Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 1
Leikarar að ætt og uppruna Sex afáttcL nýjum nemum í LeiklistarskólcL íslands eru leikararað ætt, uppruna og kannski uppeldi líka. Leik- listarbakterían gengur víst örugglega í erfðir. Það eru leikara- og söngvarabörnin Brynja Valdís Gísladóttir, Ivar Örn Sverrisson, Ólafur Egill Egilsson, Tinna Hrafnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir sem voru svo heppin að fá inn- göngu í Leiklistarskóla Islands nú á vor- dögum og þeim til viðbótar komust inn í skólann Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Gísli Pétur Hinriksson. Þau fyrrnefndu hafa fengið brennandi áhugann með móður- mjólkinni, hálft í hvoru alin upp í hringiðu leikhússins. Hin síðarnefndu hafa lítil sem engin tengsl við leiklistina þó að þau hafi aðeins „fiktað", með Hafnarfjarðarleik- húsinu eða sem krakkar. Sögumar grassera Að sjálfsögðu gildir það sama um leikara- stéttina eins og aðrar stéttir í landinu að af- kvæmin læra af foreldrunum og sækja gjaman í svipað starfsumhverfí og þau eru alin upp við. Tannlæknaböm læra til tann- læknis, kaupmannssonurinn tekur við búð- inni af pabba sínum, kratabamið gengur í Alþýðuflokkinn. Leikarabörnin eru sum hver pínulítið viðkvæm fyrir því að íjailað sé um ættir þeirra og uppruna í tengslum við leiklistina því að þau hafa fengið að heyra það; klíkuskapur eða ekki ldíkuskapur, sög- umar eru strax farnar að grassera. En þau komust alltént inn í skólann og það er vel! „Þeir sem vita út á hvað þessi próf ganga vita að þetta gengur ekki út á klíkuskap. Það græðir enginn á að taka inn hæfileika- lausa manneskju. Skólinn vill geta verið stoltur af okkur. Við berum hróður skólans út á við. Það er algjörlega dómnefndarinn- ar að ákveða hverjir komast inn,“ segja þau réttilega og pínulítið í vörn vegna upp- runans. Siggi Sigurjóns er fjarskyldur Sum þeirra hafa tekið sér tímann sinn til að ákveða hvaða braut þau eiga að fara. Brennandi áhugi með móðurmjóikinni. Úlafur Egill Egilsson er liggjandi fremst á myndinni. Arnbjörg Hiíf Vaisdóttir, Brynja Valdís Gísladóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Tinna Hrafnsdóttir, Unnur Úsp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Það er ekki óþekkt, frekar þvert á móti, að börnin sæki í svipað starfsumhverfi og foreldrarnir eru í. mynd: teitur jónasson. Ólafur Egill Egilsson Ólafssonar og Tinnu Gunnlaugsdóttur hefur til dæmis tekið sér frí frá leiklistinni í eitt ár og verið að und- anförnu að sauma leikbúninga fyrir Myrkrahöfðingjann, mynd Hrafns Gunn- laugssonar. Tinna Hrafnsdóttir Gunn- laugssonar hefur verið í háskólanum að Ieggja stund á bókmenntafræði og íslensku auk þess að afgreiða viðskiptavini hjá SPRON. Brynja Valdís Gísladóttir, dóttir Önnu Kristínar Arngrímsdóttur leikkonu, hefur verið á hönnunarbraut í Iðnskólan- um og þannig mætti lengi telja. Bakterían hefur blundað og í sumum tilvikum hefur Ieiðin verið nokkuð löng en ekkert þeirra hefur þó verið víðs fjarri listinni. Til glöggvunar á þeim hinum er rétt að geta þess að Ivar Örn Sverrisson er sonur Sverris Guðjónssonar og Elínar Eddu Arnadóttur, Unnur Ösp Stefánsdóttir er dóttir Stefáns Baldurssonar Þjóðleikhús- stjóra og Þórunnar Sigurðardóttur for- manns Listahátíðar, og Vigdís Hrefna Pálsdóttir er dóttir Páls Baldvins Baldvins- sonar leikstjóra og sonardóttir Baldvins Halldórssonar leikara. Hinir nýju leiklistarnemarnir tveir eru ekki af leikaraættum nema fjarskylt sé. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir er að norðan, dóttir Vals heitins Arnþórssonar fyrrv. bankastjóra, og Gísli Pétur Hinriksson kemur úr Hafnarfirði. Hann hefur verið viðloðandi Hafnarljarðarleikhúsið, nú síð- ast sem jötunninn Þjazy. Hann huggar sig við að Siggi Sigurjóns sé fjarskyldur ætt- ingi. I gríni þó. -GHS. RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐA- OG GRÓÐURRÆKT Þarftu aö eyöa illgresi? Eru pöddur í garðinum þínum? Veistu ekki hvernig á aö bregöst viö? Leyfðu okkur aö aðstoða þig. RáÖgjöf sérf ✓ ðinga um garS- og gróSurrækt GROÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA SmiÖjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 321 1 • Fax: 554 2100 Munið! Fagmennska í fyrirrúmi! -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.