Dagur - 20.05.1998, Blaðsíða 6
22 - MIBVIKUDAGUR 20.MAÍ 199 8
LÍFIÐ í LANDINU
Díg^ttr
MiMu betri en
„þorramaturinn“!
í Skálholtsskóla er boðið upp á
máltfðir sem eiga engan sinn
líka. Þar er borinn fram sams-
konar matur og til var í biskups-
tíð Þórðar Þorlákssonar árin
1674 til 1697. Málsverður þessi
er mjög fjölbreyttur og góður og
slær út allar viðteknar hug-
myndir um gamlan og vondan
íslenskan mat.
Heiðurinn af þessu 17. aldar
hlaðborði eiga þeir félagar Jón
K. B. Sigfússon, kokkur í Ara-
tungu, og Ingólfur Guðnason,
garðyrkjubóndi á Engi. Val á
matvöru í þessari máltíð byggir á
heimildaöflun þeirra um hvað
var til á þessum tíma og hvernig
var matreitt. Byggt er á innflutn-
ingsskýrslum, Islandslýsingum,
margvíslegum frásögnum og
fornleifarannsóknum.
Sagan gefur mafitum nýjan
keim
„Landslag væri Iítils virði ef það
héti ekki neitt“. Svipað má segja
um mat. Þó maturinn leiki vel á
tungu, gefur það honum nýjan
keim að njóta hans í sögulegu
umhverfi. Biskupamáltíð frá 17.
öld á ekki heima á veitingahúsi í
Reykjavík, heldur í Skálholti.
Máltíðin byrjar þegar menn
koma inn í sveitina í nágrenni
Skálholts og rifja upp harna-
skólalærdóm sinn í Islandssögu.
Þar næst á að ganga til Skál-
holtsdómkirkju og hlýða á
kirkjutónlist og síðan að skoða
fornminjar í kjallara kirkjunnar
og loks að ganga þaðan út um
aldagömul göng. Þá eru menn
þess andlega reiðubúnir að njóta
matar síns.
Aðal imatreiðslumeistarans er
að vera trúr hráefninu, nota ein-
ungis það hráefni sem vitað er
að var til á þessum tfma. Næst
kemur að byggja á þeim vinnslu-
og matreiðsluaðferðum sem
kunnar eru og loks að blanda
saman hráefni eftir eigin hug-
myndum.
Þórður biskup „gourmet“
Þórður biskup var sigldur maður
Snættað hætti 17. aldar manna. Nútímamanninum finnst
kræsingarnar merkiiega góðar.
og mun hafa komið víða við í
Evrópu. Hann var „gourmet" á
síns tíma vísu í matreiðslu og
ræktun. Biskup réð til sín
danskan matreiðslumeistara og
evrópskir straumar í matreiðslu
blönduðust innlendri matar-
hefð.
Grænmeti og krydd var rækt-
að í Skálholti frá öndverðu.
Kartöflur fengust ekki á þessum
tíma. Rófur, gulrætur, næpur,
radísur, hvítkál og salat voru
komin í ræktun. Síðan bættist
furðu lítið við grænmetisbúskap-
inn næstu 300 árin, eða þar til á
allra síðustu árum. Þar til við-
bótar voru flutt inn korn og
krydd. Engifer er innflutt krydd
sem virðist hafa verið mikið not-
að í Skálholti fyrir 300 árum, en
kom aftur inn á markað sem
framandi krydd fyrir fáum ára-
tugum. Kúmen var ræktað í
Skálholti og mikið notað, en fer
ekki mikið fyrir því nú.
Pottatímabilið
Matreiðsla á 17.
öld var f pottum;
steikingar byija síð-
ar. Nautakjötið er
soðið í jurtaseyði og
soðið síað og notað
í dágóða grænmetis-
súpu. Saltkjöt og
hangikjöt er þurr-
saltað og ekki notað-
ur saltpétur og nítrat.
Hangikjötið er síðan
taðreykt og saltkjötið
lagt í pækil. Kjötið
heldur sínum brúna Iit
og enginn sjónarmun-
ur var á saltkjöti og
súpukjöti. Saltkjöt
verkað með þessum
hætti er einstaklega
gott, ekki eins öfgafullt
bragð af því og maður á
að venjast. Boðið upp á
silung matreiddan í
njólablaði. Með er borin
Jon K. d- Diy j r frarn.
Guömundsdottirjemoe__—.
skyrsósa bragðbætt með hun-
angi og graslauk.
Mysa og mjöður
Kaffi og te voru ekki komin til
landsins á þessum tíma. Jurta-
seyði var unnið úr íslenskum
villijurtum. Mysa var mjög mikið
notuð og drukkin blönduð vatni.
Ö1 var almennur drykkur, en vín
aðeins hjá höfðingjum. Fluttir
voru inn humlar til bjórfram-
leiðslu. I Skálholti er nú borinn
fram mjöður þar sem hráefnið
er framleitt hjá Agli Skalla, en
blandað og kryddað á staðnum
að hætti hússins.
Skálholtsskjóður
I eftirrétt eru bornar fram Skál-
holtsskjóður. Rjómi er bættur
með koníaki og hnetum, settur á
miðja pönnukökuna og hún tek-
in saman eins og skjóða og
bundið um. Hunang var sætu-
efni þessa tíma og sykur dýr og
sjaldséður. Boðið er upp á rúsín-
ur, gráfíkjur og sveskjur með
hunangssósu og svo auðvitað
skyr. Allt brauð er heimabakað
og boðið upp á margar sortir.
Landuám í nútímanum
Ferðaskrifstofan Landnáma
verður með daglegar ferðir fyrir
útlendinga í allt sumar þar sem
m.a. verður boðið í 17. aldar
kvöldverð í Skálholti. Þá geta
hópar pantað hjá Landnámu eða
beint á staðnum. Hægt er að fá
misjafnlega mikið í lagt f mat og
tilstandi. Mikið tónlistarlíf er í
Skálholti og hægt er að tengja
þetta tónleikahaldi í kirkjunni
eða fá tónlistarfólk til söngs og
hljóðfæraleiks undir borðhaldi.
Starfsfólk klæðist viðeigandi
búningum og er húsfreyjan
klædd búningi sniðnum eftir
mynd af Ragnheiði biskupsdótt-
ur. Það er enginn skyndibiti að
snæða í Skálholti og þaðan fara
gestir mettir í anda og maga.
1
I
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
C?T T^ZT jtt^t
u U mLa U ISlI
BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4
Góður í ferðalagið
Baleno Wagon er einstaklega
rúmgóður og þægilegur í
akstri, hagkvæmur í rekstri
og hefur allt að 1.377
lítra farangursrými.
Baleno Wagon gerir
ferðalagið enn ánægjulegra.
Baleno Wagon GLX 4X4:
1.595.000 kr.
Baleno Wagon GLX:
s'uzuki"
AFL OG
ÖRVGGI
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf.( Laufásgötu 9, sími 462 63 00.
Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. isafjörður: Bílagarður ehf.,
Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00.
ALLIR
SUZUKI BítAR
ERU MEO 2 0RYGGIS-
lOFIPÚÐUM.