Dagur - 20.05.1998, Síða 11

Dagur - 20.05.1998, Síða 11
T Xfc^ur LÍFIÐ í LANDINU FÚLKSIIMS MEINHORNID • Það er að hefj- ast Listahátíð í Reykjavík. Þá bregður svo við að maður hefur ekki áhuga fyrir einu einasta at- riði sem kynnt hefur verið. Það hefur ekki komið fyrir áður að mig hafi ekki Iangað til að sjá eitt eða fleiri atriði. Eg verð einnig að játa að ég kann- ast ekki við þá listamenn sem kynntir eru nú til sögunnar og full- yrði að enginn þeirra er ótvírætt heimsfrægur. Er þetta vegna metnaðarleysis þeirra sem fyrir hátíðinni standa eða er verið að spara peninga? • Hvers vegna hefur enginn sniðugur maður gefið út leiðbein- ingabækling um hvernig best sé að losna við of ölvaða menn úr veislum? Hafiði verið í veislu þar sem venjulegt fólk reynir að skemmta sér, syngja, halda ræður og segja brandara, en einn eða tveir einstaklingar eyðileggja stemmninguna með drykkjulát- um? Og það eina sem er gert er að sussa á viðkom- andi? „Hætt er við að einhverjir sem tóku þátt i að samþykkja bygginguna fái bakþanka þegar hún blasir við þeim í sinni endanlegu mynd.“ Langur skuggi BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON SKRIFAR Byggingarleyfi fyrir lóðina sunnan við Búnaðarbankann er frágengið. Hand- hafar þess geta byrjað að grafa upp miðbæinn þegar þeim hentar. Mikil röskun verður á götumyndinni sem er nokkuð opin og frjáls eins og er, þegar búið verður að byggja húsið. Ekki á allra vitorði Þegar bæjarfulltrúar réttu upp hönd til að samþykka byggingarleyfi fyrir lóðina mun þeim ekki öllum hafa verið Ijós til fulls sú endanlega mynd sem mundi verða á húsinu. Þeim t.d. var ekki öll- um ljóst að turninn á húsinu verður sjö hæðir samkvæmt samþykktum teikningum byggingarnefndar. Eg efast um í framhaldi af þeim upplýsingum að þeim sé kunnugt um lofthæð í turn- inum en af lofthæðinni ræðst endanleg hæð turnsins. Trúlega eru fleiri atriði í byggingunni sem bæjarfulltrúum hefir ekki verið alveg Ijós þegar byggingar- leyfið var samþykkt í bæjarstjórn Akur- eyrar. Bakþankatíminn er núna. Hætt er við að einhverjir sem tóku þátt í að samþykkja bygginguna fái bakþanka þegar hún blasir við þeim í sinni endanlegu mynd. Hætt er við að bæjarbúar fái líka bakþanka þegar hús- ið fullbyggt sem staðreynd blasir við þeim. Þessi bakþankatími er ekki rétti tíminn. Hann er núna. Bæjarfulltrúar eiga að hafa kjark til að taka út frest í þessu máli með því að afturkalla bygg- ingarleyfið og rannsaka betur hvað í teikningum af byggunni felst. Reiturinn sem á að byggja á er eng- inn útnári í bæjarlandinu heldur mið- punktur í miðbænum. Mikil ábyrgð fylgir því þess vegna þegar þessum reit er ráðstafað og hvað er sett á hann. Mistök í þessari ákvörðun bæjarfull- trúa verða ekki svo auðveldlega afmáð þess vegna á að endurskoða það sem þegar hefir verið ákveðið með því að taka út þennan frest. Þegar sólin fer að ganga í kringum turninn á þessari ónauðsynlegu bygg- ingu þá er hætt við að nokkuð Iangur skuggi stafi af honum. Hann leggst yfir nágrennið með því að kæla umhverfið og myrkva það. Hvaða nauðsyn ber til að byggja þetta hús? Eg hefi mikið velt því fyrir mér. Eg hefí helst komist að því að tekjumöguleikar bæjarfélagsins ráði því að húsið er byggt. Lífsgæði í bæjarfélaginu sem felast í birtu og rými verði látin fyrir peninga í bæjar- kassann. Það eru að mínu áliti slæm skipti. Lögleysur og óheiðarleiM Yfirlýsingfrá hollvinum Glímufélagsins Árnmnns Miðvikudaginn 29. apríl og fimmtudag- inn 30. apríl birtust frásagnir um að borgarráð hafi samþykkt fyrir sitt leyti drög samnings milli borgarinnar, Knatt- spyrnufélagsins Þróttar og Glímufé- lagsins Armanns. Þrátt fyrir þessar frásagnir og birting- ar í blöðum, reyndist okkur erfitt að fá um málið staðfestar upplýingar úr fundargerð. Við urðum að hóta kærum til að fá þær. I þessum drögum felst að Ármann glatar sjálfstæði sínu og heimilisfestu og ýmsar íþróttagreinar (8) eru færðar frá félaginu og fengnar Þrótti til eflingar. Borgarráð var með bréfi (27. apríl) hvatt til að skoða málið betur áður en afgreitt yrði. Vitað er að starfsmenn borgarinnar knúðu fram þá pólitísku ákvörðun að fjalla um málið og afgreiða þessi samningsdrög á borgarráðs- fundi þann 28. apríl sl. Það voru þeir sömu starfsmenn, sem samið höfðu samninginn, formaður Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Síminn lesendaþjónustu: 460 6111 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. íþrótta- og tómstundaráðs, fram- kvæmdastjóri ráðsins og borgarlögmaður. Sömu aðilar veittu formanni Ár- manns upplýsingar um bréf okkar og gáfu honum tækifæri til að Ieggja inn á borgarráðsfundinn bréf dagsett fundar- dag (28. apríl) borgarráðs. I bréfi því eru rangar og ósannar upplýsingar. Þessi vinnubrögð eru ekki samkvæmt venjum um undirbúning borgarráðs- fundar. Samþykkt þessa samnings er út í hött nema að borgarráð sé með öðrum hætti formlega búið að svifta Ármann eign- um sínum og leggja til fjármuni til kaupa á rishæð í verkstæðishúsi for- manns Ármanns (fyrir fangbragða- íþróttir og lyftingar) við Einholt 6 fyrir um 43 milljónir króna sbr. orðalag samningsins „í íþróttahúsi á vegum Ár- manns". Að sinni verða ekki raktir allir þættir þessa ódæðis, en við mótmælum af fullri alvöru og munum með öllum til- tækum löglegum ráðum afhjúpa lög- leysur og óheiðarleika við málsmeðferð þessa. Es. Yfirlýsing þessi átti að birtast í blöðum fyrir 7. maí jen fyrir slysni varð það ekki. f.h. hollvina Glímufélagsins Ár- manns, Sktíli Norðdal MIÐVIKUDAGUR 20.MAÍ 1998 - 27 Eyjafjarðarsveit Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar, sem fram eiga að fara laugardaginn 23. maí 1998 verða í Félagsheimilinu Sólgarði og Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 22. Eyjafjarðarsveit er skipt í tvær kjördeildir sem hér segir: I. kjördeild - Félagsheimilið Sólgarður, fyrir þá íbúa hreppsins vestan Eyjafjarðarár, sem búsettir eru sunnan Skjóldalsár að undanskildum Torfum og fyrir þá íbúa hreppsins austan Eyjafjarðarár, sem búsettir eru sunnan Sámsstaða. II. kjördeild - Hrafnagilsskóli, fyrir þá íbúa hreppsins vestan Eyjafjarðarár, sem búsettir eru norðan Skjóldalsár, auk Torfna og fyrir þá íbúa hreppsins austan Eyjafjarðarár, sem búsettir eru norðan Öxnafells. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun nafn- skírteinis eða á annan fullnægjandi hátt. Talning atkvæða fer fram í Hrafnagilsskóla að kjörfundi loknum. % Á kjördegi hefir yfirkjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, síma 463 1136. Yfirkjörstjórn Eyjafjarðarsveitar 20. maí 1998. Auður Eiríksdóttir, Emilía Baldursdóttir, Níeis Helgason. Kjósum rétt Kjósum úrvalsrétti úr Hrísolundi UngnQutQgrillsneidor 1.198,- Svínolundir 1.298r- KEA kjötfors 298r- Svortfuglsegg 99r- Hrísolundur fyrir þig.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.