Dagur - 30.06.1998, Page 11

Dagur - 30.06.1998, Page 11
 PRIDJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 - 27 LÍFIÐ í LANDINU MEINHORNIÐ • Meinhyrning- ur brá sér í As- byrgi um helg- ina. Mjög stingur í stúf að þar skuli vera malbikaður veg- ur alveg inn í botn á meðan aðalvegurinn um héraðið er ekki betri en raun ber vitni. Ber að vísu að geta þess að vinna var í gangi við að bæta aðalveginn ... en betur má ef duga skal. Auðvitað er gott að vegurinn inn Asbyrgi skuli vera malbikaður en þar aka allir hvort eð er á tuttugu til þrjá- tíu km hraða á klst. A aðalveg- inum neyðist maður hins veg- ar til að aka á sama hraða vegna þess hve hann er slæmur. • Bera skal í bakkafullan lækinn: Skatt- lagning á Is- landi er óþol- andi. Bensín- verð með allri þeirri skattlagn- ingu sem þar er innifalin ... er glæpur. Glæpir eru óþolandi. Tekjuskattshlut- fallið er líka óþolandi. R A P P I R FÚLKSINS „Hvernig Danir meðhöndluðu Vestfirðinginn Jón Sigurðsson er líklega einsdæmi. Sú saga er í rauninni sérstakt ævintýri, sem vel má rifja upp nú, þegar frændur okkar Færeyingar ræða við Dani um sín sjálfstæðismál." Æviiitýrið um Jón Sigurðsson BRÉF FRÁ HRAFNSEYRI Hallgrímur Sveinsson skrifar lesendabréfa: 460 6111 Símbréf: 460 6171/651 6270 Óskað ereftirað bréftil bfaðsins sóu að jafnaði hálf til ein vólrituð blaðslða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskiiur sér rétt til að stytta lengrí bréf. Bréfum þarf að fylgja fullt nafn, heimilísfang og slmanúmer. Daglega dynja á okkur fréttir um valdbeitingu og ofbeldi í mannlegum samskiptum víða um heim. Og sjálfstæðis- barátta margra þjóða er enn í algleymingi. Hægt er að ímynda sér hvem- ig umhorfs væri í heim- inum í dag, ef ýmsar valdbeitingarþjóðir hlustuðu á söguleg rök, líkt og Danir gerðu er Jón forseti varðaði veg- inn í sjálfstæðisbaráttu Islendinga á öld- inni sem leið og notaði pennann sem vopn. Hvernig Danir meðhöndluðu Vestfirðinginn Jón Sigurðsson er líklega einsdæmi. Sú saga er í rauninni sérstakt ævintýri, sem vel má rifja upp nú, þegar frændur okkar Fær- eyingar ræða við Dani um sín sjálf- stæðismál. Jón og Ingibjörg, eiginkona hans, áttu heimili sitt í Kaup- manna- höfn. Þaðan stjórnaði hann þjóð- frelsisbaráttunni og hélt svo til íslands öðru hvoru til að herða liðið heimafyrir. Tutt- ugu og níu sinnum sigldi hann yfir Islandsála, fram og til baka, á misjöfnum far- kostum og oftast var Ingi- björg með honum í för. Dan- ir heftu aldrei för hans. Og ekki lieldur scttu þeir hann Þráttfyrirað hanngagn- rýndi danska ráðamenn hispurslaust, háru þeir virðingu Jyrirhonum vegna mannkosta hans og hæfileika. undir lás og slá eins og yfirleitt var regl- an með slíka menn hjá nýlenduþjóðum. Þrátt fyrir að hann gagnrýndi danska ráðamenn hispurslaust, báru þeir virð- ingu fyrir honum vegna mannkosta hans og hæfileika. Persónuleiki þessa Islendings var slíkur, að hinir hrifnæmu Danir sneru sér við, er þeir mættu hon- um á götum Kaupmannahafnar og undruðust slíkan mann. Uppreisnarritið Ný félagsrit, sem Is- lendingar keyptu bæði seint og illa, lét Jón prenta í Kaupmannahöfn. Og hvar skyldi hann hafa geymt upplagið um tíma? Jú, uppi á háalofti í sjálfri kon- ungshöllinni, Amalíuborg! Og ekki nóg með það. Danir sáu Jóni alla tíð fyrir lifibrauði við störf hans á sviði íslenskra fræða og sögu. Þeir veittu honum að- gang að nánast öllum skjalasöfnum hins danska ríkis. Og upp úr þeim heimildum smíðaði hann vopnin í sjálfstæðisbaráttu Islendinga. Hin sögulegu rök. Fyrir þeim féllu Danir. Þeir hefðu getað sett slagbranda fyrir söfn sín og sagt Jóni að snauta heim. Það var lán okkar að það gerðu þeir ekki. Astæðulaust er fyrir Islendinga að láta þessa einstæðu sögu, ævintýrið um Jón Sigurðsson, liggja í þagnargildi. Þvert á móti ættum við að segja hana sem víð- ast og hrósa okkar gömlu herraþjóð svo- lítið á alþjóðavettvangi, þótt henni hafi stundum verið mislagðar hendur í stjórn íslandsmála í gegnum aldirnar. Fátt væri betri landkynning fyrir okkar sjálfa. Og var einhver að tala um handritamál- ið? DAGSKRA LANDSMÓTS HESTAMANNA 1998 Miðvikudagur 8. júlí: Kynbótavöllur Kl. 09.00-12.00 Hæfileikadómar kynbótahrossa. hryssur 4ra. 5 og 6 vetra og eldri. Sýndar eftir númeraröð í hverjum flokki. Kl. 14.00-19.00 Hæfileikadómar kynbótahrossa, framhald. Aðalvöllur Kl. 09.00-12.00 B-flokkur gæðinga, forkeppni. Kl. 13.00-13.30 Setning Landsmóts. Kl. 14.00-16.00 B-flokkur gæðinga, forkeppni, framhald. Melavöllur Kl. 09.00-12.30 Barnaflokkur, forkeppni. Kl. 14.00-16.00 Ungmennaflokkur, forkeppni. Kl. 16.30-18.30 Ungmennaflokkur, forkeppni, framhald. Fimmtudagur 9. júlí: Kynbótavöllur Kl. 09.00-12.00 Hæfileikadómar kynbótahrossa, hryssur 6 vetra og eldri. framh. Kl. 13.00-19.00 Stóðhestar 4ra. 5 og 6 vetra og eldri. Sýndir eftir númeraröð í hverjum flokki Aðalvöllur Kl. 09.00-12.00 Kl. 13.00-15.30 Kl. 18.00-20.00 Kl. 20.00-22.00 Melavöllur Kl. 10.00-12.00 Kl. 13.00-15.00 A-flokkur gæðinga, forkeppni. A-flokkur gæðinga, forkeppni. framhald. Undanrásir kappreiða, 150 og 250 m skeið og 300 m stökk. Tölt, forkeppni. Unglingaflokkur, forkeppni. Unglingaflokkur, forkeppni. framhald. Föstudagur 10. júlí: Aðalvöllur Kl. 09.00-11.00 B-flokkur gæðinga, milliriðill. Kl. 11.15-12.30 Yfirlitssýning kynbótahrossa. Stóðhestar 4ra og 5 vetra Kl. 13.30-16.30 Yfirlitssýning kynbótahrossa, framhald. Stóðhestar 6 vetra og eldri Afkvæmasýndir stóðhestar Afkvæmasýndar hryssur Kl. 17.00-19.30 Sýning ræktunarbúa. Kl. 20.00-20.30 B-úrslit í tölti. Kl. 20.30-22.00 Seinni sprettir í skeiði og úrslit í 300 m stökki, verðl.afhending. Kl. 22.30-03.00 Dansleikur. Melavöllur Kl. 10.00-12.00 Barnaflokkur, milliriðill. Kl. 13.00-15.00 Ungmennaflokkur, milliriðlar. Kl. 16.00-18.00 Unglingaflokkur, milliriðill. Laugardagur 11. júlí: Aðalvöllur Kl. 09.00-11.00 A-flokkur gæðinga, milliriðill. Kl. 11.15-12.00 Yfirlitssýning kynbótahrossa. Hryssur 4ra vetra Kl. 13.00-15.00 Sýning ræktunarbúa. Kl. 15.00-18.00 Yfirlitssýning kynbótahrossa, framhald. Hryssur 5 vetra og 6 vetra og eldri Kl. 19.30-03.00 Kvöldvaka, söngur, hópreið, úrslit í tölti. verðl.afhending. Skemmtun, dansleikur. Melavöllur Kl. 13.00-14.00 Barnaflokkur, sýnt eftir skrá. Kl. 14.00-15.00 Unglingaflokkur, sýnt eftir skrá. Kl. 15.00-16.00 Ungmennaflokkur, sýnt eftir skrá. Sunnudagur 12. júlí: Aðalvöllur Kl. 10.00-11.15 Kynbótahross, verðlaunaafhending. Hryssur 4 v. 5 efstu. Hryssur 5 v. 7 efstu. Hryssur 6 v. og eldri. 12 efstu. Kl. 11.30-12.15 Ungmennaflokkur, úrslit 10 efstu. Kl. 12.15-13.00 Barnaflokkur, úrslit. 10 efstu. Kl. 13.00-13.30 Helgistund. ávörp gesta. Kl. 13.30-14.15 B-flokkur gæðinga, úrslit. 10 efstu. Kl. 14.15-15.00 Unglingaflokkur, úrslit. 10 efstu. Kl. 15.00-17.00 Kynbótahross, verðlaunaafhending. Stóðhestar 4 v. 3 efstu. Stóðhestar 5 v. 5 efstu. Stóðhestar 6 v. og eldri. 10 efstu. Afkvæmasýndar hryssur. Afkvæmasýndir stóðhestar, allir. Kl. 17.00-18.00 A-flokkur gæðinga, úrslit, 10efstu. Kl. 18.00 Mótsslit. Framkvæmdanefnd Landsmóts áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum og dagskrá.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.