Dagur - 11.06.1998, Qupperneq 6
Á
6-FimWTUDAGUR 11. JÚNÍ 19Jf8
ÞJÓÐMÁL
TkMir
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELI'AS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6100 og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 KR. Á MÁNUÐI
Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: aoo 7000
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Amundi Ámundason
(AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrd 551 6270 (reykjavík)
Davíð valdi þögnina
í fyrsta lagi
Samkvæmt lögum er það hlutverk bankaráðs Landsbanka Is-
lands að velja bankastjóra. Kannski hafa ýmsir sem ekki
þekkja svo gjörla innviði stjórnmálanna lifað í þeirri blekkingu
undanfarna áratugi að kjörnir fulltrúar Alþingis í bankaráðinu
hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um ráðningu æðstu yfirmanna
bankans. Nýjustu upplýsingar um gang mála í Landsbankan-
um hafa væntanlega opnað augu allra fyrir því hvar hið raun-
verulega vald liggur í slíkum málum, hvað svo sem stendur í
lögum frá Alþingi.
í öðru lagi
Sverrir Hermannsson sagði þannig ekki af sér sem bankastjóri
að eigin frumkvæði. Það liggur íyrir staðfest að Davíð Odds-
son, forsætisráðherra, hringdi í Sverri og skipaði honum að
hætta. Bankastjórinn fyrrverandi hlýddi þessum fyrirmælum.
Nýbirt bréf sem forsætisráðherra sendi Sverri Hermannssyni í
febrúar 1996 felur í sér augljósa hótun Davíðs Oddssonar um
að skipta um menn í bankastjórastólum Landsbankans ef þeir
fari ekki að vilja sínum. Þessi samskipti Davíðs og Sverris af-
hjúpa stjórnmálamann sem vílar ekki fyrir sér að beita nöktu
valdi - jafnvel gegn bankastjórum sem eiga lögum samkvæmt
að gæta hagsmuna þeirrar stofnunar sem þeir veita forstöðu
en ekki vilja forsætisráðherra.
I þríðja lagi
I þessu fræga bréfi hótar forsætisráðherra líka að segja opin-
berlega sannleikann um óstjórnina í Landsbankanum, með
þessum orðum: „Eg gæti belgt mig út og sagt að þessir snill-
ingar í Landsbankanum hafi tapað 11 þúsund milljónum á
síðustu árum og þyrftu því að vaxtapína landið. Þeir tækju ekki
eftir því þegar strákur á þeirra snærum týndi fyrir þeim 900
milljónum!! - og viðskiptavinum væri vafningalaust sendur
reikningur." Allt þetta hefði þjóðin svo sannarlega átt skilið að
heyra af vörum forsætisráðherra í byijun árs 1996. Þess í stað
kaus hann að þegja um þessi afreksverk Sverris Hermannsson-
ar, Kjartans Gunnarssonar og félaga þeirra í bankastjórn og
bankaráði. Hvers vegna?
Elias Snæland Jónsson.
Óðsmannsskítiir
Davíð Oddsson er búinn að
opinbera bréfið góða, sem
Sverrir Hermannsson vitnaði í
vegna Lindarmálsins. Tilvitn-
un Sverris í þetta bréf var sem
kunnugt er ætlað sem hæl-
krókur á forsætisráðherra til
að gera hann samsekan í tapi
Landsbankans á Lind.
Birtingin á bréfinu £
heild hefur nú snúið
hælkrók Sverris upp í
sniðglímu á lofti þar
sem bankastjórinn fyrr-
verandi skellur með
dynki í jörðina. Sam-
tímis birtist nakinn
veruleiki valdapólitík-
urinnar í þjóðfélaginu
ljóslifandi fyrir augum
almennings og enginn
velkist lengur í vafa um
hver ræður í þessu
þjóðfélagi. Davíð ræð-
ur.
Nýtt Ijós
En það sem sérstaka at-
hygli vekur og varpar
alveg nýju ljósi á Sverrismálin
öll hin síðari, er samhengið
sem bréfið hans Davíðs er
skrifað í. Sverrir var búinn að
segja það öllum allsstaðar
þarna 1996 að það væri sama
hvað öllum þjóðarsáttum mið-
aði, það væri „að éta óðan skít“
að fara að elta Islandsbanka og
lækka vextina. Einhver fleiri
vel valin orð átti Sverrir Iíka
handa ráðherrum og öðrum
þeim sem þóttust vera að stýra
þjóðfélaginu sem lutu efnis-
lega að því að slíkt lið vissi ekki
hvað það væri að tala um. En
af öllum fúkyrðunum var það
þetta með „átið á óða skítnum"
sem vakti hvað mesta athygli.
Fáir þekktu þessa athöfn, að
éta óðan skít, og enginn vissi
nákvæmlega hvaða afleiðingar
það myndi hafa í för með sér ef
einhver át óðan skít.
V
Gamalli spumingu svarað
Eftir að hafa Iegið í gleymsku í
tvö ár er óði skíturinn á ný
kominn á dagskrá. Og nú er
upplýst (sem raunar margir
töldu líklegt á sínum tíma, þar
á meðal Garri) að Davíð Odds-
son fyrirskipaði Sverri að éta
óðan skít. Sem Sverrir
og gerði. I dag hafa
menn hins vegar þá
nauðsynlegu sögulegu
fjarlægð frá óðsskítsát-
inu, að geta metið hver
áhrif þessi neysla hefur
á menn. Garri fær í
fljótu bragði ekki séð
að þessi neysla skipti
sköpum fyrir orðfæri
manna eða ytra útlit.
Hins vegar er augljóst
að neyslan hefur í för
með sér talsverðar per-
sónuleikabreytingar,
sem birtast ekki síst í
því að menn skipta um
afstöðu í grundvallar-
málum. Þannig er
Sverrir nú orðinn einn
helsti talsmaður siðbótar í
landinu en á þeim vettvangi
hefur hann ekki áður haslað
sér völl. Einnig er sérstaklega
áberandi breyting sem óðs-
skítsátið hefur haft á hann í
kvótamálum. Fyrir óða skítinn
tók stjórnmálamaðurinn
Sverrir virkan þátt í að koma á
kvótakerfi á íslandi. Eftir hann
er Sverrir orðinn aðal and-
stæðingur kvótakerfisins á ís-
landi. Þannig hefur opinber
birting á bréfi Davíðs náð að
upplýsa þessa gömlu spurn-
ingu um hvað gerist ef maður
étur óðan skít. Eins spurning-
in sem eftir er að svara er
hvort menn fái ekki óbragð í
munninn af öllu saman.
GARRI.
Sverrir
Hermannsson.
Davíð Oddsson.
8DDUR
LAFSSON
SkRIFAR
Aldrei hefur upphafinn gleði-
svipur skjáfréttamanna verið
eins fölskvalaus og þegar þeir til-
kynntu að von væri á sjálfum
The RoIIing Stones til útnárans
okkar. Hundruð og þúsundir
tonna af græjum og starfslið,
sem er eins íjölmennt og allir
íbúar Svarfaðardals, munu fylgja
til að magna upp drunur og lýsa
upp himinhvolfin. Mun slíkt
sjónarspil ekki hafa sést hérlend-
is síðan Laki lagði mestallt land-
ið í auðn.
Allir eru glaðir og fullir eftir-
væntingar vegna þeirra stórfeng-
legheita sem í vændum eru,
Sýslumaðurinn á Isafirði er yfir-
heyrður í öllum tiltækum fjöl-
miðlum, eins og nýkjörin fegurð-
ardrottning, sem á ekki orð til að
Iýsa tilhlökkun sinni. Og aðstoð-
aryfirlögregluþjónn í Reykjavík
segir: „Við fögnum alveg sérdeil-
is.“ Og af því að hann er einlæg-
ur áhangandi hins nýja guð-
dóms, segir hann að það verði
Algjört æði á gámimum
ekkert vandamál fyrir Iögregluna
að skipuleggja nokkurra tugþús-
unda manna ferðir og dvöl í
Sundahöfn. Eða hvað sagði ekki
forveri poppguðsins: Mikil er trú
þín kona og gakk inn til fagnaðar
herra þíns.
Enginn skattur hér
Það er mikið lán að
hægt er að fá jafnoka
Lakagíga til að gera
sprell í Sundahöfn.
Það er því að þakka,
að í heimalandinu er
ætlast til að þeir borgi
skatta. Þess vegna neita þeir að
spila þar og koma þess £ stað til
Islands.
Það hlýtur að þýða að hér
borga þeir ekki skatt. Enda hefur
sjálf listahátfðin lagt blessun
sfna yfir að umboðsmaður fær
báknið til landsins og ætlar að
selja 30 þúsund aðgöngumiða, í
það minnsta. Listahátið er lokið
en umboð nefndarinnar, sem við
hana er kennt, sýnist ótfma-
bundið. Það vekur þá spurningu
hvort þeir pólitíkusar sem bera
ábyrgð á nefndinni gangi í
ábyrgð fyrir tapi sem verða kann
af ölíum þeim stórfenglegheitum
sem punta á upp á
Sundahöfn með, ef svo
ólíklega vildi til að end-
ar næðu ekki saman?
Heilagsandahopp
En slíkt kemur auðvit-
að aldrei til greina. All-
ir unnendur skalla-
popparanna eiga sér
börn og harnabörn og eru full-
vissir um að þau sér eins spennt
fyrir þeim og Hjalta litla og því
fólki öllu, sem var svo ofboð
skemmtilegt fyrir 40 árum. Því
skulu í það minnsta 30 þúsund
manns kaupa sig inn fyrir smá-
ræði til að standa á Eimskipafé-
lagsgámunum og heyra og sjá
þau rámu reginöfl, eins og skáld-
ið kvað um Ijósasjóið þegar Laki
þandi græjur náttúrunnar.
I ljós er komið að það hefur
verið æðsti draumur fjölda
manns að fá skallarollingana til
landsins. Ekki hefur dugað að
njóta Iasergeislaupplýstrar mús-
íkmenntar þeirra 1' útlöndum,
heldur skal allt til vinna að flytja
dýrð heimsins í Sundahöfnina og
maður hlýtur að vona vegna
þeirra sem bera ábyrgð á fjárreið-
um listahátíðar, að sýslumaður-
inn á Isafirði og yfirlögreglu-
þjónninn í Reykjavík verði bæn-
heyrðir af guðum sínum og að
allt fari vel.
Það er gaman á stórum
rokktónleikum. Áheyrendur
sverja sig að siðum heilagsanda-
hoppara ofsatrúarmenna og
reyna að Iáta jafnvel enn ver en
stórstirnin á sviðinu og fjörið er
algjört æði.
A tónleikum í Laugardalshöll
fyrir skemmstu var þriðjugur
áhorfenda undir áhrifum fíkni-
efna. Það voru 3000 manns.
Xfc^iir
Ertu sátt(ur) viðfyrir-
komulag á HM-útsend-
ingum Ríkissjón-
varpsins?
Kristín Ástgeirsdóttir
þitigkona
„Mér finnst fót-
bolti vera
skemmtilegt
efni og ég veit
að það eru mjög
margir sem hafa
áhuga á boltan-
um. Þegar
svona heimsvið-
burðir eru þá
raska þeir óhjákvæmilega dag-
skránni. Þannig að mér finnst að
fólk verði að sýna þessu umburð-
arlyndi, enda er verið að reyna að
gera öllum til hæfis. Eg á ekkert
uppáhaldslið en það verður
spennandi að fylgjast með Bras-
ilíu.“
Sverrir Leósson
„Mér hefði
fundist það eðli-
legt að reynt
hefði verið að
lýsa beint frá
leikjunum eins
og kostur er.
Þetta er líka
spurning hvort
þeir hjá RÚV
ætli sér að veita þessa þjónustu
eða ekki. Það er einnig álitamál
hvort það hefði ekki verið eins
gott að sleppa þessu ef þeir geta
ekki sýnt frá mótinu sómasam-
lega. Mér finnst þetta því vera
hálfgert kák, enda eins og svart
og hvítt hvort menn horfa á leiki
í beinni eða eftirá.“
Hörður Torfason
tónlistarmaður
„Mér finnst
þetta bara vera
allt í lagi. Ef
maður ætlar að
Iáta þetta pirra
sig þá hefur
maður ekkert
annað að gera í
lífinu. Þetta er
heldur ekki á
hverju ári. Þannig að mér finnst
þetta mjög skemmtilegt, enda
fátt skemmtilegra en að horfa á
góðan bolta. Eg sest bara niður
með pabba og við horfum á góða
leiki, enda veit hann miklu meira
um þetta en ég.“
Bima Þórðardóttir
ritstjómaijulltníi
„Eg bara slekk.
Það er ekkert
vandamál.
Nema ef vera
skyldi að maður
sjái einhverja
sæta, þá gjóar
maður auðvitað
augunum á
skjáinn. En ég
læt ekki boltann koma adrena-
líninu f mér í einhveija sveiflu.
Það er hinsvegar aldrei að vita
nema ég kíki á lið Kamerún því
þeir dönsuðu svo vel síðast.“
útgerðamiaður