Dagur - 25.08.1998, Side 2

Dagur - 25.08.1998, Side 2
18 — ÞRIÐJUDAGUR 2S. ÁGÚST 1998 LIFIÐ í LANDINU 1 L. . SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDOR SIGURDÓRSSON Sr. Gunnlaugur Stefánsson. „...en eins og landsmenn vita þá hefur ríkisstjórn- inni tekist að reka ríkissjóð með af- gangi að undan- fömu.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í DV. Galleríið Menningarnóttin eða „Menningarsólarhring- urinn“ í Reykjavík síðastliðinn laugardag var glæsileg rós í hnappagat borgaryfirvalda. Ekki skemmdi góða veðrið fyrir. Má segja að allan daginn og nóttina hafi miðborg Reykjavíkur iðað af mannlífi. Eg hef ekki í áraraðir skoðað miðborgina jafn vel og á laugardaginn. Það sem kom mér skemmtilegast á óvart var hve miklar breytingar eru orðnar á Skólavörðu- stígnum. Þessi fyrrum daufa gata er orðinn hrein listagata með ýmiskonar galleríum eða listaverkabúðum í öðru hverju húsi. En svo er það gamla fangahúsið á Skólavörðustígnum sem stingur kaldranalega í stúf. Gárungi sem búinn var að labba niður Skólavörðustiginn og sjá gallerí hér og gallerf þar sagði þegar hann koma að fangahúsinu. „Og hér kemur svo Gallerí jail.“ Fæddurprestur Landbúnaðarnefnd, ásamt Iandbúnaðarráð- herra, var á fer á Austurlandi fyrir nokkru, fór um, ræddi við bændur og skoðaði sveitir. Þeg- ar kom í Breiðdal var séra Gunnlaugur Stef- ánsson, prestur í Heydölum og fyrrum alþing- ismaður, fenginn til að vera leiðsögumaður nefndarmanna um sveitina. Um kvöldið var Gunnlaugi ásamt konu sinni, séra Sjöfn Jó- hannesdóttur, boðið í kvöldverð á Hótel Blá- felli með nefndinni og ráðhera. Þar voru margar snjallar ræður fluttar og meðal ræðu- manna var séra Hjálmar Jónsson, sem sæti á í nefndinni. Hann hafði m.a. orð á því að það væri merkilegt að í svo litlum hópi skyldu vera þrír prestar. Þegar Guðni Ágústsson fékk orðið sagði hann að þetta væri ekki rétt, prestarnir væru fjórir. Þeir þrír sem séra Hjálmar ætti við hefðu orðið að eyða 7 árum í að læra til prests, „en ég eyddi engum tíma í það vegna þess að ég er fæddur prestur," sagði „séra“ Guðni. í himnaríki og helvíti Sagt er að í himnaríki séu það Englendingar sem sjái um Iöggæsluna, Frakkar matreiðsl- una, Italarnir eru elskhugarnir og Þjóðverjar sjá um alla skipinulaginguna. I helvíti eru það Frakkar sem sjá um löggæsluna, Englendingar um matreiðsluna, Þjóðverjar eru elskhugarnir og ítalir sjá um allt skipulagið Elsku timburmaður Og vegna þess að minnst var á hina glæsilegu Menningarnótt hafa sjálfsagt margir á sunnu- deginum getað tekið undir með Torfa Guð- Iaugssyni: Þvtltk högg og hamraskak, af hjarta yrði ég glaður, ef þú hvíldist andartak elsku timburmaður. Rósa Kristín og Hjörleifur spila á söngvökunum í vikunni. Tónlistarsaga í tali og tónum „Á söngvökunum förum við í gegnum íslenska tónlistarsögu, sem að mestu er saga söngs. Þessu hefur verið allt of lítið sinnt því þarna eigum við dýr- mætan sjóð,“ segir Rósa Kristín Baldursdótttir en hún, ásamt eig- inmanni sínum, Hjörleifi Hjart- arsyni, hefur sungið og spilað á söngvökum sem Minjasafnið á Akureyri hefur staðið fyrir í sum- ar. Frá örófi alda til nú tímans „Á söngvökunum förum við í ferðalag í gegnum aldirnar og gefum sýnishorn úr íslenskri tón- íist frá örófi alda fram á þennan dag. Við tökum dæmi um fimm- undasöng, dróttkvæði, vikivaka og alls kyns íslensk þjóðlög og þjóðvísur. Svo færum við okkur yfir á þessa öld og syngjum þau lög sem hafa orðið vinsæl hjá þjóðinni, svona „nútímaþjóðlög.“ Söngvökurnar fara fram í Minjasafnskirkj- unni. Rósa og Hjörleifur syngja og spila á gítar en ennfremur eru hljóðfærin Iögð til hliðar og sagan sögð. Þetta er fimmta sumarið sem þessar söngvökur eru haldnar á vegum Minjasafnsins og hefur Rósa verið með frá upphafi. Hjörleifur kom inn í sumar en þar áður hafði Rósa sungið mikið með bróður hans, Þórarni Hjartarsyni. Þá hefur Kristjana Arngrímsdóttir sungið mikið í sumar. „Þetta er mikið fjölskyldu- batterí," segir Rósa og hlær við. Fín viðbrögð Rósa segir aðsóknina á söngvök- urnar að öllu jöfnu nokkuð góða en hafi þó verið heldur minni í sumar en oft áður. „Stundum er kirkjan troðfull en stundum er verið að syngja fyrir innan við tíu manns. Þetta virðist fara eftir veðri. Sé það vont hreyfir fólk sig ekki. Þá hefur ferðamanna- straumurinn í sumar verið minni en venjulega og það hefur haft áhrif á aðsókn. Okkur hefur hins vegar fundist að þeir aðilar sem bera ábyrgð á að veita ferða- mönnum upplýsingar og koma á framfæri því efni sem í boði er, hafi brugðist." Rósa segir að alls konar fólk komi á söngvökurnar, heimamenn og ferðamenn, innlendir sem erlendir. „Viðbrögðin hafa verið mjög fín, undantekningarlaust. Fólk hefur mjög gaman af þessu og það gerist oft að við fáum sama fólkið aftur. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir.“ Senn hallar að hausti og í kvöld er næstsíð- asta söngvakan á þessu sumri. Hún hefst kl. 21 og stendur í um klukkutíma. Síðasta söngvakan verður svo næstkomandi fimmtudagskvöld. Það er því nú eða ekki fyrir Norðlendinga að skella sér á söngvöku. - JV Rósa Krístín spilará söngvökum ásamt eiginmanni sínum. Aðsókn eralla vega en undirtektir alltaf góðar. Einungis tvær söngvökurlifa það sem eftir er sumrí. 8PJALL FRÁ DEGI TIL DAGS Guð hjálpi þeim sem hjálpa sér ekki sjálfir. Wilson Mizner. Þetta gerðist 2 5. ágúst • 1609 sýndi Galíleó þinginu í Feneyjum fyrsta sjónaukann sem hann smíðaði. • 1914 réðust Þjóðverjar inn í Frakkland. • 1921 undirrituðu Bandaríkin friðar- samning við Þjóðverja. • 1940 gerðu Bretar fyrstu loftárásina á Berlín að næturlagi. • 1944 var París frelsuð undan hernámi nasista. • 1970 var stífla í Laxá í Suður-Þingeyj- arsýslu sprengd í mótmælaskyni við stækkun Laxárvirkjunar. • 1990 heimilaði öryggisráð S.Þ. hernað- araðgerðir gegn Irak. Þessir fæddust 2 5. ágúst • 1933 fæddist saxófónleikarinn Wayne Shorter. • 1919 fæddist George C. Wallace, fýrr- um ríkisstjóri í Alabama sem barðist hvað harðast gegn afnámi aðskilnaðar- stefnu hvítra í suðurríkjum Bandaríkj- anna á sjöunda áratugnum. • 1918 fæddist hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Leonard Bernstein. • 1913 fæddist Bob Crosby, yngri bróðir Bings. • 1845 fæddist Lúðvík II., hinn vægast sagt Iéttruglaði konungur í Bæjaralandi (ríkti 1864-1886). • 1786 fæddist Lúðvík I., sem einnig var konungur í Bæjaralandi (1835-1848). • 1744 fæddist Johann Gottfried von Herder, þýskur guðfræðingur og heim- spekingur. Vísa dagsins Þessa vísu orti Káinn um sr. Hjört Leó sem hann hélt uppá. Leó hresstur hélt í vestur, heiðursgest egfann. Það er mesti myndarprestur, mér leist best á hann. Afmælisbam dagsins Ivan grimmi (Ivan Vasiljevitsj) fædd- ist árið 1530. Hann var erkihertogi af Moskvu 1533-47, og því ekki nema þriggja ára þegar hann tók við völdum af föður sínum, Basil III. Árið 1547 hækkaði hann sjálfan sig í tign og ríkti sem fyrsti keisari Rússa- veldis allt til 1584. Veldi sínu stjórn- aði hann með glæsibrag fyrstu árin, en varð seinna afar undarlegur í háttum og beitti óstjórnlegri grimmd, drap m.a. elsta son sinn í bræðiskasti. Elsa, Sigga, Gunna... Manni nokkrum var boðið í mat til vinar síns. I hvert skipti sem gestgjafann vantaði eitthvað kallaði hann til konu sinnar og ávarpaði hana ýmsum gælunöfnum svo sem ástin mín, elskan mín, engilinn minn og annað í svipuðum dúr. Gesturinn hlustaði á þetta allt kvöldið og sagði svo: „Mikið er gaman að heyra það að eftir öll þessi ár sem þið hafið verið gift, skulir þú enn kalla hana svona fallegum gælu- nöfnum." Gestgjafinn leit á vin sinn og sagði: „Ef ég á að segja þér alveg eins og er ...þá man ég bara ekki hvað hún heitir." Veffang dagsins Allar stjórnarskrár í heimi - eða næstum þ\r allar - er að finna bjá www.uni-wuerz- burg.de/Iaw

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.