaldri eða ekki. Hún segir okkur standa ágætlega að vígi hér á landi hvað varðar fræðslu- magn í sjálfu sér og lítinn mun á fræðslu hér og á hinum Norður- löndunum. „Eg er að skoða hvað sérfræð- ingarnir eru að kynna foreldrum hér á landi. Það eru hér engar formlegar stofnanir sem fræða foreldra. Hins vegar eru hér nokkrar mannúðarstofnanir sem hafa önnur mál að aðalefni og miðla síðan upplýsingum til for- eldra í framhjáhlaupi. Eg er svo að meta þessar stofnanir með tilliti til þess hvort þetta sé rétta leiðin, bæði í menntafræðilegu tilliti og lýðræðislegu.“ Yfirskrift fyrirlesturs Eygólar er rannsókn á fjölskyldunni fyrir fjölskylduna, en lyrirlesturinn nefnist „Foreldrafræðsla og lýð- ræði“. „Mitt sjónarhorn er frekar óhefðbundið því ég nálgast efnið frá sjónarhorni foreldra. Eg fer ekki sem sérfræðingur í þetta heldur leita ég uppi bæklinga og annað efni sem tiltækt er for- eldrum og vinn út frá því,“ segir Eygló að lokum. -VS N ÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Hveijirvilja for- eldrafræðslu og hvers konar fræðsla erí gangi? spyr Eygló RutBjörg- vinsdóttir, kenn- ari íFoldaskóla. Eygló Rut Björgvinsdóttir kennir í Foldaskóla og hún hefur verið að skoða framboð og eftirspurn eftir foreldrafræðslu á íslandi og t Danmörku. „Mjög var skjótur frami lials" Einstakur var kosningasigur Hannibals Valdimarssonar þegar hann fór í framboð fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna á Vestfjörðum vorið 1971. Þar komu til einstakir persónutöfrar sem Hannbal hafði - ekki síst á veikara kynið, sem svo er kallað. Og töfrar þessir urðu þess líka valdandi að næsta óþekktur handavinnukennari við Grunn- skólann í Bolungarvík flaug inn á þing. Karvel Pálmason hét maður- inn, og átti hann eftir að sitja lengi á þingi eftir þetta. En hann átti ekki von á því að ná þessum fantagóða árangri - og hafði reyndar farið að sofa sæll í sinni síðari hluta kosninganætur en var vakinn upp í morgun- skímunni og tilkynnt sú skelfi- lega staðreynd að hann væri orðinn þingmaður. Allt þetta átti Karvel félaga Hannibal að þakka og það varð hagyrðingum í Vestíjarðakjör- dæmi að yrkisefni. Til að mynda þeim sem orti vísuna frægu: Karvel Púlma, mætur maður, mjög vúr skjótur frami hals. Enda stökk hann alskapaður út úr höfði Hannibals. Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. Netfang: bjorn@ dagur.is (Skemtilegar sögur og kveðskapur er vel þeginn) Ys ogþys út af gleymsku Skautamaður á Ak- ureyri gerðist illur mjög í síðustu viku þegar andstæðing- arnir úr Reykjavík létu vita af því að þeir kæmust ekki norður með aðeins 45 mínútna fyrir- vara. Blaðið birti frétt um málið, þar sem haft var eftir viðmælandanum að grunur léki á ákveðinni pólitík í málinu. Reykvíkingar ætluðu sér einfaldlega að spila fyrir sunnan, „nenntu ekki norður". Nú hefur komið á daginn að um ekkert slíkt var að ræða, heldur hafði maður úr höfuðborginni samband við ofanritaðan og játaði það „algjöra klúður“ að hann hefði einfaldlega gleymt að bóka far fyrir dreng- ina norður. Þessi eini aðili tók fulla ábyrgð á málinu og sagði um slæmt slys að ræða. Þá liggur það fyrir. SMÁTTOG STÓRT Síðasta vigið fallið Kona á Norðurlandi varð hissa þegar hún horfði á Dagsljós mánudaginn 23. mars, þar sem sagt var og sýnt frá kvennahópi sem fór á jeppum á fjöll. Þegar konurnar sögðu frá því hvernig þær gætu pissað standandi, varð konunni að orði: „Nú féll síðasta vígið.“ Og síðan orti hún: I flestu eru konurnar körlum að ná, nú keyra þær einar til fjalla. En vissulega var sorglegt að sjá síðasta vígið falla. Sonarsonur konunnar orti svo: Oðruvisi mér áður brá og auðvitað varð ég hissa, þegar í Dagsljósi um daginn sá dömumar standandi pissa. Halldór skjótur til Ofanritaður lenti í bílslysi um helgina ásamt ritstjóra blaðsins og ljósmyndara. Jeppi fór út af og valt á „alræmdum" stað, á Mývatnsheiðinni. Flestir sluppu heilir og um kvöldið bar fundum okkar samgönguráðherra saman í góðri veislu kiwanismanna á Hótel Reynihlíð, svokölluðu „heimaréttakvöldi“. Halldór vildi fá fréttir af vettvangi eins og ábyrgum samgönguráðherra sæmir og spurði strax: „Var þetta þar sem skaflinn myndast iðulega í Skjólbrekkunni?“ Þegar svar- að var játandi sagði Halldór: „Eg ætti eiginlega að taka þetta á mig. Eg hefði átt að vera búinn að setja upp varnaðarskilti þarna og ætla að bæta út því nú þegar.“ Pistlahöfundur er alls ekki sammála Blöndal um hans ábyrgð í málinu, en ekki er annað hægt en að þakka ráðherra fyrir skjót viðbrögð.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.