Dagur - 30.06.1998, Síða 4

Dagur - 30.06.1998, Síða 4
20-I’RIDJUDAGUR 30. JÚfií 1998 LÍFIÐ í LANDINV ro^tr íslenski skálinn á Heims- sýningunni í Portúgal hefur sannarlega vakið verðskuldaða athygli. Síð- astliðinn laugardag var þar haldin sérstök dag- skrá að viðstöddum menntamálaráðherra og eiginkonu hans. Að sögn Sigurðar Hlöðverssonar, Iiðteymi íslensku sendi- nefndarinnar í Lissabon, tókst hún sérlega vel og er talið að um 260 þús- und manns hafi rennt í gegnum skáiann þann dag. Dagskráin hófst með því að Is- Ienski blásarakvintettinn blés að norðan, austan, vestan og sunnan. Athygli gesta beindist þó einkum að stuttmynd um lík- amsfegurð íslenskra kvenna og stóru ldakastykki úr Snæfellsjökli sem reyndar var einungis til sýnis fyrir hádegi. Einnig höfðu margir gaman af því að virða fyrir sér menntamálaráðherra. „Það sem vakið hefur þó hvað mesta at- hygli í skálanum okkar er sjórinn, sem tengist einmitt aðalþema sýningarinnar á skemmtilegan hátt,“ segir Sigurður. „Við erum hérna með íslenskan sjó, sem var fluttur hingað út í tveimur kanadískum svokölluðum „sjóflutningaskipum". Þetta var einn dýrasti þáttur í okkar sýningar- haldi en hefur margborgað sig. Islenski sjórinn hefur vakið geysilega athygli hér í Portúgal. Bæði er hann mjög kaldur, mun kaldari en menn eiga að venjast hér um slóðir, og svo er svo mikil hreyfing í hon- um. Hann er á sífelldu iði. Og það hafa menn ekki séð hér áður enda vanari stillt- um sjó.“ Island kemur víðar við sögu á Heims- sýningunni því meirihluti sjávarfuglanna í hinum gríðarstóra sjávarlífsgarði er úr ís- lensku bergi brotinn. Þá eru einnig all- margir íslenskir fuglar í votlendisgarðin- um sem einnig hefur vakið milda athygli sýningargesta. „Islensku fuglarnir hafa staðið sig gríð- arlega vel,“ segir Arni Wium Magnússon, fararstjóri íslensku fuglanna á Heimssýn- ingunni. „Við erum að tala hérna um 35 stiga hita yfir hádaginn og það er auðvit- að ekkert kjörhitastig fyrir langvíu og lunda. En þeir hafa staðið sig mjög vel, hafa staðið sína vakt hér á sillunum eins og herforingjar frá 9 á morgnana og fram að lokun, kJukkan sjö, og við erum öll stolt af frammistöðu þeirra." Að sögn Árna gekk á ýmsu við komuna til Portúgal en nú sé allt á réttri leið. „Við áttum í talsverðum brösum með farfuglana, sérstaklega lóuna og kríuna. Þar verðum við auðvitað að taka með í reikninginn að þessir fugiar voru tiltölu- lega nýkomnir til Islands eftir langt og strangt flug yfir hafið. Það var því dálítið ruglandi fyrir þá að vera fluttir aftur út, í flugvél. Strax við komuna misstum við sjö kríur og þrettán Ióur. Mér þykir líklegt að þær hafi flogið heim aftur. Það væri mjög eðlileg skýring. Lundinn aftur, þar áttum við í annarskonar erfiðleikum. Hann hreinlega þoldi ekki hitann. Af þeim 70 lundum sem við höfðum með okkur út eru aðeins þrír eftir.“ Vill Árni fyrst og fremst þakka það Þóri Tryggva Karlssyni, lækni íslenska fugla- landsliðsins, að þessir þrír lundar hafi lif- að. „Þórir er búinn að standa sig frábær- lega hér og vinna hreint út sagt ótrúlegt starf og bjargað mörgum fuglalífum. Við byrjuðum á því, annan daginn hérna, þegar við vorum búnir að missa þrjátíu og fimm lunda, að setja fuglana á sterkan tórektamín-kúr, sem er það sama og far- arstjórar nota stundum á ferðamenn á sólarströndum, og virkar blóðkælandi. Þeir virtust lagast heilmikið við það en hliðarverkanirnar voru hinsvegar þær að fuglinn missti lit. Goggurinn varð svartur og fitin urðu litlaus. Þetta var ekki lundi lengur. Portúgalarnir komu þá með það ráð að mála fuglana upp aftur. Málningin fór hinsvegar illa í þá, hún var olíuba- seruð, og þeir fuglar sem voru málaðir drápust allir á nokkrum klukkutímum. Sem betur fer tókum við frá tuttugu fugla hóp sem við héldum frá hinum og á stærri lyljaskömmtum og það er úr þess- um hópi sem þessir þrfr eftirlifandi koma.“ Að sögn Árna munu þeir Þórir dvelja í Portúgal til loka Heimssýningarinnar og fljúga heim með fuglunum í haust. UMBUDA- LAUST Hallgrímur Helgason skrifar Kroppar á HM Það er útbreiddur misskilningur meðal karla að Heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu snúist ein- göngu um að koma boltanum í markið. Eins og svo oft áður vita konur betur. Stór hluti af ánægj- unni felst í glápi á hraustleg karl- menni sem eru alls ólíkir þeim fölu og væskilslegu Islendingum sem sparka á KR vellinum. Það voru rúmlega 700 knatt- spyrnumenn sem komu til Frakk- lands til að hefja leik á Heims- meistaramótinu. Þeim fer fækkandi með degi hverjum en úrvalið er þó nægilegt til að gleðja smekkvísar konur. Reyndar varð mér lengi vel ekki fyllilega ljóst hversu vel þessir menn eru af guði gerðir. En svo fór Maldini, Iandsliðsmað- ur Itala, úr bolnum og þá kom í Ijós að hann er fagur kroppur, Ioðinn á réttum stöðum. Mér finnst að Maldini eigi að fá að leika ber að ofan. Reyndar væri það alls ekki fráleit hugmynd að knatt- spyrnumenn keppninnar fækk- uðu fötum og létu sér nægja að leika í stuttbuxunum sem þá yrði að merkja vandlegar en nú er gert. Þetta skipulag myndi tvöfalda ánægju okkar kvenna, og er hún þó mikil fyrir. Kunn- ingjakonur mínar hafa tekið undir þessa hugmynd mína og ein þeirra telur að í stað treyju- skipta geti leikmenn nú tekið upp stutt- buxnaskipti í Iok leiks. Þá yrði nú fyrst líf og fjör hjá okkur stelpunum! P.S. Eg hef orðið vör við að síðasti fjöl- miðlapistill minn um dómgæslu banda- MENNINGAR VAKTIN ríska dómarans í leik Noregs og Brasilíu hafi vakið óánægju með- al aðdáenda hins drepleiðinlega Iandsliðs Norðmanna. Reyndar finnst mér sá pistill býsna góður þótt hann hafi verið endaleysa frá upphafi til enda. Mér þykir leitt að hafa kallað bandaríska dómarann idjót. Þau orð féllu í hita leiksins og voru ómakleg. Ég iðrast þeirra hæfilega mikið. „En svo fór Maldini, landsliðsmadur ítala, úr bolnum og þá kom í Ijós að hann er fagur kroppur, loðinn á rétt- um stöðum. Mér finnst að Maldini eigi að fá að leika ber að ofan."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.