Dagur - 11.06.1998, Qupperneq 4

Dagur - 11.06.1998, Qupperneq 4
4 -FIMM'TVDAGVR 11. JUNÍ x'9^8 FRÉTTIR Fallið frá hljóðmön Á bæjarstjómarfundi 18. maí sl. var kynnt afstaða íbúa við Bylgju- byggð 1-11 og Bylgjubyggð 4 gagnvart grenndarkynningu vegna fyr- irhugaðra framkvæmda í „Suðurhöfninni", þ.e. svæðinu sem af- markast að austan af Olafsfjarðarvegi eystri, að norðan af Bylgju- byggð, að vestan af fjölbýlishúsinu Bylgjubyggð 1-11 og að sunnan af Ólafsfjarðar\'atni. íbúar eru tilbúnir að samþykkja framkvæmdir ef fallið verður frá hljóðmön austan Ijölbýlishússins og ef húsfélagið óski síðar eftir hljóðmön verði hún gerð. Bæjarstjórn féllst á þessar kröfur. Jafnframt var bæjarstjóra falið að gera tillögu að samningi við hótelið um afnot af svæðinu. Fáheyrö vinnuhrögð stiórnarmaims Homhrekku Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri óskaði eftir bókun á fundi stjórnar dvalarheimilisins Hornbrekku ný- verið. Þar segir m.a.: „Á síðasta fundi stjórnar upplýsti Kristjana Sveinsdóttir að hún hefði ljósritað vinnuplagg um hugsanleg starfs- lok forstöðumanns og dreift því á kaffistofur f bæjarfélaginu. Þetta gerði hún vegna þess að hún var ósátt við við vinnubrögð fulltrúa stjórnarinnar varðandi nýjan þjón- ustusamning við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Þessi vinnu- brögð að dreifa vinnuplaggi með þessum hætti í stað þess að taka málið upp við stjórn er fáheyrður, ef ekki einsdæmi. Eg hlýt að for- dæma þessi vinnubrögð og krefj- ast þess að starfsmaðurinn láti af svona lágkúrulegu hátterni og hugsi fyrst og fremst um hag stofnunarinnar sem hún er í stjórn hjá og ber ábyrgð á til jafns við aðra stjórnarmenn. Vandi stofnunarinnar er nægur fyrir svo ekki bætist þessi þáttur við.“ Bághorin fjárhags- staða Bæjarstjórn Olafsfjarðar sam- þykkti ársreikninga bæjarsjóðs og stofnana 1997 á síðasta fundi bæjarstjórnar 20. maí sl. Guð- björn Arngrímsson, bæjarfulltrúi vinstra manna og óháðra lagði fram bókun þar sem segir m.a.: „Vinstri menn og óháðir sam- þykkja reikningana en vilja leggja áherslu á að það er ljóst að fjár- hagsstaða bæjarins er enn mjög slæm. Vinstri menn og óháðir firra sig ekki ábyrgð á stöðu bæjar- Guðbjörn Arngrímsson bæjarfulltrúi. sjóðs en minna á aðvaranir þeirra ----------------- við gerð fjárhagsáætlana undan- farin ár um vannýtingu tekju- stofnanna, þriggja ára áætlun og aðhald í framkvæmdum og síðast en ekki síst skuldbindingar á næstu árum. Vinstri menn og óháðir munu hér eftir sem hingað til leggja sitt af mörkum til þess að vinna bæjar- félagið út úr þeim vanda sem það er komið í.“ Ekkert nema skemmtanir Menningarmálanefnd Olafsfjarðar hefur átalið bæjarstjórn og segir að hún taki Iítið eða ekkert tillit til tillagna sem komi frá nefndinni um annað en skemmtanir og því sé eðlilegt að líta svo á að störfin að stærstum hluta séu léttvæg fundin og tillögur vart svaraverðar. Er þar sérstaklega minnt á bókanir um Landssmiðjuna og muni úr verk- stæði Sigga skó. GG Gædingamót Þráins uerður haldið að Suarðasundi á Greniuík laugardaginn 20. júní og hefst kl. 10.l Keppt uerður í fl og B flokki í öllum flokkum. Hánari upplýsingar og skráning hjá Suani í síma 4G2 7740. Skráningu lýkur mánudaginn 15. júní. / vikunni unnu iðnaðarmenn hörðum höndum við að klára nýjasta hótel landsins, á Skútustöðum í MývatnssveiL Sævar Sigurðsson hótelstjóri er á innfelldu myndinni. bþ Nýtt hótel að opna við Mývatn Nýtt hótel, Lykilhótel í eigu Jóns Ragnarssonar, er að taka á sig endanlega mynd í Mývatnssveit þar sem áður var Skútustaða- skóli. Hótelið verður opnað 17. júní nk. og bjóðast gestum 37 herbergi, öll með sjónvarpi, snyrtingu og sturtu. Sú nýjung verður fyrir hendi að sex her- bergjanna eru með svefnlofti fyr- ir börn og minna því á sumarbú- staði að sögn Sævars Sigurðsson- ar, sem ráðinn hefur verið hótel- stjóri. „Við byggðum Ioft yfir ganginn á milli herbergjanna og bjuggum til svona fjölskylduvistarverur. Þetta hefur ekki verið gert áður að mínu viti í hótelbransanum hér,“ segir Sævar. Mikið tillit hef- ur verið tekið til útsýnis við hönnun hótelsins og má nefna að veitingasalurinn er einn sam- felldur gluggi án þess að nokkrir steinpóstar skyggi á útsýnið. Sævar kemur frá Akureyri og er lærður þjónn og leiðsögumað- ur. Hann hefur ekki stýrt hóteli áður. „Þetta leggst rosalega vel í mig og ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar mér var boð- in þessi staða,“ segir Sævar. Að því er stefnt að hótelið starfi sem heilsárshótel og hafa verið ráðnir 20 starfsmenn í sumar, bróður- parturinn heimamenn. Jón Ragnarsson segir að 30 byggingamenn vinni nú hörðum höndum við að klára verkið fyrir þjóðhátíðardaginn og er hann þjartsýnn á að það takist, þótt naumt verði. „Eg nýti allt gamla húsnæðið og byggi þar að auki við,“ segir Jón. Spurður um kæru sem kom fram vegna skipulags- mála segir Jón að hún snúi ekki að sér persónulega og hann telji að hún muni ekki hafa nein áhrif. „Eg hef átt ágætis viðskipti við hreppinn en hef að öðru leyti haldið mér utan við þessa um- ræðu,“ segir Jón. BÞ „Við höfum stórbætt iunferðarástandið“ Átak lögreglu á Akiir eyri skilar sér í því að það sem áður þótti hallærislegt er tíðkað nú. Á rúntmum eru beltin spennt. Löngum hefur sá siður verið tíðkaður að ungmenni á Akureyri hafi ekið „rúntinn“ í hjarta bæj- arsins á Ráðhústorginu og ná- lægum götum. Sitt hefur hverj- um sýnst um þessa iðju, en Lög- reglan á Akureyri telur sig nú hafa bætt umferðarmenninguna á rúntinum með markvissu átaki til aukinnar bílbeltanotkunar. „Það má segja að með tilkomu umferðaröryggisáætlunarinnar sem stendur yfir til ársloka 2000 hafi aukin áhersla verið Iögð á ákveðin atriði eins og notkun bíl- belta, ölvunarakstur, ökuhraða og unga ökumenn. Við höfum stórbætt ástandið hér í þessum bæ að undanförnu og sem lítið dæmi þá nefni ég að fyrir rúmu ári þótti það hallærislegt hjá öku- mönnum á rúntinum að vera með belti. Ökumenn sem voru nýkomnir með réttindi voru meira og minna beltislausir en í dag heyrir til undantekninga ef einhver sést beltislaus á rúntin- um. Þá á ég líka við að ungling- arnir eru farnir að nota bílbeltin í aftursætunum," segir Magnús Axelsson, varðstjóri hjá Iögregl- unni á Akureyri. Þótt Magnús sé ánægður með framfarirnar tekur hann fram að óþrjótandi verkefni séu framund- an. Hann hafnar því að meiri áhersla sé Iögð á það hjá lögreglu nú að fylgjast með ökuhraða, en var fyrir reglugerðarbreytinguna sem verið hefur í fréttum og lækkar leyfilegan hámarkshraða. 157 ökumenn á Akureyri hafa verið teknir fyrir of hraðan akst- ur frá því að reglugerðin tók gildi, 14. maí sl. og hafa margir landsmanna orðið að sjá á eftir skírteinum sínum. BÞ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.