Dagur - 08.05.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 08.05.1998, Blaðsíða 3
 FÖSTUDAGUR 8.MAÍ 1998 -3 „Við erum auðvitað tilbúnir að ræða allt sem horfir til framfara. Það er margt í vinnulöggjöfinni sem við erum óánægðir með, en það er væntanlega það sem VSI er ánægðast með,“ segir Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ. Fulltrúar F-llstans kynna stefnuskrá Akur- eyrarlistans fyrir komandi bæjarstjórnar- kosningar. - mynd: gg Heita vatn- iðlækki Akureyrarlistinn kynnti í gær stefnuskrá sína fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar. Asgeir Magnús- son, oddviti listans, segir að ef Akureyrarlistinn komist til áhrifa muni hröð uppbygging skólamála hafa forgang þannig að allir grunnskólarnir verði einsetnir með sómasamlegum hætti. Tekin verði Ián til framkvæmdanna reynist það nauðsynlegt. Akureyr- arlistinn telur það til sjálfsagðra mannréttinda að allir geti notið Iista og menningarlífs, og vill efla starf bæjarins á því sviði. Þegar verði ráðist í löngu tímabæra við- byggingu við Amtsbókasafnið. Akureyrarlistinn vill að lokið verði við endurbyggingu Sund- laugar Akureyrar, hafist verði handa við yfirbyggingu skauta- svellsins og byggt verði fjölnota knattspyrnuhús á íþróttasvæði Þórs. Bæjarstjórn beiti sér fyrir því að hlutur Akureyrar í Lands- virkjun nýtist bæjarbúum betur og á síðari hluta kjörtímabilsins verði ráðist í endurfjármögnun og framlengingu lána Hitaveitunnar svo unnt verði að bjóða heitt vatn á mun lægra verði en nú er. Gler- árdalur verði græddur og um- hverfi Glerár bætt allt frá upp- tökum að ósi. Brýnt verkefni er að finna nýtt urðunarsvæði í samvinnu við nágrannasveitarfé- lögin. - GG nýj ar leikreglur VSÍ óánægt með vimnilöggjöfma og viðræður við ASÍ uni nýjar leikreglur. Verk- föH í 110 virka daga í fyrra. Ólafur B. end- urkjörinn formaður VSÍ. MiMl vonbrigði I ræðu sinni á aðalfundi VSI í gær sagði Olafur B. Olafsson, formaður sambandsins, að það væri tímabært að þeir og ASI taki upp viðræður um breytingar á leikreglum á vinnumarkaði. Til- gangurinn með því væri að tryggja betur stöðugleika og hagsmuni félagsmanna en vinnulöggjöfin gerir. Hann sagði að þær breytingar sem gerðar voru á vinnulöggjöfinni hafi á ýmsan hátt ekki verið til góða. Þær hafa m.a. eflt á sundur- þykkju innan raða samtaka Iaunafólks og aukið hættu á átökum. Hann sagði einnig að það hefði valdið atvinnurekendum miklum vonbrigðum hvað nýlið- in samningsgerð kjarasamninga Ólafur B. Ólafsson hafði betur i glímunni við Víglund Þorsteinsson um formannsstöðuna i VSi Sigur Ólafs var naumur en hann fékk 0,37% fleiri atkvæði en Viglundur. Fyrir utan kosninguna einkenndist aðalfundurin afgóðæri til lands og sjávar og kjarasamningum fram á næstu öld. mynd: þök hefði verið langvinn og ósam- stæð. Þetta hefði gerst þrátt fyrir nýja vinnulöggjöf og yfirlýst markmið stjórnvalda að stytta samningsferlið og að samningar gætu tekist nær samtímis. Hins- vegar hefðu þær breytingar sem Alþingi gerði á frumvarpi félags- málaráðherra leitt til þveröfugra áhrifa. Máli sínu til stuðnings benti Ólafur B. m.a. á að þegar væru komnar fram yfirlýsingar frá þeim sem sömdu fyrst í fyrra um að þeir muni ekki semja á ný nema með uppsagnarheimildum sem nota á ef aðrir hópar semja um meira. Hann sagði að þessar aðstæður sýndu glöggt að lög og leikreglur á vinnumarkaðnum fullnægðu hvorki kröfum VSI né samtökum launafólks. Verkíöll í 110 virka daga I ársskýrslu VSI kemur m.a. fram að í fyrra töpuðust 35.612 vinnudagar vegna vinnudeilna, eða 110 virkir dagar. A almenn- um markaði töpuðust 31.900 vinnudagar. Þar af 16.470 dagar í allsheijarverkfalli Alþýðusam- bands Vestljarða, eða 30 virkir dagar. Hjá opinberum starfs- mönnum töpuðust hinsvegar að- eins 3.622 vinnudagar, eða fimm virkir dagar vegna vinnudeilna. Ólafux B. endurkjörmn Á aðalfundinum í gær var Olafur B. Olafsson endurkjörinn for- maður VSÍ. Hann fékk 64.793 atkvæði eða 0,37% meira en Víglundur Þorsteinsson, sem fékk 64.314 atkvæði. Alls voru greidd 129.305 atkvæði af 130.942, eða 98,73%. -GRH FRÉTTIR ASÍ tíl í að ræða Sameúimgarsiiuiar reiðir Ogmimdi Framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins segir að Ögmimdur Jónasson hljóti að ílmga hvort hann eigi lengur samleið með Alþýðubandalaginu. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar alþingismanns um að stofna stjórnmálafélag að baki sér fer illa í þá alþýðubandalagsmenn sem harðastir eru í að sameina A-flokkana og aðra jafnaðar- menn. Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins og hægri hönd Margrétar Frímannsdóttur, formanns flokksins, sagði í samtali við Dag í gær að Ögmundur Jónasson hljóti að íhuga hvort hann eigi lengur samleið með Alþýðu- bandalaginu eftir að hann hefur ákveðið að stofna stjórnmála- flokk. Heimir tók það skýrt fram að þetta væri sín skoðun, hann væri ekki að túlka neina sam- þykkt frá Alþýðubandalaginu. Sú ákvörðun Ögmundar Jónassonar al- þingismanns að stofna pólitískt félag fer illa íþá alþýðubandalagsmenn sem harð- astir eru í að sameina A-flokkana og aðra jafnaðarmenn. Ekki sömu vinstri mennimir „í mínum huga er enginn munur á þessu félagi, Stefnu, og form- legum stjórnmálaflokki. Eg tek eftir að eitt af markmiðum þessa félags er að sameina vinstri menn. Landsfundur Alþýðu- bandalagsins hefur samþykkt að formaður flokksins og fram- kvæmdastjórn fari í málefna við- ræður um mögulegt samstarf fé- Iagshyggjufólks fyrir næstu kosn- ingar. Auka landsfundur í sumar tekur síðan ákvörðun um hvort það verður gert og þá með hvað hætti. Þetta er sú stefna sem nú er rekin í Alþýðubandalaginu. Ögmundur Jónasson segist líka vera að sameina vinstri menn en það eru þá greinilega ekki sömu vinstri mennirnir," sagði Heimir Már. Hann segir að greinilegt sé að Ögmundur sé ekki samstíga Al- þýðubandalaginu í þessu máli. Einnig tali Ögmundur um að það sé verið að smíða tveggja flokka kerfi hér á landi, sem Heimir segist alls ekki geta séð að sé í deiglunni. „Eg fæ því ekki betur séð en að þarna sé stefnumunur á því sem Ögmundur og hans nýi flokkur heldur fram og því sem forysta Alþýðubandalagsins er að gera samkvæmt samþykktum Iands- fundar,“ sagði Heimir Már Pét- ursson. -S.DÓR Senn ákært vegna falsana Rannsókn á málverkafölsunarmálinu svokallaða gengur hægt en ör- ugglega og segja áreiðanlegir heimildarmenn blaðsins að þegar hafi verið leitt í ljós að grunsemdir um falsanir hafi reynst á rökum reist- ar. Ekki leiki lengur minnsti vafi á því að ákæra verði geftn út. - FÞG Dómur mildaöur eftir mistök lögreglu Hæstiréttur mildaði í gær fjársvikadóm yfir rúmlega tvítugum manni úr 6 mánuðum í 3 mánuði, en í niðurstöðum dómaranna kemur fram að „margháttuð mistök“ og misræmi hafi komið fram í ákæruskjali lögreglustjóraembættisins í Reykjavík og var embættið átalið fyrir þau. Hæstiréttur hafnaði því þó að mistök í ákæru og meðferð málsins vörðuðu frávís- un þess. Hinn ákærði viðurkenndi greiðlega brot sín og framvísaði vottorði um áfengismeðferð. Hann var fundinn sekur um að hafa gefið út á sjötta tug innistæðulausra tékka upp á samtals um hálfa milljón króna. Hinn ákærði bar því við að hann hefði gefið út tékkana til að framfleyta sér og ljölskyldu sinni eftir að hann missti vinnuna haust- ið 1996. Hann hafi staðið í þeirri trú að bankinn krefði hann um endurgreiðslu, en ekki gert sér grein fyrir því að háttsemin væri refsi- verð. - FÞG Nafn hins látna Maðurinn sem lést í bílslysi við Þverá í Eyjaijarðarsveit í fyrradag hét Kristján Halldór Jónasson, til heimilis að Rifkelsstöðum. Hann var 61 árs gamall og var ókvæntur og barnlaus.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.