Dagur - 10.07.1998, Síða 1

Dagur - 10.07.1998, Síða 1
1 \ Það var ekki mikið að gera hjá lögreglunni þegar Ijósmyndari leit við hjá þeim, enda hegðun manna með besta móti og ekki ástæða til að láta menn blása í poka! Blásið 1 poka Lögreglan hefur verið athafna- söm við að fylgjast með mannlíf- inu á Melgerðismelum. A kvöldin hefur hún haft sérstakar gætur á umferðinni innan svæðisins, ekki síst þegar menn hafa farið akandi frá tjaldbúðunum. Þá hefur hún stöðvað bílana og gjaman látið ökumenn blása í poka. I fyrrakvöld var m.a. stöðvaður lítill pallbíll. Þegar löggan leit inn um gluggann þá fannst henni lyktin nokkuð sterk og bað bílstjórann að blása í poka. I bílnum voru hjón og var frúin við stýrið. Hún blés fúslega í pokann og mælirinn sýndi ekk- ert áfengi enda konan ekki smakkað vín frá því hún drakk messuvínið þegar hún fermdist. En eiginmaðurinn sem sat í far- þegasætinu rallhálfur hló sig máttlausan yfir því að konan skyldi lenda í þessu. En úr því honum fannst þetta svona gam- an þá sagði löggan að það væri réttast að hann blési líka. Það gerði hann og hefur ekkert frést af mælinum síðan. En þegar þau hjón óku í burt frá lögregl- unni þá heyrðist konan tauta fyrir munni sér: „Þegar bíllinn minn angar al- veg einsog hjá rónunum/ og ég er látin blása hjá lög- regluþjónunum,/ þá getur þetta ekki gengið svona hjá kallinum/ eins og gefur að skilja þá verð- ur hann bara á pallinum." Landsmótið á Mel- gerðismeliim gekk samkvæmt áætlun í gær og stóðust allar tímasetningar, eu ekki veðrið - spáð var vætu Sigfús Helgason, framkvæmda- stjóri Melgerðismela, segist mjög sáttur við það að rigningarspáin haíi ekki gengið eftir og síðdegis í gær var sólskin og hægur suð- vestan andvari á Melgerðismel- um. I gær var fjöldi mótsgesta kominn vel á fimmta þúsundið og stöðugt að fjölga þó ekki væri hægt að tala um mikla „traffík“. Sigfús spáði því fyrir mót að mótsgestir yrðu um 10 þúsund manns og hann segist enn sann- færðari nú um að sú áætlun hans standist fullkomlega. Bjart- sýni skaði engan. 19 hross veik Vitað var í gær um 19 hross sem hefðu veikst af hitasótt en móts- haldarar gerðu sér vonir um að ekki yrði um neinn faraldur að ræða fram yfir mótslok næsta sunnudag. Jafhvel er talið líklegt að sum hrossanna hafi verið búin að taka í sig bakteríuna áður en haldið var af heimaslóð fram á Melgerðismela. Sigfús segir sýktu hrossin allt vera góð hross, enda séu ekki nema góð hross á landsmótinu. Lofthiti eykst Bragi Jónsson veðurfræðingur segir að áfram verði hæg norð- læg eða breytileg átt á móts- „Við afgreiddum um fimmhundruð máltíðir í hádeginu i dag, en réttur dagsins var lasagna en einnig buðum við upp á kjúklingarétt og grillsteiktar grísasneiðar." segir Guðmundur Karl Tryggvason. Myndin er úr veitíngatjaldinu í hádeiginu. - mynd: hg svæðinu allt ffarn yfir mótslok á sunnudag. Landsmótsgestir þurfa ekki að óttast rigningu, nema ef vera skyldi í litlu mæli síðdegis á laugardag. Lofthiti eykst umtalsvert, reiknað er með að hitastigið verði 7 til 12 stig yfir hádaginn. „Þetta er mun betra veður en við vorum búnir að spá á móts- svæði hestamanna og ég er sann- færður um að þeir eru mjög ánægðir með þessa veðurspá nú. Lægðin sem olli þessu hefur fjarlægst landið og er nú við Jan Mayen og engin lægð sem fylgir í kjölfarið og veldur neinum óskunda í Eyjafirðinum," sagði Bragi Jónsson. 500 máltíðir í hádeginu „Það gekk framar vonum að koma þessari veitingasölu af stað en við hoppuðum með bundið fyrir augu út í þegar að áætlun um sölu kom. Það fyllist salur- inn bæði á matar- og kaffitímum en hér geta komist fyrir í einu allt að fjögur hundruð manns. Við afgreiddum um fimmhund- ruð máltíðir í hádeginu í dag, en réttur dagsins var lasagna en einnig buðum við upp á kjúklingarétt og grillsteiktar grísasneiðar. Svo eru pylsurnar alltaf vinsælar, sérstaklega hjá þeim yngri," segir Guðmundur Karl Tryggvason, veitingastjóri Bautans á Melgerðismelum. - GG Á 5. þúsund gesta konuiii á svæðið Sólarhingsvakt á hestamöimuin Lögreglan hefur verið með sól- arhringsvakt frá hádegi á mið- vikudag og eru þrír Iögreglu- menn á mótssvæðinu og tveir við eftirlit á umferðinni til og frá mótssvæðinu. Fjölgað verður um tvo lögreglumenn á svæðinu um helgina. Fjórir ökumenn voru teknir í gær fyrir of hraðan akstur og tveir voru teknir í fýrr- inótt, grunaðir um ölvun við akstur. Annar þeirra var auk þess aðeins 16 ára, og því rétt- indalaus. Gunnar Jóhannsson lögreglumaður sagði að ekki væri um nein drykkjulæti að ræða á svæðinu, allt hefði dottið í dúnalogn um miðnættið, en nokkrir mótsgesta hefðu setið við hóflega bjórdrykkju í veit- ingatjaldinu. Allar rásir uppteknar! Talað í farsíma fyrir milljón á Landsmóti eða um 200 þúsund á dag. „I augnablikinu getur verið slökkt á farsímanum, hann utan þjónustusvæðis eða allar rásir uppteknar. Gjörið svo vel og reynið síðar.“ Hver kannast ekki við þá engilblíðu rödd sem til- kynnir þeim sem reynir að ná í farsímanúmer áðurnefndar staðreyndir. Þetta hafa margir hverjir þurft að reyna sem reynt hafa að ná sambandi við þátt- takendur á Landsmóti hesta- manna á Melgerðismelum. Landssíminn hefur sett upp sendi við bæinn Sámsstaði sem gefur farsímanotendum mögu- leika á 14 rásum. Uppsetningin er varanleg, þ.e. farsímaeigend- ur geta náð símasambandi á Melgerðismelum í framtíðinni þótt ekkert sé hestamótið. Að sögn starfsmanns Landssímans hafa allar rásir alltaf verið upp- teknar síðan Landsmótið hófst á miðvikudag. Sé gert ráð fyrir að allar rásir séu í notkun meðan á keppni stendur og aðeins fyrir og eftir keppni, er það notkun í 12 tíma á sólarhring. Mínútan fyrir GSM-síma kostar krónur 21,90 frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn, en krónur 14,60 aðra tíma sólarhringsins. I NMT-kerfinu kostar mínútan krónur 16,60 en krónur 14,60 aðra tíma sólarhringsins, eða sama gjald og í GSM-síma. Símkostnaðurinn á Melgerð- ismelum er því um 220 þúsund krónur á dag meðan á keppni stendur, en auðvitað er hringt töluvert utan áðurnefnds tíma. Alla mótsdagana hljóðar því heildarsímareikningurinn upp á eina milljón króna, að lágmarki! Með þessu er ekki reiknað með afnotum af gjaldsíma (tíkalla- símum) sem Landssíminn hef- ur sett upp í þjónustumiðstöð- inni á Melgerðismelum, en þeir eru einnig í mikilli notkun. Mínútan í þeim símum kostar krónur 1,56 á daginn en krónur 0,78 utan álagstíma. Það má því með sanni segja að þarna fari fram mikið landsmót í símablaðri. Hvernig var hægt að halda landsmót áður?! — GG 1

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.