Dagur - 18.07.1998, Qupperneq 18

Dagur - 18.07.1998, Qupperneq 18
?r ;h r \ ’ ÍT1 U 8 \1 Sltoilf r tl f. .1 34- LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 Dagpvr POPPLÍFIÐ í LANDINU ó menn hafi almennt ailtaf skiptar skoðanir á hvenær eða hvað hafi byrjað, hvar upphaf einhvers liggi, eru menn nokkuð sam- mála í rokkinu hvað það varðar, að eitt fyrsta lagið sem kennt hafí verið við þungarokk sé Born to be wild með Steppenwolf, hinum austur-þýskættaða John Kay og félögum hans. Auðvitað eru menn ekki alveg sammála um þetta og hafa t.d. önnur lög á borð við All right now með Free og In the garden of Eden, eða Ina gadda da vidda með Iron Butterfly, verið nefnd sem slík, en hitt er nokkuð ljóst, að í texta Born to be wild kemur áreiðanlega í fyrsta skipti fram í lagi hugtakið „Heavy metal“ sem upp frá því hefur verið skilgreiningin á því sem á íslensku kallast þungarokk. Og hvað svo með það? Jú, í þessari viku, á mánudaginn var, voru nefnilega slétt þijátíu ár frá því lagið kom fyrst út með Steppenwolf, 13. júlí 1968. Er því hægt að segja með nokkrum sanni að þessi tónlistar- tegund, sem orðið hefur lífseigari og áhrifameiri en marga óraði fyrir (bæði pönkið og síðar rymrokkið eiga á sinn hátt rætur þarna) eigi um þessar mundir stórafmæli. Svo er bara fyrir eldri aðdáend- ur þungarokksins, sem aðra yngi, að draga fram gamlar gullaldar- skífur af þessu tilefni. Steppenwolf. Hugsanlega upphafsmenn að þungarokkinu. hiáwiara „afmæli“ Sumá Sumarið er tími þess létta og leik- andi í lífínu þegar fólk reynir að njóta lífsins sem best og Iætur sér ekki margt fyrir bijósti brenna. Safn- platan Svona er sumarið, 16 laga gripur frá Skífunni, þar sem margir af helstu stuðboltum landsins Iáta ljós sitt skína, af yngri sem eldri kyn- slóðinni (eða aðeins eldri og yngri kynslóðinni) er einmitt stíluð á þetta. Hæfilega innihaldsrík með Iéttum blæ, ekki flókin né sérstaklega margbreytileg. SSSól með Síð- an hittumst við aftur, Skítamórall með Farinn, Hunang með Dream- lover og A móti sól með A þig, eru allt Iög sem landsmenn eru farnir Helgi Björns söngvari. að kannast við og svo eru þarna líka ný sum- Hel9' BJörnS' höfðinginn sá, og hans félagar arvæn lög með Sóldögg, e'9a f'nan sumarsmell á Svona er sumarið ‘98. Svörtum Is og Spur. Sem fyrr sagði er þetta ekki plata sem á að boða byltingu í íslensku poppi. Hún er eins og nafnið gefur til kynna sumarsafnplata þar sem saman koma sveitir með vissulega mikinn metnað, en eru þó ekki eins og sumir aðrir að hugsa um útlandið endilega heldur að skemmta sínum eigin lönd- um. I samræmi við það eru þær og hafa verið að undanförnu á yfir- reið um landið til skemmtanahalds á hinum ýmsu stöðum. Útgáfa sem þessi er því líka viss markaðssetning, bæði af hálfu hljómsveit- anna sjálfra og útgáfunnar. Sem slík er hún heldur ekki sem verst. Eins og landsmönnum er enn í fersku mínni frá því siðla vetrar éru Stuðmenn hinir einu sönnu aftur komnir á kreik. Tónleikar með Karla- kórnum Fóstbræðrum, sem svo komu út á plötu í vor, voru mjög eftirminnilegir og nú eru kapparnir ásamt Ragnhildi væntanlega líka komnir á fulla ferð. Þeysireið um landið er hafin og sömuléiðis er nú að Iíta dagsins ljós smáskífa þar sem Eg bara er eins og ég er, lagið sem hefur hljómað að undanförnu á ljósvakaöldun- um, er að fínna ásamt fleirum. EP+ kallast gripurinn. Sann- kallað sumarstuð er líklega rétta lýsingin á innihaldinu, léttgeggjað að vanda en eins og svo vinsælt er nú um stundir, t.d. eins og heyra mátti á mörg- um þeim Iögum sem tengdust nýafstaðinni Heimsmeistara- keppni í knattspyrnu, eru lögin flest hver á Iatneskum nótum. Stuðmenn eru enn til alls vísir með lögum og landshornaflakki. íslenskar poppfregnir ifr Hún Magga Stína, Mar- grét Kristín Blöndal, sem áður fyrr á árunum gerði garðinn frægan með Risaeðl- unni sem fiðlusnillingur ásamt Halldóru „Dóru Wond- er“ Geirharðsdóttur og fleir- um, var fyrir rúmum hálfum mánuði eða svo að senda firá sér ásamt félögum smáskífu þar sem lagið Naturally er í sviðsljósinu. Nokkuð athygli- vert popplag, sem hljómað hefur nokkuð mikið upp á síðkastið á öldum ljósvakans. Köttaranamm er heitið á geislaplötu all nokkuð sér- stæðari sem nú er eftir nokkra bið komin út. Þar eru á ferðinni stuðningsmenn fótboltasparkaranna í Þrótti £ Reykjavík, sem eins og knatt- spyrnuáhugamenn vita eru þeir skemmtilegustu og jafn- framt skrautlegustu í efstu deildinni í boltanum. Þarna munu vera ein fimm lög, m.a. eftir Jón Ólafsson (alltaf að troða sér einhvers staðar piltungurinn sá) og söngvar- inn og leikarinn Halldór Gylfason, semur jafnframt eitthvað af lögunum á plöt- unni. (Hann er svo m.a. líka með í Greaseuppfærslunni í Borgarleikhúsinu). Ansi hreint skemmtilegt framtak og mættu fleiri stuðnings- menn taka þetta framtak sem og aðrar baráttuaðferðir „Köttaranna" sér til fyrir- myndar. >£• Flugan nr. 1 er nafnið á nýrri safnplötu sem fyrir- tæki Rafns Jónssonar trommara með meiru er að senda frá sér. Koma þar ýmsir við sögu, en einna mesta at- hygli vekur óneitanlega ungdrengjasveitin Rennireið. í henni eru þrír barnungir strákar, tíu og ellefu ára, með son Rafns, Ragnar Sólberg gítarleikara og söngvara, laga- höfund og fleira, í broddi fylkingar. Vöktu þeir fyrst at- hygli í vetur á Músíktilraun- um Tónabæjar, þar sem þeir fengu sérstök verðlaun sem athyglisverðasta sveitin, og nú eru þeir með ein tvö Iög á safnplötunni auk þess sem Ragnar er með eitt til undir eigin nafni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.