Dagur - 12.05.1998, Page 10

Dagur - 12.05.1998, Page 10
26 - ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU L Ð^ur Volkswagen Passat er straumlínulagaður og traustvekjandi I útliti. - myndir: orh. BÍLAR Traustlegitr og góður í akstri Passat er glæsilegur bíll á velli, sportlegur og virðulegur. Utlitið gefur til kynna að þarna fari traustur og heilsteyptur bíll, fyrsta tilfinningin gagnvart bíln- um tengist öryggi. Og þungi hurðanna þegar þær eru opnað- ar dregur ekki úr þessari trausts- tilfinningu. Maður finnur að það er mikill efniviður í þeim. Auk þess er bíllinn búinn fjórum líknarbelgjum, einum fyrir fram- an hvort framsæti og einum utan við hvort framsæti, á- samtABS hemlalæsivörn. Olgein Helgi Ragnarsson skrifar Látlaus að Passat er stærsti fólksbíllinní Volkswagen línunni. Það þekkja að sjálf- innan Þegar sest er inn verður maður e.t.v. fyrir svolitlum vonbrigðum með látlaust og svolítið flatneskjulegt útlit- * TT. . - j— ... — . ið, en það venst nokkuð SÖgÓU alllTgÖTtllU Bíllinn er stífur fljótt. Rýmið er ágætt og hvergi þrengir að manni, nema helst kannski svolítið við hægra hnéð. Sætin halda vel að manni og stjómtækin eru vel innan seilingar. Bíllinn er með veltistýri, en handfangið fyr- ir veltistýrið er undir stýr- iskassanum, sú staðsetning fer alltaf heldur í taugarnar á mér. Mér finnst eðlilegast ------------ að handfang fyrir veltistýri sé framarlega vinstra megin á stýriskassanum. Bíllinn sem reynsluekið var að þessu sinni var með 1600 rúmsentímetra vél beinskiptur fimm gíra, sem sagt ódýr- asti Passat bíliinn sem er í boði hjá Heklu hf. og kostar kr. 1.690.000,-. Ég verð að undirstrika það að þetta er mjög traustvekj- andi bíll. Þegar maður tók af stað fann maður strax fyrir því hvað bíllinn er stöðugur, svolítið þungur í hreyfingum, en þó vel lipur. Yfirbyggingin er straumlínulöguð og því teygist neðri hluti framrúð- unnar tiltölulega langt fram. Fyrir vikið er hvalbakurinn framan við bílstjórann tölu- vert stór en það eykur enn á trauststilfinninguna íyrir bílnum. Vélin, sem er sú minnsta sem Passat er boðinn með, er ekkert sér- lega snörp, en þó í raun kappnóg fyrir bílinn séu menn ekki í neinum kappaksturshugleiðingum. Fjöðrunin er vel heppnuð. í akstri, stinnur og stöðugur á vegi, en þó ágætlega mjúkur á malarvegunum. Þessi bíll var á grófum heilsársdekkj- um og því kastaði hann einkennandifyviv Iausamölinni töluvert und- ir sig. bjölluna en hún ersíðuren svo Volkswagen bíla í dag. Mirndi ég? Já, ég var töluvert skotinn í |______ þessum bfl. Ekki síst vegna þess hve traustvekjandi hann er og góður í akstri. Situr traustlega á vegi og Iiggur vel, en samt mjúkur. Manni finnst þetta vera heilsteyptur og öruggur bíll. Hann kem- ur vel til greina sem fjölskyldubíll á mínu heimiíi. Að innanverðu er Passatinn látlaus og ekki laust vlð að hann sé svolítið flatneskjulegur. En það venst fljótt. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirhelgi@islandia.is Síminn: 437 2360 Tónlistamám stækkar heilann SUOIMA ER LÍFIÐ • Eitt af því sem vísindamenn hafa rannsakað er hvernig upplifun og reynsla hefur áhrif á stærð og lögun mannsheil- ans. Nýjustu rannsóknir benda til þess að tónlistarnám virð- ist hafa þau áhrif að stækka taugarásir sem skynja tóna og aðgreina þá. • Cristo Pantev sem er í háskólanum í Munster í Þýskalandi hefur notað heilaskanna til að mæla rásir í heilanum sem þeir kalla tónrásir, en þær gera fólki m.a. kleift að þekkja í sundur tóna sem leiknir eru á pfanó. • Hjá reyndum tónlistarmönnum reyndust þessar rásir vera um 25% stærri en hjá þeim sem aldrei spila á hljóðfæri. Aldur virðist einnig skipta máli, því eftir því sem viðkom- andi hefur spilað Iengur, því stærri eru rásirnar. • Þessar rannsóknir virðast benda til þess að tónlistaræfingar í barnæsku geti haft áhrif á uppbyggingu og lögun hljóð- skynjunarsvæðanna í heilanum, segir í skýrslu vísinda- mannanna í tímaritinu Nature. Fyrirtíðaspenna Yigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Lesandi Um daginn var spurt og svarað um þunglyndi í þættin- um „Svona er líf- ið“. í tilefni af svarinu hringdi læknir í umsjónar- mann og vildi koma því á fram- færi að betra hefði verið að orða svar- ið þannig að Ieita ætti læknis þegar um þunglyndi væri að ræða, en ekki beint til Geðdeild- ar. Heimilislæknir vísar sjúklingum áfram ef hann sér ástæðu til. Sæl Vigdís. Ég á við það vandamál að etja að fyrirtíðaspenna hjá mér er alveg sérstaklega mikil. Stundum missi ég hreinlega stjórn á skapi mínu, kasta hlutum og ég er alveg skelfingu lostin yfir því að einn daginn muni ég meiða börnin mín eða einhvern annan. Hvað get ég gert í þessu? Fyrsta skrefið hjá þér er að leita læknis. Hann mun svo vísa þér áfram ef þú þarft sérfræðiaðstoð eða gefa þér lyf sem hjálpa til við að halda einkennunum niðri. I gegnum tíðina hafa ýmis ráð verið reynd og það komið í ljós að B vítamín hafa nokkur áhrif til að minnka geðsveiflumar. I þessu máli sem svo mörgum öðrum er mikilvægt að gæta þess að fá næga næringu og svefn, því sé konan vansvefta og þreytt, þá magnast geðsveiflurnar. Hikaðu ekki við að Ieita hjálpar, þetta er algengt vandamál og þó svo ein- hverjar rannsóknir sanni að þessar sveiflur séu ekki til staðar, þá eru þær ófáar konurnar sem vitna um hið gagn- stæða. Þú hefur alla mína samúð í þessu máli. Jarðaberj asavarín Þessi kaka er gerð úr ger- deigi og sérdeilis ljúffeng. Deig: 20 gr pressuger 2'/ dl volg mjólk 350 gr hveiti 4 egg 40 gr flórsykur 1 msk. vanillusykur 'A tsk. salt 150 gr smjör eða smjörlíki Stróp: 4 msk. romm 6 msk. hvítvín (má sleppa) 2'A dl vatn 150 gr sykur Fylling: 250 gr jarðarher 1 peli rjómi 50 gr flórsykur 1 msk. pistasíuhnetur til skreytingar Látið gerið í volga mjólkina ásamt ofurlitlum sykri. Þegar freyðir, sigtið þá hveitið yfír og hrærið ofurlítið. Þeytið eggin með sykrinum, bætið salti, vanillusykri og smjöri samanvið. Hellið útí hveiti- blönduna og hrærið vel sam- an. Látið lyftast í um 10 mín. Hrærið aftur og hellið í vel smurt form. Látið bíða þar til deigið hefur lyft sér vel. Bakið við 220°C í um 40 mín. Kælið kökuna. Hitið rommið og hvítvínið í potti ásamt vatni og sykri. Látið sjóða í 5 mín. Setjið kökuna á disk og hellið sírópinu yfir hana þar til hún hefur drukkið það allt í sig. Þvoið jarðarberin og þeyt- ið ijómann með sykrinum. Setjið jarðarberin og rjóm- ann í miðjuna og skreytið með hnetunum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.