Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 10
10-FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 -Th^ir ERLENDAR FRÉTTIR Stríðið sem heim- uríim gleymdi Þaðríkir himgurs- neyð í Súdan. Vegna þurrka, en einnig af mannavöldum. í Súd- an hefur verið borg- arastríð meira og minna í 40 ár. Sú lota, sem nú nýlega var gert hlé á, hefur staðið í 15 ár. Þetta hefur veríð gleymt stríð, en ailt í einu er Súdan komið í heims- fréttimar, enda hefur ástandið versnað til mima. Rauði kross Islands hefur um árabil veitt aðstoð í Súdan og hafa nokkrir sendifulltrúar héð- an farið til starfa í Súdan og næsta nágrenni þess. Þannig fór Asta Stefánsdóttir hjúkrunar- fræðingur til Lokichokio í Norð- ur-Kenía í gær. Nokkrir íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa áður starfað í og nálægt Súdan. Ein þeirra er Eygló Ingadóttir. Hún vann í sex mánuði á sjúkrahúsi sem Alþjóðastofnun Rauða krossins rekur í Lokichokio í Norður-Kenía. Þangað koma særðir og sjúkir Suður-Súdanir til að leita Iækninga. Flestir koma með flugi, en aðrir með bílum eftir lélegum vegum, sem þarna eru. Erfíðast þegar bömin dóu Eins og áður sagði, ríkir borgara- styrjöld í Súdan, milli suður- og norðurhlutans og ráða múslím- ar, íbúar Norður-Súdan Kharto- um, höfuðborg landsins. Astand- ið í Suður-Súdan er því slæmt og nú hafa þurrkar aukið enn á vandann. - Fannstu aldrei til vonleysis, að þú værir að hjúkra fólki til að það gæti haldið áfram að beijast eða snúa aftur til vonlausra að- stæðna? „Maður tekur þessu eins og þetta er. Þetta er einfaldlega starf_sem maðutveiur sér.-Það er erfitt en gefandi. Mikið af fólk- inu sem kemur þarna er ungt fólk og það er mikið af hermönn- um. Það var oft búið að lifa af ótrúlegustu aðstæður, hafði kannski særst þremur vikum áður en það komst loksins undir læknishendur, okkar hlutverk er að hjálpa þeim,“ segir Eygló og bætir við: „Svo er þetta alveg einstakt fólk, einstaklega elsku- legt og gerir ekki miklar kröfur. En erfiðast var þegar börnin voru að deyja.“ Prinsinn af Lokichokio Eygló heldur áfram: „Maður sér ótrúlegustu hluti og daglega verða kraftaverk. Einu sinni kom pínulítið barn til okkar. Það hafði verið ráðist á þorpið hans og hann kom til Lokichokio með móður sinni. Hún hafði særst og dó hjá okkur, en litli drengurinn lifði. Hann heitir Josaphat, en við kölluðum hann Prinsinn af Lokichokio. Pabbi hans fannst, í Úganda. Með því að nýta Ieitar- kerfi Rauða krossins höfðum við upp á honum og gátum sent drenginn til hans.“ Varð betri manneskja Á spítalanum. fengu Eygló og samstarfsfólk hennar fregnir af gangi mála í Súdan og þeim varð ljóst að ástandið var mjög alvar- legt. „Við fengum fréttir af yfir- vofandi hungursneyð og einnig af atburðum sem myndu vekja mikla athygli ef þeir gerðust í hinum vestræna heimi. Við heyrðum líka að það fólk sem snerist til múhammeðstrúar fengi mat, en aðrir ekki.“ Og Eygló heldur áfram: „Við heyrð- um náttúrulega bara aðra hlið- ina.“ Llm ástandið í Súdan, segir Eygló: „Þetta virðist vera enda- laust stríð og á meðan það er, verður engin þróun. Það er Iíka eins og heiminum sé alveg sama.“ - En hvernig stóð á því að þú ákvaðst að fara að starfa í Afr- íku? „Þetta er gamall draumur. Eg hef alltaf ætlað mér þetta. Þegar ég var unglingur var ég ákveðin f að fara til Afríku og það gerði ég-“ Eygló starfar nú á gjörgæslu- deild Landspítalans, en telur hún sig betri hjúkrunarfræðing eftir þessa reynslu? „Ég veit það ekki, en ég er ör- ugglega betri manneskja." — is Clinton og ráðgjafar hans áhyggjulausir Clinton og ráðgjarar hans hafa ekki miklar áhyggjur af samningi sem Mon- ica Lewinsky hefur gert við saksóknar- ann Kenneth Starr. Samningurinn gerir henni kleift að bera vitni um samband sitt við Clinton, án þess að eiga saksókn á hættu. Lewinsky mun bera vitni innan fárra daga. Von um hætta samhúð Indlands og Pákistan Samskipti Indlands og Pakistan hafa batnað, en forsætisráðherrar landanna mættust á fundi í gær. Þeir Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands og Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, ákváðu að halda áfram viðræðum. Samskipti landanna hafa verið með versta móti eftir kjarnorkuvopnatilraunir beggja landanna í maí og þessi fundur var sá fyrsti síðan þá. Embættismenn ríkjanna hitt- ust svo í gær og í dag til að ákveða tilhögun viðræðnanna. Fyrrum ráðherra dæmdur til faugavistar Fyrrum innanríkisráðherra Spánar hefur verið dæmdur til fangavistar. Hæstiréttur Spánar dæmdi Jose Barrionuevo til tíu ára fangavistar, fyrir þátttöku hans í einu versta hneykslismáli Spánar síðan Frankó Ieið. Barrionuevo var dæmdur íyrir þátttöku sína í „skítuga stríðinu" gegn ETA, aðskilnaðarhreyfingu Baska. Hússeiu Jórdauíuhonimgur á hatavegi Ibúar Jórdaníu virðast ánægðir að heyra að konungur þeirra sé á batavegi. Hann kom nýlega fram í sjónvarpi í Jórdaníu og sagði þegn- um sínum að hann væri í meðferð vegna krabbameins, en byggist við að ná sér að fullu. Hussein hefur verið á sjúkrahúsi í Minnesota síð- an þann 14. júlí, hann er nú í lyfjameðferð og býst við að ná sér að fullu. Gassprenging í íbúðahlokk Tveir létust í gærpegar sprenging varð í íbúðablokk í Moskvu. Gas- sprenging reif nær alla framhlið íbúðabyggingarinnar, sem er níu hæðir. Björgunarsveitir með leitarhunda komu fljótt á vettvang og fóru að reyna að ná fólki út úr rústunum. Vélmenni í í jósinu Erfiðleikar við að fá fjósamenn til starfa urðu til þess að Hollending- ar hófu framleiðslu mjaltavélmenna fyrir nokkrum árum og höfðu um síðustu áramót selt 150 slík, en óttast nú að ESB-reglugerð setji strik í reikninginn, samkvæmt fréttum Freys. Sænskir og danskir bændur keyptu sína fyrstu vélfjósamenn fyrr á þessu ári og kosta þeir um 18 milljónir króna fyrir 100 kúa fjós. Meðal höfuðkosta þessara nýju fjósamanna eru þeir, að þeir eru fúsir til að mjólka kýrnar þris- var á sólarhring, sem bæði er talið að auki nyt kúnna um 15-20 prósent og fækki doðatilfellum. En nú hefur slegið í bakseglin í notk- un og útbreiðslu vélmennanna, þvi í ESB-reglugerð eru fyrirmæli um að sjónmeta skuli mjólk úr hverri kú áður en hún er mjólkuð - og til þess þarf víst ennþá fjósamenn af holdi og blóði. Senda svínm til Þýskalands Æ fleiri danskir svínabændur láta nú slátra svínunum í Þýskalandi. Þeir telja sig hafa of litlar tekjur og kröfur sem tengjast meðal ann- ars velferð dýranna, valda þeim vandkvæðum. Svínakjötsverð hefur sjaldan verið Iægra í Danmörku og telja bændurnir hagstæðara að láta slátra í Þýskalandi. Hægri umferð fyrir línuskautafólk Slys þeirra sem ferðast um á línuskautum hafa sjaldan verið fleiri í Svíþjóð. A síðasta árið komu næstum 2.000 manns, sem slasast höfðu á Iínuskautum, á sjúkrahús í Svíþjóð. Sænska vegagerðin hef- ur því lagt til að komið verði á hægri umferð fyrir það línuskautafólk sem ferðast yfir -venjulegum gönguhraða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.