Dagur - 25.08.1998, Blaðsíða 4
20-ÞRJOJUDAGUR 2S. ÁGÚST 1998
LÍFIÐ í LANDINU
D^ur
Málefni dýra eru alltaf
lífið í umræðunni.
Fremur óljóst er hverjir
eru í forystu fyrir
dýraverndunarfélögum.
Alltof sjaldan koma
viðbrögð frá þeim þegar
viðkvæm og erfið mál
koma upp.
Erlendis jafnast dýrin á
við ungabörn. Þau eru
ríkur þáttur af tilfinn-
ingaheimi fólks og gefa
aðgöngumiða að félags-
legum samskiptum á vinsamlegu nótun-
um.
Málefni dýra eru alltof lítið í umræð-
unni. Fremur óljóst er hverjir eru í for-
ystu fyrir dýraverndunarfélögum. Alltof
sjaldan koma viðbrögð frá þeim þegar
viðkvæm og erfið mál koma upp.
Málefni dýra hafa löngum verið mér
umhugsunarefni, ekki af því að ég sé sér-
staklega mikill dýravinur, því að það er ég
svo sannarlega ekki, heldur af því að ég
hef verið fréttamaður, mér er ágætlega
við dýr og ég hef tekið eftir því að málefni
dýra eru gjarnan í umræðunni erlendis -
og þar eru þau viðkvæm mál. Þegar farið
er illa með dýr eða illa fer um dýrin á ein-
hvern hátt fer allt í háaloft og endar
venjulega með því að „kerfið" gengur í lið
með dýrunum og sér til þess að lögum og
reglum sé framlylgt. Þannig á það Iíka að
vera en svona er þetta alls ekki alltaf hér
á landi.
UMBUÐA-
LAUST
Guðrún Helga
Sígurðardóttir
skrifar
Dýraverndunar-
sinnar þurfa að
byggja upp öfluga
forystu sem getur
komið fram fyrir
skjöidu og tjáð sig
á sterkan og öfíug-
an hátt þegar fjall-
að er um dýr, til-
raunir með dýr eða
skyld málefni í fjöl-
miðlum.
Dýravemd-
arsinnar em
alltof veiMr
„Pabbi“ og „manrma“
Erlendis jafnast dýrin á við ungabörn.
Þau eru ríkur þáttur af tilfinningaheimi
fólks og gefa aðgöngumiða að félagsleg-
um samskiptum á vinsamlegu nótunum.
A sama hátt og fólk byijar að spjalla um
ungabarnið, spyija hvers kyns það sé og
hversu gamalt það sé byijar fólk að kjá
framan í hundinn og spjalla um hvað
hann sé fallegur og hversu gamall hann
sé. Af þessu spretta gjarnan Iangar og
miklar samræður og jafnvel kunnings-
skapur.
Þessarar tilhneigingar gætir líka hér á
landi. Hundaeigendur hittast á Geirsnefi
og spjalla um daginn og veginn. Þar
kemst á kunningsskapurinn. I fjölskyld-
um er talað um foreldrana á heimilinu
sem „mömmu“ og „pabba“ hundsins, svo
hjákátlega sem það oftast hljómar. Það
sýnir tilfinningarnar sem komast í spilið
þegar dýrin eru annars vegar.
Beðið eftir viðbrögðum
Því miður sýnist mér umræða um málefni
dýra skammt á veg komin hér á landi og
undantekningarnar alltof fáar. Þeirra
gætir þó. Þannig gerði eitt dagblaðanna
heiðarlega tilraun til þess um helgina að
fjalla um málefni dýra með fréttum um
að fuglalíf og flugeldasýningar færu ekki
saman - frétt sem vissulega vakti athygli
þegar einmana svanur synti einn fugla og
hálfruglaður um Tjörnina eftir miðnætti
aðfaranótt sunnudags þó að Ingibjörg
Sólrún segði í sjónvarpinu að endurnar á
Tjörninni væru öllu vanar.
Hin fréttin var öllu alvarlegri. Lifandi
grís, sem átti að aflífa, hafði fundist í
gámi! Máttfarinn en þó á lífi. Mistök sem
ekki mega gerast, sagði bústjóri svínabús-
ins. Og auðvitað er það rétt. Dýravernd-
unarsamband Islands ku vera að skoða
málið og nú þegar þetta er skrifað er bara
að bíða og sjá hver viðbrögð þess verða.
Verða þau einhver? Eg bara spyr.
Hræddir við að tjá sig skýrt?
Tilraunir á dýrum og slæm meðferð dýra
hafa átt sér stað nánast átölulaust hér á
landi og umfjöllun um málefni dýra hefur
almennt verið alltof iítil. Skuldinni er
tæpast hægt að skella alfarið á Ijölmiðla.
Sem fréttamaður hef ég til dæmis fengið
að fjalla um slík mál og reynt að fá for-
svarsmenn dýraverndunar til að koma
fram fyrir skjöldu og tjá sig um þau á
skeleggan hátt. Með litlum árangri þó.
Það hefur einfaldlega ekki náðst í þá og
stundum hefur það verið óskýrt hveijir
væru í forystunni og mættu/ættu að tjá
sig. Margir eru hræddir við að taka ein-
arða afstöðu ef þeir svara símanum á
annað borð.
Varð að athlægi
Þá virðist vera óeining meðal dýravernd-
unarsinna. Dæmi um vitleysuna sem þar
virðist viðgangast eru deilurnar sem
komu upp i sumar þegar talsmaður dýra-
verndunarsinna kom skyndilega fram í
íjölmiðlum til að tjá sig um Keiko. Þá
virtist eitthvað á reiki hvort viðkomandi
hefði yfir höfuð eitthvert umboð til að tjá
sig. Þessi umræða var þögguð niður í
snarhasti með yfirlýsingu frá mönnum
sem lýstu sig hina réttu forystumenn.
Það breytir því þó ekki að þessar deilur
sýndu Ijóslega hve staða dýraverndunar-
samtaka og dýraverndunar er veik hér á
landi. Dýraverndin varð að athlægi í
þessu máli.
Mikil þörf er á því að gera bragarbót á
umljöllun um dýr og málefni dýra. Dýra-
verndunarsinnar þurfa að taka sig saman
í andlitinu, setja niður deilur sínar ef ein-
hveijar eru og byggja upp öfluga forystu
sem getur komið fram fyrir skjöldu og
tjáð sig á sterkan og öflugan hátt þegar
fjallað er um dýr, tilraunir með dýr eða
skyld málefni í fjölmiðlum. Það er kom-
inn tími til þess að dýraverndunarsamtök
taki þessi mál föstum tökum til að vinna
að bættum hag dýra.
Æra Lewinski
ófagra mynd af þessari ungu
stúlku. Hún var sögð veru-
leikafirrtur lygari, athyglissjúk
drusla og loddari af guðs náð.
Upp á svið voru dregnir gamlir
kærastar og skólafélagar sem óð-
fúsir vitnuðu um óáreiðanleika
hennar. Ráðgjafar og stuðnings-
menn forsetans drógu heldur
hvergi af sér í Iýsingum. Á ör-
skammri stundu var mannorðið
haft af Lewinski og það er óvíst
að henní muni nokkru sinni
takast að endurheimta það.
Ég ætla ekki að helja langa tölu
um framhjáhald Bandaríkjafor-
seta, þess hins sama og heldur
því fram að tæknilega séð hafi
hann ekki tekið framhjá þar sem
hann var óvirkur aðili í atburða-
rás þar sem konan sá um allt erf-
iðið. Unga konan sem athygli
heimsins hefur beinst að síðustu
mánuði er sögð gröm forsetanum
vegna þess að hann hefur ekki
beðið hana afsökunar. Hún ætti
að vera jafn gröm fjölmiðlum
sem segja má að hafi haft af
MENNINGAR
VAKTIN
Kolbrún
Bergþórsdóttir
skrifar
henni mannorðið og sýna jafn litla iðr-
un og forsetinn.
Þegar samskipti Clintons og Lewinski
komust í hámáli drógu Ijölmiðlar upp
Þessi afgreiðsla fjölmiðla er umhugs-
unarverð. Hið sama má segja um um-
fjöllun þeírra um Lindu Tripp og Paulu
Jones en ótæpilega var hæðst að útliti
„Þegar samskipti
Clintons og
Lewinski komust I
hámáli drógu fjöl-
miðlar upp ófagra
mynd af þessari
ungu stúlku. Hún
var sögð veru-
leikafirrtur lygari,
athyglissjúk drusla
og loddari afguðs
náð.“
þeirra. Önnur hafði unnið sér til saka
að vera vel við vöxt, hin þótti með ein-
dæmum ófríð.
Ég hef oft furðað mig á því af hverju
kvennasamtök hafa ekki bent á þá með-
ferð sem þessar konur hafa fengið í fjöl-
miðlum. Kannski er skýringin sú að
kvennasamtök styðja af krafti forseta-
frúna sem sögð er vera hin raunverulegi
stjórnandi í Hvíta húsinu. Hillary hefur
vissulega allt það vit sem bónda hennar
skortir. Það breytir þó engu um það að
meðferð fjölmiðla á Lewinski er víta-
verð.