Dagur - 02.04.1998, Blaðsíða 13
Portúgalar gabbaðir á ljjósvakanimt
Fjölmiðlafólk víða um heim skemmti sér við að semja 1. aprílfréttir í
gær. Talið er að margir Portúgalar hafi gleypt við þeirri frétt að knatt-
spyrnulandslið þeirra hefði fengið boð um að taka þátt í lokakeppni
HM í knattspyrnu í næsta mánuði. Sagt var að Iranir, sem voru síð-
asta liðið til að vinna sér þátttökurétt í lokakeppninni, hefðu dregið
lið sitt til baka, þar sem þeir óttuðust um öryggi sitt í Frakklandi. Síð-
an var birt viðtal við einn „forráðamanna FIFA“ sem staðfesti söguna.
Þessi svonefndi „forráðamaður'1 var hins vegar aðeins leikari, sem út-
varpsstöðin fékk til að gera sögu sína enn meira sannfærandi.
Ryan Giggs til
Sandgerðis
Líklega hafa færri gleypt við fregnum
í fréttabréfi Reynis frá Sandgerði,
Reynismolum sem kom út í gær þar
sem því er haldið fram að Reynislið-
ið hafi fengið welska knattspyrnu-
snillinginn Ryan Giggs lánaðan frá
Manchester United. Reynismenn
sögðust hafa það eftir Alex Ferguson,
að lánsamningurinn væri liður í að
halda leikmönnum félagsins í góðu
formi yfir sumartímann, en Giggs er
einn fárra leikmanna
Manchesterliðsins sem ekki verður í
eldlínunni í Frakklandi, þar sem
landslið Wales komst ekki upp úr
riðlakeppninni.
Sex tilnefndir í
Englandi
Sex leikmenn hafa verið tilnefndir
sem knattspyrnumenn ársins í
Englandi í kjöri leikmanna úrvals-
deildarinnar. Leikmennirnir eru þeir
Dennis Bergkamp Arsenal, David
Beckham Manchester United, Andy
Cole Manchester United, Dion
Dublin Coventry, John Hartson West
Ham og Michael Owen Liverpool.
I KetiMsinu í Listagilinu
1. apríl -13. apríl
Opiö cr alla dagana frá kl. 12:01 1 • • 10
UbI \jfir 10.000 tónlistartitlar úr ýmsum
áttum; Klassík, rokk, hip-hop, jazz, hlús
og margtfleira... veró frá kr. 99,-
Stefnuþing
Reykjavíkurlistans 1998
Stefnuþing Reykjavíkurlistans vegna
borgarstjórnarkosninganna verður haldið
laugardaginn 4. apríl í Kiwanishúsinu við
Engjateig 11. Þingið er opið öllum
stuðningsmönnum Reykjavíkurlistans.
Þingið mun standa frá kl. 9.30 til 15.
Stefnuþingsgjald er kr. 1.500 og innifalið í
því er léttur hádegisverður.
Dagskrá:
9.30 Móttaka og skráning.
10.00 Setning: Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri.
10.30 Málefnahópar að störfum.
12.00 Hádegisverðarhlé.
13.00 Málefnahópar skila af sér.
13.45 Almennar umræður.
14.30 Afgreiðsla stefnuyfirlýsingar.
14.50 Stefnuþingi slitið.
REYKJAVIKUR LISTINN
Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu Reykjavíkurlistans
í Hafnarstræti 20, sími 561 9498.
Geislaplötur n Kassettur n myndbönd n Töluuleikir