Dagur - 18.07.1998, Síða 16

Dagur - 18.07.1998, Síða 16
32 L AUG'A R B A (PUm 1 S XSf* J 9 9 8 LÍFIÐ í LANDINU L LJÓS- BROT flnton Brink myndar Flekka og Golsa á íjöllum Kjötát er sæla. ORÐ- Þeir sem mættu HEIMGILL mér hér á síð- unni fyrir viku vita þá skoðun mína. Og ég ætla að halda áfram að borða kjöt. Islenskt lambakjöt ailra helst. Reikar þá hugurinn til ís- lenskra bænda og þá ekki síður til sauðkindar- innar sem um árabil hefur rang- lega verið ásökuð um að leggja landið í auðn. Sauðkindin á að hafa eyðilagt hálendið allt, íjöll, dali og undirlendi ef marka má söguskoðun sem virðist býsna algeng nú um stundir. Haraldur Ingólfsson skrifar I | Láttu þitt eftir liggja I Gamalt orðatiltæki segir mér að I ég eigi ekki að láta mitt eftir I liggja. Þetta gamla og gegna til- tæki var tekið upp sem slagorð fyrir hreinsunardeild Reykjavík- urborgar ellegar skylda starfsemi aðra sem ég kann ekki alveg að nefna. „Láttu ekki þitt eftir liggja," er sagt og átt við rusl sem l iðulega gleymist að skila í þar til | gerðar fötur eða tunnur. I í sumum tilfellum er þó allt í lagi og ekki bara það, heldur jafnvel virðingarvert að láta sitt eftir liggja. Þar á ég einkum við kindaskít. Já, segi og skrifa: Kindaskít. Sauðkindin stundar nefnilega fleira en að bíta gras og eyða gróðri. Hún græðir upp. Móra, Kolla, Flekka og Golsa þekkja nefnilega ekki Gustavs- berg og láta allt flakka þar sem þær eru staddar hverju sinni. Þannig er nú það. Llfrænt en ekki lífi rænt Þar sem þær ganga lausar á fjöllum, Móra, Kolla, Flekka og Golsa, bíta grasið og sinna af- kvæmum sínum, eru þær stöðugt að dreifa sínum lífræna áburði. Hann græðir. Það er einmitt þessi lífræni áburður sem nú er í tísku því mikið ku vera af hættulegum efnum í þeim tilbúna eða ólífræna. Ann- ars alltaf skemmtilegt að tala um tilbúinn áburð eins og annar áburður sé þá ekki tilbúinn. Þar sem þær dreifa sínum eigin kindaskít, þessar fjórar sem ég nefndi og allar hinar sem illu heilli fer mjög fækkandi, skila þær til landsins aftur lífrænum efnum sem gera landinu gott. Skepnur og dýr Til eru fleiri skepnur en sauð- kindin og er þó ekki meiningin að agnúast út í hestamenn og grasmótorana þeirra. Nógir aðrir eru um það. Til er skepna sem við köllum náttúru. Hluti af náttúrunni er það sem kallað hefur verið hamfarir. Hamfarir hvers konar hafa víða gert landinu óleik. Á árþúsundanna æviskeiði hafa náttúruöflin hamast á aumu og viðkvæmu landi og höfðu byrjað sitt kraft- mikla starf nokkuð löngu áður en sauðkindin var gerð að or- sakavaldi landeyðingar. Það leikur semsé varla nokkur vafi á því að gróðureyðing hófst nokkuð snemma og ólíklegt að á þeim tíma hafi svo mikið sem hvarflað að skaparanum að búa til íslenska sauðkind. Það gerð- ist síðar. Man einhver eftir hlaupi einu stóru úr Vatnajökli fyrir ekki svo Iöngu síðan? Það hlaup fór að vísu ekki yfir al- gróin svæði en þó mun einhver gróður hafa orðið undir í þeim hamförum. Hve margar kindur hefði þurft og í hve langan tíma til að eyða þeim gróðri al- gjörlega sem þar fór út í veður og vind? Bændumir og umhverfið Með þeirri ranghugmynd að sauðkindin hafi eyðilagt Island í aldanna rás fylgir auðvitað ábyrgð þeirra sem átt hafa sauð- kindina og rekið ... á fjöll. Rændur eiga semsé að vera hin- ir verstu óvinir umhverfisins ef marka má söguskoðun allmargra og of margra Islendinga. Þeir hlæja þá sennilega þegar minnst er á umhverfisvernd og ofbeit, náttúruverndarsamtök og frið- un. Og það ku víst vera hættu- legt að sami maður skuli vera hvort tveggja í senn, umhverfis- og landbúnaðarráðherra. Ef marka má almannaróm. Onnur er þó reynsla mín. Flestir bændur eru umhverfis- verndarsinnar og bændur eru meiri umhverfisverndarsinnar en flestir aðrir. Fáir bera jafn mikla virðingu fyrir umhverfinu og ís- lenskir bændur og þótt þeir vissulega nýti umhverfið sér og sfnum til hagsbóta þá þarf það ekki sjálfkrafa að vera vont. Heimurinn var ekki skapaður til að Iáta hann í friði og maðurinn var ekki skapaður til að sitja með hendur í skauti og hugsa um heiminn - þó það sé nauðsyn- legt, hollt og þroskandi hveijum manni einnig. Friðun eða nýting Gæði landsins eru til þess að nýta þau. Umhverfisvernd er enda ekki sama og friðun. Það ættum við að hafa lært fyrir löngu. Friðaður dýrastofn, svo dæmi sé tekið, vex og dafnar en þegar ákveðinni stærð er náð tekur hann að minnka aftur. Þegar ákveðinni stærð er náð, ákveðinn fjöldi er að slást um fæðuna, plássið eða hvað það er nú annað, þá fækkar í stofnin- um. Friðun er semsé ekkert endi- lega betri en nýting. En auðvitað er ekki sama hvernig nýtingin er. Nýting náttúrunnar, hvort sem um ræðir dýr eða gróður, þarfn- ast aðgæslu, vandvirkni og hugs- unar. Þar gætu margir lært af bændum. Og á ég þá ekki bara við sauðkindina, heldur einfald- lega viðhorf flestra bænda til þess umhverfis sem þeir nýta og njóta. Það viðhorf og þær afleið- ingar sem nýting Iandsins hefur eru af allt öðrum toga en fjöld- anum er kennt í dag með að- keyptum áróðri svokallaðra „um- hverfisverndarsinna". i|

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.