Dagur - 08.05.1998, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGVR 8. MAÍ 1998 -5
FRÉTTIR
L A
Bæriim fer í 15 0
verið bjargað, a.m.k.
tímabimdið. Sauðár-
króksbær tapar miklu
fé.
150 milljónum verður varið í að
bjarga rekstri sútunarfyrirtækis-
ins Loðskinns á Sauðárkróki skv.
heimildum blaðsins. Þessi upp-
hæð fer í hlutafé og hefur verið
rætt um að þar af Ieggi bærinn
fram 60 milljónir. Ennfremur er
ákveðið að afskriftir bæjarins í
fyrirtækinu verði um 90%.
Mjög erfiður rekstur hefur ver-
ið á Loðskinni að undanförnu,
þar sem rúmlega 60 manns star-
fa. Stærsta ástæða erfiðleikanna
er hrun Kóreumarkaðar. „Það
liggur fyrir að menn munu af-
skrifa mjög verulega það hlutafé
sem bærinn á í fyrirtældnu í
dag,“ segir Snorri Björn Sigurðs-
son, bæjarstjóri á Sauðárkróki.
„Við munum koma með nýtt
hiutafé, en hvort eignarhlutfall
bæjarins verður það sama og fyrr
er ekki Ijóst. Mér segir svo hugur
að hlutfallið gæti minnkað eitt-
hvað.“ Fyrir stjórnarfund sem
fram fór í fyrradag átti bærinn
milli 36 og 37% í Loðskinni.
Á full inn krafti
Bjarni Magnússon, stjórnarfor-
maður Loðskinns, segir að ekki
sé tfmabært að gefa út neinar yf-
irlýsingar um framhaldið. Hann
segir þó að mjög mikið hafi verið
tekið á málum verksmiðjunnar
að undanförnu og þau séu á
réttri leið. „Það miðast allt við að
fyrirtækið haldi áfram af fullum
krafti, en svona aðgerðir taka
tíma,“ segir Bjarni.
Hrossasóttin er komin norður fyrir
heidar.
Hrossasótt
í Skagafírði
Hrossasótt hefur greinst á bæn-
um Flugumýri í Skagafirði. Þar
með er úr gildi fallin sú heimild
sem yfirdýralæknir hafði aflað
hjá ESB um að flytja mætti út
hross frá því svæði á landinu þar
sem hross væru enn ósýkt, en
það markaðist af Holtavörðuheiði
til og með Mýrdalssandi í austri.
„Utflutningsbannið mun standa
að minnsta kosti á meðan stofn
veirunnar er enn ófundinn,"
sagði Halldór Runólfsson yfir-
dýralæknir í samtali við Dag.
Hann telur ekki útilokað að varn-
arlínur verði felldar niður þegar
veður skánar.
„Það er erfitt að segja á þessari
stundu hvort og þá hvaða áhrif
þetta muni hafa á væntanlegt
landsmótshald hestamanna á
Melgerðismelum í sumar,“ sagði
Sigfús Helgason, sem er fram-
kvæmdastjóri mótsins. „Yfirdýra-
Iæknir á eftir að setja sínar reglur
um nýjar varnalínur og eftir þeim
munum við fara. Aðalmálið á
þessari stundu er hvernig og með
hvaða hætti hrossasóttin breiðist
út hér norðan heiða," sagði Sig-
fús. — SBS
milljóna björgiui
Rekstri Loðskiims á
Sauðárkróki lielur
Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri: „Þótt það sé sárt að sjá tugi manna fara á göt-
una, setja menn ekki hundruð milljóna í þetta dæmi til þess eins að bjarga ein-
hverju timabundið."
Ekki tjaldað til einnax
nætur
Atvinnuástand hefur verið bág-
borið á Norðurlandi vestra mið-
að við aðra landshluta og er ljóst
að ef Loðskinn hætti framleiðslu
yrði það reiðarslag fyrir þetta
svæði. En eru menn að beija
höfðinu við steininn með þess-
um björgunaraðgerðum? Því
svarar Snorri Björn: „Þeir aðilar
sem að þessu koma myndu ekki
fara út í þetta nema vegna þess
að þeir telja rekstrarlegar og fjár-
hagslegar forsendur fyrir því.
Þótt það sé sárt að sjá tugi
manna fara á götuna setja menn
ekki hundruð milljóna í þetta
dæmi til þess eins að bjarga ein-
hverju tímabundið," er svar bæj-
arstjórans. Spurður hvort sam-
komulag sé hjá bæjarfulltrúum
um málið segir Snorri Björn að
full eining ríki, enda sé slikt
nauðsynlegt. „Ef svo væri ekki,
yrði aldrei neinn friður.“
Afskriftirnar eru ekki eina
áfallið sem hefur dunið á bæjar-
sjóði Sauðárkróks að undan-
förnu. Bærinn er búinn að tapa
um 50 milljónum á taprekstri
Saumastofunnar Vöku. — BÞ
Þmgmenn vilja í
Lan dsb aiikann
Einn! Málþóf heldur áfram á þingi en vinnuverndarreglur frá Evrópusambandinu
sem kveða á um 11 klukkutíma hvíld á hverjum sólarhring valda því að næturfundir
eru ekki jafn langir og áður. Ólafur Órn er hér í eyðilandi, en ekki er allt sem sýnist.
Á bak við tjöldin ræða menn afákefð hvernig hægt verði að tryggja áframhaldandi
rannsókn á Landsbankamálum þótt þingið fari heim. - mynd: e.ól.
Þmgmenn velta nú
fyrix sér með hvaða
hætti verði hægt að
tryggja áframhald-
andi rannsókn Lands-
bankamálsins svo það
lognist ekki útaf þótt
Alþingi fari heim.
Meðal þingmanna, einkum
stjórnarandstöðunnar, er rætt
hvernig hægt verði að tryggja að
Landsbankamálið „sofni“ ekki
með þögn þeirra sem helst sitja
undir kærum um leið og þingið
fer heim. „Þingið má ekki fara
heim án þess að taka þetta mál
upp og tryggja rannsókn áfram,“
sagði einn af helstu leiðtogum
stjórnarandstöðunnar í gær.
Ýmsar leiðir eru kannaðar. Hug-
myndir sem kynntar hafa verið í
þingflokki Alþýðubandalags um
sérstaka alvalda rannsóknar-
nefnd eru taldar munu eiga mjög
erfitt uppdráttar í ljósi sögunnar.
Ríkisstjórnarflokkarnir muni
ekki telja eftir sér að vísa þeirri
tillögu frá, eins og gert hefur ver-
ið við 39 slíkar tillögur til þessa.
Meðal stjórnarandstæðinga
heyrast raddir um að slík nefnd
yrði túlkuð sem „sigur Sverris" í
kjölfar greina hans.
Þá er talað um að hægt sé að
krefjast þess að Efnahags- og
viðskiptanefnd starfi í sumar og
vinni að málinu, eins geti for-
sætisnefnd tekið upp málefni
Ríkisendurskoðunar, sem heyri
undir hana. I röðum stjórnar-
andstæðinga er talið að tíma-
setning skipti miklu og sú Ieið
sem valin verði þurfi að vera
skotheld. Ríkisstjórnin sæti þá
uppi með skömmina af því að
vísa málinu frá.
Margrét vill millileið
Margrét Frímannsdóttir, formað-
ur Alþýðubandalags, telur hægt
að stofna sérstaka nefnd sem
hafi takmarkaðra umboð en al-
völd rannsóknarnefnd. Þessi sér-
staka nefnd sem stofnuð verði
fyrir þinglok geti tekið skýrslur
Ríkisendurskoðunar til frekari
meðferðar, óskað eftir ítarlegri
rannsókn á tilteknum þáttum
sem þyki athugunarverðir, og
kallað fyrir þriðja aðilja til um-
sagnar og álits eftir atvikum.
Þessi nefnd hefði afmarkaðan
starfsgrundvöll kringum Ríkis-
endurskoðun, en gæti búið mál-
ið til vandaðrar þinglegrar með-
ferðar. Margrét nefnir bæði
Landsbankamálið og ÞÞÞ-skýrsl-
una sem dæmi um mál sem
hefði þurft að vinna betur til
þingsins. Þessi möguleiki ætti að
vera opinn nú, og ekld útilokað,
að hennar mati, að náist pólitísk
sátt um að svona nefnd starfi í
sumar. — SJH
msm
Yrði gífurlegt áfall
Það yrði gífurlegt efnahagsáfall ef alþjóðasamningar
um losun gróðurhúsalofttegunda verða til að koma í
veg fyrir að Islendingar geti nýtt hreinar og endurnýj-
anlegar orkulindir sfnar, sagði Halldór Asgrímsson
utanríkisráðherra á aðalfundi VSI í gær. Halldór
sagði útilokað að Islendingar gætu sætt sig við Kyoto
bókunina óbreytta en samkvæmt henni mega þeir
auka losun um 10% en flest önnur ríki verða að
draga úr Iosun.
Aðeins Bandaríkin, Nýja Sjáland og ísland hafa
ekki staðfest Kyoto bókunina en lyrir Alþingi liggur
tillaga um að ríkisstjórnin geri það nú þegar fyrir Is-
lands hönd. Tillöguna flytja Agúst Einarsson, þingflokki jafnaðar-
manna o.fl.
Það er hins vegar Ijóst að utanríkisráðherra er ekki á þeim buxun-
um. Hann sagði með „ólíkindum að margir vilja gleypa niðurstöðuna
f Kyoto óbreytta og þakka kærlega fyrir sig. Þeir hinir sömu eru hins
vegar ekki líklegir til að taka að sér að jafna því efnahagsáfalli á lands-
menn og komandi kynslóðir.“
Alþjóðleg viðskiptamiðstöð
Ríkisstjórnin hefur til athugunar hvort möguleiki sé á stofna sér-
hæfða alþjóðlega viðskiptamiðstöð á Islandi. Hugmyndin er að nýta
hugvit og þekkingu Islendinga sem best í viðskiptastarfsemi utan sem
innanlands. I upphafi yrði starfsemin fyrst og fremst bundin við sjáv-
arútveg og skráningu.
Þetta kom m.a. fram í ræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á
aðalfundi VSI í gær. Ráðherra sagði að við skoðun málsins hefði kom-
ið í ljós að íslensk fyrirtæki nýta þegar í verulegum mæli aðstöðu til
ríðskipta utan lögsögu þar sem slíkir möguleikar finnast annars stað-
ar í heiminum. Hinsvegar mundi það skila miklu ef þessi viðskipti
yrðu flutt heim.
Sex bílar í árekstri
Sex bíla árekstur varð í Reykjavík í gær án þess að slys yrðu á fólki.
Areksturinn varð á Miklubrautinni en um aftanákeyrslu var að ræða.
Skoðanakömin DV
Reykjavíkurlistinn fengi 10 borgarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn 5
skv. skoðanakönnun DV, sem birt var í blaðinu í gær. Sé miðað við þá
sem tóku afstöðu nú styðja 64,1% borgarbúa R-Iistann, 35,4% Sjálf-
stæðisflokkinn en ekki nema 1,4% önnur framboð, þ.e. Húmanista-
flokkinn og Launalistann.
Halldór Ásgríms-
son utanríkisráð-
herra.
,