Dagur - 15.08.1998, Page 1
Bamaspítali tefst
vegna Hringbrautar
ReykjavBmxborg vill
fá skýr svör frá ríkis-
valdinu uiii flutning á
Hringbrautinni áður
en framkvæmdir
verða leyfðar við
byggingu nýs bama-
spítala, en þær áttu
að hefjast í júní..
Bygging Barnaspítala Hringsins
og fyrsta skóflustunga að þessu
920 milljóna króna mannvirki á
Landspítalalóðinni hafa tafist og
ekkert verið aðhafst í sumar eins
og til stóð. Astaeðan er sú að
borg og ríki eiga eftir að semja
um flutning á Hringbrautinni
niður fyrir Tanngarð í Vatnsmýr-
inni. Samkvæmt áratugagömlum
samningi fellur sú dýra vegagerð
á ríkissjóð. Sumir sem að málinu
koma töluðu í gær um að málið
væri í einskonar gíslingu, það
væri orðið umferðarmál en ekki
heilbrigðismál.
„Það er öðru nær að þetta mál
sé í neinni sjálfheldu," sagði
Guðrún Agústsdóttir, borgarfull-
trúi og formaður skipulags- og
umferðarnefndar borgarinnar.
Nefndin afgreiddi málið fyrir all-
löngu til borgarráðs og þar var
samþykkt að borgarstjóri ræddi
flutning Hringbrautar við ríkis-
valdið. Þær umræður munu vera
hafnar. „Við höfum sagt það að
til að hefja húsbygginguna þurfi
að klára þetta dæmi með að færa
Hringbrautina. Við erum búin að
afgreiða þetta mál út úr skipu-
lagsnefndinni með fyrirvara um
að flutningur götunnar verði
tímasettur."
Guðrún sagði það algjört lykil-
atriði að Ieysa bílastæðavanda
Landspítalans og koma til móts
við íbúa á svæðinu sem kvarta
mjög yfir hávaða og bílastæða-
skorti. Það væri alveg ljóst að
opnun nýs barnaspítala og flutn-
Hringbraut. Bygging barnaspítala
orðin að umferðarmáli?
ingur Hringbrautar yrðu að hald-
ast í hendur.
Ríkisspítalar sóttu um leyfi til
húsbyggingarinnar í maí síðast-
liðnum til skipulagsnefndar
borgarinnar. Áður hafði málið
farið gegnum venjulegt ferli,
meðal annars grenndarkynn-
ingu. Breytt nefndaskipan borg-
arinnar eftir kosningar tafði mál-
ið eitthvað.
Ingólfur Þórisson aðstoðarfor-
stjóri Ríkisspítalanna sagði í gær
að í upphafi hafi menn rætt um
fyrstu skóflustungu í júní. Núna
stæðu vonir til að hægt yrði að
heíja verkið í þessum mánuði.
Utboð jarðvinnu og annarra
þátta mun hinsvegar taka mánuð
eða meira, þannig að sumarið
verður liðið áður en hægt verður
að hefjast handa.
Fjármögnun Barnaspítala er
tryggð. A fjárlögum ársins eru
200 milljónir króna, Kvenfélagið
Hringurinn hefur lofað 100
milljónum króna til spítalans og
Ríkisspítalar eiga fé í sjóði til
verksins.
Ingólfur sagði að hjá Ríkisspít-
ölum væru menn óþreyjufullir
að hefjast handa og vonuðu að
ekki þyrfti að bíða lengur en þeg-
ar er orðið. Hann sagði að vissu-
lega yrði það til bóta fyrir Land-
spítalann að fá Hringbrautina
flutta í átt að flugvellinum, þá
mundi rætast úr miklum
þrengslum sem há rekstri spítal-
ans, auk þess sem margir kvört-
uðu yfir hávaða frá umferðinni.
- JBP
Keikó aftur
hótað
Háhyrningnum Keikó hefur aftur
borist líflátshótun. I bréfi sem
stílað er á „Gróðapunginn Hall
Hallsson", segir nafnlaus ritari að
farin hafi verið skoðunarferð um
verslunarmannahelgina til Vest-
mannaeyja „...og við getum sagt
að við erum ekki vonsvikin á að-
stöðunni sem okkur er gefin til að
framkvæma verkið.“
Bréfið er póstlagt á Egilsstöð-
um. Þar segir að það sé rangt að
vonsviknir Eskfirðingar standi að
baki hótununum. „Við sem að
máli þessu stöndum erum öll von-
svikin fyrir hönd sannra Islend-
inga sem vilja nýta sér auðæfi
hafsins þar á meðal hvali til bóta
fyrir þjóðina."
Hallur Hallsson, talsmaður
Keikosamtakanna fékk bréfið á
fimmtudaginn og hefur skýrt for-
ráðamönnum þeirra frá hótun-
inni. Hann segir þá taka hana al-
varlega. Lögreglunni í Vestmanna-
eyjum hafði ekki verið tilkynnt um
síðara bréfið og hefur engan grun-
aðan vegna þess fyrra. „Þetta mál
er mjög erfitt að rannsaka," sagði
Halldór Sverrisson hjá rannsókna-
deild lögreglunnar. - BÞ
Börnin í Skólagörðum Akureyrar eru nú að uppskera eins og þau sáðu til í vor. Þau læra að nýta náttúruna og
njóta ávaxta þess sem þau leggja á sig. Fjölmargar tegundir grænmetis bíða þess að „uppfylla tilgang sinn“ og
komast upp í munn og ofan í maga. Hér er Margrét Júlíusdóttir starfsmaður garðanna að aðstoða Freydísi Önnu
Jónsdóttur við uppskeruna. - mynd: brink.
Kristján fær
ekki ábyrgð
Akureyrarbær mun enga Dæjar-
ábyrgð veita vegna stórtónleika
Kristjáns Jóhannssonar og fleiri
í minningu Jóhanns Konráðs-
sonar. Eins og fram kom í Degi í
gær hafa forsvarsmenn tónleik-
anna falast eftir bæjarábyrgð.
Kostnaður er mikill en lög heim-
ila ekki að bærinn skuldbindi sig
með þeim hætti.
„Tónleikunum fylgir heilmikill
kostnaður en þetta er ekki
spurningin um að útvega pen-
inga til að borga Kristjáni laun,“
segir Asgeir Magnússon, for-
maður bæjarráðs og hlær.
„Þetta snýst um stjórnendur,
erlenda óperusöngvara, sinfón-
íuhljómsveitina og fleira. Ef ein-
hveijar náttúruhamfarir kæmu
hér upp eða annað þá treysta að-
standendur sér ekki til að standa
einir að þessu. Bærinn mun
reyna að sjá til þess að þetta geti
gengið með einhverjum hætti.
Hins vegar er búið að breyta
sveitarstjórnarlögunum á þann
veg að bænum er ekki Iengur
heimilt að veita bæjarábyrgð fyr-
ir svona gjörningi. Aður voru
bæjarfélög oft að ganga í ábyrgð
fyrir fyrirtæki og ýmsa aðila. Það
er óheimilt í dag,“ segir Asgeir.
Þetta eru e.t.v. góðar fréttir
fyrir útsvarsgreiðendur á Akur-
eyri, enda hafa þeir ekki alltaf
haft góða reynslu af bæjará-
byrgð. Nýlegasta dæmið er þeg-
ar HM í handknattleik fór fram.
Þá tapaði bærinn tugum millj-
óna króna vegna miðasölu sem
fór í vaskinn.
Anna María Jóhannsdóttir
sem stendur fyrir tónleikunum
sagði í gær að nokkuð hefði bor-
ið á þeim misskilningi, að fólk
teldi hana vera að falast eftir
fjárstuðningi úr bæjarsjóði
vegna framtaksins. Svo væri alls
ekki. Hún væri aðeins að óska
eftir einhverri tryggingu ef ófyr-
irséðir atburðir kæmu upp.
Henni hefði ekki verið kunnugt
um lagabreytinguna sem Asgeir
vísar til. — BÞ
Varmflskiptflr
SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASIMI 562 1024
r
-h