Dagur - 15.04.1998, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 1S. APRÍL 1998 - 19
LÍFIÐ í LANDINU
Oddi hefurengan
bakhjarl eins og t.d.
bæjarsjóð sem stendur
illa. Geturekki sótt út
á hlutabréfamarkað-
inn eins og ÚA með
200 milljóna króna
útboð og keyptsíðan
þorskkílóiðfyrir 680
krónur.
Oddi hf. er langstærsta útgerð-
ar- og fiskvinnslufyrirtækið á
Patreksfirði (raunar Vesturbyggð
allri, en Patreksfjörður er hluti
af því sveitarfélagi) og gerir út
einn 200 tonna beitningavélabát
sem heitir Núpur BA-69 með
liðlega 1.000 tonna þorskígildis-
kvóta í aflamarkskerfinu, þar af
250 tonna steinbítskvóta. Oddi
er einnig með tvo smábáta í
þorskaflahámarki með samtals
340 tonna kvóta, en bátarnir,
Garðar BA-62 og Patrekur BA-
66, voru keyptir haustið 1996.
Auk þess gerir Vestri ehf., en
eigandi hans Jón Magnússon er
stærsti einstaki eigandi Odda, út
bátinn Vestra sem landar megn-
inu af aflanum til vinnslu hjá
Odda. Vestri er með um 400
tonna þorskígildiskvóta.
Halldór Leifsson, útgerðar-
stjóri og fulltrúi framkvæmda-
stjóra Odda hf., segir að undan-
farin ár hafi aðeins um þriðjung-
ur þess afla sem unninn sé í
landi hjá Odda komið frá bátum
útgerðarinnar, annar afli komi af
fiskmörkuðum og bátum sem
séu í viðskiptum við fyrirtækið.
Halldór var spurður hvort til
stæði að breyta því og minnka
vægi fiskmarkaðanna í hráefnis-
öfluninni, t.d. með kaupum á
bát eða kvóta.
Vantar meiri kvóta
„Menn hafa verið mjög opnir
fyrir því, og í fyrra var ákveðið
að fjárfesta í kvóta smábátaút-
gerðarinnar en það var kvóti
sem kostaði ekki nema sem
svarar fimmtungi þess sem hann
kostaði í aflamarkskerfinu. Það
sem okkur vantar tilfinnanlega í
dag er meiri kvóti á Núpinn því
þetta er skip sem gæti haldið
uppi góðum stöðugleika í fisk-
vinnslunni. Smábátarnir geta
ekkert sótt ef eitthvað er að
veðri, og þá geta dottið niður
vinnsludagar vegna hráefnis-
skorts þó þeir hafi verið sárafáir
í þessu fyrirtæki undanfarin
misseri.
Núpur er gerður út fyrir Suð-
urlandi fimm mánuði ársins á
keilu og löngu og Iandar þá í
Halldór Leifsson, útgerðarstjóri Odda, við slagæð byggðarlagsins, höfnina. - mynd: gs
Þorlákshöfn en hann er með
langmesta keilu- og lönguafla
allra íslenskra skipa. Yfir sumar-
tfmann er mikil samkeppni um
hráefnið og það gerir okkur
erfitt fyrir að ná aflanum hingað
heim því við þurfum að greiða
um 10 krónur fyrir hvert kg sem
flutt er hingað vestur til Patreks-
fjarðar. A móti kemur að hér eru
á sama tíma bátar að sunnan
sem sjá okkur fyrir nauðsynlegu
hráefni," segir Halldór Leifsson.
Ráðu ekki við þetta
Nií hefur þetta byggðalag tapað
tniklum kvóta á undanfömum
árum. Er sá straumur ennþá
óhagstæður, þ.e. íburtu?
„Já, en í miklu minna mæli
en áður enda eru ekki orðnir svo
margir bátar eftir hérna. En það
hafa lfka ýmsir verið að fjárfesta
í smábátaútgerðinni svo eitthvað
hefur komið til baka af bátum
og kvóta.“
Hér hefur ekki verið gerður út
togari í mörg ár, hvaða togari var
hér síðast gerður út?
„Sigurey BA-25 var seld héð-
an árið 1989 með öllum kvóta
þegar Hraðfrystihús Patreks-
fjarðar varð gjaldþrota. Reyndar
tók Oddi við rúmlega 200 tonna
togbát en hann var seldur burtu
1993, því menn réðu einfaldlega
ekkert við þetta, fjármögnunin
slæm og lítill kvóti, eða um 500
tonn, enda fengu menn ekki þá
aflareynslu sem búist var við.
Núpurinn hefur verið á línu-
tvöföldun og við afnám hennar
töpuðum við sem svaraði 100
tonnum af þorski í afla. Það var
röng stjórnvaldsákvörðun að af-
nema línutvöföldunina, t.d.
fengu þeir sem gerðu út á línu-
tvöföldunina aðeins 60% þess
afla sem þar fékkst, 40% var
dreift meðal allra annarra sem
jafnvel voru að síðan að selja
sinn hlut, enda fengu þeir þetta
sem bónus. Við höfum engan
bakhjarl hérna eins og t.d. bæj-
arsjóð sem stendur illa, eða get-
um sótt út á hlutabréfamarkað-
inn eins og t.d. Utgerðarfélag
Akureyringa með 200 milljóna
króna útboð í haust og keypt
síðan þorskkílóið fyrir um 680
krónur."
Leita eigin leiða
Rekstur Odda gekk alveg þolan-
lega rekstrarárin 1995 og 1996,
var við núllið, og tap fiskvinnsl-
unnar mun minna en í hefð-
bundinni bolfiskvinnslu, sem
var um 12% á síðasta ári. Veltan
1997 var hins vegar minni en
árið 1996 þegar hún var um 580
milljónir króna, aðallega vegna
tveggja mánaða verkfalls verka-
fólks. Saltfiskvinnsla og frysting
er í sama húsinu sem gefur
möguleika á að stýra vinnslu
hráefnisins eftir mörkuðum. AIl-
ar saltfiskafurðir eru seldar af
fyrirtækinu sjálfu til Spánar og
segir Halldór Leifsson að Oddi
sé að fá betra verð fyrir sínar af-
urðir en flestir aðrir, enda séu
engir milliliðir.
Stór sölusamtök eru þó nauð-
synleg, en ég held að það sé
auðveldara fyrir fyrirtæki af
þessari stærðargráðu eins og
Oddi er að leita eigin leiða í
markaðssetningunni að mörgu
leyti. Við erum auk þess ein-
göngu með línu- og færafisk,
besta hráefnið sem fáanlegt er.
Frystar afurðir frá okkur eru
hins vegar seldar gegnum SH.“
Halldór segir að það eigi að
vera sjálfsagt mál að Patreksfirð-
ingar fái sérstakan steinbítskvóta
þegar vertíðin stendur sem hæst í
mars og apríl, þ.e. þegar steinbít-
urinn kemur upp á landgrunnið í
skelina, rétt við bæjardymar. Það
sé jafn sjálfsagt og að Amfirðing-
ar, Skagfirðingar og fleiri fái inn-
fjarðarrækjukvóta á hveiju hausti.
Settur var kvóti á steinbít í fyrsta
skipti á síðasta fiskveiðiári og það
breytti veiðimynstrinu auk þess
sem hráefnisverð á steinbít hafi
hækkað við aukna eftirspurn.
Oddi missti hins vegar af síðustu
steinbítsvertíð vegna verkfalls,
sem orsakaði um 45 milljóna
króna veltutap en skip útgerðar-
innar lönduðu á meðan á fisk-
mörkuðum.
Nú er mikil þorskgengd fyrir
Vestfjörðum og aflinn allt að
helmingi meiri en venjulega.
Æti fyrir þorskinn virðist þó vera
takmarkað og hefur minni
þorskur fundist í maga þess sem
stærri er. Óttast var að ef Ioðnan
nái ekki að ganga vestur á hefð-
bundið hrygningarsvæði við
Snæfellsnes yrði erfitt að ná
steinbítnum á línu, þorskurinn
yrði mun frekari á línuna. Það
gekk að nokkru eftir. GG
Patró á að
sitjafyrir