Dagur - 02.04.1998, Blaðsíða 3
X^MT'
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 - 3
FRÉTTIR
Saka bæj aryfir-
vðld um lögbrot
Bæjarfulltrúarnir Tryggvi Harðarson, Lúðvík Geirsson, ingvar Viktorsson bæjarstjóri
og Árni Hjörteifsson eru tæplega að ræða bréf endurskoðenda Hafnarfjarðar því þá
væri þeim ekki svona skemmt. - mynd: pjetur
Endui'skoðendiir
Uafnarfj arðarbæj ar
segjast hafa verið
leyndir gögnum. Fjár-
málastjóri bæjarins
stimplaði bæjará-
byrgð án heimildar.
Bærinn leigði örsmáa
kjallarabolu á 70 þús-
und á mánuði. Reynt
að þröngva Leikfélagi
Hafnarfjarðar inn í
Strandgötu 30.
„Það er Ijóst að ekki var lögform-
lega staðið að bæjarábyrgðinni,
enda getur ýmislegt misfarist án
þess að um stórglæp sé að ræða.
Eg þarf að kynna mér bréf end-
urskoðendanna betur og fá svör,
því ég sé ekki betur en að þeir
fari í ýmsu langt út fyrir sitt verk-
svið. Auðvitað er það alvarlegt ef
einhverjum gögnum er haldið
leyndum, en jafn Ijóst er að það
er ekki í verkahring endurskoð-
enda að segja bæjarstjórn fyrir
verkum," segir Tryggvi Harðar-
son, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks-
ins.
Bæjarendurskoðandi og yfir-
skoðunarmenn bæjarreikninga í
Hafnarfirði hafa sent frá sér bréf
vegna málefna Strandgötu 30
(Hafnarfjarðarbíó), en þar koma
fram alvarlegar athugasemdir og
ásakanir um að sveitarstjórnar-
lög hafi verið brotin og þeir verið
vísvitandi leyndir ýmsum gögn-
um um málið.
Af fyrirliggjandi gögnum má
ráða að fjármálastjóri Hafnar-
fjarðarbæjar hafi veitt heimildar-
Iausa bæjarábyrgð upp á um 12
milljónir króna vegna fasteignar-
innar og enn fremur að fast-
eignagjaldaskuld hafi verið jöfn-
uð með leigu bæjarins á örsmárri
kjallarakompu í húsinu fyrir 70
þúsund krónur á mánuði. Þá
kemur fram að svo virðist sem
bæjaryfirvöld séu að reyna að
Ieysa málið að hluta með því að
knýja Leikfélag Hafnarfjarðar
(LH) til að taka húsnæðið til
notkunar, en á því hefur LH afar
takmarkaðan áhuga.
Fj ármálastj óri gaf bæj ará-
byrgð án heimildar
Bréf endurskoðendanna er svar
við fyrirspurnum frá bæjarfull-
trúunum Magnúsi Jóni Arnasyni
og Lúðvík Geirssyni og var rætt á
bæjarstjórnarfundi sl. þriðju-
dagskvöld. I bréfinu segir meðal
annars: „Það er augljóst að vís-
vitandi höfum við verið leyndir
ýmsum gögnum er lúta að þessu
máli. Ekki verður hér neinn
dómur á það lagður hvers vegna
sá kostur var valinn, en við lítum
slíkt háttalag mjög alvarlegum
augum og teljum reyndar það
forsendu vinnu okkar að farið sé
eftir 86. grein sveitarstjórnar-
laga...“ Þeir telja augljóst að þau
lög hafi verið brotin.
Endurskoðendurnir telja, eins
og reyndar hefur verið viður-
kennt af bæjarstjórn, að stimpill
fjármálastjóra um bæjarábyrgð á
skuldabréfum vegna fasteignar-
innar hafi ekkert gildi, þar sem
ekkert slíkt hafi verið samþykkt
af bæjarstjórn. Sameinaði lífeyr-
issjóðurinn og Lífeyrissjóður
Austurlands eiga bréfin og hefur
lögfræðingur þeirra hótað mála-
ferlum gegn bænum.
Kjallarakompa á 70 þúsimd
á mánuði
Endurskoðendurnir eru sérlega
harðorðir vegna afturköllunar á
uppboðsbeiðni vegna vanskila
fasteignagjalda og samnings
milli bæjarins og eigenda fast-
eignarinnar, Þorvalds Asgeirs-
sonar og Viðars Halldórssonar,
um að jafna þá skuld með leigu
bæjarins á kjallara í húsinu.
Kjallarinn er aðeins 25 fermetrar
og Iofthæð aðeins á bilinu 1
metri til 1,90 og er ígildi leig-
unnar þó 70 þúsund krónur á
mánuði. „Útilokað er að fallast á
að slík leiga geti talist eðlileg,"
segja endurskoðendurnir. — FÞG
Kristján Pálsson, alþingismaður.
Góð
hugmynd
„Mér finnst hugmyndin um að
gera Suðurnes og Suðurland að
einu kjördæmi skemmtileg.
Þarna væru komin landsvæði
inn í eitt kjördæmi sem eiga
margt sameiginlegt. Suðurnesin
eru eitt sterkasta útgerðarsvæði
landsins og væru þá komin með
Þorlákshöfn og Vestmannaeyj-
um. Þarna væri komin sterk
heild. Þar að auki væri kjör-
dæmið með eitt öflugasta Iand-
búnaðarhérað landsins innan
síns svæðis. Suðurnes og Suður-
land myndu styrkja hvort annað
mjög,“ sagði Kristján Pálsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
á Suðurnesjum, um hugmyndir
kjördæmanefndar um fækkun
og stækkun kjördæma.
Hann bendir á að ef þarna
verður gert kjördæmi yrði að
leggja svokallaðan Suðurstrand-
arveg, sem tengir Suðurnes og
Suðurland. Hann myndi liggja
frá Sandgerði og áfram með
ströndinni f gegnum Olfus að
þjóðvegi númer 1 á Selfossi.
- S.DÓR
Miliíir hagsmunir í
húfi fyrir laudsmeim
Gagnagnumsfnun-
varp heilbrigðisráð-
herra veldur lækiium
áhyggjum og Tölvu-
nefnd hefur tekið það
til skoðunar.
Stjórn Siðfræðiráðs Læknafé-
lagsins hefur tekið hið nýja
frumvarp heilbrigðisráðherra um
gagnagrunn á heilbrigðissviði til
umljöllunar og stjórn Læknafé-
lagsins býst við að gera verulegar
athugasemdir við það innan
skamms. Fyrir Tölvunefnd kom
frumvarpið líka eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Framkvæmda-
stjóri nefndarinnar, Sigrún Jón-
asdóttir, segir að hún hafi ekki
séð frumvarpið fyrr en í gær, eins
og það var kynnt fréttamönnum.
Nefndarmenn muni nú skoða
það hver fyrir sig og nefndin síð-
an væntanlega gefa út álit eftir
næsta fund sinn.
Vítavert að keyra þetta í
gegn
„Það er lágmarkskrafa að Alþingi
leyfi almenna umfjöllun um
þetta. Það væri í rauninni víta-
vert ef það á að keyra frumvarp-
ið í gegn á þeim örfáum vikum
Siðfræðiráð lækna er afar ósátt við
frumvarp Ingibjargar Páimadóttur heil-
brigðisráðherra um gagnagrunn með
upplýsingum um heilsufar iandsmanna.
fyrir þinglok í vor,“ sagði Svein-
björn Sveinsson, læknir.
„Okkur finnst þetta mál svo
mikilvægt og þess eðlis að það
varði alla landsmenn. Það snýst
um það, að upplýsingum um
hvern einasta mann, sem hefur
samband við heilbrigðisþjónust-
una með einhveijum hætti, sé
safnað í persónutengdan grunn.
Það hlýtur því að vera lýðræðis-
leg krafa að þetta fari í ítarlega
umræðu í þjóðfélaginu. Eg er
þess vegna fylgjandi því að m.a.
læknar, lögfræðingar, heim-
spekingar og siðfræðingar taki
þetta sérstaklega til umfjöllunar,
samhliða meðförum Alþingis, en
ekki á eftir."
Tal um „ruglaðan“ gruiui
ekkirétt
Þótt talað sé um „ruglaðan"
grunn segir Sveinbjörn það ein-
faldlega ekki rétt. „Samkvæmt 3.
gr. frumvarpsins er heilbrigðis-
ráðherra heimilað að safna svona
upplýsingum í persónutengdan
grunn sem verður í vörslu land-
læknis. Hann getur síðan látið af
hendi „ruglaðar" upplýsingar til
þriðja aðila. Þær upplýsingar
eiga þó ekki að vera betur tryggð-
ar en svo, að það er fullnægjandi
að þær séu ruglaðar með þeim
hætti að það þurfi mikinn mann-
afla og fé til að afrugla þær, sbr.
skilgreiningu á persónuleyndinni
í skilgreiningu á hugtökum í
upphafi frumvarpsins. Þar með
hljóta að vera mörg siðfræðileg
og lagaleg efni sem koma upp,“
sagði Sveinbjöm.
Ef Islendingar reynast tilbúnir
að taka þátt í þessu þá ráði lækn-
ar ekki við það. „En eins og sak-
ir standa er ekki hægt að láta
neitt af hendi til þess arna nema
að sjúklingurinn fari fram á það
við mig að ég geri það,“ sagði
Sveinbjörn. — HEI
Viðræður við Norðmeim
Knut Vollebæk utanríkisráðherra Noregs
kom til landsins í gær í þriggja daga opin-
bera heimsókn. Hann og Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra hafa náð samkomu-
lagi um sérstakan málefnaramma sem á að
vera forsenda frekari viðræðna um fisk-
veiðideilur þjóðanna. Halldór segir tíma-
bært að Islendingar og Norðmenn ræði
saman á ný og fiskveiðideilan verði aðeins
leyst í samvinnu ríkjanna þriggja, Rússa, ís-
lendinga og Norðmanna. Hann vill ekki
greina nánar frá því hvað felist í samkomu-
laginu um málefnarammann. VoIIebæk á
fund með utanríkismálanefnd Alþingis í dag.
Knut Vollebæk utanríkisráð-
herra Noregs og Halldór
Ásgrímsson utanríkisráð-
herra.
Útboðsgögn rifin út
Gríðarlegur ánugi reyndist á hlutabréfum ríkisins í Islenska járn-
blendifélaginu en þar hófst sala í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem al-
menningi og fjárfestum gefst kostur á að kaupa hlut í íslensku stór-
iðjufyrirtæki og voru útboðsgögn rifin út, skv. fréttum Stöðvar 2.
Nafnverð hlutaQárins er 374,4 milljónir, 26,5% af hluta ríkisins og
standa almenningi til boða 60% en stofnunarfjárfestum 40%. Sala
bréfanna er fyrsta stóra skrefið í einkavæðingaráformum ríkisins.
Framsóknarmenn í Mosó
tilbúnir
Uppstillingarnefnd framsóknarmanna í Mosfellsbæ hefur kynnt til-
lögu sína að lista flokksins vegna bæjarstjórnarkosninga í vor. Tillag-
an var einróma samþykkt og átta efstu sætin skipa; 1. Þröstur Karls-
son bæjarfulltrúi, 2. Helga Thoroddsen bæjarfulltrúi, 3. Björgvin
Njáll Ingólfsson verkfræðingur, 4. Ævar Sigdórsson bifreiðastjóri, 5.
Halla Karen Kristjánsdóttir, 6. dr. Eyjólfur Árni Rafnsson verkfræð-
ingur, 7. Sigríður Sigurðardóttir skrifstofurmaður, 8. Elín Gróa Karls-
dóttir bankamaður.