Dagur - 18.07.1998, Síða 4

Dagur - 18.07.1998, Síða 4
20 - LAUGARDAGUR 18.JÚLÍ 1998 ro^ir MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU bókaB Kolbrun Bergþórsdóttír skrifar HILLAN Raunirein- hleyprar konu Það er sennilega ekki oft sem af- greiðslufólk í bókabúðum kvartar undan því að viðskiptavinurinn kaupi bók en einmitt það gerðist þegar ég réttri ungri stúlku við búðarborðið metsölubókina Bridget Jones’s Diary eftir Helen Fielding. „Þetta er síðasta eintak- ið og ég sem ætlaði að lesa það,“ andvarpaði hún svo mædd að það hvarflaði að mér að setja bókina aftur í rekkann. „Ég skal lána þér mína,“ sagði önnur af- greiðslustúlka við hana og málið var leyst. Þegar þetta er skrifað mun ný sending sennilega hafa borist í hús því sagan segir að ís- lenskar konur hafi mikinn áhuga á þessari bók, enda snýst hún um hversdagsvanda þess kyns sem einhver óhappamaðurinn sagði vera það veikara. Breska skáldkonan Sue Town- send notaði dagbókarformið til að rýna í dæmigerð vandamál nútíma unglingsdrengs í sögun- um af Adrian Mole. Helen Field- ing nýtir einnig dagbókarformið til að skopast að vandamálum nútímakonu á fertugsaldri og áhyggjurnar snúast að mestu um kærasta og kalóríur. Það er skort- ur á því fyrrnefnda en því mun meira af því síðara. Og það er vissulega söguefni upp á þrjú hundruð síður. Aðalpersónan lifir í samfélagi þar sem kona er ekki talin full- gildur meðlimur nema hún eigi eiginmann. Þetta er einnig sam- félag sem gerir kröfur til útlits og því er það að um leið og aðalper- sónan verður fyrir höfnun af ein- hverju tagi er eina skýring henn- ar sú að útlit og holdarfar eigi sökina. Þetta er nokkuð misk- unnarlaust samfélag þar sem þeim sem ekki fara eftir settum leikreglum er refsað með grimmilegu slúðri. En svo kemur vitanlega í ljós að þær konur sem eiga eiginmann telja sig ekki með öllu heppnar, það er nefnilega svo mikið púl sem fylgir því að vera eiginkona, eins og þær þekkja sem það hafa reynt. Vitanlega finnur kvenhetjan sér sæmilegan karlmann að lok- um. Sá heppni heitir Darcy, Iíkt og karlhetjan í Hroka og hleypi- dómum Jane Austen, og þótt kvenhetjan hafi andúð á honum í byrjun kemur það vitanlega í hans hlut að bjarga málum þegar móðir söguhetjunnar veldur hneyksli. Að sumu leyti er eins og ekki sé öld á milli þessara skáld- sagna. Keppikeflið hjá ættingjum er enn það að láta konur ganga út. Og ástin á yfirborði hlutanna er æði sterk hjá fjölmörgum per- sónum. En þessi ágæta skáldsaga sæk- ir ekki einungis sitthvað til Jane Austen og Sue Townsend. Eina best heppnuðu dagbókarfærslu konu í skáldsögu er að finna í Gentlemen Prefer Blondes eftir Anitu Loos. Þar fór heimska ljóskan Loreilei Lee á kostum í stórkostlega fyndinni bók. Þessi bók Helen Fielding minnir um margt á þá sögu. Og það er eng- inn áfellisdómur yfir Fielding i Monday 17 AprU 8st 13. alcoholtwíts 6 (drtnming sorrows). icigarettes t9 (fumtgating sonxnvs). catories 3983 (suífocatmg sorrxnvs with fat-duveO, pœsitíve thoughts 1 (vg) ‘Helen Fieldíng is one of the funniest writers in Britain and Brídget Jones is a creation of comic genius’ Nick Hornby Salman Rushdie sagði um þessa bók: „Jafnvel karlmenn ættu að geta hlegið." þegar sagt er að henni takist ekki eins vel upp og Loos því sú síðar- nefna þótti fyndnasta kona sinn- ar samtíðar. Salman Rushdie sagði um þessa bók: „Jafnvel karlmenn ættu að geta hlegið.“ Vissulega ættu þeir að geta átt góðar stund- ir yfir bókinni sem er hreinrækt- uð kvennabók í fjöruga kantin- um. Höfundurinn hefur starfað sem blaðamaður og þáttagerðar- maður fyrir BBC. Þetta er önnur skáldsaga Helen Fielding sem er skarpur athugandi með sérlega góða kímnigáfu. Það kæmi ekki á óvart ef framhald yrði á sögunni um Bridget Jones. Góðir toppar gm LEIKFÉl @£reykjav BORGARLEI Stóra sviðið kl. 20.00 lau. 18/7, uppseit fim. 23/7, uppselt fös. 24/7, uppselt lau. 25/7, uppselt sun. 26/7, uppselt sun. 26/7, aukasýning kl. 15:00 fim. 6/8, örfá sæti laus fös. 7/8, örfá sæti laus lau. 8/8, örfá sæti laus Skoðiö GREASE vefinn www.mbl.is Miðasalan er opin daglega frá kl. 13 -18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Simi 568 8000 fax 568 0383 Buðrún Helga Sigurðardóttir skrifar Leikfélag íslands: Þjónn í súpunni Leikstjóri: María Sigurðardóttir Leikarar: Kjartan Guðjónsson Edda Björgvinsdóttir Margrét Vilhjálmsdóttir Stefán Karl Stefánsson Bessi Bjarnason Söngtextar: Gísli Rúnar Jóns- son, Oskar Skúlason. Tæknimaður: Geir Magnússon. Frumsýnt í Iðnó fimmtudaginn 16. júlí. Spennandi braut Menningarstarfsemin í Iðnó, því sögufræga húsi, hefur farið frá- bærlega vel af stað með hverri menningaruppákomunni á fætur annarri. Nú síðast er það spuna- verkið Þjónn í súpunni sem hef- ur verið frumsýnt, afbragðsgóð skemmtun, fyrir þá sem eru sæmilega léttir í Iundu og geta tekið áföllum á borð við súpu í jakkann sinn eða hárið með bros á vör. Spunaverk af þessu tagi telst til nýjunga á Islandi og er vonandi að þessi hópur eða aðrir láti ekki staðar numið hér heldur haldi áfram. Þetta er spennandi braut sem höfðar ekkert síður til áhorfenda en Ieikhússfólks. Verkið fór afar hægt af stað, að minnsta kosti fyrir leikdómara sem var látinn bíða lon og don frammi í forstofunni og fylgdist þar með alvöru þjónunum í hús- inu, að leggja diska á borð og taka til súpuna, sem í öllum að- alatriðum var alvöru súpa með ætum kartöflum og fiski. Salnum var lokað um átta-leytið og þá hófst væntanlega sýningin. Und- irrituð var þó ekki sest í sæti fyrr en tuttugu mínútum síðar. Það er slæleg þjónusta af hálfu leik- félagsins og verður vonandi und- antekning, fremur en venja í húsinu. Grínið er í fyrirrúmi Hvað um það. Eftir að í salinn var komið fór verkið hægt af stað, leikararnir voru fjarverandi langtímunum saman en síðan fór atburðarásin smám saman af stað og náði hámarki nokkrum sinnum, til dæmis þegar „Gest- ur“ úr hópi áhorfenda, sem Stef- án Karl Stefánsson lék, datt í Tjörnina eða þegar Gerður (Edda Björgvinsdóttir) skipaði honum úr pilsinu og hann laum- aðist berrassaður út úr salnum. I verkinu Ieynast nefnilega mörg sterk og skemmtileg atriði. Grín- ið er í fyrirrúmi og allir skemmta sér vel. Leikarahópurinn stendur sig í heildina vel. María Sigurðardótt- ir leikstjóri virðist hafa haft ágæt- is tök á hópnum. Nokkrar per- sónur eru skemmtilegri og sterk- ari en aðrar. Þannig nær Edda Björgvinsdóttir sér vel á strik sem Gerður Hrund, slær jafnvel út góða frammistöðu sína í Sex í sveit. Hún er komin á fína braut eftir að hafa verið stöðnuð síðustu ár. Halló í lokin Kjartan Guðjónsson í hlutverki Hjálmars Knerris nær ágætis ffugi og góðum samleik með Eddu. Sama gildir um hinn óborganlega Bessa Bjarnason. Hann er í Iitlu hlutverki sem kokkur pabbi en er skemmtilegur þegar hann kemur inn. Margrét Vilhjálmsdóttir er skemmtileg leikkona en virkar hálf ráðvillt í þessu stykki. Margrét líður áfram átaka- og áfallalaust og það er kannski einmitt það sem hún á að gera. Það væri samt áhugavert að sjá hana takast á við eitthvað bitastæðara. Ungi leikarinn, Stefán Karl Stefánsson, nær góðum toppum þó að persónan í leiknum sé fremur leiðinleg. Hann lofar góðu fyrir framtíðina. Greinilega hæfileikaríkur strákur sem getur margt, bæði sungið og leikið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.