Dagur - 08.05.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 08.05.1998, Blaðsíða 12
12 - FÓ'sTUDAGUR 8. MAÍ 19 9 8 ÍÞRÓTTIR KR-Valur íúrslituin KR-ingar slógu Skagamenn út úr deildabikarnum á Tungu- bakkavelli í framlengdum leik og vítaspyrnukeppni í gærkvöldi. Staðan eftir venjulegan Ieiktíma og framlengingu var 0-0 en í vítaspyrnukeppninni skoruðu KR-ingar 4 mörk en Skagamenn 3. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður KR varði vítaspyrnu frá Mihajlo Bibercic og kom KR áfram í úrslitaleikinn gegn Val. Talsverður vindur setti mark sitt á Ieikinn. Skagamenn voru heldur meira með boltann, en KR-ingar sköpuðu sér mun hættulegri marktækifæri. Þórð- ur Þórðarson markvörður Skaga- manna sá um að koma Skaga- mönnum í framlengingu með frábærri markvörslu í tvígang í seinni hálfleik. KR-ingar urðu fyrir áfalli er Sigurður Orn Jóns- son, einn besti maður KR í leiknum, var rekinn af leikvelli þegar hann fékk sitt annað gula spjald í fyrri hluta framlenging- arinnar. Þeir tíu KR-ingar sem eftir voru vörðust vel og upp- skáru sigur. — GÞÖ Hjóttu ferðarinnar ♦ t Nú getur þú lesið » Dag í loftinu á öllum áætlunarleiðum Islandsflugs. ÍSLANDSFLUG gorir flotrum tatrt sð ftjúga FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI íbúðir Viljum taka á leigu til tveggja ára, 4-5 herbergja íbúðir fyrir starfsmenn okkar. Vinsamlegast hafið samband við Ingigerði Snorradóttur á skrifstofu FSA, sími 463 0104. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. AUGLÝSING um útgáfu starfsleyfis fyrir Kítin ehf., kítosanverksmiðju á Siglufirði Flollustuvernd ríkisins hefur gefið út starfsleyfi fyrir Kítín ehf., kítos- anverksmiðju á Siglufirði, kt. 681197-2819. Starfsleyfið er gefið út í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfið öðlast gildi þegar í stað og gildir í 3 ár frá því að starfsemi verksmiðjunnar hefst en þó ekki lengur en til 01.01. 2002. Reykjavík 30. apríl 1998, Hollustuvernd ríkisins mengunarvarnir. 1111 Heilræði Foreldrar verða að sjá um að börn leiki sér ekki úti á götu. 0)^ a Þeim hættir til að gleyma sér og taka t^l\ ekki eftir bílum sem koma. w Hvetjum börnin til að leika sér þar sem engin hætta er á slíku. Núverandi íslandsmeistarar SH i stigakeppni garpa. Attatíu og etns árs og keppir í sex greininii Norðurlandameistara- mót Garpa í sundi, sem við sögðum frá í Degi fyrir skemmstu, verður haldið í Suud- höll Reykjavíkur um helgiua. Að sögn Erlu Skaftadóttur, starfsmanns Sundsambands Is- lands, er mikill áhugi fyrir þessu móti, sem er um leið íslandsmót og hátt í 200 manns hafa skráð sig til keppni. Þar af eru mættir um 80 keppendur frá hinum Norðurlöndunum. Norðmenn mæta með stærsta erlenda hópinn, eða um 40 manns. Frá Svíþjóð eru mættir 20 manns, frá Danmörku 16 og frá Finnlandi 3. Islensku kepp- endurnir sem eru í kringum hundraðið, koma flestir frá SH og Ármanni og er búist við spennandi keppni milli þessara félaga. Elsti keppandinn á mótinu er 81 árs sænskur sundkappi, sem keppir í sex greinum. „Hann syndir 50, 100, 400 og 800 m skriðsund og 50 og 100 m bak- sund, sem verður að teljast nokkuð gott hjá manni á þessum aldri. Einnig keppir á mótinu 78 ára gömul sænsk kona. Hún keppir í fjórum greinum, 50, 100, 400 og 800 m skriðsundi, sem er ekki síður athyglisvert,“ sagði Erla. Mótið verður sett í kvöld kl. 18:45 og hefst keppnin kl. 19:00. A laugardag hefst keppn- in kl. 10:30 og er búist við að mótinu ljúki um ld. 15:00. Verð- Iaunaafhending verður síðan á Hótel Cabin á laugardagskvöld, þar sem garparnir koma saman og snæða hátíðarkvöldverð eftir spennandi keppni helgarinnar. ÍÞRÓTTAVIÐ TALIÐ Gældi við möguleik- aim á laudsliðssæti Auðun Helgason Nýliði í íslenska landsliðinu Auðun hefurleíkið mjög vel með Víkingi Jrá Stavangerí vor. Hann tók knattspymugoðið Mini Jakobsen, hjá Rosenborg, úr umferð. Nú er hann ný- liði í íslenska landsliðinu. - Kotn þér á óvart að fá kallið frá Gtiðjóni Þórðarsyni um að konia í landsliðið? „Já, það kom mér skemmtilega á óvart. Liðinu hefur að vísu gengið mjög vel og ég hef leikið ágætlega svo ég gældi náttúrulega við möguleikann. Strákar á mín- um aldri hafa verið að fá tækifæri upp á síðkastið svo ég gat vel ver- ið í myndinni ef ég héldi áfram að leika vel. Eg get ekki neitað því að ég hafði hugsað um þetta. En þar sem ég vissi ekkert að þessi lands- leikur stæði til kom þetta mér mjög á óvart núna.“ - Hvernig hefur þér Itkað í Stavanger? „Mér hefur Iíkað mjög vel. Við erum búin að fá mjög gott hús og koma okkur vel fyrir, rétt fyrir utan Stavanger. Þetta hefur allt farið mjög vel af stað hjá okkur. Lífið í bænum snýst mikið um fótbolta og nú í dag (gær) eigum við leik við Haugasund og það rík- ir mikil stemmning í bænum þar sem við erum búnir að vinna tvo útileiki í röð. Mér líkar mjög vel við þjálfarann og strákana í liðinu og svo er gott að hafa Rikka (Rík- harð Daðason) hérna. Þannig að okkur getur ekki annað en liðið vel.“ - Liðið hefur verið að spila betur en fjölmiðlamenn spáðu. Hvert er markmið ykkar t deild- inni? „Pressan spáði okkur 8.-11. sæti deildarinnar. Að því leyti höf- um við komið á óvart. En við sett- um okkur sameiginlegt markmið fyrir mótið, að vera í einhverju af fimm efstu sætunum. Við höfum náð því til þessa og það kemur okkur ekkert á óvart. Við erum með gott lið, engar stórstjörnur, en góða liðsheild og það er það sem þarf til að ná árangri.“ - Þtí hefur verið að fá tnjög góða dóma fyrir þína frammi- stöðu. Áttirðu von á að ná þetta langt strax t byrjun? „Liðið vantaði hægri bakvörð. Það hefur þrjá góða miðverði og því vissi ég að ef ég reyndi að standa mig í bakvarðarstöðunni gætu hlutirnir gengið upp. Þjálf- arinn sagði við mig eftir fyrsta leik að ef ég spilaði eins í tvo þrjá leiki mundi ég halda stöðu minni. Eg hef bara einbeitt mér að mínu hlutverki og það hefur tekist til þessa.“ - Er ekki góð tilfinning að vera valinn i lið vikunnar strax eftirfyrstu umferðina? „Jú það var auðvitað mjög gam- an. Eins og ég sagði áðan hugsa ég mest um að gera eins vel og ég get í hveijum leik og líka á æfing- um og það hefur skilað sér. Eg var Iíka valinn Ieikmaður Vikings eft- ir leikinn við Rosenborg. Þá pass- aði ég Mini og hann komst ekkert áleiðis og var skipt útaf eftir 65 mínútur. Það var rosalega gaman að standa sig vel fyrir framan 15 þúsund áhorfendur. Eg kvarta allavega ekkert undan umsögnun- um.“ - Hvemig er norska deildin í samanburði við þá islensku? „Norska deildin er töluvert sterkari en sú íslenska. Það sést á því að margir strákar, sem þóttu góðir heima, halda að þetta sé stökkpallur inn í enska boltann eða eitthvað álíka en svo komast þeir ekki í lið hérna. Tempóið er miklu hraðara hér. Þó það séu engar stórstjörnur í deildinni eru þetta allt mjög jafnir og góðir Ieik- menn í hverju Iiði." — GÞÖ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.