Dagur - 30.06.1998, Qupperneq 1
Smábátasjómennska á Vest-
Jjörðum tekurásig sérstæðar
birtingarmyndir. Sjómenn
taka með sérsjónvarp á sjó-
inn og horfa á HM. Þama
hafast einnig við smábáta-
menn víða aflandinu, eins-
konar sígaunar hafanna.
Ohætt er að segja að HM-æðið sem nú lif-
ir meðal fólks um víða veröld taki á sig
ýmsar myndir. Það nýjasta og frumlegasta
birtist þó tíðindamanni Dags vestur á
Patreksfirði um helgina, en þar eru smá-
bátasjómenn nú farnir að taka með sér
lítil sjónvarpstæki í róður. Gjóa sjómenn
svo á knattspyrnuna í sjónvarpinu, svona
rétt um leið og þeir draga ýsur úr söltum
mar.
Ágæt skilyrði í firöinum
„Eg er að prófa mig áfram með þetta, en
þetta ætti alveg að geta gengið. Það eru
ágæt skilyrði til þess að ná þessum sjón-
varpssendingum hérna í firðinum, enda
er ég aðeins að fara þetta tvær til þrjár
mílur frá landi til að renna fyrir fisk,“ seg-
ir Hafþór Jónsson, smábátasjómaður á
Patreksfirði, sem rær við annan mann á
Geljunni BA, sem er lítill tveggja tonna
trébátur.
Stærðin segir þó minnst til um afla-
brögðin, enda hafa þau verið fantagóð að
undanförnu, að sögn Hafþórs. Oft í
kringum tvö tonn á dag. Hafþór eignaðist
Gefjunni BA fyrir um þremur vikum og
hefur síðan farið í sex róðra og hefur náð
að fiska átta tonn á þeim. „En auðvitað er
mikil vinna í kringum þetta og fiskurinn
veiðist ekki af sjálfu sér. Við förum út
klukkan fimm eða sex á morgnana og
erum yfirleitt að til klukkan tíu á kvöldin.
En það er gaman að þessu meðan á því
stendur," segir Hafþór.
Smábátasjómenn svo tugum skiptir
En fjölmörg fleiri menningarfyrirbæri má
einnig sjá við sjávarsíðuna fyrir vestan.
Sígaunar hafsins eru þar áberandi
yfir sumartímann, smábátasjómenn
svo tugum sldpir víðsvegar af land-
inu koma í sjávarplássin á Vestfjörð-
um og gera þaðan út. Flestir þess-
ara sjómanna gera úr frá Tálkna-
firði, Bíldudal, Suðureyri og svo
Patrekfirði og hafast þeir við í bát-
um sínum, eiga þar samastað stór-
an hluta sumars.
„Þetta er nú ekki skemmtilegur
Iífsmáti, en þetta mun sem betur
fer ekki standa lengi yfir. Mánuð í
mesta lagi, kannski ekki nema hálf-
an mánuð ef vel gengur og á þeim
tíma ættum við að geta fyllt kvót-
ann okkar," sögðu frændurnir
Fannberg Einar Stefánsson og Jó-
hann Bragi Ægisson, sem róa á
„Það vantar alveg landleguböllin," segja frændurnir Fannberg Stefánsson og Jóhann B.
Ægisson, sem róa frá Patró á Sómabátnum Góu RE-20. myndir: -sbs.
sómabátnum Góu
RE-10. Þeir voru
nýkomnir vestur -
úr Reykjavík -
þegar blaðamaður
Dags ræddi við þá
á föstudagskvöld,
en þá hafði verið
bræla í viku. Þetta
er annað sumarið
sem Fannberg
gerir út fyrir vest-
an. Þeir frændur
fara nokkuð djúpt
út til að draga
fisk, allt að 30 til
40 mílur út á miðin. „Þar er stærsta fisk-
inn að hafa, hann er mun smærri hér nær
landinu og því förum við svona djúpt út.“
Landlegubölliii vantar
„Nei, það vantar alveg landleguböllin.
Menn þyrftu að gera eitthvað í því máli,“
segir Fannberg. Hann segir aðkomusjó-
menn vestra hafa með sér félagsskap á
ýmsa lund, þeir heimsæki hverja aðra um
borð í bátana á kvöldin og ræði málin.
Stundum blandi þeir sér líka meðal
heimafólks. Og umræðuefnið? „Það er
alltaf verið að rífast um þetta kvótakerfi,“
segir Fannberg.
-SBS.
„Ágæt skilyrði til þess að ná sjónvarpssendingum frá HM hér í firðin-
um, “ segir Hafþór Jónsson, smábátasjómaður á Patreksfirði. Nýkominn
úr róðri með sjónvarp i hendi.
m m m
g æ ð i á
frábæru verði!
UNIROYAL
Sterk og
vönduð jeppadekk fyrir
íslenskar aðstæður
Réttarhólsi 2, sfmi: 587 5588
Skipholti 35, sími: 553 1055
Þjónustuaðilax um land allt.