Dagur - 20.05.1998, Blaðsíða 5
ÐMfur
MIÐVIKUDAGUR 20.MAÍ 1998 - 21
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
Tínt úr ritsaíninu
Leikfélag íslands:
ÚNGLíNGURINN í
SKÓGINUM. Úrverkum
Halldórs Laxness.
Leikstjórn: Viðar Eggertsson.
Samsetning dagskrár:
Illugi Jökulsson.
Frumsýnt á opnunardagskrá
í Iðnó 13. maí.
Það var gaman
að koma í Iðnó
á miðvikudags-
kvöldið. Nú
hefur þetta
gamla og kæra
hús risið til nýs
lífs. Þar er ekki
bara um and-
Iitslyftingu að
ræða heldur
gagngera umsköpun þar sem
húsið er fært sem næst upp-
runalegri gerð. Þar með er það
orðið að ýmsu óli'kt því sem var
síðustu áratugina sem Leikfélag
Reykja\'íkur starfaði þar. Það er
gaman að leiða í hug sér, þar
sem maður situr á áhorfenda-
bekknum að nú sé Iðnó eins og
fyrir hundrað árum. Þá steig þar
á sviðið meðal annarra hin
milda prímadonna frú Stefanía
sem nú má lesa um í ágætri bók
Jóns Viðars Jónssonar.
Perlur án samhengis
Það hefði mátt standa að þessari
Laxnessdagskrá með nokkuð
metnaðarfyllri og markvissari
hætti en raun er á. Eg gat ekki
fundið neina línu í þessari sam-
setningu. Gripnar voru upp
perlur úr verkunum hingað og
þangað, án nokkurs samhengis.
Þær glitruðu að vísu fagurlega,
enda mætti það vera fyrirmunun
ef reyndir leikarar gætu ekki gef-
ið öðrum eins texta líf. En sem
sagt: hver var hugmyndin, leið-
arstefið, þráðurinn í sýning-
unni? Eg kem ekki auga á það.
Nafnið á dagskránni gæti gef-
ið til kynna að þetta væri kynn-
ing á Ijóðum Halldórs. Svo er
raunar ekki þótt Ijóð séu allmik-
ill hluti dagskrárinnar að vísu.
Hefði ekki átt að binda sig við
hinn unga Halldór? Taka þá ljóð
úr fyrstu útgáfu Kvæðakvers,
kafla úr Vefaranum, kannski úr
fleiri æskuverkum, hugsanlega
úr bréfum skáldsins frá yngri
árum sem tiltæk eru? Líka hefði
mátt láta skáldið vera í sjónar-
miðju. Hvað segir Halldór um
skáld og skáldskap? Þar koma
inn bæði Ólafur Kárason og
Þormóður Kolbrúnarskáld, svo
að þeir frægustu séu taldir. Enn
mætti hugsa sér ástarsögurnar í
verkum Halldórs. Nei, það er
seint að telja upp allar þær leiðir
sem fara má að þeim auðuga
heimi sem verk þessa höfundar
fela í sér.
Aðeins notaleg upprifjun
En þótt sýningin sé ófullnægj-
andi eins og hún kemur fyrir
sjónir, má ekki láta ólund út af
því ráða viðbrögðum sínum. Vit-
anlega var hér margt vel flutt,
þakka skyldi þegar slíkt lið á í
hlut. Gaman var að sjá elstu
leikarana, Herdísi Þorvaldsdótt-
ur og Róbert Arnfinnsson, hjá
þeim finnur maður jafnan hina
næmu tilfinningu og virðingu
fyrir textanum sem stundum
skortir hjá þeim yngri. Róbert
fór til dæmis skemmtilega með
Ijóð úr Kvæðakveri og Herdís
einkar fallega með Vöggukvæði
úr Silfurtúnglinu. Guðrún
Gísladóttir var sömuleiðis vel ör-
ugg á sínum hlut. Halldóra
Geirharðsdóttir reyndist mis-
tækari, þannig ldúðraði hún Is-
lensku vögguljóði. Hins vegar
fóru þau Ingvar E. Sigurðsson á
leikrænan hátt með Únglínginn
í skóginum. Þá er ekki amalegt
að hlýða á textaflutning Arnars
Jónssonar. Hann gaf Maístjörn-
unni upprunalegt líf sem lag
Jóns Asgeirssonar hefur að
nokkru máð af því þótt gaman
sé að heyra börnin kytja það. En
- hver hugsar um þetta ljóð sem
róttækt verkalýðsbaráttukvæði
nú á dögum? - Og hin
ógleymanalega lokasena Gerplu
var smekkvíslega lesin af Arnari,
Herdísi og Ingvari.
Leikstjórinn virðist ekki hafa
lagt skýrar línur um flutninginn,
hver les með sínu lagi, leikles
meira eða minna, en allir bera
bækur, enda ritsafnið það sem
setur mestan svip á sviðið. Þrátt
fyrir það að leikendur séu með
textann í höndunum skorti á
réttan flutning hjá sumum og er
það raunar ófyrirgefanlegt. Æf-
ingatíminn hefur greinilega ver-
ið ónógur.
Tónlistin var ekki of nær-
göngul hér, í ýmsum tilbrigðum
sem oftast fóru vel. Ekki þótti
mér æskulag Halldórs sem not-
að var og rækilega hefur kjmnt
verið með persónulegum svip,
enda varla við því að búast af
tólf ára dreng.
Dagskráin var þannig lítið
meira en notaleg upprifjun á
nokkrum orðlistarperlum úr
ritsafni Halldórs.
Beethoven-
tónleikar
Vafalítið er
Beethoven vin-
sælasta tón-
skáld vorra
tíma, og hefur
reyndar verið
alít frá ævidög-
um sínum í
upphafi 19.
aldar. Þetta
sást skýrt á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar í Háskólabíói 14. maí: þar var
bókstaflega hvert sæti skipað, og
undirtektir ákaflegar, enda voru
á efnisskrá þrjú afarvinsæl verk:
Egmont-forleikurinn, 3. píanó-
konsertinn og 6. sinfónían.
Eins og töframaður
Stjórnandi var Gerrit Schuil
sem getið hefur sér gott orð hér
á landi sem kammermúsíker og
Schubert-meðleikari; hann er af
hollenzkri rót en hefur búið hér
á landi í ein sex ár, eða eins og
segir í kynningu: „Haustið 1992
kom Schuil í fyrsta sinn til Is-
lands í tónleikaferð og varð fyrir
svo sterkum áhrifum af landinu
að hann ákvað að setjast hér að
og er nú búsettur í Reykjavík."
Og svo eru menn að tala um
„skerið" og hve grænt grasið sé í
Evrópubandalaginu.
Stjórnandinn var eins og
töframaður sem laðaði fram tón-
listina með sprota sínum - nema
hann hafi verið að dansa eftir
henni? Og hljómsveitin spilaði
afar vel - eins og hún raunar
gerir oftastnær núorðið. Reynd-
ar voru tónleikarnir talsvert af-
rek hjá Schuil því hann stökk
inn í hlutverkið á síðustu
stundu, eftir að fyrirfram ákveð-
inn stjórnandi hafði forfallazt.
Ferskui flutningur
Egmont-forleikurinn (op. 84) er
verk hins fullþroska Beethovens,
snillingsins í því að semja heill-
andi og umfram allt áhrifamikla
tónlist. AHir þekkja verkið af
plötum, og á árum áður hefði
slíkur samanburður ekki lofað
góðu í hugum margra: en nú er
engu slfku til að dreifa því flutn-
ingur Sinfóníuhljómsveitar vorr-
ar gaf i engu eftir því sem bezt
gerist á grammófónum.
Einleikari í 3. píanókonsertn-
um (op. 37) heitir Bella Dav-
idovich. Hún er sögð vera ein úr
hópi hinna rómuðu píanósnill-
inga sem komu í röðum úr
smiðju prófessors Neuhaus í
Moskvu, en einna frægastir i
þeirra hópi voru þeir Svjatóslav
Richter og Emil Gilels. En Bella
Davidovich spilaði Beethoven-
konsertinn mikið öðruvísi en
þeir hefðu gert, með afar hörð-
um áslætti og nánast staccato,
og steig sennilega aldrei á pedal-
ann allt verkið í gegn. Kannski
þetta sé einhver tilraun til fyrn-
ingar, og Bella Davidovich eða
aðrir ímyndi sér að Beethoven
sjálfur hafi spilað svona. Allt um
það var þetta „ferskur“ flutn-
ingur og ánægjulegur að mörgu
leyti, og afar fallegar strófur í
hljómsveitinni.
Auk þess að vera ein af níu
vinsælustu sinfóníum Beet-
hovens, er Sveitasinfónían (op.
68) í úrvalsflokki með 3., 5. og
9. sinfóníunum, sem hverri um
sig má lýsa með einhverju há-
stigsorði. Af þessum fjórum er
sú sjötta yndislegust, dýrðaróður
til lífsins og náttúrunnar. Varla
var það ætlun stjórnandans, en
mér þótti flutningurinn nú, sér-
staklega fyrstu tveir þættirnir,
minna á þessi náttúrulífsmál-
verk þar sem öllu ægir saman,
stórum og smáum fuglum og
dýrum, blómum, grösum og
tijám, og allir syngja með sínu
nefi og baða sig í sólskininu. Og
allt var þetta sérstaklega yndis-
legt eins og vera ber. Beethoven
var orðinn heyrnarlaus þegar
hér var komið sögu, enda segja
fræðimenn að eftirlíking hans á
gauknum (flauta, klarinetta og
fagott) undir Iok 2. þáttar beri
það með sér að hún er fjarlæg
endurminning. Eftir dansiball
sveitafólksins var „Stormurinn“
magnþrunginn mjög, og loks
endar sinfónían á óði manna og
dýra til lífsins eftir að þrumu-
veðrinu slotar og sólin skín á ný.
Ljómandi skemmtilegir tónleik-
ar.
IMENNINGAR
LÍFID
Tvær
knáar
Þegar blað
þetta
berst les-
endum í
hendur
verður
heil
hljóm-
Guðrún Gunnars- sveitar-
dóttirfermeð rúta ein-
Berglindi Björk á hvers
Vopnafirði og staðar á
Dalvík. leið lil
Vopna-
Ijarðar
með lög úr teiknimyndum
innanborðs. „Úr Gosa og
öllum þessum vinsælu
myndum sem fólk kann
utan að,“ segir Guðrún
Gunnarsdóttir, sem vön er
að halda sig á Þjóðbraut
Bylgjunnar en ekki þjóð-
braut langferðabíla. Þær
Berglind Björk Jónasdóttir
hafa hóað nokkrum spræk-
um hljómsveitargæjum með
sér í rútuna austur til að
spila undir með þeim og
herma eftir aukaleikurum.
Þær verða „þarna hjá menn-
ingarvitanum, henni Siggu
Dóru“ á Vopnafirði í kvöld,
miðvikudagskvöld, en á
Kaffi Menningu, Dalvfk, að
kvöldi uppstigningardags.
Dagskráin þeirra sló í gegn í
Listaklúbbinum í vetur svo
nú gera þær víðreist í full-
vissu um það sama á Vopna
og Dalvík.
Lista-
hátíð
norður
Listahátíð
Reykja-
víkur
!eggur
land
undir fót
og kem-
ur norð-
ur í land
Iíka.
Vegna
athuga-
semda í
dálkin-
Svanhildur: færir
fréttir af ferðum
Listahátiðar
norður.
um hér í gær hefur
Svanhildur Konráðsdóttir
Ijölmiðlafulltrúi upplýst eft-
irfarandi í rafrænum pósti til
Menningarlífsins: „Varðandi
ábendinguna um að gaman
væri að sjá eitthvað af við-
burðum Listahátíðar úti á
landi - þá tek ég undir það
heils hugar og bendi á að
tvær mjög merkilegar ljós-
myndasýningar, sem opnaðar
verða í Gerðubergi á upp-
stigningardag, sýning Car-
lotu Duarte og verk Maya
indíána frá Chiapas í
Mexíkó, munu fara norður á
Listasafn Akureyrar. Hið
sama er að segja um ind-
versku dansmeyna og henn-
ar fylgdarmenn, sem munu
sýna listir sfnar í Samkomu-
húsinu 8. júní.“
Þá vita menn það á Norð-
urlandi og þakka ber þetta
framtak.
v_______________________________y