Dagur - 21.08.1998, Side 9
FÖSTUDAGVR 21. ÁGÚST 1998 - 9
Xk^ur
áValgerði
flokkinn. Hún benti á að þar hafí
flokkurinn unnið sinn stærsta sig-
ur.í síðustu kosningum. Auk þess
væri það eitt af markmiðum
flokksins að efla sig á þéttbýlis-
svæðinu á suðvesturhorni lands-
ins.
Hún segir að vissulega komi til
greina að skipa ekki ráðherra í
stað Guðmundar þessa mánuði
sem eftir lifa af kjörtímabilinu en
hún vill engan dóm leggja á það.
Laust þingsæti
Guðmundur Bjarnason hefur ver-
ið fyrsti þingmaður Norðurlands
eystra frá 1987 og leitt Framsókn-
arflokkinn í kjördæminu eftir að
hafa velt Stefáni Valgeirssyni úr
þeim sessi. Þegar Guðmundur
snýr sér að íbúðalánum losnar
sæti í kjördæminu og nær öruggt
verður að teljast að í það setjist
Valgerður Sverrisdóttir. Hún vill
ekkert tjá sig að svo stöddu en
ljóst er að hún stefnir á fyrsta
sætið á lista flokksins burtséð frá
því hvort hún verður ráðherra eða
ekki.
Keppinautar hennar hafa helst
verið nefndir þeir Jóhannes Geir
Sigurgeirsson, varaþingmaður og
stjórnarformaður Landsvirkjunar,
ogjakob Björnsson, bæjarstjórinn
fyrrverandi á Akureyri. Þeir sem
Dagur ræddi við virðast sammála
um að Jakob eigi ekki möguleika
á að velta Valgerði. Nokkrir nefn-
du að gengi hans hefði fallið
nokkuð fyrir norðan eftir að hann
sótti um starf sveitarstjóra í Eyja-
fjarðarsveit en hætti svo við. Mjög
líklegt er að Jóhannes Geir hætti
afskiptum af pólitík og leiðin virð-
ist því greið fyrir Valgerði.
Slagur framimdan
Það stefnir í harðan slag á Norð-
urlandi eystra enda pólitískar
hræringar miklar þar. Steingrím-
ur J. Sigfússon vinnur að stofnun
nýs flokks og Iíklegt þykir að hann
höggvi nokkuð í raðir framsóknar-
manna ef svo fer. Framsóknar-
flokkurinn stendur óneitanlega
verr að vígi en áður fari svo að
hann eigi þar engan ráðherra. Að
sama skapi myndi staða Sjálf-
stæðisflokksins og Halldórs Blön-
dal, samgönguráðherra, væntan-
lega styrkjast.
í Bjarnasyni til hamingju á síðasta Fiokksþingi eftir að Guðmundur hafði verið kjörmn varaformaður flokksins.
skipa ekki ráðherra og skipta
ráðuneytunum á ráðherra sem
fyrir eru. Mín skoðun er sú að
skipa eigi ráðherra sem fyrst. Það
tel ég vera eðlilegt," segir Isólfur
Gylfi.
Magnús Stefánsson sagðist
telja slaginn standa á milli Val-
gerðar Sverrisdóttur og Guðna
Agústssonar og þá ekki sfst þar
sem um landbúnaðarráðuneytið
er að ræða. Enda þótt hann teldi
það koma til greina að skipa ekki
eftirmann Guðmundar heldur
skipta ráðuneytunum niður,
sagðist hann ekki hafa trú á að
það ætti hljómgrunn innan þing-
flokksins.
„Mín skoðun er sú að það eigi
að ganga í það strax að skipta um
ráðherra. Það er óþægilegt fyrir
alla að vera með málið hangandi í
lausu lofti. Mér þætti réttast að
Guðmundur hætti strax og nýr
ráðherra skipaður en Guðmundur
sæti síðan sem óbreyttur þing-
maður til áramóta,“ segir Magn-
ús.
Stærsti siguriim
Siv Friðleifsdóttir vildi lítið tjá
sig. Hún sagði þó eðlilegt að sitt
nafn væri nefnt sem hugsanlegur
ráðherra þar sem hún væri í efsta
sæti í Reykjaneskjördæmi sem
væri að verða afar sterkt fyrir
ur Bjama-
aksviði
íálaima
starfaði hann við útibú Sam-
vinnubankans á Húsavík og varð
síðar útibússtjóri sama banka í
Keflavík.
Guðmundur var varaforseti
Efri deildar Alþingis 1979-1983.
Heilbrigðis- og tryggingaráðherra
var hann skipaður 1987-1991 og
Iandbúnaðar- og umhverfisráð-
herra síðan 1995. Hann hefur
verið varaformaður Framsóknar-
floltksins síðan 1994.
Eiginkona Guðmundar er Vig-
dís Gunnarsdóttir og eiga þau
þrjár dætur. - S.DÓR
Framhaldið er órætt
„Allt varðandi framhald þessa
máls er algerlega órætt. Við höf-
um ekki rætt neitt um hvernig
staðið verður að málum," sagði
Halldór Asgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, þegar Dag-
ur ræddi við hann í gær um
ákvörðun Guðmundar Bjarnason-
ar.
Hann vildi engu spá um hvort
sú leið verði farin að setja ekki
ráðherra í stað Guðmundar en
skipta ráðuneytunum niður á aðra
ráðherra eða hvort heldur skipað-
ur verður ráðherra í stað Guð-
mundar Bjarnasonar.
í höndum þingflokksins
„Það er algerlega í höndum þing-
flokksins að taka slíka ákvörðun.
Fyrst þarf að ganga frá því hvenær
Guðmundur Iætur af embætti og
fer til nýrra starfa. Eg get ósköp
Halldór Ásgrímsson.
lítið meira sagt á þessu stigi þar
sem ég hef ekki haft tækifæri til
að ræða málið við þingmenn
flokksins," sagði Halldór.
Halldór var inntur álits á því að
ýmsum þingmönnum flokksins
þykir eðlilegt að Guðmundur láti
af störfum sem fyrst, en Guð-
mundur sjálfur segist ætla að sitja
til áramóta?
„Ég vil ekkert segja um það á
þessari stundu. Ég tel að Guð-
mundur hafi skilað afar góðu
starfi í þessu embætti og tel alveg
koma til greina að hann gegni því
til áramóta," sagði Halldór.
Hann var loks spurður hvort
hann væri með ákveðinn kandídat
í huga í ráðherrastólinn?
„Eins og ég sagði hefur þetta
ekkert verið rætt og á meðan get
ég ekki svarað þressari spurn-
ingu.“
- Heldur þú að val á ráðherra
geti ekld haft áhrif á prófkjör í
kjördæmi viðkomandi ef það verð-
ur ekki afstaðið þegar valið verður
í embættið? „Ég vil ekkert tjá mig
um slíkar hugmyndir þar sem ekki
er einu sinni búið að ákveða próf-
kjör í flokknum," sagði Halldór.
- S.DÓR
Eftirsiá að
Guðmimdi
„Við Guðmundur
höfum átt náið
samstarf. Ég tel
hann í hópi vina
og sé auðvitað
eftir honum úr
pólitíkinni," segir
Halldór Blöndal
samgönguráð-
herra sem ekkert
vill tjá sig um
hugsanlega eftirmenn Guðmund-
ar.
Honum þykir eðlilegt að Guð-
mundur verði áfram ráðherra til
áramóta, enda hafi áður gerst að
menn hafi haldið áfram ráðherra-
.störfum þótt legið hafi fyrir að
þeir ætluðu að hætta í pólitík eft-
ir nokkra mánuði.
„Það hefur ékki verið venja hér
á landi að ráðherra segi af sér
vegna þess að hann hafi afráðið
að gefa ekki áfram kost á sér. Mér
finnst ekki nema eðlilegt að Guð-
mundur haldi áfram störfum
þangað til hann tekst á við ný
verkefni,“ segir Halldór.
Guðni sterkur
„Mér finnst
óskynsamlegt að
skipta um ráð-
herra á síðustu
mánuðum og
finnst það litlum
tilgangi þjóna,“
segir Margrét
Frímannsdóttir,
formaður Al-
þýðubandalags-
ins. Um eftirleik-
inn segir hún að hugsanlega
skipti ráðherrarnir sem eftir eru
embættunum á milli sín en ef
ekki hljóti Valgerður Sverrisdóttir
og Guðni Ágústsson að teljast lík-
legastir eftirmenn Guðmundar.
„Valgerður hefur verið þing-
flokksformaður og átt mjög far-
sælan ferill sem þingmaður. Hún
hlýtur að koma sterklega til
greina en Guðni Agústsson hlýtur
einnig að gera það. Hann hefur
staðið sig mjög vel sem formaður
landbúnaðarnefndar og Sunn-
lendingar myndu ábyggilega vilja
fá hann í ráðuneytið. Guðni væri
líka ákveðið mótvægi við þá
hörðu frjálshyggju sem ríkis-
stjórnin rekur,“ segir Margrét .
Gott samstarf
„Mér finnst ekk-
ert skrýtið þótt
maður eins og
Guðmundur sem
er búinn að vera
býsna lengi í póli-
tík fari að hugsa
sér til hreyfings
og það er að
mörgu leyti eðli-
legt að hann velji
þennan tíma þeg-
ar líður að lokum þessa kjörtíma-
bils,“ segir Steingrímur J. Sigfús-
son, fyrrverandi þingmaður AI-
þýðubandalagsins.
„Ég óska honum góðs á nýjum
vettvangi og þakka honum sam-
starfið sem hefur verið gott."
Steingrímur telur líklegast að
Valgerður taki við af Guðmundi
verði nýr ráðherra á annað borð
skipaður sem styrki auðvitað
hennar stöðu.
En breytir þetta einhverju um
pólitfska stöðu mála í kjördæm-
inu? „Það held ég ekki. Maður
hefur reiknað meó því að þarna
yrðu tveir ráðherrar í framboði og
leiddu lista stjórnarflokkanna.
Það breytir engu þótt Valgerður
kæmi í staðinn fyrir Guðmund.
Það yrði frekar breyting ef það
yrði ekki, en þetta breytir engu
um mínar aðstæður," segir Stein-
grímur.
Steingrímur J.
Sigfússon.