Dagur - 18.07.1998, Qupperneq 10

Dagur - 18.07.1998, Qupperneq 10
26 - LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 Xfc^MT' LÍFIÐ í LANDINU Brian Milton er 56 ára og fráskilinn tveggja barna faðir, sem starfar sem blaðamaður I fjármálafréttum. Á tíu ára fresti býr hann sér til eitt almennilegt ævintýri. Eitt stykki ævintýri BrianMilton er 5 6 árafjár- málabladamaðurfrá Bret- landi. Á miðvikudag lenti hannfisi sínu á Reykjavíkur- flugvelli í lokaáfangaferðar sinnar„á áttatíu dögum“ í kringum hnöttinn. Hann hef- urfyrirmottó að lenda í æv- intýri á tíu árafresti. Undanfarna mánuði hefur Brian þurft að beita öllum sínum líkamskröftum - aðal- lega þó upphandleggsvöðvunum - til að stýra fisi á ævintýralegu flugi í kringum hnöttinn. Fisið er pínulítil flugvél, sett saman úr einhverju sem líkist mest báts- laga segldúk á hjólum með mótor og vængi. Stýrið er stöng fremst á farartæk- inu, tengd við vængina, og því þarf að stjórna með handafli. Á þessu tóli er Bri- an búinn að fljúga frá London yfir Meg- inlandið til Mið-Austurlanda, Asíu og Norður-Ameríku. Áætlun ferðarinnar var skipulögð nákvæmlega eins og hnattferð Filiusar Fogg, sögupersónu Jules Vernes í Umhverfis jörðina ú úttatíu dögum. Upphaflega ætlaði Brian að ljúka ferð- inni á jafn löngum tíma og Fogg, en vegna ófyrirsjánlegra skakkafalla raskað- ist tímasetningin. Stærsta töfin varð síð- an óbeint til þess að ferðafélagi hans og aðstoðarmaður, Keith Reynolds (46 ára og íjórfráskilinn) varð eftir í Yuzhno-Sak- halinsk í Rússlandi; hann varð ástfanginn og stefnir nú hraðbyri inn í fimmta hjónabandið með síberísku Iljóði. Reykjavíkurflugvöllur er einn af síðustu áfangastöðum Brians, sem ætlar að vera staddur í teiti í London á sunnudags- kvöld. Ferðin hingað frá Grænlandi var nokkuð erfið af völdum veðurguða, mikið rok og kuldi. „En maður reiknar nú ekki beinlínis með að það sé eins að fljúga yfir Norður-Atlantshaf og yfir stöðuvatn," segir Brian hæstánægður, þar sem hann stendur og bíður eftir að kvikmyndagerð- armenn ljúki við að koma myndavélum fyrir í stéli og væng físsins. Fyrr getur hann ekki hafíð sig á Ioft áleiðis til Hafn- ar. Hræddir í Sýrlandi Ferðalag Brians hófst 24. mars og gekk ágætlega framan af. Vandræðin byrjuðu ekki fyrr en yfir Sýrlandi. Þar birtist skyndilega MIG 21 herþota og steypti sér yfir fisið. „Þeir vildu hræða okkur til lendingar. Okkur datt ekki í hug að fara eftir þessu, enda nokkuð víst að við hefð- um endað í fangelsi,“ fullyrðir hann. „Þegar þeir sáu að við myndum ekki hlýða vildu þeir neyða okkur til að hækka flugið upp í 22.000 fet. En við getum ekki flogið hærra en í 12.000 fetum án þess að þjást af súrefnisskorti." Þotan hvarf um Ieið og þeir sluppu yfir landamærin til Jórdaníu. í Sádí-Arabíu var það fisið sem brást þeim. Vandræðin hófust þegar þeir voru yfir eyðimörkinni. „Vélin ofhitnaði hvað eftir annað svo við urðum að lenda fímm sinnum sama dag- inn. Á endanum ákváðum við að útvega nýja vél, en það breytti engu. Vélin var farin að hökta og tvisvar stöðvaðist hún alveg. Það var ekki fyrr en í Dhahrah, síðasta viðkomustaðnum í Sádí-Arabfu, sem við uppgötvuðum að það voru klemmurnar á bensínslöngunni sem voru ónýtar. Okkur tókst að útvega nýjar klemmur, en lentum aftur í vandræðum 300 mílur úti yfir Persaflóa. Mér var ekki rótt, því ég lenti í sjónum einmitt þarna, þegar ég flaug til Ástralíu fyrir tíu árum.“ Þeir sluppu við sjóbað og vélin fékk viðgerð í Abu Dabhi. Kyrrsettir í Síberíu Þeir voru orðnir þrjá daga á eftir áætlun og tókst að flýta sér yfir Pakistan, Ind- land og Bangladesh þrátt fyrir þrúgandi hita. I Laos töfðust þeir í einn dag í við- bót vegna skriffinnsku. En þá voru vand- ræði þeirra í rauninni rétt að byija. Kínversk stjórnvöld voru ekkert alltof hrifin af ferðalaginu og létu þá bíða fimm daga í Hanoi eftir flugferðaleyfi yfir land- ið. „En við urðum fyrir frekari töfum, vegna strangra Iaga um flug af þessu tagi. Við þurftum alltaf að vera að lenda, auk þess sem hver lending kostaði 1200 doll- ara.“ Brian hristir höfuðið. Japanir voru þó varla eins slæmir og Rússar sem gerðu allt til að gera Brian lífið Ieitt. „Það tók okkur níu daga að komast inn í landið og tólf daga að komast út úr því aftur. Við vorum kyrrsettir í Yuzhno Sakualinsk og þar missti ég Keith. Fyrst var okkur sagt að vegabréfsáritan- irnar okkar væru útrunnar og að við yrð- um sendir aftur til Japans. Síðan ákváðu þeir að leyfa okkur að fljúga, en með því skilyrði að rússneskur flugmaður yrði með okkur. I fyrsta lagi \dldu þeir að við borguðum honum 100.000 dollara fyrir að koma með og í öðru lagi þýddi þetta að annar okkar yrði að vera eftir. Loks fundum við þó Petr sem var til í ferðina fyrir aðeins 245 dollara á dag!“ Brian seg- ir að það hafi aldrei verið nein spurning um að Keith yrði að fórna sér. „Þetta er mitt flug. Svo varð Keith Iíka orðinn ást- fanginn. Kveðjustundin var auðveld og við ákváðum að hittast aftur í Alaska.“ En Keith kom aldrei þangað, hann varð eftir hjá ástinni sinni. Gamaldags ævintýri Brian var því með Petr Petrov þegar þeir lentu í ofsakulda norður af Sfberíu. Rúss- neski flugmaðurinn varð að skafa framan úr Brian til að hann sæi eitthvað. „Skammt frá Amchika, borginni sem and- ófsmennirnir voru sendir til, urðum við svo að lenda á litlum vegi. Eg lenti í mesta basli við að koma vélinni aftur á loft, því við veginn stóðu tré sem vængirnir rákust utan í.“ Það tókst, en vélin var öll skökk og skæld eftir árekstur- inn við tré og rafgeymirinn brotinn. Petr varð eftir. Og þegar Brian kom til Alaska var Keith þar hvergi sjáanlegur. Hann varð því að halda ferðinni einn áfram, til San Fransisco og svo upp Bandaríkin, norður til Kanada. Og einn var hann Iíka við komuna til Islands. Hann er búinn að setja met hvar sem hann fer og jafnvel þótt honum hafi ekki tekist að gera þetta allt á áttatíu dögum, hefur engu að síður tekist að slá tímamet. En það er ekki bara vegna metanna sem hann er að þessu. „Ég hef ákveðið að bíða ekki þar til ég verð gamall og dauður með að lenda í ævintýrum. Ég vil lenda í þeim núna og ég vil að þau séu gamal- dags.“ Þess vegna ók hann yfir Sahara eyðimörkina í Áustin bíl árið 1968 og flaug á fisi til Ástralíu árið 1987. „Ég bý mér til ævintýri á tíu ára fresti," segir hann og telur sig gefa börnunum sfnum tveimur gott fordæmi. Aðspurður hvort þetta þurfi ekki einhvern undirbúning segist hann ekki trúa á líkamsrækt og mælir frekar með hálfri vínflösku á dag. Þeir sem vilja vita meira um ferðir Bri- ans Milton geta fundið upplýsingar um hann á netinu: http://www.atwied.org -MEÓ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.