Dagur - 20.05.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 20.05.1998, Blaðsíða 4
20-MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1990 LÍFIÐ í LANDINU UMBUÐA- LAUST Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar Ef andi stjórnarandstöð- unnar opinberaðist í einni persónu mætti Iýsa henni sem fremur vit- grönnum, sjálfumglöðum popúlista sem ekkert þekkti til sjálfsgagn- rýni. Það er íjarri mér að ætla að festa þessa lýsingu við hvern og einn einstald- ing í stjórnarandstöðunni, því þar finnast nothæfir stjórnmálamenn þótt ekki fái þeir notið sín, en sem heild er stjórnar- andstaða þessa Iands ónýtt apparat sem enginn leið er að taka hátíðlega. Eina ráð stjórnarandstöðunnar til að vekja athygli á sjálfri sér er að senda einn harðasta fulltrúa sinn, og þann fanatískasta, í ræðustól til að mala í fulla tíu tíma yfir auðum þingsal og sofandi þjóð. „Ekki orði ofaukið, ofur málefnalegt," fullyrti formaður Alþýðuflokks við fréttamann skömmu eftir að maraþonræðunni lauk. Sighvatur Björgvinsson hefur annað hvort vondan smekk eða hefur verið í svefngalsa þegar hann mælti þau orð því stór hluti ræðu Jóhönnu byggðist á syfju- legum upplestri úr ræðum gamalla krata. Ef málsnilld fannst í máli Jóhönnu kom hún ekki frumsamin úr hennar munni. Ræðan sem engioo heyrði Það mun hafa verið ræðusnillingurinn Winston Churchill sem sagði að það tæki sig fimm klukkustundir að undirbúa fimm mínútna ræðu en fimm mínútur að undirbúa fimm klukkustunda ræðu. Og óneitanlega hvarflar að manni að það hafi kostað Jóhönnu Sigurðardóttur meira álag að halda sér vakandi þessa tíu tíma en að undirbúa ræðu sem enginn hefur sennilega heyrt í heild sinni nema forseti Alþingis sem var bundinn við stól sinn og komst ekki burt. Stjórnarandstaðan gumar af frammi- stöðu sinni. En þjóðin hefur ekki eftir neinu tekið, öðru en því að Jóhanna Sig- urðardóttir setti nýtt ræðumet. Hún stóð í tíu tíma við púlt og virtist allan þann tíma ekki vera mál að fara á klósettið. Það þykja vissulega tíðindi á mörgum bæjum en afrekið nægir þó varla til var- anlegrar virðingar. „Eina ráð stjórnar- andstöðunnar til að vekja athygli á sjálfri sér er að senda einn harð- asta fulltrúa sinn, og þann fanatísk- asta, í ræðustól til að mala í fulla tíu tíma yfir auðum þingsal og sofandi þjóð.“ A tossa- bekk Nú er rétt að taka fram að ég tel enga ástæðu til að bera Iof á ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fyrir að ætla að þvinga fram á mettíma afgreiðslu á stórum og mikilvæg- um frumvörpum, hálendisfrumvörpum og húsnæðisfrumvarpi. Það er hins vegar snautleg stjórnarandstaða sem á engin önnur svör en þau að tyggja upp gamlar ræður tímunum saman og vola þess á milli um vonsku forsætisráðherra. Duglaus í riMsstjóm? Stjórnarandstaðan er eins og tossabekk- ur. Þar kunna menn ekki að bregðast við á sannfærandi hátt og geta ekki komið fyrir sig orði svo athygli veki. Eina ráðið er að benda á manninn sem stendur við töfluna og segja hann vera harðstjóra. Síðan er staðið upp á stól og sagt: „Þú skalt ekki halda að þú getir ráðið yfir mér!“ Svo er tekið við að mala til þess eins að mala. Síðustu dagar hafa leitt í ljós að stjórn- arandstaðan sameinuð á ekki roð við Davíð Oddssyni einum. I rauninni þyrfti ekki nema einn vel upplýstan, málsnjall- an eldhuga til að vekja þjóðina til meðvit- undar um hin ólánlegu frumvörp ríkis- stjórnarinnar og kveða um leið forsætis- ráðherra í kútinn með ræðu sem ekki þyrfti að taka margar mínútur í flutningi. Stjórnarandstaðan virðist ekki eiga slíkan mann. Það er ekki einungis hennar ólán. Það er ólán landsmanna allra. Og ráð- leysi og dugleysi stjórnarandstöðunnar er slíkt að óneitanlega læðist að manni sú óþægilega hugsun að sennilega myndi hún reynast jafn duglaus í verkum sínum í ríkisstjórn og hún hefur reynst í stjórn- arandstöðu. JC býðtir á kappleik JC bauð upp á kappleik á íþrótta- og atrás Stöðvar 2, sem gengur undir nafn- inu Sýn, á mánudagskvöld. Kappleikurinn sem Sýn bauð uppá var ekki Tyson v. Holyfield að þessu sinni, þótt maður bygg-. ist jafnvel við að Inga Jóna færi á eyrun á Helga Hjörvar. Þetta voru sem sagt frambjóðendurnir að slást um borgina. Formið: 4 mínútur í inngangserindi, 2x15 í ræður þar sem hvort mátti grípa frammí fyrir hinu og svo loka- ræða hjá hvoru upp á 4 aftur. Inga Jóna er tvímælalaust með öflugustu, ef ekki öflugasti stjórnmálamaðurinn á D-lista. Hún fór heldur hikandi af stað og inn- gangsræðan Iak ögn út og suður og þeg- ar tímann þraut var eins og hún hefði misst andstæðinginn úr fókus. Helgi tók mun skipulegar á málum, setti sín áhersluatriði í brennidepil og náði að festa huga áheyrenda við það sem hann ætlaði sér. Höggin voru fastari og hnit- miðaðri. Þegar staðan var metin eftir fyrstu lotu var Helgi yfir, 1-0. Inga Jóna sækir Þegar Sýn hafði mjólkað tækifærið byrj- aði Inga Jóna og nú hafði Helgi skot- MENNINGAR VAKTIN Stefán Jón Hafstein skrifar leyfi. 15 mínúturnar liðu án þess að manni fyndist Helgi vera áberandi hitt- inn í inngripum. Það er mikil kúnst að velja réttu málin til að skjóta á móti og ekki alltaf rétt að taka þau sem liggja beint við. Helgi flaskaði á því að fara að ræða hvenær reikningar liggja fyrir hjá borginni og í heild var lotan ódramatísk. Inga Jóna kom hins vegar mun ákveðnari til Ieiks þegar Helgi hóf mál og hélt honum upp að köðlunum í nokkrum málum. Það þýddi hins vegar að kostir Helga nutu sín vel, gömlu Morfís-reflexarnir tóku sig upp. Högg Ingu Jónu hittu stundum, en stöku sinnum kom mjög Iævís krókur á móti bragði. Helgi egndi gildru fyrir Ingu Jónu þegar hún sakaði hann um að kunna ekki tölur, sem hann þuldi svo að bragði og litlu munaði að Inga Jóna færi í gólfið. Hún uppskar hins vegar fyrir dugnað sinn og sýndi að hvergi er komið að tómum kofa. Þannig bar Helga af leið, án þess þó að missa takt. Þegar hér var komið sögu voru JC félagar komnir í „Gettu betur“ stellingar með klappi og látum, og klapplið Ingu Jónu virtist samhæfð- ara í bylgjuhreyfingum. Lotunni lauk með því að Inga Jóna vann á stigum, naumlega, en Helgi var mjög nærri jafn- tefli. Lokalotan Þegar hugað var að meiðslum áður en lokaræður hófust kom í Ijós að Inga Jóna hafði misst meira blóð. Málefna- iega var staðan í lagi, en hún hafði tekið of mikla áhættu gagnvart áhorfendum heima með pirringsfaktornum. Svip- brigði og raddbeiting Helga voru í full- komnu Iagi eftir slaginn, og einkunn 9.0, en Inga Jóna ögn völt á fótunum þegar hún las sig eftir raddböndunum. Gribbusvipurinn kom of oft upp á þess- um annars glæsilega frambjóðenda til að dómnefndin gæti verið sátt um meira en 7.5 fyrir árásartækni. I virðuleika fékk hún aðeins 5.5. Hún hélt því að- eins meidd inn í Iokalotuna og áhorf- endur gátu eins vel búist við höggi und- ir beltisstað. Beint í íjármálapung Helga. Þess í stað kom frekar ómark- visst klór á þennan viðkvæma stað, sem áflogasérfræðingar meta á þann hátt að Inga Jóna hefði átt að ganga hreint til verks - en sleppa ella. Þar með var Helgi kominn á auðan sjó með vel undirbúna ræðu sem reyndist heilsteyptari en þó annars sæmilegur sprettur lngu Jónu. Ilann tók frekar mikla áhættu með því að búa til orðaleik kringum fötlun sína, sem mörgum kann að þykja full djarft spilað á samúðarstrengina. En ræðan fór vel í gegn þótt ekki tækist honum að koma tæknilegu rothöggi á andstæðing- inn. Helgi vann á stigum: 2-1 en Inga Jóna kemst áfram í undanúrslit með honum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.